Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum

Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.

Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Auglýsing

Þeir hand­hafar íslenskra öku­skír­teina sem fæddir eru á erlendri grundu urðu sumir hverjir undr­andi er þeir sóttu staf­rænt öku­skír­teini í sím­ana sína. Á staf­rænum skír­teinum var fæð­ing­ar­staður þeirra nefni­lega skráður sem Ísland.

Ástæðan fyrir þessu var sú að fæð­ing­ar­landið „fór inn sem fasti“ í fyrstu útgáfu öku­skír­tein­is­ins, en þetta á að vera búið að leið­rétta, sam­kvæmt svari Vig­dísar Jóhanns­dóttur mark­aðs­stjóra verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þrátt fyrir þessa byrj­un­arörð­ug­leika sem snertu hluta not­enda hefur almenn­ingur tekið þess­ari nýju raf­rænu lausn fagn­andi frá því hún var kynnt í upp­hafi mán­að­ar, en fyrr í vik­unni höfðu hart­nær 53 þús­und öku­þórar sótt sér staf­ræn öku­skír­teini í sím­ana, eða um það bil fjórð­ungur allra þeirra sem hafa íslensk öku­skír­tein­i. 

Auglýsing

Ísland er annað ríkið í Evr­ópu sem kynnir raf­ræn öku­skír­teini til sög­unn­ar, en enn sem komið er gilda þau bara inn­an­lands.

Bent á að auð­velt sé að búa til eins útlít­andi staf­ræn kort

Fram kom við kynn­ingu staf­rænu öku­skír­tein­anna í síð­ustu viku að þau ættu að hafa sama gildi og plast­skír­tein­in, sem þýðir að auk þess að geta sýnt lög­reglu fram á gild öku­rétt­indi á fólk á að geta sannað á sér deili með nýju skír­tein­unum þar sem þess er þörf, eins og við kosn­ing­ar, í Vín­búðum og víð­ar.

En staf­rænni fram­tíð fylgja áskor­anir og bent hefur verið á að auð­veld­ara sé að falsa staf­rænu skír­teinin en plast­kort og einnig að erfitt gæti verið fyrir aðra en lög­reglu og þá sem hafa fengið búnað til þess að skanna strik­a­merkið á skír­tein­unum að virki­lega sann­reyna þau. 

Hér má sjá til dæmis sjá dæmi um „sta­f­rænt öku­skír­teini“ sem búið var til með ókeypis hug­bún­aði, en þegar not­endur hafa sótt þetta skír­teini í veskið í sím­anum sínum lítur það nokk­urn­veg­inn út eins og hið rík­is­út­gefna staf­ræna skír­teini. Lítið mál mun vera fyrir kunn­uga að búa til skír­teini sem er ennþá lík­ara þeim sem ríkið gefur út.

Í ljósi þessa spurð­ist blaða­maður fyrir um það hvernig staf­rænu öku­skír­teinin yrðu sann­reynd, til dæmis ef fólk ætl­aði að fram­vísa þeim til að sanna á sér deili við kosn­ing­ar, í Vín­búðum eða önnur tæki­færi, eins og ráð­herrar sögðu að yrði mögu­legt á kynn­ing­ar­fundi um skír­teinin í síð­ustu viku. 

Vig­dís svar­aði því til að mark­mið staf­rænu öku­skír­tein­anna væri sam­starf við lög­reglu til að sýna fram á öku­rétt­indi, svo öku­menn yrðu ekki sektaðir ef plast­kortið gleymd­ist heima. 

En ef það „sé vilji“ til að nota staf­rænu skír­tein­in, til dæmis við kosn­ing­ar, yrði „fram­kvæmd leið til stað­fest­ingar í sam­starfi við þá aðila sem að máli kom­a,“ en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur í dag eitt tólið sem þarf til þess að sann­reyna raf­rænu skír­teinin með strik­a­merk­isskanna.

Vig­dís bendir á að hvað fals­anir varði sé „ým­is­legt hægt með ein­beittum brota­vilja“, rétt eins og þegar kemur að plast­kort­um.

Íslenskur sproti skip­aður ungum konum kom að verk­efn­inu

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið SmartSolutions, sem stofnað var í sept­em­ber árið 2018 hefur unnið að tækni­legri útfærslu raf­ræna öku­skír­tein­is­ins, en verk­efnið er fram­kvæmt í sam­starfi emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra og verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, frá því síð­asta haust.

Fyr­ir­tæk­ið, sem aðal­lega er skipað ungum konum, mun fá 8,5 millj­ónir króna greitt fyrir vinnu sína við öku­skír­teinin sam­kvæmt samn­ingi um verk­efn­ið, sam­kvæmt svari Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Rætt var við þær Þór­dísi Jónu Jóns­dóttur og Eddu Kon­ráðs­dóttur frá SmartSolutions í Tækni­varp­inu í Hlað­varpi Kjarn­ans í gær, þar sem þær ræddu stofnun fyr­ir­tæk­is­ins og verk­efn­in, meðal ann­ars gerð staf­ræna öku­skír­tein­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent