Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara

Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að í lögum um dóm­stóla frá árinu 2016 sé að finna þá meg­in­reglu að dóm­arar skuli ekki sinna öðrum störfum sam­hliða störfum sínum sem dóm­ar­ar, fást dóm­arar lands­ins við ýmis­legt annað en ein­göngu að dæma við dóm­stól­ana, eins og má sjá í skrá yfir auka­störf dóm­ara á vef dóm­stól­anna.

Fjallað er um þessi auka­störf dóm­ara í grein í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins, félags­riti Lög­manna­fé­lags Íslands (LM­FÍ). Berg­lind Svav­ars­dóttir for­maður félags­ins segir við Kjarn­ann það hafi komið stjórn félags­ins ögn á óvart hve víð­tæk þátt­taka dóm­ara í öðrum störfum er.

Í því ljósi kann­aði stjórn LMFÍ hvort nefnd um dóm­ara­störf teldi gild­andi reglur um auka­störf dóm­ara sam­ræm­ast kröfum sem gerðar eru, m.a. í stjórn­ar­skrá, lögum og siða­reglum dóm­ara, um sjálf­stæði og óhæði dóm­ara. Bréfa­skipti á milli félags og nefndar eru rakin í Lög­manna­blað­inu.

Auglýsing

Þar segir að nefndin hafi vísað til þess í svari sínu að þegar lögum um dóm­stóla var breytt árið 2016 hefði það meðal ann­ars verið mark­mið lög­gjafans að breyta þeirri ára­tuga­löngu fram­kvæmd að dóm­arar sinntu marg­vís­legum auka­störf­um. 

Þó kemur fram að nefndin hafi fengið mis­vísandi skila­boð frá Alþingi, þar sem það hafi komið fram í nefnd­ar­á­liti með frum­varp­inu að meg­in­reglan um að dóm­arar skuli ekki sinna auka­störfum ætti þó ekki að koma í veg fyrir að fram­kvæmda­valdið gæti notið reynslu og þekk­ingar dóm­ara við und­ir­bún­ing lög­gjafar og þá gæti seta dóm­ara í úrskurð­ar­nefndum einnig komið til greina í ein­hverjum til­vik­um.

Sjálf­stæði dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi

Berg­lind segir að afstaða LMFÍ til þess­ara mála byggi á því að ­sjálf­stætt dóms­vald og sjálf­stæði sér­hvers dóm­ara í starfi sé for­senda rétt­látrar máls­með­ferðar og rétt­ar­rík­is­ og skýr skil skuli vera á milli dóms­valds­ins ann­ars vegar og fram­kvæmda­valds­ins og lög­gjaf­ar­valds­ins hins veg­ar, ekki síst til að koma í veg fyrir van­hæfi dóm­ara vegna auka­starfa sem þeir gegna. Því skuli túlka heim­ildir dóm­ara til að sinna auka­störfum þröngt.

Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ.

Lög­manna­fé­lag Íslands hefur komið athuga­semdum á fram­færi til bæði Dóm­ara­fé­lags Íslands og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna auka­starf­anna, en þær athuga­semdir lúta til dæmis að setu dóm­ara í úrskurð­ar- og kæru­nefndum og því að dóm­arar séu fengnir til þess að sinna gerð lög­fræði­legra álits­gerða fyrir fram­kvæmda­vald­ið.

Berg­lind segir að seta dóm­ara í stjórn­sýslu­nefndum orki tví­mæl­is, þar sem úrskurðir og afgreiðslur slíkra nefnda geti jú komið til kasta dóm­stóla síðar meir. Þá sé ákveðin hætta á van­hæfi dóm­ara til stað­ar.

Sam­krull aka­demíu og dóm­stóla „eit­ur“ ­fyrir gagn­rýna umfjöllun um dóm­stól­ana

Auk þeirra sjón­ar­miða um sjálf­stæði dóm­ara gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi sem stjórn LMFÍ hefur bent á og spurst fyrir um eru einnig sjón­ar­mið uppi innan háskóla­sam­fé­lags­ins þess efnis að það sé jafn­vel bein­línis skað­legt að starf­andi dóm­arar séu í akademískum stöðum við laga­deild­ir. 

Það er sagt hafa heft­andi áhrif á gagn­rýna umfjöllun um störf dóm­stól­anna og dóma þeirra innan laga­deild­anna, en það er nokkuð sér­-­ís­lenskt fyr­ir­bæri að starf­andi dóm­arar séu sam­hliða með fastar stöður við háskóla.

Einn lög­fræð­ingur í aka­dem­í­unni, sem ekki vill láta nafns síns get­ið, segir að þetta hafi verið rætt á meðal lög­fræð­inga. Fáir séu hins vegar til­búnir til þess að ræða þessi mál opin­ber­lega, ýmist af ótta við afleið­ing­arnar eða af því að þeir séu í óþægi­legri stöðu til þess.

Rúmur tugur starfandi dómara er einnig í akademískum stöðum. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRúmur tugur starf­andi íslenskra dóm­ara er einnig í akademískum stöð­um, nær allir við laga­deild Háskóla Íslands­. Fjórir af sjö dóm­urum við Hæsta­rétt Íslands eru til dæmis í dag akademískir starfs­menn við Háskóla Íslands. 

Bene­dikt Boga­son for­seti Hæsta­réttar er til dæmis í 49 pró­sent starfs­hlut­falli sem pró­fessor ofan á 100 pró­sent starf sitt við dóm­stól­inn og Karl Axels­son er í 20 pró­sent dós­ents­stöðu.

Þá eru þær Ása Ólafs­dóttir og Björg Thoraren­sen, sem nýlega voru skip­aðar í emb­ætti, báðar í pró­fess­ors­stöðu við laga­deild­ina, en sam­kvæmt því sem fram kemur í skrá yfir auka­störf dóm­ara verða þær í þeim stöðum fram á næsta sum­ar.

Líkt og ef ráð­herrar væri með stöður við stjórn­mála­fræði­deild

„Með þessu móti hafa dóm­arar óeðli­lega mikil ítök í laga­kennslu og rann­sóknum hér­lend­is,“ segir fræði­mað­ur­inn og bætir við að það fyr­ir­komu­lag að starf­andi dóm­arar séu í föstum akademískum stöðum sé „eit­ur“ fyrir gagn­rýna umfjöllun á störf dóm­stól­anna og dóma þeirra og skapi þannig aðhalds­leysi gagn­vart dóm­stól­un­um.

„Það er eitt að þeir séu að koma inn með eitt og eitt erindi í kennslu en að þeir séu upp í 49 pró­sent stöðu eins og Bene­dikt Boga­son er nokkuð sér­stakt,“ segir lög­fræð­ing­ur­inn, sem líkir þessu fyr­ir­komu­lagi við það að ráð­herrar væru með akademískar stöður við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands. 

Þessi staða skapi ein­kenni­legt and­rúms­loft varð­andi það hvað þyki æski­legt og hvað ekki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent