Björn Þorvaldsson metinn hæfastur til að verða skipaður í embætti héraðsdómara

Alls sóttu sjö um embættið sem var auglýst í maí. Björn hefur í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari.

Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Auglýsing

Niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara er að Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embættið. Staðan sem um ræðir er embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.

Starfið var auglýst 7. maí og bárust sjö umsóknir um embættið. Auk Björns sóttu þau Herdís Hallmarsdóttir lögfræðingur, Nanna Magnadóttir formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður, Sigurður Jónsson lögmaður, Valborg Steingrímsdóttir aðstoðarmaður dómara í Landsrétti og Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, um embættið.

Fram kemur í umsögn dómnefndar að Björn hafi í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari. Árið 2009 varð hann saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara þar til hann tók við starfi sviðsstjóra ákærusviðs efnahags- og skattalagabrota við embætti héraðssaksóknara í byrjun árs 2016. Björn hefur flutt mörg umfangsmikil og flókin efnahagsbrotamál á öllum dómstigum. Þá hefur hann einnig sinnt kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri.

Auglýsing

Hafði mesta reynslu umsækjenda

Í niðurstöðukafla umsagnar dómnefndar segir að niðurstaðan sé byggð á heildstæðu og málefnalegu mati á verðleikum umsækjenda „og skiptir þar mestu máli að þeir hafi til að bera almenna og víðtæka lögfræðilega menntun, þekkingu og færni. Við mat á því að hve miklu leyti starfsreynsla umsækjenda nýtist í störfum héraðsdómara skiptir mestu máli að þeir búi yfir staðgóðri reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum og þeim stjórnsýslustörfum sem lúta að úrlausn ágreiningsmála.“

Álit dómnefndar var að Björn Þorvaldsson hafi staðið fremstur umsækjenda í þeim matshluta sem snýr að reynslu af dómstörfum, reynslu af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynslu af stjórnsýslustörfum. „Munurinn á honum og nokkrum öðrum umsækjendum um embættið er hins vegar ekki svo afgerandi að hann ráði úrslitum um mat á hæfni þeirra, einn og sér,“ segir um þennan hluta matsins.

Því hafi skipt máli að horfa jafnframt til mats á færni umsækjenda til að nýta þá lögfræðiþekkingu sem þeir búa yfir við að leysa úr dómsmálum á skipulegan og rökstuddan hátt. Í þeim hluta matsins stóðu þau Björn og Sigríður Rut Júlíusdóttir fremst umsækjenda.

„Með skírskotun til alls þess, sem að framan greinir, er það niðurstaða dómnefndar að Björn sé hæfastur umsækjendanna sjö til að gegna umræddu dómaraembætti,“ segir um lokaniðurstöðu dómnefndar.

Í dómnefnd sátu Eiríkur Tómasson, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent