Vilji löggjafans að almenningur hafi rétt til upplýsinga um starfsmannamál RÚV

Ríkisútvarpið mun þurfa að veita almenningi upplýsingar um starfsmannamál sín rétt eins og um stjórnvald væri að ræða, samkvæmt nýju lagafrumvarpi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Stjórn Ríkisútvarpsins neitaði að gefa upp hverjir það voru sem sóttust eftir starfi útvarpsstjóra í fyrra, en það var þvert á vilja löggjafans, samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra.
Auglýsing

Ákvæði upp­lýs­inga­laga um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings varð­andi mál­efni opin­berra starfs­manna munu ná yfir upp­lýs­inga­gjöf hjá Rík­is­út­varp­inu, en það hefur reyndar alltaf verið vilji lög­gjafans, sam­kvæmt því sem fram kemur í nýjum frum­varps­drögum sem Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hefur lagt fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Frum­varpið er sett fram til þess að bregð­ast við ábend­ingum frá umboðs­manni Alþing­is. Þær komu fram vegna kvört­unar sem umboðs­manni barst í kjöl­far þess að úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber 2019 að Rík­is­út­varpið þyrfti ekki segja frá því hverjir sóttu um starf útvarps­stjóra.

Blaða­maður Vísis óskaði eftir þeim upp­lýs­ing­um, en fékk ekki, eins og frægt varð og umrætt í sam­fé­lag­inu á meðan ráðn­ing­ar­ferlið stóð yfir. Stjórn RÚV bar fyrir sig að ráð­gjafar í ráðn­inga­málum hefðu mælt með því að þessar upp­lýs­ingar yrðu ekki veitt­ar, til þess að fæla ekki hæfa umsækj­endur frá.

Auglýsing

Frum­varp Lilju er til breyt­inga á lögum um Rík­is­út­varp­ið, nánar til­tekið 2. mgr. 18. gr. lag­anna, en þar segir ein­fald­lega í dag að upp­lýs­inga­lög gildi um starf­semi Rík­is­út­varps­ins. 

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sagði í úrskurði sínum frá því í fyrra að ekki væri unnt að túlka ákvæðið á þann veg að það veitti almenn­ingi rétt til aðgangs að gögnum um mál­efni starfs­manna hjá Rík­is­út­varp­inu og áleit að sér­reglur upp­lýs­inga­laga um lög­að­ila í opin­berri eigu ættu að eiga við í stað­inn.

Upp­lýs­inga­lög gildi um RÚV eins og um stjórn­vald sé að ræða

Það var aldrei vilji lög­gjafans, sam­kvæmt því sem fram kemur í þessu nýja frum­varpi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra. Þar er rakið að þegar ný lög um Rík­is­út­varpið og ný upp­lýs­inga­lög tóku gildi á 141. lög­gjaf­ar­þingi, vet­ur­inn 2012-2013, skap­að­ist laga­leg óvissa um hvort almenn­ingur ætti rétt til upp­lýs­inga um mál­efni starfs­manna Rík­is­út­varps­ins, sem reyndi reyndar ekk­ert á fyrr en árum seinna.

Í grein­ar­gerð með frum­varpi Lilju segir að ljóst sé að þegar lög­unum um Rík­is­út­varpið var breytt þing­vet­ur­inn 2012-2013 hefði það verið vilji Alþingis að láta ákvæði upp­lýs­inga­laga áfram gilda um starf­semi Rík­is­út­varps­ins líkt og um stjórn­vald væri að ræða.

Því er lagt til í frum­varps­drögum ráð­herra að þegar aðrar tak­mark­anir á upp­lýs­inga­rétti almenn­ings eigi ekki við þurfi Rík­is­út­varpið að veita upp­lýs­ingar um eft­ir­talin atriði sem varði starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins:

  1. nöfn og starfs­heiti umsækj­enda um starf, þegar umsókn­ar­frestur er lið­inn,
  2. nöfn starfs­manna og starfs­svið
  3. föst launa­kjör ann­arra starfs­manna en æðstu stjórn­enda,
  4. launa­kjör æðstu stjórn­enda,
  5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórn­enda sem fram koma í ráðn­ing­ar­samn­ingi eða öðrum gögnum og upp­lýs­ingar um menntun þeirra.

Upp­lýs­ingar um við­ur­lög í starfi sem æðstu stjórn­endur hafa sætt skulu einnig vera veitt­ar, þar á meðal vegna áminn­inga og brott­vís­ana, ef ekki eru liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræð­ir.

Ávinn­ingur af auknu gagn­sæi í starf­sem­inni

Í grein­ar­gerð segir að frum­varpið feli í sér skýr­ari upp­lýs­inga­rétt almenn­ings er varðar mál­efni Rík­is­út­varps­ins og taki af skarið um að réttur almenn­ings nái til upp­lýs­inga um mál­efni starfs­manna Rík­is­út­varps­ins líkt og um starfs­menn stjórn­valda í skiln­ingi upp­lýs­inga­laga. Þetta er sagt til þess fallið að auka gagn­sæi í starf­semi Rík­is­út­varps­ins. 

Sér­stak­lega er tekið fram að ekki sé talið að frum­varpið skerði frið­helgi einka­lífs starfs­manna Rík­is­út­varps­ins umfram kröfur sem gerðar eru til slíkrar skerð­ingar sam­kvæmt stjórn­ar­skrá og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

„Rík­is­út­varpið er þjóð­ar­mið­ill og starf­rækir fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu. Það er því aug­ljós ávinn­ingur af því að auka gegn­sæi í starf­semi þess og að réttur almenn­ings til aðgangs að upp­lýs­ingum um hana sé rík­ur,“ segir í nið­ur­lagi grein­ar­gerð­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent