Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla

Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.

Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Auglýsing

Breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar voru form­lega kynntar af hálfu borg­ar­innar í gær. Með þeim breyt­ingum sem sam­þykktar hafa verið í borg­ar­ráði er meg­in­stefna núver­andi aðal­skipu­lags sem stað­fest var árið 2014 fest í sessi, en umfangs­miklar breyt­ingar gerð­ar, sér­stak­lega hvað varðar stefnu borg­ar­innar um íbúð­ar­byggð.

Gild­is­tími aðal­skipu­lags­ins er líka lengdur – og nú mun það verða leið­ar­ljós við þróun borg­ar­innar fram til árs­ins 2040. Kjarn­inn tók saman nokkra áhuga­verða mola um breyt­ing­arnar sem verið er að gera og hvernig borg­ar­yf­ir­völd sjá fyrir sér að höf­uð­borgin þró­ist næstu næstu 20 árin.

Allt að 24 þús­und íbúðir til 2040 en ekki þörf á að stækka borg­ina

Reykja­vík­ur­borg ætlar sér að byggja upp af krafti næstu tvo ára­tug­ina og hefur sett sér mark­mið um að skapa skil­yrði til þess að byggðar verði minnst 1.000 nýjar íbúðir á hverju ári fram til 2040 og að 250 þeirra verði byggðar á vegum hús­næð­is­fé­laga sem eru ekki rekin í hagn­að­ar­skyni.

Auglýsing

Þetta eru stór­huga áform, miðað við þróun und­an­far­inna tveggja ára­tuga, en sam­kvæmt tölum frá borg­inni mun fjöldi byggðra íbúða á árunum 2011 til 2020 rétt svo skríða yfir 5 þús­und íbúð­ir, sem eru ögn færri en ára­tug­ina tvo þar á und­an.



Miðað við að vöxtur borgarinnar verði með kröftugasta móti er gert ráð fyrir allt 24.200 íbúðum fram til ársins 2040.



Í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda segir að það ráð­ist „vit­an­lega af stöðu á hús­næð­is­mark­aði, atvinnustigi, efna­hags­horfum hverju sinni hvort ofan­greind mark­mið gangi eftir á ein­stökum árum eða ára­bil­u­m.“ Eðli­legt sé þó að setja háleit mark­mið, þar sem stór­aukið fram­boð íbúða sé trygg­asta leiðin til að skapa ásætt­an­legra hús­næð­is­verð á almennum mark­aði.

Það sem er hins vegar ljóst er að stefnan er að öll þessi upp­bygg­ing íbúð­ar­hús­næðis á að eiga sér stað innan núver­andi vaxt­ar­marka borg­ar­innar fram til árs­ins 2040 og borg­ar­yf­ir­völd telja sig geta byggt mun meira, án þess að borgin belgist út.

Sam­kvæmt áætl­unum borg­ar­innar eru sagðir mögu­leikar á 16 þús­und íbúðum vestan Kringlu­mýr­ar­brautar (að Vatns­mýr­ar­svæð­inu með­töldu) og um 7 þús­und íbúðum austan Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Alls eru þetta 23 þús­und íbúðir — bara vestan Elliða­ár­ósa.

Austan Elliða­ár­ósa er mögu­leg fjölgun íbúða svo áætluð um 13-14 þús­und íbúðir á svæðum sem þegar eru skil­greind í aðal­skipu­lag­inu. Alls gætu því rúm­ast allt að 37 þús­und íbúðir á þegar skil­greindum svæðum innan vaxt­ar­marka, eða mun fleiri en þær 24 þús­und íbúðir sem settar eru fram í háleit­ustu mark­miðum borg­ar­yf­ir­valda fram til árs­ins 2040. 

Upp­bygg­ing til að þjóna Borg­ar­línu

Ein af lyk­ilá­stæð­unum fyrir því að borg­ar­yf­ir­völd eru að end­ur­skoða aðal­skipu­lagið og þá sér­stak­lega íbúð­ar­byggð­ar­stefn­una núna er sögð vænt­an­leg upp­bygg­ing Borg­ar­línu. Um 90 pró­sent nýrra upp­bygg­ing­ar­svæða í borg­inni sam­kvæmt skipu­lag­inu verða í göngu­fjar­lægð frá Borg­ar­línu eða öðrum góðum almenn­ings­sam­göng­um.



Nýjar íbúðir verða aðallega staðsettar á þeim svæðum sem tengjast Borgarlínu og öðrum almenningssamgöngum vel.



„Vegna skipu­lags Borg­ar­línu er mik­il­vægt að þétta byggð­ina enn­frekar í þágu henn­ar, almennt við bið­stöðvar og sér­stak­lega við skil­greindar kjarna­stöðv­ar. Á næstu árum þarf einkum að for­gangs­raða upp­bygg­ingu á svæði sem liggja að fyrsta áfanga lín­unn­ar. Það er sér­lega brýnt að far­þega­grunnur þessa fyrsta áfanga verði styrktur með sem skjótustum hætt­i,“ segir um breyt­ing­arnar í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda, sem hafa það að mark­miði að hlut­deild einka­bíls­ins í öllum ferðum í borg­inni verði komin undir 50 pró­sent árið 2040.

Stokkar

Tveir stokk­ar, grunn jarð­göng undir bíla­um­ferð, eru á döf­inni í Reykja­vík. Sæbraut­ar­stokkur er kynntur til leiks með breyt­ing­unum á skipu­lag­inu, en ráð­gert er að hann verði tæpur kíló­meter að lengd. Miklu­braut­ar­stokkur á síðan að verða um það bil 1,7 kíló­metrar að lengd, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­lög­un­um.

Með því að setja þessar stofn­brautir ofan í jörð­ina er dregið úr umhverf­is­á­hrifum umferðar og borg­ar­bragur bættur í aðliggj­andi hverf­um, auk þess sem land­rými losnar undir upp­bygg­ing­u. 



Ein hugmynd sem sett hefur verið fram um það hvernig Miklabraut í stokk gæti breytt landrýminu á yfirborðinu. Teikning: Af vef Reykjavíkurborgar.



Við Mikla­braut­ar­stokk­inn gæti mögu­legt nýtt bygg­ing­ar­land orðið heilir 11 hekt­arar og þar er skipu­lagður nýr reitur þar sem í dag eru mis­læg gatna­mót Snorra­brautar og Hring­braut­ar. Gert er ráð fyrir verslun og þjón­ustu, íbúðum og skipti­stöð almenn­ings­sam­gangna á reitn­um.

Land­rýmið sem losnar við Sæbraut­ar­stokk­inn yrði 4 hekt­ar­ar, í miðju nýja hluta Voga­hverf­is­ins þar sem ein af helstu stoppi­stöðvum Borg­ar­línu verð­ur. 

End­an­leg útfærsla stokka­lausna er þó háð nið­ur­stöðum hug­mynda­leitar sem er í gangi á báðum stöðum og frum­hönnun gatna­mann­virkja og verða nánar útfærðar síð­ar.

Alla­vega fimm nýir grunn­skólar til 2040

Sam­kvæmt áætl­unum borg­ar­yf­ir­valda um fjölgun íbúða miðað við kröft­ugan vöxt fólks­fjölda í borg­inni er gert ráð fyrir því að nem­endum í grunn­skólum borg­ar­innar gæti fjölgað um hátt í 4 þús­und fram til árs­ins 2040, en gert er ráð fyrir því að ögn færri nem­endur búi í hverri íbúð árið 2040 en í dag.

Búist er við að börnum á grunnskólaaldri gæti fjölgað um tæplega 4.000 fram til ársins 2040.

Gert er ráð fyrir að það þurfi að byggja að minnsta kosti 5 nýja grunn­skóla í borg­inni til að þjóna nýjum hverfum og sömu­leiðis má gera ráð fyrir því að álag auk­ist á núver­andi skóla vegna þétt­ingu byggð­ar­.

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær er gert ráð fyrir að nýtt hverfi á Ártúns­höfð­an­um, sem gætu orðið allt að 6 þús­und íbúð­ir, skipt­ist í þrjú skóla­hverfi. Einn skóli til við­bótar verður byggður í nýju Voga­byggð­inni handan við Elliða­ár. Þá er gert ráð fyrir nýjum grunn­skóla í Skerja­firði, sem verður fyrsti grunn­skól­inn í vænt­an­legum borg­ar­hluta í Vatns­mýri.

Í til­lögum borg­ar­yf­ir­valda segir að mik­il­vægt sé að hvert upp­bygg­ing­ar­verk­efni verði ávallt metið með til­liti til áhrifa á grunn- og leik­skóla til bæði skemmri og lengri tíma. Slíkt mat geti bæði haft áhrif á tíma­setn­ingar upp­bygg­ingar og gerð og umfang fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ing­ar.



Af hverju vilja þau þétta byggð?

Að þétta byggð­ina, í stað þess að byggja á ódýr­ara landi í útjaðri byggð­ar­inn­ar, hefur verið deilu­mál árum sam­an. Í til­lögum að breyt­ingum eru færð rök fyrir því af hverju það er æski­legt að stækka borg­ina inn á við: 

„Með auknum þétt­leika og blöndun land­notk­un­ar, stytt­ast vega­lengd­ir, ferða­venjur breyt­ast og þróun byggðar verður almennt umhverf­is­vænni. Og með meiri þétt­leika og blöndun byggð­ar, verður borgin fal­legri, heil­steypt­ari, líf­legri, fjöl­breytt­ari og hag­kvæm­ari.

• Draga úr vega­lengd­um, sam­göngu­kostn­að­i, mengun og losun CO2

• Styrkja vist­vænni ferða­máta

• End­ur­nýta úr sér gengin svæði og fegra í leið­inni borg­ar­um­hverfið

• Spara land í útjaðri og stuðla að vernd­un nátt­úru­legra svæða

• Skapa hag­kvæm­ari borg, með betri nýt­ingu fjár­fest­inga, s.s. í skól­um, opnum svæð­um, göt­um og veitu­kerfum

• Styrkja bak­land þjón­ustu og versl­unar sem er til staðar innan hverf­anna og auka félags­lega sjálf­bærni þeirra.

• Skapa lif­andi og spenn­andi borg með heild­stæð­um götu­mynd­um, líf­væn­legri og skjól­betri hverfum og betri almenn­ings­rým­um“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent