Þriðjungur Íslendinga gæti fengið Pfizer-bóluefnið

Evrópusambandið semur nú um kaup á allt að 300 milljónum skammta af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. Gangi sá samningur eftir mætti búast við að þriðjungur Íslendinga yrði bólusettur af því.

33 prósent Íslendinga gætu fengið bóluefnið frá Pfizer með samningi ESB, en það væri ekki nóg til að mynda hjarðónæmi.
33 prósent Íslendinga gætu fengið bóluefnið frá Pfizer með samningi ESB, en það væri ekki nóg til að mynda hjarðónæmi.
Auglýsing

Ursula von der Leyen fram­kvæmda­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) lýsti því yfir að kaup­samn­ingur um 300 milljón skammta af bólu­efn­inu frá lyfja­fyr­ir­tækj­unum Pfizer og BioNTech gegn kór­ónu­veirunni væri yfir­vof­andi. Ef tekið er til­lit til skil­mála ann­arra samn­inga ESB við bólu­efna­fram­leið­end­ur, auk þess að tvo skammta þurfi á hvern ein­stak­ling, mætti búast við að þessir samn­ingar leiði til þess að 33 pró­sent Íslend­inga fái bólu­efn­ið. 

Von der Leyen greindi frá stöðu samn­inga­við­ræð­anna í Twitt­er-­færslu í gær, þar sem hún sagði fram­kvæmda­stjórn ESB munu skrifa undir samn­ing við fram­leið­end­urna „bráð­um.“ Twitt­er-­færsl­una má sjá hér að neð­an.



 

Kjarn­inn hefur fjallað um jákvæðar fréttir frá Pfizer og BioNTech, en í gær lýstu fyr­ir­tækin því yfir að 90 pró­sent þeirra sem fengið hafi bólu­efnið hafi myndað ónæmi gegn kór­ónu­veirunni, sem þykir eins góður árangur og von­ast er hægt af fyrstu kyn­slóð bólu­efn­is. 

ESB hefur skrifað undir kaup­samn­ing við fjölda ann­arra bólu­efna­fram­leið­enda, þar á meðal samn­ing um 400 milljón skammta frá sænsk-breska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Astr­aZeneca. Í fyrri samn­ingum hefur sam­bandið lýst því yfir að bólu­efn­unum verði dreift á öll aðild­ar­ríki þess mt.t. mann­fjölda, en heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur einnig til­kynnt að aðild­ar­ríki EES fái sama aðgang að þeim. 

Auglýsing

Þar sem heild­ar­mann­fjöldi EES-­svæð­is­ins nemur rúmum 460 millj­ónum manna og hver ein­stak­lingur þarf tvo skammta af bólu­efn­inu má búast við að allt að þriðji hver íbúi svæð­is­ins verði bólu­sett­ur. Af þeim væru 120 þús­und Íslend­ing­ar.  

Slíkur fjöldi væri þó ekki nægur til að mynda hjarð­ó­næmi gegn veirunni hér á landi, en heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur áður gefið að út að 550 þús­und skammta þyrfti til að það mynd­ist. Bólu­efnið frá Pfizer og BioNTech dugir því ein­ungis fyrir tæpum helm­ingi af því.

Pfizer og BioNTech gætu fengið neyð­ar­leyfi fyrir bólu­efni sínu frá Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun á fyrsta fjórð­ungi næsta árs, að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Rík­is­stjórnir hvers lands munu svo for­gangs­raða hverjir fá efn­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent