Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla

Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.

Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Auglýsing

Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar voru form­lega kynntar af hálfu borg­ar­innar í gær. Með þeim breyt­ingum sem sam­þykktar hafa verið í borg­ar­ráði er meg­in­stefna núver­andi aðal­skipu­lags sem stað­fest var árið 2014 fest í sessi, en umfangs­miklar breyt­ingar gerð­ar, sér­stak­lega hvað varðar stefnu borg­ar­innar um íbúð­ar­byggð.

Gild­is­tími aðal­skipu­lags­ins er líka lengdur – og nú mun það verða leið­ar­ljós við þróun borg­ar­innar fram til árs­ins 2040. Kjarn­inn tók saman nokkra áhuga­verða mola um breyt­ing­arnar sem verið er að gera og hvernig borg­ar­yf­ir­völd sjá fyrir sér að höf­uð­borgin þró­ist næstu næstu 20 árin.

Allt að 24 þús­und íbúðir til 2040 en ekki þörf á að stækka borg­ina

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að byggja upp af krafti næstu tvo ára­tug­ina og hefur sett sér mark­mið um að skapa skil­yrði til þess að byggðar verði minnst 1.000 nýjar íbúðir á hverju ári fram til 2040 og að 250 þeirra verði byggðar á vegum hús­næð­is­fé­laga sem eru ekki rekin í hagn­að­ar­skyni.

Auglýsing

Þetta eru stór­huga áform, miðað við þróun und­an­far­inna tveggja ára­tuga, en sam­kvæmt tölum frá borg­inni mun fjöldi byggðra íbúða á árunum 2011 til 2020 rétt svo skríða yfir 5 þús­und íbúð­ir, sem eru ögn færri en ára­tug­ina tvo þar á und­an.Miðað við að vöxtur borgarinnar verði með kröftugasta móti er gert ráð fyrir allt 24.200 íbúðum fram til ársins 2040.Í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda segir að það ráð­ist „vit­an­lega af stöðu á hús­næð­is­mark­aði, atvinnustigi, efna­hags­horfum hverju sinni hvort ofan­greind mark­mið gangi eftir á ein­stökum árum eða ára­bil­u­m.“ Eðli­legt sé þó að setja háleit mark­mið, þar sem stór­aukið fram­boð íbúða sé trygg­asta leiðin til að skapa ásætt­an­legra hús­næð­is­verð á almennum mark­aði.

Það sem er hins vegar ljóst er að stefnan er að öll þessi upp­bygg­ing íbúð­ar­hús­næðis á að eiga sér stað innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­innar fram til árs­ins 2040 og borg­ar­yf­ir­völd telja sig geta byggt mun meira, án þess að borgin belgist út.

Sam­kvæmt áætl­unum borg­ar­innar eru sagðir mögu­leikar á 16 þús­und íbúðum vestan Kringlu­mýr­ar­brautar (að Vatns­mýr­ar­svæð­inu með­töldu) og um 7 þús­und íbúðum austan Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Alls eru þetta 23 þús­und íbúðir — bara vestan Elliða­ár­ósa.

Austan Elliða­ár­ósa er mögu­leg fjölgun íbúða svo áætluð um 13-14 þús­und íbúðir á svæðum sem þegar eru skil­greind í aðal­skipu­lag­inu. Alls gætu því rúm­ast allt að 37 þús­und íbúðir á þegar skil­greindum svæðum innan vaxt­ar­marka, eða mun fleiri en þær 24 þús­und íbúðir sem settar eru fram í háleit­ustu mark­miðum borg­ar­yf­ir­valda fram til árs­ins 2040. 

Upp­bygg­ing til að þjóna Borg­ar­línu

Ein af lyk­ilá­stæð­unum fyrir því að borg­ar­yf­ir­völd eru að end­ur­skoða aðal­skipu­lagið og þá sér­stak­lega íbúð­ar­byggð­ar­stefn­una núna er sögð vænt­an­leg upp­bygg­ing Borg­ar­línu. Um 90 pró­sent nýrra upp­bygg­ing­ar­svæða í borg­inni sam­kvæmt skipu­lag­inu verða í göngu­fjar­lægð frá Borg­ar­línu eða öðrum góðum almenn­ings­sam­göng­um.Nýjar íbúðir verða aðallega staðsettar á þeim svæðum sem tengjast Borgarlínu og öðrum almenningssamgöngum vel.„Vegna skipu­lags Borg­ar­línu er mik­il­vægt að þétta byggð­ina enn­frekar í þágu henn­ar, almennt við bið­stöðvar og sér­stak­lega við skil­greindar kjarna­stöðv­ar. Á næstu árum þarf einkum að for­gangs­raða upp­bygg­ingu á svæði sem liggja að fyrsta áfanga lín­unn­ar. Það er sér­lega brýnt að far­þega­grunnur þessa fyrsta áfanga verði styrktur með sem skjótustum hætt­i,“ segir um breyt­ing­arnar í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda, sem hafa það að mark­miði að hlut­deild einka­bíls­ins í öllum ferðum í borg­inni verði komin undir 50 pró­sent árið 2040.

Stokkar

Tveir stokk­ar, grunn jarð­göng undir bíla­um­ferð, eru á döf­inni í Reykja­vík. Sæbraut­ar­stokkur er kynntur til leiks með breyt­ing­unum á skipu­lag­inu, en ráð­gert er að hann verði tæpur kíló­meter að lengd. Miklu­braut­ar­stokkur á síðan að verða um það bil 1,7 kíló­metrar að lengd, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­lög­un­um.

Með því að setja þessar stofn­brautir ofan í jörð­ina er dregið úr umhverf­is­á­hrifum umferðar og borg­ar­bragur bættur í aðliggj­andi hverf­um, auk þess sem land­rými losnar undir upp­bygg­ing­u. Ein hugmynd sem sett hefur verið fram um það hvernig Miklabraut í stokk gæti breytt landrýminu á yfirborðinu. Teikning: Af vef Reykjavíkurborgar.Við Mikla­braut­ar­stokk­inn gæti mögu­legt nýtt bygg­ing­ar­land orðið heilir 11 hekt­arar og þar er skipu­lagður nýr reitur þar sem í dag eru mis­læg gatna­mót Snorra­brautar og Hring­braut­ar. Gert er ráð fyrir verslun og þjón­ustu, íbúðum og skipti­stöð almenn­ings­sam­gangna á reitn­um.

Land­rýmið sem losnar við Sæbraut­ar­stokk­inn yrði 4 hekt­ar­ar, í miðju nýja hluta Voga­hverf­is­ins þar sem ein af helstu stoppi­stöðvum Borg­ar­línu verð­ur. 

End­an­leg útfærsla stokka­lausna er þó háð nið­ur­stöðum hug­mynda­leitar sem er í gangi á báðum stöðum og frum­hönnun gatna­mann­virkja og verða nánar útfærðar síð­ar.

Alla­vega fimm nýir grunn­skólar til 2040

Sam­kvæmt áætl­unum borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða miðað við kröft­ugan vöxt fólks­fjölda í borg­inni er gert ráð fyrir því að nem­endum í grunn­skólum borg­ar­innar gæti fjölgað um hátt í 4 þús­und fram til árs­ins 2040, en gert er ráð fyrir því að ögn færri nem­endur búi í hverri íbúð árið 2040 en í dag.

Búist er við að börnum á grunnskólaaldri gæti fjölgað um tæplega 4.000 fram til ársins 2040.

Gert er ráð fyrir að það þurfi að byggja að minnsta kosti 5 nýja grunn­skóla í borg­inni til að þjóna nýjum hverfum og sömu­leiðis má gera ráð fyrir því að álag auk­ist á núver­andi skóla vegna þétt­ingu byggð­ar­.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær er gert ráð fyrir að nýtt hverfi á Ártúns­höfð­an­um, sem gætu orðið allt að 6 þús­und íbúð­ir, skipt­ist í þrjú skóla­hverfi. Einn skóli til við­bótar verður byggður í nýju Voga­byggð­inni handan við Elliða­ár. Þá er gert ráð fyrir nýjum grunn­skóla í Skerja­firði, sem verður fyrsti grunn­skól­inn í vænt­an­legum borg­ar­hluta í Vatns­mýri.

Í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda segir að mik­il­vægt sé að hvert upp­bygg­ing­ar­verk­efni verði ávallt metið með til­liti til áhrifa á grunn- og leik­skóla til bæði skemmri og lengri tíma. Slíkt mat geti bæði haft áhrif á tíma­setn­ingar upp­bygg­ingar og gerð og umfang fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ing­ar.Af hverju vilja þau þétta byggð?

Að þétta byggð­ina, í stað þess að byggja á ódýr­ara landi í útjaðri byggð­ar­inn­ar, hefur verið deilu­mál árum sam­an. Í til­lögum að breyt­ingum eru færð rök fyrir því af hverju það er æski­legt að stækka borg­ina inn á við: 

„Með auknum þétt­leika og blöndun land­notk­un­ar, stytt­ast vega­lengd­ir, ferða­venjur breyt­ast og þróun byggðar verður almennt umhverf­is­vænni. Og með meiri þétt­leika og blöndun byggð­ar, verður borgin fal­legri, heil­steypt­ari, líf­legri, fjöl­breytt­ari og hag­kvæm­ari.

• Draga úr vega­lengd­um, sam­göngu­kostn­að­i, mengun og losun CO2

• Styrkja vist­vænni ferða­máta

• End­ur­nýta úr sér gengin svæði og fegra í leið­inni borg­ar­um­hverfið

• Spara land í útjaðri og stuðla að vernd­un nátt­úru­legra svæða

• Skapa hag­kvæm­ari borg, með betri nýt­ingu fjár­fest­inga, s.s. í skól­um, opnum svæð­um, göt­um og veitu­kerfum

• Styrkja bak­land þjón­ustu og versl­unar sem er til staðar innan hverf­anna og auka félags­lega sjálf­bærni þeirra.

• Skapa lif­andi og spenn­andi borg með heild­stæð­um götu­mynd­um, líf­væn­legri og skjól­betri hverfum og betri almenn­ings­rým­um“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru á meðal þeirra þingmanna sem eru á frumvarpinu.
Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja breyta fyrirkomulagi við innheimtu útvarpsgjalds
Óli Björn Kárason og sex samflokksmenn hans telja að bein innheimta útvarpsgjalds stuðli „að betri kostnaðarvitund almennings þegar kemur að tekjuöflun Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu.“
Kjarninn 2. desember 2020
Barn í Bangladess í sýnatöku vegna COVID-19.
Iðnríkin hafa tryggt sér bróðurpartinn af bóluefninu
Hægt væri að bólusetja alla Bandaríkjamenn og Breta fjórum sinnum gegn COVID-19 miðað við það magn bóluefnis sem þessi ríki hafa tryggt sér. Þau, líkt og fleiri iðnríki, hafa samið við fleiri en eitt lyfjafyrirtæki til að baktryggja sig.
Kjarninn 2. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent