Vinnumálastofnun hættir að segja frá hópuppsögnum fyrir mánaðamót

Í lok nóvember sagði Vinnumálastofnun frá hópuppsögn hjá fjármálafyrirtæki, þremur dögum áður en starfsfólki var sagt upp. Verklagi verður breytt. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir rétt að viðkvæmar upplýsingar berist fólki á réttan hátt.

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að viðkvæmar upplýsingar sem þessar þurfi að berast á réttan hátt, frá réttum aðilum.
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að viðkvæmar upplýsingar sem þessar þurfi að berast á réttan hátt, frá réttum aðilum.
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun hefur tekið ákvörðun um að upp­lýs­ingar um fjölda til­kynntra hóp­upp­sagna verði fram­vegis birtar á heima­síðu stofn­un­ar­innar á öðrum degi hvers mán­að­ar. Í lok nóv­em­ber greindi stofn­unin frá hóp­upp­sögn hjá fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Borgun þremur dögum áður en fyr­ir­tækið sjálft var búið að segja upp starfs­mönnum sín­um.

Í sam­tali við Vísi föstu­dag­inn 27. nóv­em­ber sagði Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar frá því að 35 manns hefði verið sagt upp í hóp­upp­sögn hjá fjár­mála­fyr­ir­tæki, en til þessa hefur Vinnu­mála­stofnun veitt upp­lýs­ingar um hóp­upp­sagnir þegar slíkar til­kynn­ingar ber­ast til stofn­un­ar­inn­ar.

Það er oft­ast á allra síð­ustu dögum mán­að­ar­ins. En í þessu til­viki var síð­asti dagur mán­að­ar­ins mánu­dag­ur­inn 30. nóv­em­ber.

Auglýsing

Fjöl­miðlar og stétt­ar­fé­lag og starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja engu nær

Fjöl­miðl­ar, meðal ann­arra Kjarn­inn, reyndu að kom­ast að því hvaða fyr­ir­tæki í fjár­mála­geir­anum hefði verið að segja upp starfs­fólki, án árang­ur­s.Í frétt Við­skipta­blaðs­ins, sem skildi eftir fleiri spurn­ingar en svör, var haft eftir Frið­berti Trausta­syni fram­kvæmda­stjóri Sam­taka starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja að engin til­kynn­ing um hóp­upp­sögn hefði borist stétt­ar­fé­lag­in­u. 

Spurn­ing væri hins vegar hvort umrætt fyr­ir­tæki hefði sent Vinnu­mála­stofnun skeyti um upp­sagn­irnar en hygð­ist til­kynna þær starfs­fólki eftir helgi. Það reynd­ist raun­in. Á mánu­deg­in­um, 30. nóv­em­ber, til­kynnti Borgun að tæp­lega þrjá­tíu starfs­mönnum hefði verið sagt upp.

Við­kvæmar upp­lýs­ingar þurfi að ber­ast með réttum hætti

Starfs­menn fjár­mála­fyr­ir­tækja voru því margir með þessar óljósu fréttir af hóp­upp­sögn í hug­anum síð­ustu helgi mán­að­ar­ins. Áður­nefndur Frið­bert segir við Kjarn­ann að það sé gott að Vinnu­mála­stofnun hafi ákveðið að breyta verk­lagi sínu.

„Það var ekki búið að segja starfs­mönnum Borg­unar upp þennan föstu­dag þegar for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar fór með frétt­ina í fjöl­miðla,“ segir Frið­bert og bætir við að þetta hafi skapað „mikla óvissu“ hjá öllum starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja þessa helgi.

Í til­kynn­ingu sem barst fjöl­miðlum í dag segir Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri stofn­un­ar­innar að um sé að ræða erf­iðar og sárs­auka­fullar ákvarð­anir af hálfu fyr­ir­tækja og við­kvæmar upp­lýs­ingar sem snerta hagi fjölda fólks.

„Það er mik­il­vægt að þessar upp­lýs­ingar séu áreið­an­legar og réttar og hafi borist fólki, sem þær kunna að snerta, með réttum hætti og frá réttum aðilum og því er þessi ákvörðun tek­in,“ segir Unn­ur, í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent