Samfylkingin og Viðreisn eru einu skráðu stjórnmálasamtök landsins

Dómsmálaráðuneytið minnir á það í dag að vegna lagabreytinga þurfa öll stjórnmálasamtök sem ætla sér að bjóða fram til sveitarstjórna að skrá sig formlega sem stjórnmálasamtök hjá Ríkisskattstjóra. Í dag eru bara tveir flokkar búnir að skrá sig formlega.

Hér má sjá formenn stjórnmálasamtakanna tveggja sem skráð eru á Íslandi, Loga Einarsson formann Samfylkingar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar.
Hér má sjá formenn stjórnmálasamtakanna tveggja sem skráð eru á Íslandi, Loga Einarsson formann Samfylkingar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar.
Auglýsing

Við­reisn – stjórn­mála­sam­tök og Sam­fylk­ingin – jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands eru einu skráðu stjórn­mála­sam­tök lands­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem finna má á vef stjórn­ar­ráðs­ins og byggja á skrán­ingu stjórn­mála­sam­taka hjá Rík­is­skatt­stjóra.

Það má þó fast­lega búast við því að fleiri flokkar og sam­tök skrái sig hjá Rík­is­skatt­stjóra á næst­unni, enda þurfa allir flokkar sem ætla að bjóða fram lista til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 14. maí að vera skráðir sem stjórn­mála­sam­tök 14. maí. Á þetta var minnt í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu í dag.

Stjórn­mála­sam­taka­skrá sett á fót með lögum

Ákvæði um að stjórn­mála­sam­tök skuli skrá sig sér­stak­lega hjá Rík­is­skatt­stjóra var bætt inn í lög um starf­semi stjórn­mála­sam­taka í fyrra.

Í þeim lögum segir að Rík­is­skatt­stjóri skrái stjórn­mála­sam­tök og starf­ræki í því skyni stjórn­mála­sam­taka­skrá, sem birt skuli almenn­ingi á vef stjórn­ar­ráðs­ins ásamt upp­lýs­ingum sem fylgi umsóknum stjórn­mála­sam­tak­anna um skrán­ingu.

Auglýsing

Þau nýmæli eru svo að finna í nýjum kosn­inga­lög­um, sem tóku gildi um ára­mót, að stað­fest­ing á skráðu heiti og lista­bók­staf stjórn­mála­sam­taka á að fylgja öllum fram­boðs­listum sem skilað er inn til yfir­kjör­stjórna.

„Hygg­ist stjórn­mála­sam­tök bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum þann 14. maí nk., þurfa þau að vera skráð í stjórn­mála­sam­taka­skrá,“ segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í dag og er síðan vísað á vef Skatts­ins þar sem stjórn­mála­sam­tök geta fundið frek­ari upp­lýs­ingar um umsókn­ar­ferl­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent