„Enn einn forsendubresturinn,“ segja Framarar um breytingar á borgarskipulagi

Knattspyrnufélagið Fram leggst gegn því að ekki verði heimilt að byggja íbúðarhúsnæði á skipulagsreit M22 í Úlfarsárdal og fullyrðir að borgin sé að valda sér enn einum forsendubrestinum. Félagið segist þurfa 15-20 þúsund íbúa í Grafarholt og Úlfarsárdal.

Brot af umsögn Fram til skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
Brot af umsögn Fram til skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
Auglýsing

Fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á nýt­ingu svæðis í Úlf­arsár­dal, sem í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur heitir M22, leggj­ast illa í Knatt­spyrnu­fé­lagið Fram og fleiri umsagn­ar­að­ila á svæð­inu, en borgin stefnir að því að ekki verði lengur heim­ilt að byggja íbúðir á umræddum reit.

Í umsögn aðal­stjórnar Fram segir að þetta sé  „enn einn for­sendu­brest­ur­inn á því sam­komu­lagi sem Fram gerði við Reykja­vík­ur­borg um flutn­ing félag­ins í Úlf­arsár­dal,“ en þangað hefur Fram verið að flytja starf­semi sína í áföngum á und­an­förnum árum, úr Safa­mýri þar sem sögu­legar rætur félags­ins liggja.

Í svari Reykja­vík­ur­borgar við umsögn Fram­ara segir að íbúða­heim­ildir á þessum reit hafi séu tak­mark­aðar í núver­andi skipu­lagi og því er haldið til haga að hverfið hafi ýmsa stækk­un­ar­mögu­leika, þó ekki séu byggðar íbúðir á svæði M22, sem á ein­ungis að verða undir atvinnu­starf­semi, sam­kvæmt til­lögu borg­ar­yf­ir­valda.Í tillögum skipulagsyfirvalda er lagt til að ekki verði heimilt að byggja neitt íbúðarhúsnæði á þeim reit sem heitir M22 og sést á myndinni.Reykja­vík­ur­borg segir enn­fremur að eftir sam­þykkt aðal­skipu­lags Reykja­víkur árið 2014 hafi legið fyrir að borg­ar­hlut­inn yrði með um 10 þús­und íbúum eða svipað og sé í Árbænum í dag, í bak­landi Fylk­is. Í umsögn Fram er minnst á að þegar upp­bygg­ing í Úlf­arsár­dalnum hafi verið kynnt upp­haf­lega hafi lóðir á svæði M22 verið „aug­lýstar sem glæsi­leg­ustu lóðir borg­ar­innar og sein­ustu suð­ur­hlíðar Reykja­vík­ur.“

Þró­unin hafi verið í and­stöðu við það sem Fram gekkst undir

„Á Skyggn­is­braut var gert ráð fyrir versl­un­ar­rými og átti þjón­ustu­stigið að vera hátt, með yfir 20 þús­und íbúa í hverf­inu. Skipu­lags­þróun hverf­is­ins hefur í raun verið í and­stæðu við upp­haf­legt skipu­lag þar sem plönum fyrir hverfið var fljót­lega breytt í 10 þús­und íbúa hverfi og síðan niður í um þrjú þús­und. Í dag (26.11.2020) eru sam­tals 2.628 íbúar í Úlf­arsár­dal og Reyn­is­vatns­ás,“ segja Fram­ar­ar, greini­lega óhressir með stöðu mála.

Fram segir þró­un­ina vera í algjörri and­stöðu við það sem Fram hafi geng­ist undir þegar samið var um flutn­ing félags­ins í Úlf­ars­árs­dal og Graf­ar­holt árið 2008. Aðal­stjórnin minnir á að það þurfi að hafa sam­fé­lag í kringum sig til að reka íþrótta­fé­lag, sam­fé­lag „sem er nægj­an­lega stórt til að félagið geti end­ur­nýjað sig og við­haldið þeirri starf­semi sem félag­inu er upp­álagt að halda úti sam­kvæmt samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg.“

Auglýsing

„Til að það sé mögu­legt þarf að lág­marki 15-20 þús­und manna byggð í Graf­ar­holti og Úlf­arsár­dal. Eins er mik­il­vægt að þeir glæsi­legu inn­viðir sem núna eru í bygg­ingu fyrir Fram í Úlf­arsár­dal, ásamt menn­ing­ar­mið­stöð og sund­laug nýt­ist sem flest­um. Það að hafa blóm­legt og fjöl­breytt íþrótta­starf í hverf­inu á eftir að gera Úlf­arsár­dal­inn að einu glæsi­leg­asta hverfi lands­ins en til þess að það verði verður Fram að hafa aðgang að stóru hverfi sem hefur fjöl­breytta mögu­leika fyrir íbúa þess,“ segir í umsögn Fram.

Aðal­stjórn Fram segir mikla ásókn í sér­býli í hverf­inu, sem sjá­ist vel á góðri sölu. „Ef þetta fal­lega svæði er tekið út af borð­inu þá verður vænt­an­lega ekk­ert skipu­lagt svæði í Reykja­vík fyrir sér­býli á næst­unni fyrir utan óljósar hug­myndir um svæðið austan við núver­andi byggð í Úlf­arsár­dal,“ segir í umsögn­inni.

Félagið seg­ist ekki leggj­ast gegn upp­bygg­ingu á atvinnu­hús­næði á svæð­inu en leggst algjör­lega gegn því að dregið verði úr fram­boði á íbúð­ar­hús­næði á þessu svæði, M22. 

Einnig leggj­ast Fram­arar gegn því að „mjög gróf starf­semi fari inn á þetta dýr­mæta bygg­ing­ar­land“ og skemmi ásýnd svæð­is­inss og upp­lifun íbúa hverf­is­ins. 

Í svari við svip­uðum athuga­semdum segja borg­ar­yf­ir­völd að skoðað verði í ljósi athuga­semda og mót­mæla „hvort rétt sé að þrengja skil­grein­ingu svæðis varð­andi atvinnu­starf­semi og setja rík­ari kröfur um umhverf­is­gæð­i.“ Þetta verði tekið til skoð­unar við mótun end­an­legrar til­lögu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent