Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara

Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að í lögum um dóm­stóla frá árinu 2016 sé að finna þá meg­in­reglu að dóm­arar skuli ekki sinna öðrum störfum sam­hliða störfum sínum sem dóm­ar­ar, fást dóm­arar lands­ins við ýmis­legt annað en ein­göngu að dæma við dóm­stól­ana, eins og má sjá í skrá yfir auka­störf dóm­ara á vef dóm­stól­anna.

Fjallað er um þessi auka­störf dóm­ara í grein í nýjasta tölu­blaði Lög­manna­blaðs­ins, félags­riti Lög­manna­fé­lags Íslands (LM­FÍ). Berg­lind Svav­ars­dóttir for­maður félags­ins segir við Kjarn­ann það hafi komið stjórn félags­ins ögn á óvart hve víð­tæk þátt­taka dóm­ara í öðrum störfum er.

Í því ljósi kann­aði stjórn LMFÍ hvort nefnd um dóm­ara­störf teldi gild­andi reglur um auka­störf dóm­ara sam­ræm­ast kröfum sem gerðar eru, m.a. í stjórn­ar­skrá, lögum og siða­reglum dóm­ara, um sjálf­stæði og óhæði dóm­ara. Bréfa­skipti á milli félags og nefndar eru rakin í Lög­manna­blað­inu.

Auglýsing

Þar segir að nefndin hafi vísað til þess í svari sínu að þegar lögum um dóm­stóla var breytt árið 2016 hefði það meðal ann­ars verið mark­mið lög­gjafans að breyta þeirri ára­tuga­löngu fram­kvæmd að dóm­arar sinntu marg­vís­legum auka­störf­um. 

Þó kemur fram að nefndin hafi fengið mis­vísandi skila­boð frá Alþingi, þar sem það hafi komið fram í nefnd­ar­á­liti með frum­varp­inu að meg­in­reglan um að dóm­arar skuli ekki sinna auka­störfum ætti þó ekki að koma í veg fyrir að fram­kvæmda­valdið gæti notið reynslu og þekk­ingar dóm­ara við und­ir­bún­ing lög­gjafar og þá gæti seta dóm­ara í úrskurð­ar­nefndum einnig komið til greina í ein­hverjum til­vik­um.

Sjálf­stæði dóm­stóla gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi

Berg­lind segir að afstaða LMFÍ til þess­ara mála byggi á því að ­sjálf­stætt dóms­vald og sjálf­stæði sér­hvers dóm­ara í starfi sé for­senda rétt­látrar máls­með­ferðar og rétt­ar­rík­is­ og skýr skil skuli vera á milli dóms­valds­ins ann­ars vegar og fram­kvæmda­valds­ins og lög­gjaf­ar­valds­ins hins veg­ar, ekki síst til að koma í veg fyrir van­hæfi dóm­ara vegna auka­starfa sem þeir gegna. Því skuli túlka heim­ildir dóm­ara til að sinna auka­störfum þröngt.

Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ.

Lög­manna­fé­lag Íslands hefur komið athuga­semdum á fram­færi til bæði Dóm­ara­fé­lags Íslands og dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna auka­starf­anna, en þær athuga­semdir lúta til dæmis að setu dóm­ara í úrskurð­ar- og kæru­nefndum og því að dóm­arar séu fengnir til þess að sinna gerð lög­fræði­legra álits­gerða fyrir fram­kvæmda­vald­ið.

Berg­lind segir að seta dóm­ara í stjórn­sýslu­nefndum orki tví­mæl­is, þar sem úrskurðir og afgreiðslur slíkra nefnda geti jú komið til kasta dóm­stóla síðar meir. Þá sé ákveðin hætta á van­hæfi dóm­ara til stað­ar.

Sam­krull aka­demíu og dóm­stóla „eit­ur“ ­fyrir gagn­rýna umfjöllun um dóm­stól­ana

Auk þeirra sjón­ar­miða um sjálf­stæði dóm­ara gagn­vart lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valdi sem stjórn LMFÍ hefur bent á og spurst fyrir um eru einnig sjón­ar­mið uppi innan háskóla­sam­fé­lags­ins þess efnis að það sé jafn­vel bein­línis skað­legt að starf­andi dóm­arar séu í akademískum stöðum við laga­deild­ir. 

Það er sagt hafa heft­andi áhrif á gagn­rýna umfjöllun um störf dóm­stól­anna og dóma þeirra innan laga­deild­anna, en það er nokkuð sér­-­ís­lenskt fyr­ir­bæri að starf­andi dóm­arar séu sam­hliða með fastar stöður við háskóla.

Einn lög­fræð­ingur í aka­dem­í­unni, sem ekki vill láta nafns síns get­ið, segir að þetta hafi verið rætt á meðal lög­fræð­inga. Fáir séu hins vegar til­búnir til þess að ræða þessi mál opin­ber­lega, ýmist af ótta við afleið­ing­arnar eða af því að þeir séu í óþægi­legri stöðu til þess.

Rúmur tugur starfandi dómara er einnig í akademískum stöðum. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRúmur tugur starf­andi íslenskra dóm­ara er einnig í akademískum stöð­um, nær allir við laga­deild Háskóla Íslands­. Fjórir af sjö dóm­urum við Hæsta­rétt Íslands eru til dæmis í dag akademískir starfs­menn við Háskóla Íslands. 

Bene­dikt Boga­son for­seti Hæsta­réttar er til dæmis í 49 pró­sent starfs­hlut­falli sem pró­fessor ofan á 100 pró­sent starf sitt við dóm­stól­inn og Karl Axels­son er í 20 pró­sent dós­ents­stöðu.

Þá eru þær Ása Ólafs­dóttir og Björg Thoraren­sen, sem nýlega voru skip­aðar í emb­ætti, báðar í pró­fess­ors­stöðu við laga­deild­ina, en sam­kvæmt því sem fram kemur í skrá yfir auka­störf dóm­ara verða þær í þeim stöðum fram á næsta sum­ar.

Líkt og ef ráð­herrar væri með stöður við stjórn­mála­fræði­deild

„Með þessu móti hafa dóm­arar óeðli­lega mikil ítök í laga­kennslu og rann­sóknum hér­lend­is,“ segir fræði­mað­ur­inn og bætir við að það fyr­ir­komu­lag að starf­andi dóm­arar séu í föstum akademískum stöðum sé „eit­ur“ fyrir gagn­rýna umfjöllun á störf dóm­stól­anna og dóma þeirra og skapi þannig aðhalds­leysi gagn­vart dóm­stól­un­um.

„Það er eitt að þeir séu að koma inn með eitt og eitt erindi í kennslu en að þeir séu upp í 49 pró­sent stöðu eins og Bene­dikt Boga­son er nokkuð sér­stakt,“ segir lög­fræð­ing­ur­inn, sem líkir þessu fyr­ir­komu­lagi við það að ráð­herrar væru með akademískar stöður við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands. 

Þessi staða skapi ein­kenni­legt and­rúms­loft varð­andi það hvað þyki æski­legt og hvað ekki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent