Segir að Reykjavíkurflugvöllur verði ekki lagður af fyrr en eftir „einhverja áratugi“

Formaður Framsóknarflokksins segir að samkomulag hans við borgarstjórann í Reykjavík sem gert var í vetur hafi leyst flugvallarmálið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
AuglýsingSig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, segir að það sam­komu­lag sem hann hafi gert við Reykja­vík­ur­borg í vet­ur, sem felur í sér að Reykja­vík­ur­flug­völlur verður í Vatns­mýr­inni þangað til að annar kostur verður til­bú­in, tryggi að flug­völl­ur­inn verði „ekki lagður af fyrr en eftir ein­hverja ára­tug­i.“

Þetta kom fram í ræðu Sig­urðar Inga á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram fór á fimmtu­dag. 

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­­stöð inn­­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hafa lengi viljað að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­­mætasta bygg­ing­­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­­ar.

Sam­­­kvæmt sam­­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­­­skipu­lag Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­­­arið 2016 komst Hæst­i­­­réttur Íslands að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­­­ur­­­borg um loka norð­aust­­­­ur/suð­vest­­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum er kölluð neyð­­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­­­ur­flug­velli.

Tekin ákvörðun um Hvassa­hraun fyrir 2024

Umrætt sam­komu­lag, sem Sig­urður Ingi vitn­aði til í ræðu sinni, var und­ir­ritað í lok nóv­em­ber í fyrra af Sig­urði Inga og Degi B. Egg­erts­syni, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. Það felur í sér að ríki og borg hefji sam­starf um rann­sóknir á mögu­leikum á bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni með það að mark­miði að full­kanna kosti þess að reisa og reka þar flug­völl til að gegna hlut­verki vara­flug­vall­ar, inn­an­lands­flug­vallar og flug­vallar fyrir æfinga-, kennslu- og einka­flug.

Auglýsing
Í sam­komu­lag­inu segir að aðilar séu sam­mála „um að stefnt skuli að því að flytja núver­andi flug­starf­semi af Reykja­vík­ur­flug­velli yfir á nýjan flug­völl í Hvassa­hrauni, reyn­ist það vera væn­legur kostur og fyrir liggi nið­ur­staða um fjár­mögnun hans.“

Í því er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun fyrir lok árs 2024 um hvort af bygg­ingu nýs flug­vallar í Hvassa­hrauni verði. Ef Hvassa­hraun reyn­ist ekki væn­legur kostur skuld­bundu báðir aðilar að sam­komu­lag­inu sig til að taka upp við­ræður um málið að nýju.

Sig­urður Ingi fór yfir það í ræðu sinni að nú væri unnið að því að byggja nýja flug­stöð fyrir inn­an­lands­flug við Reykja­vík­ur­flug­völl, Hann sagði að öllum ætti að vera ljóst að flug­völl­ur­inn væri mik­il­vægur hluti af skyldum höf­uð­borg­ar­innar við þá sem búi úti á landi og þurfa að sækja þjón­ustu rík­is­ins sem er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en hvergi ann­ars stað­ar. 

Mörg sam­komu­lög hafi verið gerð á und­an­förnum árum en ekk­ert leyst mál­ið, að hans mati, fyrr en nú. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent