Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu

Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.

Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Auglýsing

Afgreiðslu­tími þing­lýs­inga hjá Sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er um þrjár vikur þessa dag­ana. Á vef emb­ætt­is­ins má skoða stöðu þing­lýs­inga en hún var síð­ast upp­færð í gær. „28. júlí n.k. verður reynt að hafa almenn skjöl sem koma inn til þing­lýs­ingar í dag til­bú­in. Við­skipta­vinir eru þó hvattir til að kynna sér stöð­una á heima­síð­unni áður en þeir vitja skjal­anna,“ segir á vef emb­ætt­is­ins. Þá kemur fram á síð­unni að skjöl sem mót­tekin voru til og með 22. júní hafi verið yfir­far­inn og því hefur þing­lýs­ing skjala sem komu inn 22. júní tekið 15 daga.

AuglýsingMikil ásókn hefur verið í end­ur­fjár­mögnun hús­næð­is­lána á síð­ustu mán­uð­um. Heim­ili lands­ins eru í auknum mæli að færa sig úr verð­tryggðum hús­næð­is­lánum í óverð­tryggð í kjöl­far snarpra vaxta­lækk­ana. Bank­arnir bjóða nú upp á hag­stæð­ari óverð­tryggð lán á breyti­legum vöxtum heldur en líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, ef frá er tal­inn líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta. Af þeim sökum hefur hlut­deild banka á hús­næð­is­lána­mark­aði auk­ist að und­an­förnu og í nýlegri sam­an­tekt Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja er gert ráð fyrir að sú hlut­deild­ar­aukn­ing haldi áfram á kom­andi miss­er­um.Vegna mik­illar ásóknar hefur afgreiðslu­tími lána hjá bönk­unum einnig lengst. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á stóru við­skipta­bank­ana þrjá; Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann í síð­ustu viku um afgreiðslu­tíma nýrra hús­næð­is­lána og afgreiðslu­tíma end­ur­fjár­magn­aðra hús­næð­is­lána.Frá Arion banka feng­ust þau svör að vel gengi að afgreiða lán þrátt fyrir mikla aukn­ingu. Afgreiðslu­tími lána að lok­inni þing­lýs­ingu sé að jafn­aði fjórir til fimm virkir dag­ar, sem skilar sér sam­tals í um viku bið ef helgar eru teknar með í reikn­ing­inn. Í svar­inu kemur einnig fram að í ein­stökum til­vikum hafi afgreiðslu­tím­inn dreg­ist fram yfir sex virka daga.Í svari frá Íslands­banka seg­ir: „Við fast­eigna­kaup er tím­inn sem fer í lánin 2 dagar en afgreiðslu­tími end­ur­fjár­mögn­unar er nú um tvær vik­ur. Vegna mjög mik­ils álags og fjölda umsókna þessi dægrin eru lán vegna fast­eigna­kaupa sett í for­gang þar sem kaup­anda ber að greiða selj­anda innan til­tek­ins tíma.“ Þá segir í svari frá bank­anum að staðan sé til komin vegna tíma­bund­ins álags.Hjá Lands­bank­anum tekur afgreiðsla á lánum vegna fast­eigna­kaupa um sjö til tíu daga alls en afgreiðsla vegna end­ur­fjár­mögn­unar að jafn­aði um tvær til þrjár vikur alls. Í svar­inu er tekið fram að um sé að ræða heild­ar­fjölda daga frá því að greiðslu­mati lýkur til afgreiðslu láns. Þar inni sé ekki tím­inn sem tekur að þing­lýsa lán­um. Af þessum heild­ar­fjölda fara fjórir til sex virkir dagar í að afgreiða lán eftir þing­lýs­ingu. „Til að bregð­ast við auk­inni eft­ir­spurn eftir íbúða­lánum Lands­bank­ans hefur vinnu­lagi verið breytt þannig að starfs­fólk í úti­búum víða um land sér um afgreiðslu fast­eigna­lána óháð því hvar lán­tak­endur eru staddir á land­inu. Auk þess hefur bank­inn ráðið fleira sum­ar­starfs­fólk en áður til að sinna bak­vinnslu,“ segir enn fremur í svari frá bank­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent