Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum

Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.

Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Auglýsing

Þeir handhafar íslenskra ökuskírteina sem fæddir eru á erlendri grundu urðu sumir hverjir undrandi er þeir sóttu stafrænt ökuskírteini í símana sína. Á stafrænum skírteinum var fæðingarstaður þeirra nefnilega skráður sem Ísland.

Ástæðan fyrir þessu var sú að fæðingarlandið „fór inn sem fasti“ í fyrstu útgáfu ökuskírteinisins, en þetta á að vera búið að leiðrétta, samkvæmt svari Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands við fyrirspurn Kjarnans.

Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika sem snertu hluta notenda hefur almenningur tekið þessari nýju rafrænu lausn fagnandi frá því hún var kynnt í upphafi mánaðar, en fyrr í vikunni höfðu hartnær 53 þúsund ökuþórar sótt sér stafræn ökuskírteini í símana, eða um það bil fjórðungur allra þeirra sem hafa íslensk ökuskírteini. 

Auglýsing

Ísland er annað ríkið í Evrópu sem kynnir rafræn ökuskírteini til sögunnar, en enn sem komið er gilda þau bara innanlands.

Bent á að auðvelt sé að búa til eins útlítandi stafræn kort

Fram kom við kynningu stafrænu ökuskírteinanna í síðustu viku að þau ættu að hafa sama gildi og plastskírteinin, sem þýðir að auk þess að geta sýnt lögreglu fram á gild ökuréttindi á fólk á að geta sannað á sér deili með nýju skírteinunum þar sem þess er þörf, eins og við kosningar, í Vínbúðum og víðar.

En stafrænni framtíð fylgja áskoranir og bent hefur verið á að auðveldara sé að falsa stafrænu skírteinin en plastkort og einnig að erfitt gæti verið fyrir aðra en lögreglu og þá sem hafa fengið búnað til þess að skanna strikamerkið á skírteinunum að virkilega sannreyna þau. 

Hér má sjá til dæmis sjá dæmi um „stafrænt ökuskírteini“ sem búið var til með ókeypis hugbúnaði, en þegar notendur hafa sótt þetta skírteini í veskið í símanum sínum lítur það nokkurnveginn út eins og hið ríkisútgefna stafræna skírteini. Lítið mál mun vera fyrir kunnuga að búa til skírteini sem er ennþá líkara þeim sem ríkið gefur út.

Í ljósi þessa spurðist blaðamaður fyrir um það hvernig stafrænu ökuskírteinin yrðu sannreynd, til dæmis ef fólk ætlaði að framvísa þeim til að sanna á sér deili við kosningar, í Vínbúðum eða önnur tækifæri, eins og ráðherrar sögðu að yrði mögulegt á kynningarfundi um skírteinin í síðustu viku. 

Vigdís svaraði því til að markmið stafrænu ökuskírteinanna væri samstarf við lögreglu til að sýna fram á ökuréttindi, svo ökumenn yrðu ekki sektaðir ef plastkortið gleymdist heima. 

En ef það „sé vilji“ til að nota stafrænu skírteinin, til dæmis við kosningar, yrði „framkvæmd leið til staðfestingar í samstarfi við þá aðila sem að máli koma,“ en embætti ríkislögreglustjóra hefur í dag eitt tólið sem þarf til þess að sannreyna rafrænu skírteinin með strikamerkisskanna.

Vigdís bendir á að hvað falsanir varði sé „ýmislegt hægt með einbeittum brotavilja“, rétt eins og þegar kemur að plastkortum.

Íslenskur sproti skipaður ungum konum kom að verkefninu

Íslenska tæknifyrirtækið SmartSolutions, sem stofnað var í september árið 2018 hefur unnið að tæknilegri útfærslu rafræna ökuskírteinisins, en verkefnið er framkvæmt í samstarfi embættis ríkislögreglustjóra og verkefnastofunnar Stafræns Íslands, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, frá því síðasta haust.

Fyrirtækið, sem aðallega er skipað ungum konum, mun fá 8,5 milljónir króna greitt fyrir vinnu sína við ökuskírteinin samkvæmt samningi um verkefnið, samkvæmt svari Stafræns Íslands við fyrirspurn Kjarnans.

Rætt var við þær Þórdísi Jónu Jónsdóttur og Eddu Konráðsdóttur frá SmartSolutions í Tæknivarpinu í Hlaðvarpi Kjarnans í gær, þar sem þær ræddu stofnun fyrirtækisins og verkefnin, meðal annars gerð stafræna ökuskírteinisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent