Björn Þorvaldsson metinn hæfastur til að verða skipaður í embætti héraðsdómara

Alls sóttu sjö um embættið sem var auglýst í maí. Björn hefur í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari.

Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Auglýsing

Nið­ur­staða dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara er að Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sé hæf­astur umsækj­enda til að hljóta skipun í emb­ætt­ið. Staðan sem um ræðir er emb­ætti dóm­ara sem hefur starfs­stöð við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur en sinnir störfum við alla hér­aðs­dóm­stóla eftir ákvörðun dóm­stóla­sýsl­unn­ar.

Starfið var aug­lýst 7. maí og bár­ust sjö umsóknir um emb­ætt­ið. Auk Björns sóttu þau Her­dís Hall­mars­dóttir lög­fræð­ing­ur, Nanna Magna­dóttir for­maður úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir lög­mað­ur, Sig­urður Jóns­son lög­mað­ur, Val­borg Stein­gríms­dóttir aðstoð­ar­maður dóm­ara í Lands­rétti og Þor­steinn Magn­ús­son fram­kvæmda­stjóri óbyggða­nefnd­ar, um emb­ætt­ið.

Fram kemur í umsögn dóm­nefndar að Björn hafi í tæp­lega 18 ár feng­ist við rann­sókn saka­mála og ákvörðun um sak­sókn og við flutn­ing saka­mála fyrir dómi, fyrst sem full­trúi en síðar sem sak­sókn­ari. Árið 2009 varð hann sak­sókn­ari hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þar til hann tók við starfi sviðs­stjóra ákæru­sviðs efna­hags- og skatta­laga­brota við emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í byrjun árs 2016. Björn hefur flutt mörg umfangs­mikil og flókin efna­hags­brota­mál á öllum dóm­stig­um. Þá hefur hann einnig sinnt kennslu við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, í Háskól­anum á Bif­röst og Háskól­anum á Akur­eyri.

Auglýsing

Hafði mesta reynslu umsækj­enda

Í nið­ur­stöðukafla umsagnar dóm­nefndar segir að nið­ur­staðan sé byggð á heild­stæðu og mál­efna­legu mati á verð­leikum umsækj­enda „og skiptir þar mestu máli að þeir hafi til að bera almenna og víð­tæka lög­fræði­lega mennt­un, þekk­ingu og færni. Við mat á því að hve miklu leyti starfs­reynsla umsækj­enda nýt­ist í störfum hér­aðs­dóm­ara skiptir mestu máli að þeir búi yfir stað­góðri reynslu af dóm­störf­um, lög­manns- og mál­flutn­ings­störfum og þeim stjórn­sýslu­störfum sem lúta að úrlausn ágrein­ings­mála.“

Álit dóm­nefndar var að Björn Þor­valds­son hafi staðið fremstur umsækj­enda í þeim mats­hluta sem snýr að reynslu af dóm­störf­um, reynslu af lög­manns- og mál­flutn­ings­störfum og reynslu af stjórn­sýslu­störf­um. „Mun­ur­inn á honum og nokkrum öðrum umsækj­endum um emb­ættið er hins vegar ekki svo afger­andi að hann ráði úrslitum um mat á hæfni þeirra, einn og sér,“ segir um þennan hluta mats­ins.

Því hafi skipt máli að horfa jafn­framt til mats á færni umsækj­enda til að nýta þá lög­fræði­þekk­ingu sem þeir búa yfir við að leysa úr dóms­málum á skipu­legan og rök­studdan hátt. Í þeim hluta mats­ins stóðu þau Björn og Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir fremst umsækj­enda.

„Með skírskotun til alls þess, sem að framan grein­ir, er það nið­ur­staða dóm­nefndar að Björn sé hæf­astur umsækj­end­anna sjö til að gegna umræddu dóm­ara­emb­ætt­i,“ segir um loka­nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Í dóm­nefnd sátu Eiríkur Tóm­as­son, for­mað­ur, Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, Kristín Bene­dikts­dótt­ir, Óskar Sig­urðs­son og Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent