Ljósið græna

Séra Örn Bárður Jónsson skrifar um nýju stjórnarskrána.

Auglýsing

Í umferðinni er gott að geta gengið að því að ljósin á gatnamótum hafa aðeins þrjá liti og þau hafa hvert um sig ákveðna og skýra merkingu. Ökumenn geta gengið að því vísu og þurfa ekki að velkjast í vafa um eitt né neitt. Grænt fær t.d. ekki breytta merkingu allt í einu. 

Þessir þankar vöknuðu í huga mér þegar mér varð hugsað til stjórnarskrárinnar sem Stjórnlagaráð samþykkti og afhenti Alþingi og þjóðin lýsti almennri ánægju með í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og talaði þar mjög skýru máli. Hún gaf grænt ljós á þessa stjórnarskrá sem hlotið hefur lof þjóðarinnar og líka fræðimanna um víða veröld. 

Liðin eru 8 ár, tvö kjörtímabil, og flestir stjórnmálamenn sem kjörnir hafa verið á þessu tímabili hafa í raun hegðað sér eins og þeir geti af einskæru sjálfdæmi breytt grænu ljósi í rautt.

Við þekkjum það vel að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og sífelldum breytingum undirorpið en þegar leikreglur, lög og siðferði er orðið valkvætt þá er fjandinn laus.

Á skákborði og í fótbolta, svo dæmi séu tekin, gilda ákveðnar leikreglur eins og í umferðinni. Rautt er rautt, gult er gult og grænt er grænt. 

Auglýsing
Ég fæst við vatnslitamálun í tómstundum og get leikið mér með liti, blandað t.d. saman rauðu og gulu og fengið út appelsínugult, blandað rauðu og grænu sem verður að brúnum lit, gulum og grænum og þá birtir yfir græna litnum. En í umferðinni er ekki hægt að stunda litablöndun og ekki heldur þegar kemur að grunngildum samfélagsins eða leikreglum í skák eða boltaleik.

Alþingismenn eru í raun margir eins og vatnslitir, þeim má blanda á alla vegu og ef menn missa sig algjörlega og fá blöndunaræði og tapa allri litasýn þá verður bara til einhver ljótur drullupollur sem dugar bara í skugga eða til að túlka eitthvað ljótt og óspennandi.

Þegar alþingismenn leggjast gegn þjóðarvilja eru þeir orðnir sem prinsipplausir og „gagnslausir gutlarar“ sem samtvinna lygar, svo vitnað sé í Hina helgu bók, orðnir sem ljótur og óspennandi drullupollur, sem dugar bara til að mála skugga.

Nú er kominn tími til að hreinsa til. Þjóðin þarf hreint vatn og óblandaða liti, þar sem hver litur hefur sína merkingu og enginn snarbremsar á grænu og stöðvar alla umferð og segir: 

Fyrir mér var ljósið rautt! Ég ræð!

Stjórnarskráin er á grænu ljósi skv. meirihluta þjóðarinnar og nú hafa yfir 17.500 manns skrifaðu undir áskorun um að hún verði lögfest. 

Ríkisstjórn og Alþingi! 

Það logar grænt ljós! 

Sjáið þið það ekki!

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar