Stjórnvöld hafa tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar

Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar tryggt sér bóluefni fyrir um 200 þúsund einstaklinga. Á Þorláksmessu verður skrifað undar samning sem mun tryggja bóluefni fyrir tæplega 120 þúsund í viðbót.

Kórónaveiran
Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa tryggt bólu­efni sem dugir fyrir 87 pró­sent þjóð­ar­innar í gegnum sam­starf Evr­ópu­þjóða með samn­ingum fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands. „Samn­ingar sem Ísland hefur þegar lokið við lyfja­fram­leið­end­urna Pfizer og Astra Zeneca tryggja 400.000 bólu­efna­skammta sem nægja fyrir 200.000 ein­stak­linga,“ segir þar.Þá verður samn­ingur við ­bólu­efna­fram­leið­and­ann Jans­sen und­ir­rit­aður 23. des­em­ber næst­kom­andi. Sá samn­ingur mun tryggja 235 þús­und skammta sem nægja fyrir 117.500 manns. Alls tryggja þessir þrír samn­ingar bólu­efni fyrir rúm­lega 317 þús­und ein­stak­linga. Þá verður samn­ingur við Moderna und­ir­rit­aður 31. des­em­ber næst­kom­andi en ekki liggur fyrir hvert umfang samn­ings­ins verð­ur.

AuglýsingTil­kynn­ing stjórn­valda kemur í kjöl­far umfjöll­unar um úttekt Bloomberg frétta­veit­unnar sem fjallar um bólu­efni við kór­ónu­veirunni og hvernig stjórn­völdum víða um heim miðar í því að tryggja sér bólu­efni. Í úttekt Bloomberg eru íslensk stjórn­völd sögð vera búin að útvega bólu­efni fyrir um 103 þús­und manns eða um 29 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins má sjá yfir­lit um stöðu samn­inga Íslands og verður yfir­litið upp­fært reglu­lega eftir því sem málum vindur fram.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent