Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara

Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að í lögum um dóm­stóla frá árinu 2016 sé að finna þá meg­in­reglu að dóm­arar skuli ekki sinna öðrum störfum sam­hliða störfum sínum sem dóm­ar­ar, fást dóm­arar lands­ins við ýmis­legt annað en ein­göngu að dæma við dóm­stól­ana, eins og má sjá í skrá yfir auka­störf dóm­ara á vef dóm­stól­anna.

Fjallað er um þessi auka­störf dóm­ara í grein í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins, félags­riti Lög­manna­fé­lags Íslands (LM­FÍ). Berg­lind Svav­ars­dóttir for­maður félags­ins segir við Kjarn­ann það hafi komið stjórn félags­ins ögn á óvart hve víð­tæk þátt­taka dóm­ara í öðrum störfum er.

Í því ljósi kann­aði stjórn LMFÍ hvort nefnd um dóm­ara­störf teldi gild­andi reglur um auka­störf dóm­ara sam­ræm­ast kröfum sem gerðar eru, m.a. í stjórn­ar­skrá, lögum og siða­reglum dóm­ara, um sjálf­stæði og óhæði dóm­ara. Bréfa­skipti á milli félags og nefndar eru rakin í Lög­manna­blað­inu.

Auglýsing

Þar segir að nefndin hafi vísað til þess í svari sínu að þegar lögum um dóm­stóla var breytt árið 2016 hefði það meðal ann­ars verið mark­mið lög­gjafans að breyta þeirri ára­tuga­löngu fram­kvæmd að dóm­arar sinntu marg­vís­legum auka­störf­um. 

Þó kemur fram að nefndin hafi fengið mis­vísandi skila­boð frá Alþingi, þar sem það hafi komið fram í nefnd­ar­á­liti með frum­varp­inu að meg­in­reglan um að dóm­arar skuli ekki sinna auka­störfum ætti þó ekki að koma í veg fyrir að fram­kvæmda­valdið gæti notið reynslu og þekk­ingar dóm­ara við und­ir­bún­ing lög­gjafar og þá gæti seta dóm­ara í úrskurð­ar­nefndum einnig komið til greina í ein­hverjum til­vik­um.

Sjálf­stæði dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi

Berg­lind segir að afstaða LMFÍ til þess­ara mála byggi á því að ­sjálf­stætt dóms­vald og sjálf­stæði sér­hvers dóm­ara í starfi sé for­senda rétt­látrar máls­með­ferðar og rétt­ar­rík­is­ og skýr skil skuli vera á milli dóms­valds­ins ann­ars vegar og fram­kvæmda­valds­ins og lög­gjaf­ar­valds­ins hins veg­ar, ekki síst til að koma í veg fyrir van­hæfi dóm­ara vegna auka­starfa sem þeir gegna. Því skuli túlka heim­ildir dóm­ara til að sinna auka­störfum þröngt.

Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ.

Lög­manna­fé­lag Íslands hefur komið athuga­semdum á fram­færi til bæði Dóm­ara­fé­lags Íslands og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna auka­starf­anna, en þær athuga­semdir lúta til dæmis að setu dóm­ara í úrskurð­ar- og kæru­nefndum og því að dóm­arar séu fengnir til þess að sinna gerð lög­fræði­legra álits­gerða fyrir fram­kvæmda­vald­ið.

Berg­lind segir að seta dóm­ara í stjórn­sýslu­nefndum orki tví­mæl­is, þar sem úrskurðir og afgreiðslur slíkra nefnda geti jú komið til kasta dóm­stóla síðar meir. Þá sé ákveðin hætta á van­hæfi dóm­ara til stað­ar.

Sam­krull aka­demíu og dóm­stóla „eit­ur“ ­fyrir gagn­rýna umfjöllun um dóm­stól­ana

Auk þeirra sjón­ar­miða um sjálf­stæði dóm­ara gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi sem stjórn LMFÍ hefur bent á og spurst fyrir um eru einnig sjón­ar­mið uppi innan háskóla­sam­fé­lags­ins þess efnis að það sé jafn­vel bein­línis skað­legt að starf­andi dóm­arar séu í akademískum stöðum við laga­deild­ir. 

Það er sagt hafa heft­andi áhrif á gagn­rýna umfjöllun um störf dóm­stól­anna og dóma þeirra innan laga­deild­anna, en það er nokkuð sér­-­ís­lenskt fyr­ir­bæri að starf­andi dóm­arar séu sam­hliða með fastar stöður við háskóla.

Einn lög­fræð­ingur í aka­dem­í­unni, sem ekki vill láta nafns síns get­ið, segir að þetta hafi verið rætt á meðal lög­fræð­inga. Fáir séu hins vegar til­búnir til þess að ræða þessi mál opin­ber­lega, ýmist af ótta við afleið­ing­arnar eða af því að þeir séu í óþægi­legri stöðu til þess.

Rúmur tugur starfandi dómara er einnig í akademískum stöðum. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRúmur tugur starf­andi íslenskra dóm­ara er einnig í akademískum stöð­um, nær allir við laga­deild Háskóla Íslands­. Fjórir af sjö dóm­urum við Hæsta­rétt Íslands eru til dæmis í dag akademískir starfs­menn við Háskóla Íslands. 

Bene­dikt Boga­son for­seti Hæsta­réttar er til dæmis í 49 pró­sent starfs­hlut­falli sem pró­fessor ofan á 100 pró­sent starf sitt við dóm­stól­inn og Karl Axels­son er í 20 pró­sent dós­ents­stöðu.

Þá eru þær Ása Ólafs­dóttir og Björg Thoraren­sen, sem nýlega voru skip­aðar í emb­ætti, báðar í pró­fess­ors­stöðu við laga­deild­ina, en sam­kvæmt því sem fram kemur í skrá yfir auka­störf dóm­ara verða þær í þeim stöðum fram á næsta sum­ar.

Líkt og ef ráð­herrar væri með stöður við stjórn­mála­fræði­deild

„Með þessu móti hafa dóm­arar óeðli­lega mikil ítök í laga­kennslu og rann­sóknum hér­lend­is,“ segir fræði­mað­ur­inn og bætir við að það fyr­ir­komu­lag að starf­andi dóm­arar séu í föstum akademískum stöðum sé „eit­ur“ fyrir gagn­rýna umfjöllun á störf dóm­stól­anna og dóma þeirra og skapi þannig aðhalds­leysi gagn­vart dóm­stól­un­um.

„Það er eitt að þeir séu að koma inn með eitt og eitt erindi í kennslu en að þeir séu upp í 49 pró­sent stöðu eins og Bene­dikt Boga­son er nokkuð sér­stakt,“ segir lög­fræð­ing­ur­inn, sem líkir þessu fyr­ir­komu­lagi við það að ráð­herrar væru með akademískar stöður við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands. 

Þessi staða skapi ein­kenni­legt and­rúms­loft varð­andi það hvað þyki æski­legt og hvað ekki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent