Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki

Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.

Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál (ÚNU) telur að ákvörðun Reykja­vík­ur­borgar frá því í lok nóv­em­ber, um að synja Kjarn­anum um afhend­ingu á öllum athuga­semdum og umsögnum sem þá höfðu borist við breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur, hafi verið haldin svo veru­legum ann­mörkum að ekki sé annað unnt en að fella hana úr gildi.

Úrskurður nefnd­ar­innar um þetta var kveð­inn upp 30. mars. Reykja­vík­ur­borg var falið að taka beiðni blaða­manns aftur til með­ferð­ar, en það skiptir reyndar litlu máli, þar sem borgin birti umbeðin gögn opin­ber­lega fyrir all­nokkru síðan og benti blaða­manni á það.

Úrskurður nefnd­ar­innar stað­festi hins vegar þann skiln­ing Kjarn­ans að Reykja­vík­ur­borg hefði ekki fært fram hald­bær rök fyrir því að synja blaða­manni um afhend­ingu gagn­anna, sem óskað var eftir á grund­velli upp­lýs­inga­laga. ÚNU taldi raunar að borgin hefði ekki metið gögnin á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Synjun borg­ar­innar byggði meðal ann­ars á því að inn­sendu erind­in, þar sem fram komu athuga­semdir íbúa, félaga­sam­taka og fyr­ir­tækja um breyt­ingar á borg­ar­skipu­lag­inu, ætti að kynna kjörnum full­trúum áður en þau væru afhent almenn­ingi.

Þessi erindi vildi blaða­maður fá í hendur til þess að geta haft tíma til þess að kynna sér við­horf fólks, fyr­ir­tækja og hags­muna­sam­taka til þeirra mark­verðu breyt­inga á aðal­skipu­lagi sem verið var að kynna, en ákveðin hags­muna­sam­tök og íbúa­sam­tök höfðu þegar komið umsögnum sínum á fram­færi við fjöl­miðla.

Borgin hélt því hins vegar fram að umbeðin erindi teld­ust ekki afhent sveit­ar­fé­lag­inu fyrr en að liðnum umsagn­ar­fresti og þegar kjörnir full­trúar hefðu fengið tæki­færi til að kynna sér þau. Þá fyrst væru þau „skjöl­uð“ í kerfum borg­ar­innar og þá fyrst mætti telja þau fyr­ir­liggj­andi.

Úrskurð­ar­nefndin telur það hins vegar „engum vafa und­ir­orpið að athuga­semdir við drög að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar telj­ist fyr­ir­liggj­andi þegar þær hafa borist sveit­ar­fé­lag­inu burt­séð frá því hvort þær hafi hlotið form­lega umfjöllun kjör­inna full­trúa á fundi eða þeir haft tæki­færi til að kynna sér þau,“ og féllst úrskurð­ar­nefndin því ekki á þá afstöðu Reykja­vík­ur­borgar að gögnin hefðu ekki talist fyr­ir­liggj­andi í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga.

Mál skal skrá á kerf­is­bund­inn hátt

Einnig virð­ist úrskurð­ar­nefndin setja spurn­inga­merki við það hvort þessi með­ferð Reykja­vík­ur­borgar á inn­sendum erind­um, eins og henni var lýst af hálfu borg­ar­inn­ar, sé rétt sam­kvæmt lögum um opin­ber skjala­söfn, en í þeim lögum segir m.a. að skylt sé að skrá mál sem koma til með­ferðar á kerf­is­bund­inn hátt og varð­veita máls­gögn.

Auglýsing

„Það fellur hins vegar utan valds­viðs úrskurð­ar­nefnd­ar­innar að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd afhend­ing­ar­skyldra aðila á lögum um opin­ber skjala­söfn og reglum sem settar eru á grund­velli þeirra en það er hlut­verk Þjóð­skjala­safns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. lag­anna,“ segir í úrskurði ÚNU.

Reykja­vík­ur­borg fer yfir málið

Blaða­maður beindi fyr­ir­spurn til borg­ar­innar eftir að hafa fengið úrskurð­inn í hendur og spurði hvort úrskurður ÚNU myndi breyta því hvernig unnið væri úr inn­sendum erindum um skipu­lags­mál hjá Reykja­víkur og hvort aðgangi almenn­ings að þessum erindum yrði breytt með ein­hverjum hætti.

„Þar sem þér voru afhent þau gögn sem þú baðst um í des­em­ber kallar úrskurður nefnd­ar­innar ekki á nein frek­ari við­brögð af okkar hálfu á þess­ari stund­u,“ sagði í svari við fyr­ir­spurn­inni frá Gló­eyju Helgu­dóttur Finns­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra á umhverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Ég á eftir að fara betur yfir úrskurð­inn og skoða hvort eða að hvaða leyti hann hefur áhrif á fram­tíðar afgreiðslu mála hjá okk­ur,“ segir Glóey einnig. Sömu­leiðis tók hún fram, varð­andi skjölun gagna, að gögn væru vistuð í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent