Innsend erindi teljast fyrirliggjandi gögn óháð því hvort borgarfulltrúar hafi séð þau eða ekki

Afgreiðsla Reykjavíkurborgar á gagnabeiðni frá Kjarnanum var haldin verulegum annmörkum, að mati úrskurðarnefndar. Borgin hélt því fram að innsend erindi um skipulagsmál gætu ekki talist fyrirliggjandi gögn fyrr en borgarfulltrúar hefðu kynnt sér þau.

Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Synjun borgarinnar byggði meðal annars á því að innsendu erindin, þar sem fram komu athugasemdir íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja um breytingar á borgarskipulaginu, ætti að kynna kjörnum fulltrúum áður en þau væru afhent almenningi.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál (ÚNU) telur að ákvörðun Reykja­vík­ur­borgar frá því í lok nóv­em­ber, um að synja Kjarn­anum um afhend­ingu á öllum athuga­semdum og umsögnum sem þá höfðu borist við breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur, hafi verið haldin svo veru­legum ann­mörkum að ekki sé annað unnt en að fella hana úr gildi.

Úrskurður nefnd­ar­innar um þetta var kveð­inn upp 30. mars. Reykja­vík­ur­borg var falið að taka beiðni blaða­manns aftur til með­ferð­ar, en það skiptir reyndar litlu máli, þar sem borgin birti umbeðin gögn opin­ber­lega fyrir all­nokkru síðan og benti blaða­manni á það.

Úrskurður nefnd­ar­innar stað­festi hins vegar þann skiln­ing Kjarn­ans að Reykja­vík­ur­borg hefði ekki fært fram hald­bær rök fyrir því að synja blaða­manni um afhend­ingu gagn­anna, sem óskað var eftir á grund­velli upp­lýs­inga­laga. ÚNU taldi raunar að borgin hefði ekki metið gögnin á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Synjun borg­ar­innar byggði meðal ann­ars á því að inn­sendu erind­in, þar sem fram komu athuga­semdir íbúa, félaga­sam­taka og fyr­ir­tækja um breyt­ingar á borg­ar­skipu­lag­inu, ætti að kynna kjörnum full­trúum áður en þau væru afhent almenn­ingi.

Þessi erindi vildi blaða­maður fá í hendur til þess að geta haft tíma til þess að kynna sér við­horf fólks, fyr­ir­tækja og hags­muna­sam­taka til þeirra mark­verðu breyt­inga á aðal­skipu­lagi sem verið var að kynna, en ákveðin hags­muna­sam­tök og íbúa­sam­tök höfðu þegar komið umsögnum sínum á fram­færi við fjöl­miðla.

Borgin hélt því hins vegar fram að umbeðin erindi teld­ust ekki afhent sveit­ar­fé­lag­inu fyrr en að liðnum umsagn­ar­fresti og þegar kjörnir full­trúar hefðu fengið tæki­færi til að kynna sér þau. Þá fyrst væru þau „skjöl­uð“ í kerfum borg­ar­innar og þá fyrst mætti telja þau fyr­ir­liggj­andi.

Úrskurð­ar­nefndin telur það hins vegar „engum vafa und­ir­orpið að athuga­semdir við drög að breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar telj­ist fyr­ir­liggj­andi þegar þær hafa borist sveit­ar­fé­lag­inu burt­séð frá því hvort þær hafi hlotið form­lega umfjöllun kjör­inna full­trúa á fundi eða þeir haft tæki­færi til að kynna sér þau,“ og féllst úrskurð­ar­nefndin því ekki á þá afstöðu Reykja­vík­ur­borgar að gögnin hefðu ekki talist fyr­ir­liggj­andi í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga.

Mál skal skrá á kerf­is­bund­inn hátt

Einnig virð­ist úrskurð­ar­nefndin setja spurn­inga­merki við það hvort þessi með­ferð Reykja­vík­ur­borgar á inn­sendum erind­um, eins og henni var lýst af hálfu borg­ar­inn­ar, sé rétt sam­kvæmt lögum um opin­ber skjala­söfn, en í þeim lögum segir m.a. að skylt sé að skrá mál sem koma til með­ferðar á kerf­is­bund­inn hátt og varð­veita máls­gögn.

Auglýsing

„Það fellur hins vegar utan valds­viðs úrskurð­ar­nefnd­ar­innar að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd afhend­ing­ar­skyldra aðila á lögum um opin­ber skjala­söfn og reglum sem settar eru á grund­velli þeirra en það er hlut­verk Þjóð­skjala­safns Íslands, sbr. 4. tölul. 13. gr. lag­anna,“ segir í úrskurði ÚNU.

Reykja­vík­ur­borg fer yfir málið

Blaða­maður beindi fyr­ir­spurn til borg­ar­innar eftir að hafa fengið úrskurð­inn í hendur og spurði hvort úrskurður ÚNU myndi breyta því hvernig unnið væri úr inn­sendum erindum um skipu­lags­mál hjá Reykja­víkur og hvort aðgangi almenn­ings að þessum erindum yrði breytt með ein­hverjum hætti.

„Þar sem þér voru afhent þau gögn sem þú baðst um í des­em­ber kallar úrskurður nefnd­ar­innar ekki á nein frek­ari við­brögð af okkar hálfu á þess­ari stund­u,“ sagði í svari við fyr­ir­spurn­inni frá Gló­eyju Helgu­dóttur Finns­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra á umhverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Ég á eftir að fara betur yfir úrskurð­inn og skoða hvort eða að hvaða leyti hann hefur áhrif á fram­tíðar afgreiðslu mála hjá okk­ur,“ segir Glóey einnig. Sömu­leiðis tók hún fram, varð­andi skjölun gagna, að gögn væru vistuð í sam­ræmi við gild­andi lög og regl­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent