Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV

Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Auglýsing

Ákvæði upp­lýs­inga­laga um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings varð­andi mál­efni opin­berra starfs­manna munu ná yfir upp­lýs­inga­gjöf hjá Rík­is­út­varp­inu, en það hefur reyndar alltaf verið vilji lög­gjafans, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýjum frum­varps­drögum sem Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Frum­varpið er sett fram til þess að bregð­ast við ábend­ingum frá umboðs­manni Alþing­is. Þær komu fram vegna kvört­unar sem umboðs­manni barst í kjöl­far þess að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber 2019 að Rík­is­út­varpið þyrfti ekki segja frá því hverjir sóttu um starf útvarps­stjóra.

Blaða­maður Vísis óskaði eftir þeim upp­lýs­ing­um, en fékk ekki, eins og frægt varð og umrætt í sam­fé­lag­inu á meðan ráðn­ing­ar­ferlið stóð yfir. Stjórn RÚV bar fyrir sig að ráð­gjafar í ráðn­inga­málum hefðu mælt með því að þessar upp­lýs­ingar yrðu ekki veitt­ar, til þess að fæla ekki hæfa umsækj­endur frá.

Auglýsing

Frum­varp Lilju er til breyt­inga á lögum um Rík­is­út­varp­ið, nánar til­tekið 2. mgr. 18. gr. lag­anna, en þar segir ein­fald­lega í dag að upp­lýs­inga­lög gildi um starf­semi Rík­is­út­varps­ins. 

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sagði í úrskurði sínum frá því í fyrra að ekki væri unnt að túlka ákvæðið á þann veg að það veitti almenn­ingi rétt til aðgangs að gögnum um mál­efni starfs­manna hjá Rík­is­út­varp­inu og áleit að sér­reglur upp­lýs­inga­laga um lög­að­ila í opin­berri eigu ættu að eiga við í stað­inn.

Upp­lýs­inga­lög gildi um RÚV eins og um stjórn­vald sé að ræða

Það var aldrei vilji lög­gjafans, sam­kvæmt því sem fram kemur í þessu nýja frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þar er rakið að þegar ný lög um Rík­is­út­varpið og ný upp­lýs­inga­lög tóku gildi á 141. lög­gjaf­ar­þingi, vet­ur­inn 2012-2013, skap­að­ist laga­leg óvissa um hvort almenn­ingur ætti rétt til upp­lýs­inga um mál­efni starfs­manna Rík­is­út­varps­ins, sem reyndi reyndar ekk­ert á fyrr en árum seinna.

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju segir að ljóst sé að þegar lög­unum um Rík­is­út­varpið var breytt þing­vet­ur­inn 2012-2013 hefði það verið vilji Alþingis að láta ákvæði upp­lýs­inga­laga áfram gilda um starf­semi Rík­is­út­varps­ins líkt og um stjórn­vald væri að ræða.

Því er lagt til í frum­varps­drögum ráð­herra að þegar aðrar tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti almenn­ings eigi ekki við þurfi Rík­is­út­varpið að veita upp­lýs­ingar um eft­ir­talin atriði sem varði starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins:

  1. nöfn og starfs­heiti umsækj­enda um starf, þegar umsókn­ar­frestur er lið­inn,
  2. nöfn starfs­manna og starfs­svið
  3. föst launa­kjör ann­arra starfs­manna en æðstu stjórn­enda,
  4. launa­kjör æðstu stjórn­enda,
  5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórn­enda sem fram koma í ráðn­ing­ar­samn­ingi eða öðrum gögnum og upp­lýs­ingar um menntun þeirra.

Upp­lýs­ingar um við­ur­lög í starfi sem æðstu stjórn­endur hafa sætt skulu einnig vera veitt­ar, þar á meðal vegna áminn­inga og brott­vís­ana, ef ekki eru liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræð­ir.

Ávinn­ingur af auknu gagn­sæi í starf­sem­inni

Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið feli í sér skýr­ari upp­lýs­inga­rétt almenn­ings er varðar mál­efni Rík­is­út­varps­ins og taki af skarið um að réttur almenn­ings nái til upp­lýs­inga um mál­efni starfs­manna Rík­is­út­varps­ins líkt og um starfs­menn stjórn­valda í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga. Þetta er sagt til þess fallið að auka gagn­sæi í starf­semi Rík­is­út­varps­ins. 

Sér­stak­lega er tekið fram að ekki sé talið að frum­varpið skerði frið­helgi einka­lífs starfs­manna Rík­is­út­varps­ins umfram kröfur sem gerðar eru til slíkrar skerð­ingar sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Rík­is­út­varpið er þjóð­ar­mið­ill og starf­rækir fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu. Það er því aug­ljós ávinn­ingur af því að auka gegn­sæi í starf­semi þess og að réttur almenn­ings til aðgangs að upp­lýs­ingum um hana sé rík­ur,“ segir í nið­ur­lagi grein­ar­gerð­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent