„Enn einn forsendubresturinn,“ segja Framarar um breytingar á borgarskipulagi

Knattspyrnufélagið Fram leggst gegn því að ekki verði heimilt að byggja íbúðarhúsnæði á skipulagsreit M22 í Úlfarsárdal og fullyrðir að borgin sé að valda sér enn einum forsendubrestinum. Félagið segist þurfa 15-20 þúsund íbúa í Grafarholt og Úlfarsárdal.

Brot af umsögn Fram til skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
Brot af umsögn Fram til skipulagsyfirvalda í Reykjavík.
Auglýsing

Fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á nýt­ingu svæðis í Úlf­arsár­dal, sem í aðal­skipu­lagi Reykja­víkur heitir M22, leggj­ast illa í Knatt­spyrnu­fé­lagið Fram og fleiri umsagn­ar­að­ila á svæð­inu, en borgin stefnir að því að ekki verði lengur heim­ilt að byggja íbúðir á umræddum reit.

Í umsögn aðal­stjórnar Fram segir að þetta sé  „enn einn for­sendu­brest­ur­inn á því sam­komu­lagi sem Fram gerði við Reykja­vík­ur­borg um flutn­ing félag­ins í Úlf­arsár­dal,“ en þangað hefur Fram verið að flytja starf­semi sína í áföngum á und­an­förnum árum, úr Safa­mýri þar sem sögu­legar rætur félags­ins liggja.

Í svari Reykja­vík­ur­borgar við umsögn Fram­ara segir að íbúða­heim­ildir á þessum reit hafi séu tak­mark­aðar í núver­andi skipu­lagi og því er haldið til haga að hverfið hafi ýmsa stækk­un­ar­mögu­leika, þó ekki séu byggðar íbúðir á svæði M22, sem á ein­ungis að verða undir atvinnu­starf­semi, sam­kvæmt til­lögu borg­ar­yf­ir­valda.Í tillögum skipulagsyfirvalda er lagt til að ekki verði heimilt að byggja neitt íbúðarhúsnæði á þeim reit sem heitir M22 og sést á myndinni.Reykja­vík­ur­borg segir enn­fremur að eftir sam­þykkt aðal­skipu­lags Reykja­víkur árið 2014 hafi legið fyrir að borg­ar­hlut­inn yrði með um 10 þús­und íbúum eða svipað og sé í Árbænum í dag, í bak­landi Fylk­is. Í umsögn Fram er minnst á að þegar upp­bygg­ing í Úlf­arsár­dalnum hafi verið kynnt upp­haf­lega hafi lóðir á svæði M22 verið „aug­lýstar sem glæsi­leg­ustu lóðir borg­ar­innar og sein­ustu suð­ur­hlíðar Reykja­vík­ur.“

Þró­unin hafi verið í and­stöðu við það sem Fram gekkst undir

„Á Skyggn­is­braut var gert ráð fyrir versl­un­ar­rými og átti þjón­ustu­stigið að vera hátt, með yfir 20 þús­und íbúa í hverf­inu. Skipu­lags­þróun hverf­is­ins hefur í raun verið í and­stæðu við upp­haf­legt skipu­lag þar sem plönum fyrir hverfið var fljót­lega breytt í 10 þús­und íbúa hverfi og síðan niður í um þrjú þús­und. Í dag (26.11.2020) eru sam­tals 2.628 íbúar í Úlf­arsár­dal og Reyn­is­vatns­ás,“ segja Fram­ar­ar, greini­lega óhressir með stöðu mála.

Fram segir þró­un­ina vera í algjörri and­stöðu við það sem Fram hafi geng­ist undir þegar samið var um flutn­ing félags­ins í Úlf­ars­árs­dal og Graf­ar­holt árið 2008. Aðal­stjórnin minnir á að það þurfi að hafa sam­fé­lag í kringum sig til að reka íþrótta­fé­lag, sam­fé­lag „sem er nægj­an­lega stórt til að félagið geti end­ur­nýjað sig og við­haldið þeirri starf­semi sem félag­inu er upp­álagt að halda úti sam­kvæmt samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg.“

Auglýsing

„Til að það sé mögu­legt þarf að lág­marki 15-20 þús­und manna byggð í Graf­ar­holti og Úlf­arsár­dal. Eins er mik­il­vægt að þeir glæsi­legu inn­viðir sem núna eru í bygg­ingu fyrir Fram í Úlf­arsár­dal, ásamt menn­ing­ar­mið­stöð og sund­laug nýt­ist sem flest­um. Það að hafa blóm­legt og fjöl­breytt íþrótta­starf í hverf­inu á eftir að gera Úlf­arsár­dal­inn að einu glæsi­leg­asta hverfi lands­ins en til þess að það verði verður Fram að hafa aðgang að stóru hverfi sem hefur fjöl­breytta mögu­leika fyrir íbúa þess,“ segir í umsögn Fram.

Aðal­stjórn Fram segir mikla ásókn í sér­býli í hverf­inu, sem sjá­ist vel á góðri sölu. „Ef þetta fal­lega svæði er tekið út af borð­inu þá verður vænt­an­lega ekk­ert skipu­lagt svæði í Reykja­vík fyrir sér­býli á næst­unni fyrir utan óljósar hug­myndir um svæðið austan við núver­andi byggð í Úlf­arsár­dal,“ segir í umsögn­inni.

Félagið seg­ist ekki leggj­ast gegn upp­bygg­ingu á atvinnu­hús­næði á svæð­inu en leggst algjör­lega gegn því að dregið verði úr fram­boði á íbúð­ar­hús­næði á þessu svæði, M22. 

Einnig leggj­ast Fram­arar gegn því að „mjög gróf starf­semi fari inn á þetta dýr­mæta bygg­ing­ar­land“ og skemmi ásýnd svæð­is­inss og upp­lifun íbúa hverf­is­ins. 

Í svari við svip­uðum athuga­semdum segja borg­ar­yf­ir­völd að skoðað verði í ljósi athuga­semda og mót­mæla „hvort rétt sé að þrengja skil­grein­ingu svæðis varð­andi atvinnu­starf­semi og setja rík­ari kröfur um umhverf­is­gæð­i.“ Þetta verði tekið til skoð­unar við mótun end­an­legrar til­lögu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent