Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum

Eyþór Eðvarðsson setur fram gagnrýni á áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Hann segir það vera mikil vonbrigði að ríkisstjórnin setji markið ekki hærra en raun ber vitni.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess að taka lofts­lags­málin föstum tök­um. Við Íslend­ingar erum ekki und­an­þegnir þeirri skyldu, sér­stak­lega vegna þess að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi er með því mesta í heimi. Til sam­an­burðar er losun á mann í Evr­ópu nokkuð innan við 9 tonn á ári en á Íslandi er hún a.m.k. 14 tonn af CO2 ígild­um. Ef öll losun er tekin með í reikn­ing­inn þ.e. ESR (Ef­fort Shar­ing Reg­ul­ation), ETS (Em­issions Tra­d­ing System) og Land­notkun (LULUCF) er los­unin á mann 44 tonn, sem er mikið áhyggju­efni og ætti að vera til­efni víð­tækra aðgerða. 

Gert ráð fyrir að helm­ingur náist án aðgerða

Rík­is­stjórnin birti fyrir nokkru aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem má finna í sam­ráðs­gátt­inni. Margt ágætt er að finna í áætl­un­inni og ef horft er til skuld­bind­inga Íslands gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingnum þar sem miðað er við um 29% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá til­teknum flokkum (Orka, Land­bún­aður og Úrgang­ur, sjá mynd 2) árin 2005-2030 dugar þessi aðgerða­á­ætlun lík­lega. Mik­il­væg for­senda er að gert er ráð fyrir því að næstum helm­ing­ur­inn af árangrinum náist hvort sem farið verði í þessar aðgerðir eða ekki. Hafa ber í huga að 10 ár er langur tími og mark­miðið ekki sett hátt. Mynd 1 sýnir skjá­skot úr aðgerða­á­ætl­un­inni.Mynd 1. Skjáskot úr aðgerðaáætluninni sem sýnir sögulega þróun losunar gróðurhúsa-lofttegunda á beinni ábyrgð Íslands til 2018 og áætlaða losun til 2030 án aðgerðaáætlunar (grunnsviðsmynd), með aðgerðaáætlun og með aðgerðum í mótun.

Þegar skoðað er hversu mikið eigi að draga úr losun með öllum aðgerð­unum sem til­greindar eru verður árið 2030 búið að draga úr losun á um 1 milljón tonna. Inni í því eru verk­efni sem eru í mótun eins og orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi og aðgerðir til að draga úr losun frá þunga­flutn­ingum og bíla­leigu­bíl­um. Þessu til við­bótar er gert ráð fyrir sam­drætti á um 1.2 millj­ónum tonna með end­ur­heimt vot­lendis árið 2030. 

Horft fram hjá stærstu los­un­ar­þátt­unum

Það sem er sér­stak­lega gagn­rýn­is­vert er að áætlun rík­is­stjórn­ar­innar sleppur nær alveg stærsta los­un­ar­þætt­inum sem er land­notkun (LULUCF) þ.e. losun frá fram­ræstu vot­lendi og illa förnu land, m.a. vegna ofbeit­ar. Bæði atriði tengj­ast land­bún­aði og kjöt­fram­leiðslu sem nýtur mik­ils stuðn­ings frá hinu opin­bera.Mynd 2. Hlutfallsleg skipting losunar á Íslandi á ári.

Þegar heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skoðuð á mynd 2 sést að hér er ekki verið að vinna að því að leysa lofts­lags­vand­ann nema að mjög litlu leyti heldur upp­fylla kröfur Par­ís­ar­samn­ings­ins sem hér á Íslandi taka til mjög lít­ils hluta los­un­ar­inn­ar. Iðn­að­ar­ferlar eru ekki taldir með í því stór­iðjan er í ETS kerf­inu þar sem sam­dráttur á að vera um 40% til árs­ins 2030. Í aðgerða­á­ætl­un­inni er því nær ein­göngu horft á losun frá flokk­unum Orku, Land­bún­aði og Úrgangi.

Auglýsing
Stóru töl­urnar í losun Íslands falla ekki undir Par­ís­ar­samn­ing­inn og eru fram­ræst vot­lendi, sem er áætluð um 9.3 millj­ónir tonna, og illa farið land, sem er aðal­lega vegna ofbeitar og er talið losa á bil­inu 2-20 millj­ónir tonna. Ekki eru til nákvæm gögn um los­un­ar­töl­urnar frá illa förnu landi en ef við gefum okkur að helm­ing­ur­inn sé nærri lagi er hún 9 millj­ónir tonna. 

Heild­ar­los­unin frá fram­ræstu eða rösk­uðu vot­lendi og illa förnu landi er því rúmar 18 millj­ónir tonna af þeim 23 sem heild­ar­losun Íslands er, sjá mynd 2. 

Kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040 óraun­hæft

Mark­miðið með aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er að draga úr árlegri losun á rúmum 2 millj­ónum tonna árið 2030 á sama tíma og heild­ar­los­unin er lík­lega um 23 millj­ónir tonna á ári. Mark­miðið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 hljómar í þessu sam­hengi frekar lang­sótt og vand­séð að það geti orð­ið. Það verður að telj­ast mikil von­brigði að rík­is­stjórnin skuli ekki setja markið hærra en raun ber vitn­i. 

Hægt er að bæta áætl­un­ina umtals­vert og myndi tvennt skipta miklu máli:

  1. Búa til kerfi sem fær land­eig­endur til að end­ur­heimta fram­ræst eða raskað vot­lendi með því að stífla skurð­ina eða loka þeim alveg. Fá þannig vatnið aftur í jarð­veg­inn svo súr­efnið fari úr hon­um. 
  2. Banna strax sauð­fjár­beit á þeim svæðum þar sem gróður þolir ekki beit og fara í mark­vissar aðgerðir til að bæta gróð­ur­þekj­una. 

Með góðri sam­vinnu við land­eig­endur og bændur er hægt að leysa þetta hratt og vel. Hið opin­bera verður að koma að því máli. Betur má ef duga skal.

Grein­ar­höf­undur er í lofts­lags­hópnum París 1.5°.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar