Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar

Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir utan­rík­is­ráð­herra hefur ráðið Ingu Hrefnu Svein­bjarn­ar­dóttur sem annan aðstoð­ar­mann sinn. Þór­lindur Kjart­ans­son er hinn aðstoð­ar­maður hennar en hann hefur gegnt því starfi síðan í byrjun des­em­ber í fyrra. 

Inga Hrefna Sveinbjarnardottir.

Inga Hrefna var aðstoð­ar­maður Krist­jáns Þórs Júl­í­us­sonar á meðan að hann gegndi emb­ætti heil­brigð­is­ráð­herra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra á árunum 2013 til 2021, en Krist­ján Þór var ekki í fram­boði til þings í síð­ustu kosn­ing­um. Hún er auk þess for­maður stjórnar Mennta­sjóðs náms­manna. 

Þór­dís Kol­brún var einnig ráð­herra á síð­asta kjör­tíma­bili. Báðir aðstoð­­ar­­menn hennar frá þeim tíma hurfu til ann­arra verk­efna þegar því lauk. Ólafur Teitur Guðn­a­­son ákvað að leita á önnur mið og Hildur Sverr­is­dóttir var kjörin á þing fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn.

Aðstoð­­ar­­mönnum fjölgað 2011

Lögum um Stjórn­­­­­ar­ráð Íslands var breytt árið 2011 með þeim hætti að heim­ild til að fjölga aðstoð­­­ar­­­mönnum ráð­herra var útvíkkuð þannig að hver og einn þeirra má ráða tvo slíka. Auk þess var sett inn heim­ild fyrir rík­­­is­­­stjórn­­­ina að ráða þrjá aðstoð­­­ar­­­menn til við­­­bótar ef þörf kref­­­ur. Í lög­­­unum segir að „meg­in­hlut­verk aðstoð­­­ar­­­manns ráð­herra er að vinna að stefn­u­­­mótun á mál­efna­sviði ráðu­­­neytis undir yfir­­­­­stjórn ráð­herra og í sam­vinnu við ráðu­­­neyt­is­­­stjóra.“ 

Auglýsing
Ekki þarf að aug­lýsa aðstoð­­­­ar­­­­manna­­­­stöður heldur eru þeir sem sinna þeim störfum valdir af hverjum ráð­herra fyrir sig, enda oft­­­­ast um að ræða nán­­­­ustu sam­­­­starfs­­­­menn ráð­herra á meðan að hann gegnir emb­ætti.

Skömmu eftir að lög­­­unum var breytt var ráð­herrum fækkað í átta, en þeir höfðu verið tólf þegar rík­­­is­­­stjórn Sam­­­fylk­ingar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009.

Síðan hefur ráð­herrum verið fjölgað aftur jafnt og þétt með hverri rík­­­is­­­stjórn­­­inni og í dag eru þeir orðnir tólf. Það þýðir að fjöldi leyf­­i­­­legra aðstoð­­­ar­­­manna hefur líka auk­ist.

Alls má rík­­­is­­­stjórnin því ráða 27 aðstoð­­­ar­­­menn sem stend­­ur. Laun og starfs­­­kjör aðstoð­­­ar­­­manna ráð­herra mið­­­ast við kjör skrif­­­stofu­­­stjóra í ráðu­­­neytum sam­­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.

Kostn­aður við rekstur rík­is­stjórnar auk­ist

Rekstur rík­­­is­­­stjórnar Íslands, sem í fel­­­ast launa­greiðslur ráð­herra og aðstoð­­­ar­­­manna þeirra, er áætl­­­aður 714,9 millj­­ónir króna á þessu ári sam­­kvæmt fjár­lög­um. Það er um fimm pró­­sent meiri kostn­aður en áætlun vegna árs­ins 2021 gerir ráð fyr­ir, en þá átti rekst­­ur­inn að kosta 681,3 millj­­ónir króna.

Á fyrsta heila ári fyrri rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar Katrínar Jak­obs­dóttur við völd, árið 2018, var kostn­aður vegna launa ráð­herra og aðstoð­­­ar­­­manna áætl­­aður 461 millj­­­ónir króna. Kostn­að­­ur­inn á þessu ári er því 55 pró­­sent hærri í krónum talið. 

Kostn­að­­ur­inn á þessu fyrsta starfs­ári rík­­is­­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar­­flokks reynd­ist á end­­anum hærri, eða 597 millj­­ónir króna. Því hefur kostn­að­­ur­inn vegna launa ráð­herra og aðstoð­­ar­­manna þeirra alls vaxið um 117,9 millj­­ónir króna frá 2018, eða 20 pró­­sent. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent