Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki

Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.

Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Auglýsing

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) telur að ákvörðun Reykjavíkurborgar frá því í lok nóvember, um að synja Kjarnanum um afhendingu á öllum athugasemdum og umsögnum sem þá höfðu borist við breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, hafi verið haldin svo verulegum annmörkum að ekki sé annað unnt en að fella hana úr gildi.

Úrskurður nefndarinnar um þetta var kveðinn upp 30. mars. Reykjavíkurborg var falið að taka beiðni blaðamanns aftur til meðferðar, en það skiptir reyndar litlu máli, þar sem borgin birti umbeðin gögn opinberlega fyrir allnokkru síðan og benti blaðamanni á það.

Úrskurður nefndarinnar staðfesti hins vegar þann skilning Kjarnans að Reykjavíkurborg hefði ekki fært fram haldbær rök fyrir því að synja blaðamanni um afhendingu gagnanna, sem óskað var eftir á grundvelli upplýsingalaga. ÚNU taldi raunar að borgin hefði ekki metið gögnin á grundvelli upplýsingalaga.

Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.

Þessi erindi vildi blaðamaður fá í hendur til þess að geta haft tíma til þess að kynna sér viðhorf fólks, fyrirtækja og hagsmunasamtaka til þeirra markverðu breytinga á aðalskipulagi sem verið var að kynna, en ákveðin hagsmunasamtök og íbúasamtök höfðu þegar komið umsögnum sínum á framfæri við fjölmiðla.

Borgin hélt því hins vegar fram að umbeðin erindi teldust ekki afhent sveitarfélaginu fyrr en að liðnum umsagnarfresti og þegar kjörnir fulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér þau. Þá fyrst væru þau „skjöluð“ í kerfum borgarinnar og þá fyrst mætti telja þau fyrirliggjandi.

Úrskurðarnefndin telur það hins vegar „engum vafa undirorpið að athugasemdir við drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar teljist fyrirliggjandi þegar þær hafa borist sveitarfélaginu burtséð frá því hvort þær hafi hlotið formlega umfjöllun kjörinna fulltrúa á fundi eða þeir haft tækifæri til að kynna sér þau,“ og féllst úrskurðarnefndin því ekki á þá afstöðu Reykjavíkurborgar að gögnin hefðu ekki talist fyrirliggjandi í skilningi upplýsingalaga.

Mál skal skrá á kerfisbundinn hátt

Einnig virðist úrskurðarnefndin setja spurningamerki við það hvort þessi meðferð Reykjavíkurborgar á innsendum erindum, eins og henni var lýst af hálfu borgarinnar, sé rétt samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn, en í þeim lögum segir m.a. að skylt sé að skrá mál sem koma til meðferðar á kerfisbundinn hátt og varðveita málsgögn.

Auglýsing

„Það fellur hins vegar utan valdsviðs úrskurðarnefndarinnar að hafa eftirlit með framkvæmd afhendingarskyldra aðila á lögum um opinber skjalasöfn og reglum sem settar eru á grundvelli þeirra en það er hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. laganna,“ segir í úrskurði ÚNU.

Reykjavíkurborg fer yfir málið

Blaðamaður beindi fyrirspurn til borgarinnar eftir að hafa fengið úrskurðinn í hendur og spurði hvort úrskurður ÚNU myndi breyta því hvernig unnið væri úr innsendum erindum um skipulagsmál hjá Reykjavíkur og hvort aðgangi almennings að þessum erindum yrði breytt með einhverjum hætti.

„Þar sem þér voru afhent þau gögn sem þú baðst um í desember kallar úrskurður nefndarinnar ekki á nein frekari viðbrögð af okkar hálfu á þessari stundu,“ sagði í svari við fyrirspurninni frá Glóeyju Helgudóttur Finnsdóttur, skrifstofustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

„Ég á eftir að fara betur yfir úrskurðinn og skoða hvort eða að hvaða leyti hann hefur áhrif á framtíðar afgreiðslu mála hjá okkur,“ segir Glóey einnig. Sömuleiðis tók hún fram, varðandi skjölun gagna, að gögn væru vistuð í samræmi við gildandi lög og reglur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent