Segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af fyrr en eftir „einhverja áratugi“

Formaður Framsóknarflokksins segir að samkomulag hans við borgarstjórann í Reykjavík sem gert var í vetur hafi leyst flugvallarmálið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing


Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að það samkomulag sem hann hafi gert við Reykjavíkurborg í vetur, sem felur í sér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni þangað til að annar kostur verður tilbúin, tryggi að flugvöllurinn verði „ekki lagður af fyrr en eftir einhverja áratugi.“

Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem fram fór á fimmtudag. 

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­stöð inn­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­ur­­borg hafa lengi viljað að flug­­­völl­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­mætasta bygg­ing­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­ar.

Sam­­kvæmt sam­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­völl­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­skipu­lag Reykja­vík­­­ur­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­arið 2016 komst Hæst­i­­réttur Íslands að þeirri nið­­ur­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­ur­­borg um loka norð­aust­­­ur/suð­vest­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­ur­flug­velli.

Tekin ákvörðun um Hvassahraun fyrir 2024

Umrætt samkomulag, sem Sigurður Ingi vitnaði til í ræðu sinni, var undirritað í lok nóvember í fyrra af Sigurði Inga og Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur. Það felur í sér að ríki og borg hefji samstarf um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það að markmiði að fullkanna kosti þess að reisa og reka þar flugvöll til að gegna hlutverki varaflugvallar, innanlandsflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu- og einkaflug.

Auglýsing
Í samkomulaginu segir að aðilar séu sammála „um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vera vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun hans.“

Í því er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun fyrir lok árs 2024 um hvort af byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni verði. Ef Hvassahraun reynist ekki vænlegur kostur skuldbundu báðir aðilar að samkomulaginu sig til að taka upp viðræður um málið að nýju.

Sigurður Ingi fór yfir það í ræðu sinni að nú væri unnið að því að byggja nýja flugstöð fyrir innanlandsflug við Reykjavíkurflugvöll, Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að flugvöllurinn væri mikilvægur hluti af skyldum höfuðborgarinnar við þá sem búi úti á landi og þurfa að sækja þjónustu ríkisins sem er á höfuðborgarsvæðinu en hvergi annars staðar. 

Mörg samkomulög hafi verið gerð á undanförnum árum en ekkert leyst málið, að hans mati, fyrr en nú. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent