Nær öll ný húsnæðislán á árinu óverðtryggð

Heimili landsins eru að færa sig úr lánum með föstum vöxtum yfir í lán með breytilegum vöxtum samkvæmt samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja. Auk þess hefur hlutdeild óverðtryggðra lána aldrei verið meiri.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu ný óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum 48 milljörðum króna.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins námu ný óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum 48 milljörðum króna.
Auglýsing

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru 90 prósent nýrra húsnæðislána óverðtryggð lán á breytilegum kjörum. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). Þar segir einnig að mikil aukning hafi orðið í endurfjármögnun á húsnæðislánum það sem af er ári og að heimili landsins séu að færa sig úr lánum með föstum vöxtum yfir í lán með breytilegum vöxtum.


Í samantekt SFF kemur fram að á fyrstu fjórum mánuðum ársins veittu lánastofnanir um 44,5 milljarða í ný húsnæðislán að teknu tilliti til uppgreiðslna. „Þar af nema ný óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vaxtakjörum 48 milljörðum króna. Þetta er met á umræddu tímabili, svo langt aftur sem gögn Seðlabankans ná, og er fjárhæðin til að mynda rúmlega fjórfalt hærri en á sama tímabili árið 2019. Aðsókn í óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum kjörum hefur því aldrei verið meiri en nú,“ segir á vef SFF.

Auglýsing


Á sama tímabili nema uppgreiðslur á húsnæðislánum á föstum vaxtakjörum alls níu milljörðum. „Þar er um að ræða algjöran viðsnúning á þróun slíkra húsnæðislána sem jukust til að mynda meira en húsnæðislán á breytilegum vaxtakjörum á sama tímabili í fyrra,“ segir þar.


Líkt og áður segir er langstærstur hluti nýrra húsnæðislána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Þessi þróun hefur haft það í för með sér að hlutdeild óverðtryggðra lána hefur aldrei verið meiri. Á síðustu tíu árum hefur hlutdeild þeirra farið úr því að vera 1,67 prósent upp í 28,36 prósent samkvæmt samantekt SFF.


Vextir hafa lækkað töluvert upp á síðkastið

Breytilegir vextir bankanna hafa lækkað umtalsvert síðasta eina og hálfa árið í kjölfar mikillar lækkunar stýrivaxta. Í upphafi árs í fyrra voru breytilegir óverðtryggðir vextir bankanna á bilinu sex til 6,6 prósent en eru nú 3,5 til 3,74 prósent. Líkt og Kjarninn hefur fjallað um hefur þessi lækkun gert það að verkum að vaxtakjör bankanna eru nú almennt betri en hjá lífeyrissjóðum, ef frá er talinn Birta lífeyrissjóður sem býður upp á 2,1 prósent vexti.


Lífeyrissjóðirnir hafa verið stórtækir á húsnæðislánamarkaði á undanförnum árum. Til að mynda hefur hlutdeild þeirra í heildarútlánum heimila rúmlega tvöfaldast á síðustu fjórum árum, að því er fram kemur í samantekt SFF. Nú er hins vegar farið að hægja á vextinum. Síðustu tvö ár nemur útlánaaukning lífeyrissjóðanna um 20 prósent á ársgrundvelli en var 40 prósent árið 2017 og 30 prósent árið 2018.


Gera ráð fyrir að bankarnir auki hlutdeild sína á húsnæðislánamarkaði

Samkvæmt SFF er útlánavöxtur húsnæðislána lánastofnana alfarið bundinn við óverðtryggð lán og hefur vöxturinn verið um 26 prósent á ársgrundvelli það sem af er ári. SFF telur að hlutdeild bankanna muni aukast. „Líklegt verður að teljast að vinsældir óverðtryggðra húsnæðislána á breytilegum kjörum haldi áfram. Má því gera ráð fyrir að bankakerfið auki hlutdeild sína á húsnæðislánamarkaði á næstu misserum.“


Þrátt fyrir að vextir húsnæðislána hafi lækkað töluvert að undanförnu heldur sú lækkun ekki í við lækkun stýrivaxta. Stýrivextir Seðlabankans hafa aldrei verið lægri, þeir eru eitt prósent í dag en voru í upphafi árs 2019 4,5 prósent. Samkvæmt úttekt ASÍ um þróun á húsnæðisvöxtum hefur munur á stýrivöxtum og vöxtum á húsnæðislánum aukist um eitt til 1,5 prósentustig á þessu tímabili. Lántakendur hafa því ekki notið stýrivaxtalækkunar að fullu í formi lægri vaxta á húsnæðislánum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent