Fengu ekki að laga gangstéttir borgarinnar vegna Landsréttardóms frá 2018

Verktakafyrirtækið Vörðuberg átti nýlega lægsta tilboðið í gangstéttaviðgerðir í Reykjavík. Tilboðinu var þó hafnað, þar sem eini hluthafi félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi, hlaut árið 2018 dóm í Landsrétti fyrir ýmis brot í rekstri annarra félaga.

Fyrirtækið Vörðuberg uppfyllti ekki skilyrði um hæfi í útboði borgarinnar.
Fyrirtækið Vörðuberg uppfyllti ekki skilyrði um hæfi í útboði borgarinnar.
Auglýsing

Inn­kaupa- og fram­kvæmda­ráð Reykja­vík­ur­borgar hef­ur, að feng­inni leið­sögn frá emb­ætti borg­ar­lög­manns, hafnað því að end­ur­skoða fyrri ákvörðun sína um að hafna til­boði frá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Vörðu­berg ehf. í 100 millj­óna króna gang­stétta­við­gerðir á vegum borg­ar­inn­ar.

Málið var tekið fyrir á fundi ráðs­ins í síð­ustu viku.

Ástæðan fyrir því að til­boð­inu frá Vörðu­bergi var hafnað er sú að eini hlut­hafi þess, sam­kvæmt síð­asta birta árs­reikn­ingi, hlaut árið 2018 fjög­urra mán­aða skil­orðs­bund­inn dóm og marg­millj­óna króna sekt fyrir að skila ekki inn virð­is­auka­skatt­skýrslum og virð­is­auka­skatti nokk­urra fyr­ir­tækja þar sem hann var stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri. Einnig var hann dæmdur fyrir að færa bók­hald fyr­ir­tækj­anna ekki með réttum hætti.

Vegna þess­ara brota telur borgin sig hafa laga­lega skyldu til þess að úti­loka Vörðu­berg frá útboð­inu, en sam­kvæmt lögum um opin­ber inn­kaup skal úti­loka þá hafa gerst sekir um svik­semi, með því að brjóta gegn skyldum um greiðslu opin­berra gjalda, líf­eyr­is­sjóðs­gjalda eða ann­arra lög­á­kveð­inna gjalda, frá þátt­töku í útboðum hjá hinu opin­bera.

Mjög sjald­gæft er að til þessa komi, sam­kvæmt svörum frá Reykja­vík­ur­borg, en þaðan gat Kjarn­inn ekki fengið dæmi um nein mál sem væru sam­bæri­lega vax­in, þegar eftir því var leit­að.

Segja nýjan eig­anda kom­inn að borð­inu

Verk­taka­fyr­ir­tækið vill þó meina að ákvörðun borg­ar­innar stand­ist ekki skoð­un, þar sem sá ein­stak­lingur sem um ræðir komi ekki lengur nærri rekstr­inum og fyr­ir­tækið hafi verið selt til nýs eig­anda í des­em­ber í fyrra. Sá ein­stak­lingur hafi ekki hlotið neinn dóm og ekki fyr­ir­tækið held­ur.

Vörðu­berg fór því fram á að borgin end­ur­skoð­aði ákvörðun sína um að hafna til­boði fyr­ir­tæk­is­ins og sagð­ist sömu­leiðis áskilja sér rétt til þess að fara fram á skaða­bætur ef þeirri kröfu yrði hafn­að, sem nú er búið að gera.

Auglýsing

Það var gert eftir að borg­ar­lög­maður fjall­aði um mál­ið, en í umsögn borg­ar­lög­manns kemur fram að þrátt fyrir að annar ein­stak­lingur sé nú skráður raun­veru­legu eig­andi félags­ins í fyr­ir­tækja­skrá skáki það ekki upp­lýs­ingum sem fram komi í árs­reikn­ingi eða sann­leiks­gildi þeirra um hver sé hlut­hafi félags.

Borg­ar­lög­maður nefnir í umfjöllun sinni um málið að eina sönn­unin sem Vörðu­berg hafi fært fram um meint eig­enda­skipti fyr­ir­tæk­is­ins sé full­yrð­ing bók­ara fyr­ir­tæk­is­ins, en sú fylgdi bréfi sem lög­manns­sþjón­ustan Draupnir sendi borg­inni eftir að búið var að hafna til­boði fyr­ir­tæk­is­ins af áður­nefndum ástæð­um.

Buðu um 45 millj­ónum lægra en næsta fyr­ir­tæki

Þegar til­boð í gang­stétt­ar­við­gerð­irnar voru opnuð í byrjun maí kom í ljós að Vörðu­berg var með lang­lægsta til­boð­ið. Fyr­ir­tækið bauð rúmar 92 millj­ónir króna í verk­ið, sem var með kostn­að­ar­á­ætlun upp á 100 millj­ónir króna. Sum­ar­garðar ehf., sem áttu nægst­lægsta til­boðið og hlutu verk­ið, buðu tæpar 137 millj­ónir króna í við­gerð­irn­ar. Einnig bár­ust til­boð frá Garða­smíði ehf. og Lóða­þjón­ust­unni ehf.

Auk þess sem áður hefur verið rakið veitti emb­ætti borg­ar­lög­manns kjörnum full­trúum inn­kaupa- og fram­kvæmda­ráðs þá leið­sögn að ekki væri hægt að fall­ast á kröfur Vörðu­bergs um að fá ákvörðun ráðs­ins end­ur­skoð­aða, þar sem engin heim­ild væri fyrir því að ógilda samn­ing borg­ar­innar við Sum­ar­garða ehf., sem komst á 26. maí.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent