Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum

Eyþór Eðvarðsson setur fram gagnrýni á áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Hann segir það vera mikil vonbrigði að ríkisstjórnin setji markið ekki hærra en raun ber vitni.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess að taka lofts­lags­málin föstum tök­um. Við Íslend­ingar erum ekki und­an­þegnir þeirri skyldu, sér­stak­lega vegna þess að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi er með því mesta í heimi. Til sam­an­burðar er losun á mann í Evr­ópu nokkuð innan við 9 tonn á ári en á Íslandi er hún a.m.k. 14 tonn af CO2 ígild­um. Ef öll losun er tekin með í reikn­ing­inn þ.e. ESR (Ef­fort Shar­ing Reg­ul­ation), ETS (Em­issions Tra­d­ing System) og Land­notkun (LULUCF) er los­unin á mann 44 tonn, sem er mikið áhyggju­efni og ætti að vera til­efni víð­tækra aðgerða. 

Gert ráð fyrir að helm­ingur náist án aðgerða

Rík­is­stjórnin birti fyrir nokkru aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem má finna í sam­ráðs­gátt­inni. Margt ágætt er að finna í áætl­un­inni og ef horft er til skuld­bind­inga Íslands gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingnum þar sem miðað er við um 29% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá til­teknum flokkum (Orka, Land­bún­aður og Úrgang­ur, sjá mynd 2) árin 2005-2030 dugar þessi aðgerða­á­ætlun lík­lega. Mik­il­væg for­senda er að gert er ráð fyrir því að næstum helm­ing­ur­inn af árangrinum náist hvort sem farið verði í þessar aðgerðir eða ekki. Hafa ber í huga að 10 ár er langur tími og mark­miðið ekki sett hátt. Mynd 1 sýnir skjá­skot úr aðgerða­á­ætl­un­inni.Mynd 1. Skjáskot úr aðgerðaáætluninni sem sýnir sögulega þróun losunar gróðurhúsa-lofttegunda á beinni ábyrgð Íslands til 2018 og áætlaða losun til 2030 án aðgerðaáætlunar (grunnsviðsmynd), með aðgerðaáætlun og með aðgerðum í mótun.

Þegar skoðað er hversu mikið eigi að draga úr losun með öllum aðgerð­unum sem til­greindar eru verður árið 2030 búið að draga úr losun á um 1 milljón tonna. Inni í því eru verk­efni sem eru í mótun eins og orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi og aðgerðir til að draga úr losun frá þunga­flutn­ingum og bíla­leigu­bíl­um. Þessu til við­bótar er gert ráð fyrir sam­drætti á um 1.2 millj­ónum tonna með end­ur­heimt vot­lendis árið 2030. 

Horft fram hjá stærstu los­un­ar­þátt­unum

Það sem er sér­stak­lega gagn­rýn­is­vert er að áætlun rík­is­stjórn­ar­innar sleppur nær alveg stærsta los­un­ar­þætt­inum sem er land­notkun (LULUCF) þ.e. losun frá fram­ræstu vot­lendi og illa förnu land, m.a. vegna ofbeit­ar. Bæði atriði tengj­ast land­bún­aði og kjöt­fram­leiðslu sem nýtur mik­ils stuðn­ings frá hinu opin­bera.Mynd 2. Hlutfallsleg skipting losunar á Íslandi á ári.

Þegar heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skoðuð á mynd 2 sést að hér er ekki verið að vinna að því að leysa lofts­lags­vand­ann nema að mjög litlu leyti heldur upp­fylla kröfur Par­ís­ar­samn­ings­ins sem hér á Íslandi taka til mjög lít­ils hluta los­un­ar­inn­ar. Iðn­að­ar­ferlar eru ekki taldir með í því stór­iðjan er í ETS kerf­inu þar sem sam­dráttur á að vera um 40% til árs­ins 2030. Í aðgerða­á­ætl­un­inni er því nær ein­göngu horft á losun frá flokk­unum Orku, Land­bún­aði og Úrgangi.

Auglýsing
Stóru töl­urnar í losun Íslands falla ekki undir Par­ís­ar­samn­ing­inn og eru fram­ræst vot­lendi, sem er áætluð um 9.3 millj­ónir tonna, og illa farið land, sem er aðal­lega vegna ofbeitar og er talið losa á bil­inu 2-20 millj­ónir tonna. Ekki eru til nákvæm gögn um los­un­ar­töl­urnar frá illa förnu landi en ef við gefum okkur að helm­ing­ur­inn sé nærri lagi er hún 9 millj­ónir tonna. 

Heild­ar­los­unin frá fram­ræstu eða rösk­uðu vot­lendi og illa förnu landi er því rúmar 18 millj­ónir tonna af þeim 23 sem heild­ar­losun Íslands er, sjá mynd 2. 

Kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040 óraun­hæft

Mark­miðið með aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er að draga úr árlegri losun á rúmum 2 millj­ónum tonna árið 2030 á sama tíma og heild­ar­los­unin er lík­lega um 23 millj­ónir tonna á ári. Mark­miðið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 hljómar í þessu sam­hengi frekar lang­sótt og vand­séð að það geti orð­ið. Það verður að telj­ast mikil von­brigði að rík­is­stjórnin skuli ekki setja markið hærra en raun ber vitn­i. 

Hægt er að bæta áætl­un­ina umtals­vert og myndi tvennt skipta miklu máli:

  1. Búa til kerfi sem fær land­eig­endur til að end­ur­heimta fram­ræst eða raskað vot­lendi með því að stífla skurð­ina eða loka þeim alveg. Fá þannig vatnið aftur í jarð­veg­inn svo súr­efnið fari úr hon­um. 
  2. Banna strax sauð­fjár­beit á þeim svæðum þar sem gróður þolir ekki beit og fara í mark­vissar aðgerðir til að bæta gróð­ur­þekj­una. 

Með góðri sam­vinnu við land­eig­endur og bændur er hægt að leysa þetta hratt og vel. Hið opin­bera verður að koma að því máli. Betur má ef duga skal.

Grein­ar­höf­undur er í lofts­lags­hópnum París 1.5°.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar