Athugasemdir gerðar við aukastörf íslenskra dómara

Þrátt fyrir að meginreglan í lögum um dómstóla sé sú að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum eru margir dómarar sem sinna aukastörfum, til dæmis setu í stjórnsýslunefndum og háskólakennslu. Þetta þykir ekki öllum æskilegt.

img_2961_raw_1807130226_10016478853_o.jpg
Auglýsing

Þrátt fyrir að í lögum um dómstóla frá árinu 2016 sé að finna þá meginreglu að dómarar skuli ekki sinna öðrum störfum samhliða störfum sínum sem dómarar, fást dómarar landsins við ýmislegt annað en eingöngu að dæma við dómstólana, eins og má sjá í skrá yfir aukastörf dómara á vef dómstólanna.

Fjallað er um þessi aukastörf dómara í grein í nýjasta tölublaði Lögmannablaðsins, félagsriti Lögmannafélags Íslands (LMFÍ). Berglind Svavarsdóttir formaður félagsins segir við Kjarnann það hafi komið stjórn félagsins ögn á óvart hve víðtæk þátttaka dómara í öðrum störfum er.

Í því ljósi kannaði stjórn LMFÍ hvort nefnd um dómarastörf teldi gildandi reglur um aukastörf dómara samræmast kröfum sem gerðar eru, m.a. í stjórnarskrá, lögum og siðareglum dómara, um sjálfstæði og óhæði dómara. Bréfaskipti á milli félags og nefndar eru rakin í Lögmannablaðinu.

Auglýsing

Þar segir að nefndin hafi vísað til þess í svari sínu að þegar lögum um dómstóla var breytt árið 2016 hefði það meðal annars verið markmið löggjafans að breyta þeirri áratugalöngu framkvæmd að dómarar sinntu margvíslegum aukastörfum. 

Þó kemur fram að nefndin hafi fengið misvísandi skilaboð frá Alþingi, þar sem það hafi komið fram í nefndaráliti með frumvarpinu að meginreglan um að dómarar skuli ekki sinna aukastörfum ætti þó ekki að koma í veg fyrir að framkvæmdavaldið gæti notið reynslu og þekkingar dómara við undirbúning löggjafar og þá gæti seta dómara í úrskurðarnefndum einnig komið til greina í einhverjum tilvikum.

Sjálfstæði dómstóla gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldi

Berglind segir að afstaða LMFÍ til þessara mála byggi á því að sjálfstætt dómsvald og sjálfstæði sérhvers dómara í starfi sé forsenda réttlátrar málsmeðferðar og réttarríkis og skýr skil skuli vera á milli dómsvaldsins annars vegar og framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins hins vegar, ekki síst til að koma í veg fyrir vanhæfi dómara vegna aukastarfa sem þeir gegna. Því skuli túlka heimildir dómara til að sinna aukastörfum þröngt.

Berglind Svavarsdóttir formaður LMFÍ.

Lögmannafélag Íslands hefur komið athugasemdum á framfæri til bæði Dómarafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins vegna aukastarfanna, en þær athugasemdir lúta til dæmis að setu dómara í úrskurðar- og kærunefndum og því að dómarar séu fengnir til þess að sinna gerð lögfræðilegra álitsgerða fyrir framkvæmdavaldið.

Berglind segir að seta dómara í stjórnsýslunefndum orki tvímælis, þar sem úrskurðir og afgreiðslur slíkra nefnda geti jú komið til kasta dómstóla síðar meir. Þá sé ákveðin hætta á vanhæfi dómara til staðar.

Samkrull akademíu og dómstóla „eitur“ fyrir gagnrýna umfjöllun um dómstólana

Auk þeirra sjónarmiða um sjálfstæði dómara gagnvart löggjafar- og framkvæmdavaldi sem stjórn LMFÍ hefur bent á og spurst fyrir um eru einnig sjónarmið uppi innan háskólasamfélagsins þess efnis að það sé jafnvel beinlínis skaðlegt að starfandi dómarar séu í akademískum stöðum við lagadeildir. 

Það er sagt hafa heftandi áhrif á gagnrýna umfjöllun um störf dómstólanna og dóma þeirra innan lagadeildanna, en það er nokkuð sér-íslenskt fyrirbæri að starfandi dómarar séu samhliða með fastar stöður við háskóla.

Einn lögfræðingur í akademíunni, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að þetta hafi verið rætt á meðal lögfræðinga. Fáir séu hins vegar tilbúnir til þess að ræða þessi mál opinberlega, ýmist af ótta við afleiðingarnar eða af því að þeir séu í óþægilegri stöðu til þess.

Rúmur tugur starfandi dómara er einnig í akademískum stöðum. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRúmur tugur starfandi íslenskra dómara er einnig í akademískum stöðum, nær allir við lagadeild Háskóla Íslands. Fjórir af sjö dómurum við Hæstarétt Íslands eru til dæmis í dag akademískir starfsmenn við Háskóla Íslands. 

Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar er til dæmis í 49 prósent starfshlutfalli sem prófessor ofan á 100 prósent starf sitt við dómstólinn og Karl Axelsson er í 20 prósent dósentsstöðu.

Þá eru þær Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen, sem nýlega voru skipaðar í embætti, báðar í prófessorsstöðu við lagadeildina, en samkvæmt því sem fram kemur í skrá yfir aukastörf dómara verða þær í þeim stöðum fram á næsta sumar.

Líkt og ef ráðherrar væri með stöður við stjórnmálafræðideild

„Með þessu móti hafa dómarar óeðlilega mikil ítök í lagakennslu og rannsóknum hérlendis,“ segir fræðimaðurinn og bætir við að það fyrirkomulag að starfandi dómarar séu í föstum akademískum stöðum sé „eitur“ fyrir gagnrýna umfjöllun á störf dómstólanna og dóma þeirra og skapi þannig aðhaldsleysi gagnvart dómstólunum.

„Það er eitt að þeir séu að koma inn með eitt og eitt erindi í kennslu en að þeir séu upp í 49 prósent stöðu eins og Benedikt Bogason er nokkuð sérstakt,“ segir lögfræðingurinn, sem líkir þessu fyrirkomulagi við það að ráðherrar væru með akademískar stöður við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 

Þessi staða skapi einkennilegt andrúmsloft varðandi það hvað þyki æskilegt og hvað ekki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent