Segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af fyrr en eftir „einhverja áratugi“

Formaður Framsóknarflokksins segir að samkomulag hans við borgarstjórann í Reykjavík sem gert var í vetur hafi leyst flugvallarmálið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
AuglýsingSig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, segir að það sam­komu­lag sem hann hafi gert við Reykja­vík­ur­borg í vet­ur, sem felur í sér að Reykja­vík­ur­flug­völlur verður í Vatns­mýr­inni þangað til að annar kostur verður til­bú­in, tryggi að flug­völl­ur­inn verði „ekki lagður af fyrr en eftir ein­hverja ára­tug­i.“

Þetta kom fram í ræðu Sig­urðar Inga á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór á fimmtu­dag. 

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­­stöð inn­­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hafa lengi viljað að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­­mætasta bygg­ing­­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­­ar.

Sam­­­kvæmt sam­­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­­­skipu­lag Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­­­arið 2016 komst Hæst­i­­­réttur Íslands að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­­­ur­­­borg um loka norð­aust­­­­ur/suð­vest­­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­­­ur­flug­velli.

Tekin ákvörðun um Hvassa­hraun fyrir 2024

Umrætt sam­komu­lag, sem Sig­urður Ingi vitn­aði til í ræðu sinni, var und­ir­ritað í lok nóv­em­ber í fyrra af Sig­urði Inga og Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. Það felur í sér að ríki og borg hefji sam­starf um rann­sóknir á mögu­leikum á bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni með það að mark­miði að full­kanna kosti þess að reisa og reka þar flug­völl til að gegna hlut­verki vara­flug­vall­ar, inn­an­lands­flug­vallar og flug­vallar fyrir æfinga-, kennslu- og einka­flug.

Auglýsing
Í sam­komu­lag­inu segir að aðilar séu sam­mála „um að stefnt skuli að því að flytja núver­andi flug­starf­semi af Reykja­vík­ur­flug­velli yfir á nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni, reyn­ist það vera væn­legur kostur og fyrir liggi nið­ur­staða um fjár­mögnun hans.“

Í því er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun fyrir lok árs 2024 um hvort af bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni verði. Ef Hvassa­hraun reyn­ist ekki væn­legur kostur skuld­bundu báðir aðilar að sam­komu­lag­inu sig til að taka upp við­ræður um málið að nýju.

Sig­urður Ingi fór yfir það í ræðu sinni að nú væri unnið að því að byggja nýja flug­stöð fyrir inn­an­lands­flug við Reykja­vík­ur­flug­völl, Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að flug­völl­ur­inn væri mik­il­vægur hluti af skyldum höf­uð­borg­ar­innar við þá sem búi úti á landi og þurfa að sækja þjón­ustu rík­is­ins sem er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en hvergi ann­ars stað­ar. 

Mörg sam­komu­lög hafi verið gerð á und­an­förnum árum en ekk­ert leyst mál­ið, að hans mati, fyrr en nú. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent