Sorpa telur að íbúar framtíðarinnar í Gufunesi muni vilja losna við sig

Sorpa kallar eftir því að Reykjavíkurborg skýri betur framtíðarsýn sína á starfsemi fyrirtækisins í Gufunesi. Byggðasamlagið, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, telur að íbúar muni vilja losna við móttöku- og flokkunarstöðina. Ekki út af lyktinni samt.

Teiknuð mynd af Gufunesi úr kynningu Reykjavíkurborgar á Græna planinu.
Teiknuð mynd af Gufunesi úr kynningu Reykjavíkurborgar á Græna planinu.
Auglýsing

„Telji Reykjavíkurborg að hagsmunir af uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Gufunesi vegi þyngra en af starfsemi móttöku- og flokkunarstöðvarinnar í Gufunesi þarf sú afstaða að koma fram með skýrum hætti sem fyrst svo hægt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð,“ segir í umsögn Sorpu bs. um tillögur að breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur fram til ársins 2040.

Umsögn Sorpu, líkt og aðrar umsagnir um breytingar á aðalskipulagi borgarinnar, var kynnt kjörnum fulltrúum á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar á dögunum.

Þar segir að fyrirtækið telji að sú uppbygging sem fyrirhuguð er í Gufunesi samræmist illa starfsemi móttöku- og flokkunarstöðvar Sorpu í hverfinu. Þrátt fyrir að borgin leggi upp með að syðsti hluti svæðisins verði áfram iðnaðarsvæði telja stjórnendur Sorpu líkur á því að „framtíðaríbúar svæðisins muni ekki láta sér lynda rekstur móttöku- og flokkunarstöðvar fyrir sorp í sínu næsta nágrenni.“

Auglýsing

Sorpa segir að starfseminni fylgi þungaumferð, þrátt fyrir að lyktarmengun sé óveruleg. Fyrirtækið kallar eftir því að Reykjavíkurborg, sem á 60,5 prósent hlut í byggðasamlaginu, geri frekari grein fyrir framtíðarsýn sinni á starfsemi Sorpu í Gufunesi.

Telja þrengt að starfseminni á teikningum borgarinnar

Í umsögn Sorpu er birt teiknuð mynd af framtíðarsýn Reykjavíkurborgar á Gufunes, sem tekin úr glærusýningu borgaryfirvalda um Græna planið svokallaða. Stjórnendur Sorpu telja móttöku- og flokkunarstöðinni sniðinn þröngur stakkur, af teikningunni að dæma.

„Verði þessi sýn að veruleika yrði þannig erfitt að breyta móttöku- og flokkunarstöðinni eða stækka ef þörf krefði,“ segir Sorpa. Fram kemur að það gæti kallað á „viðeigandi ráðstafanir“ af hálfu Sorpu.

Þessar viðeigandi ráðstafanir gætu að óbreyttu þýtt þörf á að byggja nýja móttöku- og flokkunarstöð Sorpu fjarri Gufunesi, samkvæmt umsögn fyrirtækisins.

Sorpa minnir á það í umsögn sinni að ef það fari svo að krafa verði gerð um að móttöku- og flokkunarstöðin víki úr Gufunesi á gildistíma skipulagsins þurfi slík ákvörðun og framtíðarstaðsetning að liggja fyrir að minnsta kosti fimm árum áður en stöðinni yrði gert að loka í Gufunesi, til að tryggja að ekki verði rof í þjónustu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent