Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum

Eyþór Eðvarðsson setur fram gagnrýni á áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Hann segir það vera mikil vonbrigði að ríkisstjórnin setji markið ekki hærra en raun ber vitni.

Auglýsing

Það þarf ekki að fjöl­yrða um mik­il­vægi þess að taka lofts­lags­málin föstum tök­um. Við Íslend­ingar erum ekki und­an­þegnir þeirri skyldu, sér­stak­lega vegna þess að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Íslandi er með því mesta í heimi. Til sam­an­burðar er losun á mann í Evr­ópu nokkuð innan við 9 tonn á ári en á Íslandi er hún a.m.k. 14 tonn af CO2 ígild­um. Ef öll losun er tekin með í reikn­ing­inn þ.e. ESR (Ef­fort Shar­ing Reg­ul­ation), ETS (Em­issions Tra­d­ing System) og Land­notkun (LULUCF) er los­unin á mann 44 tonn, sem er mikið áhyggju­efni og ætti að vera til­efni víð­tækra aðgerða. 

Gert ráð fyrir að helm­ingur náist án aðgerða

Rík­is­stjórnin birti fyrir nokkru aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sem má finna í sam­ráðs­gátt­inni. Margt ágætt er að finna í áætl­un­inni og ef horft er til skuld­bind­inga Íslands gagn­vart Par­ís­ar­samn­ingnum þar sem miðað er við um 29% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá til­teknum flokkum (Orka, Land­bún­aður og Úrgang­ur, sjá mynd 2) árin 2005-2030 dugar þessi aðgerða­á­ætlun lík­lega. Mik­il­væg for­senda er að gert er ráð fyrir því að næstum helm­ing­ur­inn af árangrinum náist hvort sem farið verði í þessar aðgerðir eða ekki. Hafa ber í huga að 10 ár er langur tími og mark­miðið ekki sett hátt. Mynd 1 sýnir skjá­skot úr aðgerða­á­ætl­un­inni.Mynd 1. Skjáskot úr aðgerðaáætluninni sem sýnir sögulega þróun losunar gróðurhúsa-lofttegunda á beinni ábyrgð Íslands til 2018 og áætlaða losun til 2030 án aðgerðaáætlunar (grunnsviðsmynd), með aðgerðaáætlun og með aðgerðum í mótun.

Þegar skoðað er hversu mikið eigi að draga úr losun með öllum aðgerð­unum sem til­greindar eru verður árið 2030 búið að draga úr losun á um 1 milljón tonna. Inni í því eru verk­efni sem eru í mótun eins og orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi og aðgerðir til að draga úr losun frá þunga­flutn­ingum og bíla­leigu­bíl­um. Þessu til við­bótar er gert ráð fyrir sam­drætti á um 1.2 millj­ónum tonna með end­ur­heimt vot­lendis árið 2030. 

Horft fram hjá stærstu los­un­ar­þátt­unum

Það sem er sér­stak­lega gagn­rýn­is­vert er að áætlun rík­is­stjórn­ar­innar sleppur nær alveg stærsta los­un­ar­þætt­inum sem er land­notkun (LULUCF) þ.e. losun frá fram­ræstu vot­lendi og illa förnu land, m.a. vegna ofbeit­ar. Bæði atriði tengj­ast land­bún­aði og kjöt­fram­leiðslu sem nýtur mik­ils stuðn­ings frá hinu opin­bera.Mynd 2. Hlutfallsleg skipting losunar á Íslandi á ári.

Þegar heild­ar­losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda er skoðuð á mynd 2 sést að hér er ekki verið að vinna að því að leysa lofts­lags­vand­ann nema að mjög litlu leyti heldur upp­fylla kröfur Par­ís­ar­samn­ings­ins sem hér á Íslandi taka til mjög lít­ils hluta los­un­ar­inn­ar. Iðn­að­ar­ferlar eru ekki taldir með í því stór­iðjan er í ETS kerf­inu þar sem sam­dráttur á að vera um 40% til árs­ins 2030. Í aðgerða­á­ætl­un­inni er því nær ein­göngu horft á losun frá flokk­unum Orku, Land­bún­aði og Úrgangi.

Auglýsing
Stóru töl­urnar í losun Íslands falla ekki undir Par­ís­ar­samn­ing­inn og eru fram­ræst vot­lendi, sem er áætluð um 9.3 millj­ónir tonna, og illa farið land, sem er aðal­lega vegna ofbeitar og er talið losa á bil­inu 2-20 millj­ónir tonna. Ekki eru til nákvæm gögn um los­un­ar­töl­urnar frá illa förnu landi en ef við gefum okkur að helm­ing­ur­inn sé nærri lagi er hún 9 millj­ónir tonna. 

Heild­ar­los­unin frá fram­ræstu eða rösk­uðu vot­lendi og illa förnu landi er því rúmar 18 millj­ónir tonna af þeim 23 sem heild­ar­losun Íslands er, sjá mynd 2. 

Kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040 óraun­hæft

Mark­miðið með aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er að draga úr árlegri losun á rúmum 2 millj­ónum tonna árið 2030 á sama tíma og heild­ar­los­unin er lík­lega um 23 millj­ónir tonna á ári. Mark­miðið um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040 hljómar í þessu sam­hengi frekar lang­sótt og vand­séð að það geti orð­ið. Það verður að telj­ast mikil von­brigði að rík­is­stjórnin skuli ekki setja markið hærra en raun ber vitn­i. 

Hægt er að bæta áætl­un­ina umtals­vert og myndi tvennt skipta miklu máli:

  1. Búa til kerfi sem fær land­eig­endur til að end­ur­heimta fram­ræst eða raskað vot­lendi með því að stífla skurð­ina eða loka þeim alveg. Fá þannig vatnið aftur í jarð­veg­inn svo súr­efnið fari úr hon­um. 
  2. Banna strax sauð­fjár­beit á þeim svæðum þar sem gróður þolir ekki beit og fara í mark­vissar aðgerðir til að bæta gróð­ur­þekj­una. 

Með góðri sam­vinnu við land­eig­endur og bændur er hægt að leysa þetta hratt og vel. Hið opin­bera verður að koma að því máli. Betur má ef duga skal.

Grein­ar­höf­undur er í lofts­lags­hópnum París 1.5°.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar