Sorpa telur að íbúar framtíðarinnar í Gufunesi muni vilja losna við sig

Sorpa kallar eftir því að Reykjavíkurborg skýri betur framtíðarsýn sína á starfsemi fyrirtækisins í Gufunesi. Byggðasamlagið, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, telur að íbúar muni vilja losna við móttöku- og flokkunarstöðina. Ekki út af lyktinni samt.

Teiknuð mynd af Gufunesi úr kynningu Reykjavíkurborgar á Græna planinu.
Teiknuð mynd af Gufunesi úr kynningu Reykjavíkurborgar á Græna planinu.
Auglýsing

„Telji Reykja­vík­ur­borg að hags­munir af upp­bygg­ingu íbúð­ar­hús­næðis í Gufu­nesi vegi þyngra en af starf­semi mót­töku- og flokk­un­ar­stöðv­ar­innar í Gufu­nesi þarf sú afstaða að koma fram með skýrum hætti sem fyrst svo hægt verði að grípa til við­eig­andi ráð­staf­ana í tæka tíð,“ segir í umsögn Sorpu bs. um til­lögur að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­víkur fram til árs­ins 2040.

Umsögn Sorpu, líkt og aðrar umsagnir um breyt­ingar á aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar, var kynnt kjörnum full­trúum á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs borg­ar­innar á dög­un­um.

Þar segir að fyr­ir­tækið telji að sú upp­bygg­ing sem fyr­ir­huguð er í Gufu­nesi sam­ræm­ist illa starf­semi mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar Sorpu í hverf­inu. Þrátt fyrir að borgin leggi upp með að syðsti hluti svæð­is­ins verði áfram iðn­að­ar­svæði telja stjórn­endur Sorpu líkur á því að „fram­tíðar­í­búar svæð­is­ins muni ekki láta sér lynda rekstur mót­töku- og flokk­un­ar­stöðvar fyrir sorp í sínu næsta nágrenn­i.“

Auglýsing

Sorpa segir að starf­sem­inni fylgi þunga­um­ferð, þrátt fyrir að lykt­ar­mengun sé óveru­leg. Fyr­ir­tækið kallar eftir því að Reykja­vík­ur­borg, sem á 60,5 pró­sent hlut í byggða­sam­lag­inu, geri frek­ari grein fyrir fram­tíð­ar­sýn sinni á starf­semi Sorpu í Gufu­nesi.

Telja þrengt að starf­sem­inni á teikn­ingum borg­ar­innar

Í umsögn Sorpu er birt teiknuð mynd af fram­tíð­ar­sýn Reykja­vík­ur­borgar á Gufu­nes, sem tekin úr glæru­sýn­ingu borg­ar­yf­ir­valda um Græna planið svo­kall­aða. Stjórn­endur Sorpu telja mót­töku- og flokk­un­ar­stöð­inni snið­inn þröngur stakk­ur, af teikn­ing­unni að dæma.

„Verði þessi sýn að veru­leika yrði þannig erfitt að breyta mót­töku- og flokk­un­ar­stöð­inni eða stækka ef þörf krefð­i,“ segir Sorpa. Fram kemur að það gæti kallað á „við­eig­andi ráð­staf­an­ir“ af hálfu Sorpu.Þessar við­eig­andi ráð­staf­anir gætu að óbreyttu þýtt þörf á að byggja nýja mót­töku- og flokk­un­ar­stöð Sorpu fjarri Gufu­nesi, sam­kvæmt umsögn fyr­ir­tæk­is­ins.

Sorpa minnir á það í umsögn sinni að ef það fari svo að krafa verði gerð um að mót­töku- og flokk­un­ar­stöðin víki úr Gufu­nesi á gild­is­tíma skipu­lags­ins þurfi slík ákvörðun og fram­tíð­ar­stað­setn­ing að liggja fyrir að minnsta kosti fimm árum áður en stöð­inni yrði gert að loka í Gufu­nesi, til að tryggja að ekki verði rof í þjón­ustu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent