Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum

Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.

Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Auglýsing

Þeir hand­hafar íslenskra öku­skír­teina sem fæddir eru á erlendri grundu urðu sumir hverjir undr­andi er þeir sóttu staf­rænt öku­skír­teini í sím­ana sína. Á staf­rænum skír­teinum var fæð­ing­ar­staður þeirra nefni­lega skráður sem Ísland.

Ástæðan fyrir þessu var sú að fæð­ing­ar­landið „fór inn sem fasti“ í fyrstu útgáfu öku­skír­tein­is­ins, en þetta á að vera búið að leið­rétta, sam­kvæmt svari Vig­dísar Jóhanns­dóttur mark­aðs­stjóra verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þrátt fyrir þessa byrj­un­arörð­ug­leika sem snertu hluta not­enda hefur almenn­ingur tekið þess­ari nýju raf­rænu lausn fagn­andi frá því hún var kynnt í upp­hafi mán­að­ar, en fyrr í vik­unni höfðu hart­nær 53 þús­und öku­þórar sótt sér staf­ræn öku­skír­teini í sím­ana, eða um það bil fjórð­ungur allra þeirra sem hafa íslensk öku­skír­tein­i. 

Auglýsing

Ísland er annað ríkið í Evr­ópu sem kynnir raf­ræn öku­skír­teini til sög­unn­ar, en enn sem komið er gilda þau bara inn­an­lands.

Bent á að auð­velt sé að búa til eins útlít­andi staf­ræn kort

Fram kom við kynn­ingu staf­rænu öku­skír­tein­anna í síð­ustu viku að þau ættu að hafa sama gildi og plast­skír­tein­in, sem þýðir að auk þess að geta sýnt lög­reglu fram á gild öku­rétt­indi á fólk á að geta sannað á sér deili með nýju skír­tein­unum þar sem þess er þörf, eins og við kosn­ing­ar, í Vín­búðum og víð­ar.

En staf­rænni fram­tíð fylgja áskor­anir og bent hefur verið á að auð­veld­ara sé að falsa staf­rænu skír­teinin en plast­kort og einnig að erfitt gæti verið fyrir aðra en lög­reglu og þá sem hafa fengið búnað til þess að skanna strik­a­merkið á skír­tein­unum að virki­lega sann­reyna þau. 

Hér má sjá til dæmis sjá dæmi um „sta­f­rænt öku­skír­teini“ sem búið var til með ókeypis hug­bún­aði, en þegar not­endur hafa sótt þetta skír­teini í veskið í sím­anum sínum lítur það nokk­urn­veg­inn út eins og hið rík­is­út­gefna staf­ræna skír­teini. Lítið mál mun vera fyrir kunn­uga að búa til skír­teini sem er ennþá lík­ara þeim sem ríkið gefur út.

Í ljósi þessa spurð­ist blaða­maður fyrir um það hvernig staf­rænu öku­skír­teinin yrðu sann­reynd, til dæmis ef fólk ætl­aði að fram­vísa þeim til að sanna á sér deili við kosn­ing­ar, í Vín­búðum eða önnur tæki­færi, eins og ráð­herrar sögðu að yrði mögu­legt á kynn­ing­ar­fundi um skír­teinin í síð­ustu viku. 

Vig­dís svar­aði því til að mark­mið staf­rænu öku­skír­tein­anna væri sam­starf við lög­reglu til að sýna fram á öku­rétt­indi, svo öku­menn yrðu ekki sektaðir ef plast­kortið gleymd­ist heima. 

En ef það „sé vilji“ til að nota staf­rænu skír­tein­in, til dæmis við kosn­ing­ar, yrði „fram­kvæmd leið til stað­fest­ingar í sam­starfi við þá aðila sem að máli kom­a,“ en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur í dag eitt tólið sem þarf til þess að sann­reyna raf­rænu skír­teinin með strik­a­merk­isskanna.

Vig­dís bendir á að hvað fals­anir varði sé „ým­is­legt hægt með ein­beittum brota­vilja“, rétt eins og þegar kemur að plast­kort­um.

Íslenskur sproti skip­aður ungum konum kom að verk­efn­inu

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið SmartSolutions, sem stofnað var í sept­em­ber árið 2018 hefur unnið að tækni­legri útfærslu raf­ræna öku­skír­tein­is­ins, en verk­efnið er fram­kvæmt í sam­starfi emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra og verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, frá því síð­asta haust.

Fyr­ir­tæk­ið, sem aðal­lega er skipað ungum konum, mun fá 8,5 millj­ónir króna greitt fyrir vinnu sína við öku­skír­teinin sam­kvæmt samn­ingi um verk­efn­ið, sam­kvæmt svari Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Rætt var við þær Þór­dísi Jónu Jóns­dóttur og Eddu Kon­ráðs­dóttur frá SmartSolutions í Tækni­varp­inu í Hlað­varpi Kjarn­ans í gær, þar sem þær ræddu stofnun fyr­ir­tæk­is­ins og verk­efn­in, meðal ann­ars gerð staf­ræna öku­skír­tein­is­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent