Þorsteinn Sigurðsson skipaður nýr forstjóri Hafró

Kristján Þór Júlíusson hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, sem stýrt hefur stofnuninni frá 2016, var á meðal umsækjenda um stöðuna en hlaut ekki skipan að nýju.

Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar.
Auglýsing

Þor­steinn Sig­urðs­son hefur verið skip­aður í emb­ætti for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­unar til næstu fimm ára, en frá þessu segir í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skip­aði í stöð­una eftir að hafa tekið þá þrjá ein­stak­linga sem hæfn­is­nefnd mat vel hæfa til að gegna emb­ætt­inu í við­tal. Mat Krist­jáns var að Þor­steinn væri hæf­astur umsækj­enda til að stýra Haf­rann­sókna­stofn­un.

Alls bár­ust sex umsóknir um emb­ætt­ið, en umsókn­ar­frestur rann út þann 19. jan­ú­ar. Á meðal umsækj­enda um stöð­una var Sig­urður Guð­jóns­son, sem hefur verið for­stjóri stofn­un­ar­innar und­an­farin fimm ár.

Þor­steinn, sem nú hefur verið skip­aður í emb­ættið frá og með morg­un­deg­in­um, var á meðal umsækj­enda þegar Sig­urður var skip­aður árið 2016.

Hjá Hafró frá 1994-2019

Þor­steinn er með BS-gráðu í líf­fræði frá Háskóla Íslands og Cand. Sci­ent gráðu frá Háskól­anum í Bergen. Hann hóf störf sem sér­fræð­ingur hjá Haf­rann­sókna­stofnun árið 1994 og var for­stöðu­maður hjá stofn­un­inni allt frá árinu 2005 til 2019.

Árin 2005 til 2016 starf­aði hann sem for­stöðu­maður nytja­stofna­sviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann for­stöðu­maður sviðs upp­sjáv­ar­líf­rík­is.

Í fyrra hóf Þor­steinn hins vegar störf sem sér­fræð­ingur á skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, sem nú er orðin skrif­stofa sjáv­ar­út­vegs­mála.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent