Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna

Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.

Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Auglýsing

Ísra­elsk yfir­völd hlutu í vor lof fyrir við­brögð sín við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum en nú er veiran komin aftur og dag­legum til­fellum greindra sýk­inga hefur fjölgað hraðar en nokkru sinni fyrr. Ótt­ast er að sjúkra­hús verði orðin yfir­full í lok mán­að­ar­ins.

Yfir 30 þús­und manns hafa nú greinst með COVID-19 í Ísr­a­el. Yfir­völdum hafði tek­ist að „fletja kúr­f­una“ og afléttu tak­mörk­unum á ferða­lögum og sam­komum í lok maí. Lík­ams­rækt­ar­stöðvar voru opn­aðar að nýju og sömu­leiðis veit­inga- og kaffi­hús. 

Það er þó ekki á þessum stöðum sem veiran hefur náð að breið­ast út síð­ustu vik­ur. Það hefur hún gert í brúð­kaups­veisl­um.

Auglýsing

Um leið og kaffi­hús og aðrir sam­komu­staðir voru opn­aðir var fjölda­tak­mörk­unum á sam­komum aflétt. Í frétt­um Was­hington Post um þró­un­ina er haft eftir ísra­elskum emb­ætt­is­manni að vís­inda­menn hafi rakið hópsmit til stórra sam­koma og þá aðal­lega brúð­kaupa. Spreng­ing varð í fjölda brúð­kaupa í júní og voru 2092 haldin frá 15. júní til 25 júní, á aðeins tíu daga tíma­bili. Veisl­urnar marg­mennu urðu svo að „út­ung­un­ar­stöðv­um“ fyrir veiruna.

Útbreiðslan varð hröð því í veisl­urnar mætir fólk víðs vegar að af land­inu til að fagna með brúð­hjón­un­um. „Fólk faðmast, það syngur saman og það dansar sam­an. Það eru kjörað­stæður til að smita fólk,“ hefur Was­hington Post eftir emb­ætt­is­mann­in­um.

Ísra­elsk yfir­völd vilja nú vara aðrar þjóðir við því að brúð­kaups­veislur séu kjör­lendi veirunnar þetta sum­ar­ið. Á mánu­dag var gripið til þess ráðs að loka sölum þar sem slíkar veislur eru haldnar auk þess sem ýmsar aðrar tak­mark­anir tóku aftur gildi. Tón­leika­sölum var lokað sem og almenn­ings­sund­laug­um. Á veit­inga­stöðum mega ekki fleiri en tutt­ugu manns sitja inn­an­dyra og þrjá­tíu utandyra. Þá mega aðeins nítján koma saman í bæna­hús­um. 

Í frétt Was­hington Post segir að sjúkra­húsin séu óðum að fyll­ast af alvar­lega veiku fólki. Fjöldi COVID-­sjúk­linga tvö­fald­ist milli daga. 

Smitrakn­ingu ábóta­vant

Yfir 20 þús­und sýni eru tekin dag­lega í Ísr­a­el. Hins vegar hafa yfir­völd við­ur­kennt að smitrakn­ingu sé ábóta­vant. Til að hún megi verða betri þarf fleira fólk með reynslu.

Ísra­elar voru farnir að njóta frels­is­ins og tak­mark­anir voru að baki. En bakslagið sem nú er komið upp hefur orðið til þess að háværar gagn­rýn­is­raddir bein­ast nú að stjórn­völd­um. Það er gagn­rýnt að aflétt­ing­arnar hafi orðið til þess að fólk flykkt­ist á bari, strand­irnar og út á götur eins og ekk­ert hefði í skorist á meðan hættan á annarri bylgju far­ald­urs­ins vofði stöðugt yfir. 

Dan Ben-Da­vid, pró­fessor við háskól­ann í Tel Aviv, segir hóp­sýk­ing­arnar hafa verið fyr­ir­séð­ar. „Veiran er ekki hætt að vera smit­andi. Við hverju bjugg­ust menn þegar allt var opn­að? Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta allt. Þess vegna er þetta ekk­ert annað en harm­leik­ur.“



Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent