Vonir um að meginhluti þjóðar fái bóluefni á næstu þremur, fjórum eða fimm mánuðum

Ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segist gera ráð fyrir því að ríki hafi svarað fyrirspurnum um bóluefnasamninga frá Bloomberg með mismunandi hætti. Vonir standi til að meginhluti þjóðarinnar verði bólusettur á „næstu mánuðum.“

Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
Auglýsing

„Við sótt­varna­læknir óskum öllum lands­mönnum gleði­legra jóla og biðjum alla að fara var­lega, því þetta er ekki búið,“ ­sagði Alma Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Fund­ur­inn verður sá síð­asti fyrir jól og var Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn mættur aftur eftir veik­inda­leyfi.Land­læknir sagði veiruna á sveimi í sam­fé­lag­inu og reynslan sýndi að hún næði sér á strik í hvert skipti sem fólk slak­aði á. „Það eru vís­bend­ingar uppi um að far­ald­ur­inn geti verið á upp­leið og sú mikla hreyf­ing sem er á fólki und­an­farið og hópa­mynd­anir er kjör­inn vett­vangur fyrir veiruna og áhyggju­efni á þessum tíma,“ sagði Alma.Bólu­setn­ingar meg­in­um­ræðu­at­riði fund­ar­insNokkuð hefur verið rætt og fjallað um bólu­setn­ingar hér á landi und­an­farna daga. Í gær fundu stjórn­völd sig knúin til þess að leið­rétta í gær frétt í banda­ríska vef­miðl­inum Bloomberg þar sem sagði að Íslend­ingar hefðu ein­ungis tryggt sér bólu­efni fyrir rösk­lega 28 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Þess má geta að í upp­færðri sam­an­tekt Bloomberg segir nú að Ísland hafi tryggt sér skammta fyrir 218 þús­und manns, 61 pró­sent lands­manna.

AuglýsingAlma land­læknir sagði að það ríkti ákveðin óvissa um hversu hratt okkur myndi ber­ast bólu­efni og „hvenær við verðum búin að bólu­setja nógu marga til að stjórn náist á far­aldr­in­um.“ Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­maður full­yrti á fund­inum að hann hefði rætt við fólk „inni í stjórn­kerf­inu“ sem hefði tjáð sér að frétt Bloomberg væri í raun ekk­ert röng.

Alma Möller landlæknir á fundi dagsins. Mynd: AlmannavarnirÁsta Valdi­mars­dóttir ráðu­neyt­is­stjóri í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu lagði áherslu á það í máli sínu að jafn­vel væri búið að tryggja nægi­legt bólu­efni til þess að tryggja allt að 435 þús­und manns hér á landi bólu­setn­ingu, ef svo fer að bólu­efni Jans­sen – John­son & John­son – verði gefið með einum skammti, en ekki tveim­ur. 

Hvenær bólu­efnin koma nákvæm­lega ríki þó enn óvissa um. Stjórn­völd hafa sett upp síð­una bólu­efn­i.is, sem verður upp­færð með nýj­ustu opin­beru upp­lýs­ing­um.Ráðu­neyt­is­stjór­inn sagð­ist ekki almenni­lega átta sig á því af hverju það væri mis­ræmi í frétt Bloomberg og því sem íslensk stjórn­völd segja. Hún gerði þó ráð fyrir því að ríki hefðu svarað upp­lýs­inga­beiðnum mið­ils­ins með mis­mun­andi hætti og væru jafn­vel að veita miðl­inum upp­lýs­ingar um mögu­lega skammta sem þau gætu fengið úr COVAX, bólu­efna­sam­starfi Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar, sem er aðal­lega hugsað til að tryggja lág­tekju­ríkjum bólu­efni. Það hefði Ísland ekki gert.„Þrír, fjór­ir, fimm mán­uð­ir“„Auð­vitað er erfitt að segja til um hvenær nægi­legt bólu­efni berst til lands­ins, en við erum búin að tryggja okkur þetta með samn­ing­um,“ sagði Ásta. Hún sagði vonir standa til þess að búið yrði að bólu­setja meg­in­hluta lands­manna á næstu mán­uð­um.„Þegar ég segi næstu mán­uð­um, meina ég þrír, fjór­ir, fimm mán­uð­ir,“ sagði Ásta. Á milli jóla og nýárs koma fyrstu skammt­arnir af bólu­efni Pfizer og BioNTech til lands­ins, alls 10 þús­und skammt­ar. Svo koma viku­legar send­ingar af efn­inu út mars­mán­uð, í heild­ina fyrir 25-30 þús­und manns.Ásta sagð­ist velta því fyrir sér af hverju það virt­ist svo víða eft­ir­sókn­ar­vert að ríki væru að tryggja sér bólu­efni fyrir marg­faldan íbúa­fjölda sinn og benti á að það hefði verið gagn­rýnt á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna að auðug ríki væru að tryggja sér mikið umfram­magn af bólu­efnum í samn­ing­um.

Víðir Reynisson sneri aftur á upplýsingafund, í fyrsta sinn síðan hann greindist með COVID-19.Hún sagði að íslensk stjórn­völd hefðu talið hag sínum betur borgið að vera í sam­floti með Evr­ópu­sam­band­inu varð­andi kaup á bólu­efnum og að það væri til þess fallið að styrkja samn­ings­stöðu okk­ar.Breska afbrigðið veldur uslaAlma land­læknir ræddi um afbrigði veirunnar sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í Bret­landi og raunar víðar í Evr­ópu, en þónokkur ríki hafa lokað á flug­ferðir til og frá Bret­landi vegna vís­bend­inga um að það sé eitt ákveðið afbrigði orðið mjög útbreitt þar í landi og að það smit­ist hraðar en aðrir stofnar veirunn­ar. Breskir ráða­menn rök­studdu stór­hertar aðgerðir sínar yfir jólin með því að þetta afbrigði væri sér­lega smit­andi. Frakkar eru búnir að loka á alla vöru­flutn­inga til og frá Bret­landseyj­um, til örygg­is. Bresk stjórn­völd sitja í dag neyð­ar­fundi vegna stöðu mála.„Þetta afbrigði er með óvenju­margar stökk­breyt­ingar á þessu svo­kall­aða „spi­ke-“­próteini, sem við höfum kallað gadda­prótein. Það virð­ist ekki vera þannig að þetta afbrigði valdi erf­ið­ari sjúk­dómi en önn­ur, það eru engar vís­bend­ingar um að það sé hægt að sýkj­ast aftur af þessu afbrigði eða að bólu­setn­ing muni ekki virka vernd­andi gegn því, en það er verið að rann­saka þetta frekar og fylgj­ast mjög vel með,“ sagði Alma.Fólk á að fara í sýna­töku ef það finnur fyrir minnstu ein­kennumAlma land­læknir sagði að lyk­ill­inn að því að halda far­aldr­inum í skefjum núna á næst­unni væri að fólk héldi sig heima og færi svo í sýna­töku, ef það fyndi fyrir minnstu ein­kennum sem gætu sam­ræmst COVID-19.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent