Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum

Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.

Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Auglýsing

Þeir handhafar íslenskra ökuskírteina sem fæddir eru á erlendri grundu urðu sumir hverjir undrandi er þeir sóttu stafrænt ökuskírteini í símana sína. Á stafrænum skírteinum var fæðingarstaður þeirra nefnilega skráður sem Ísland.

Ástæðan fyrir þessu var sú að fæðingarlandið „fór inn sem fasti“ í fyrstu útgáfu ökuskírteinisins, en þetta á að vera búið að leiðrétta, samkvæmt svari Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands við fyrirspurn Kjarnans.

Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika sem snertu hluta notenda hefur almenningur tekið þessari nýju rafrænu lausn fagnandi frá því hún var kynnt í upphafi mánaðar, en fyrr í vikunni höfðu hartnær 53 þúsund ökuþórar sótt sér stafræn ökuskírteini í símana, eða um það bil fjórðungur allra þeirra sem hafa íslensk ökuskírteini. 

Auglýsing

Ísland er annað ríkið í Evrópu sem kynnir rafræn ökuskírteini til sögunnar, en enn sem komið er gilda þau bara innanlands.

Bent á að auðvelt sé að búa til eins útlítandi stafræn kort

Fram kom við kynningu stafrænu ökuskírteinanna í síðustu viku að þau ættu að hafa sama gildi og plastskírteinin, sem þýðir að auk þess að geta sýnt lögreglu fram á gild ökuréttindi á fólk á að geta sannað á sér deili með nýju skírteinunum þar sem þess er þörf, eins og við kosningar, í Vínbúðum og víðar.

En stafrænni framtíð fylgja áskoranir og bent hefur verið á að auðveldara sé að falsa stafrænu skírteinin en plastkort og einnig að erfitt gæti verið fyrir aðra en lögreglu og þá sem hafa fengið búnað til þess að skanna strikamerkið á skírteinunum að virkilega sannreyna þau. 

Hér má sjá til dæmis sjá dæmi um „stafrænt ökuskírteini“ sem búið var til með ókeypis hugbúnaði, en þegar notendur hafa sótt þetta skírteini í veskið í símanum sínum lítur það nokkurnveginn út eins og hið ríkisútgefna stafræna skírteini. Lítið mál mun vera fyrir kunnuga að búa til skírteini sem er ennþá líkara þeim sem ríkið gefur út.

Í ljósi þessa spurðist blaðamaður fyrir um það hvernig stafrænu ökuskírteinin yrðu sannreynd, til dæmis ef fólk ætlaði að framvísa þeim til að sanna á sér deili við kosningar, í Vínbúðum eða önnur tækifæri, eins og ráðherrar sögðu að yrði mögulegt á kynningarfundi um skírteinin í síðustu viku. 

Vigdís svaraði því til að markmið stafrænu ökuskírteinanna væri samstarf við lögreglu til að sýna fram á ökuréttindi, svo ökumenn yrðu ekki sektaðir ef plastkortið gleymdist heima. 

En ef það „sé vilji“ til að nota stafrænu skírteinin, til dæmis við kosningar, yrði „framkvæmd leið til staðfestingar í samstarfi við þá aðila sem að máli koma,“ en embætti ríkislögreglustjóra hefur í dag eitt tólið sem þarf til þess að sannreyna rafrænu skírteinin með strikamerkisskanna.

Vigdís bendir á að hvað falsanir varði sé „ýmislegt hægt með einbeittum brotavilja“, rétt eins og þegar kemur að plastkortum.

Íslenskur sproti skipaður ungum konum kom að verkefninu

Íslenska tæknifyrirtækið SmartSolutions, sem stofnað var í september árið 2018 hefur unnið að tæknilegri útfærslu rafræna ökuskírteinisins, en verkefnið er framkvæmt í samstarfi embættis ríkislögreglustjóra og verkefnastofunnar Stafræns Íslands, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, frá því síðasta haust.

Fyrirtækið, sem aðallega er skipað ungum konum, mun fá 8,5 milljónir króna greitt fyrir vinnu sína við ökuskírteinin samkvæmt samningi um verkefnið, samkvæmt svari Stafræns Íslands við fyrirspurn Kjarnans.

Rætt var við þær Þórdísi Jónu Jónsdóttur og Eddu Konráðsdóttur frá SmartSolutions í Tæknivarpinu í Hlaðvarpi Kjarnans í gær, þar sem þær ræddu stofnun fyrirtækisins og verkefnin, meðal annars gerð stafræna ökuskírteinisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent