Björn Þorvaldsson metinn hæfastur til að verða skipaður í embætti héraðsdómara

Alls sóttu sjö um embættið sem var auglýst í maí. Björn hefur í tæplega 18 ár fengist við rannsókn sakamála og ákvörðun um saksókn og við flutning sakamála fyrir dómi, fyrst sem fulltrúi en síðar sem saksóknari.

Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Alls sóttu sjö um embætti dómara sem hefur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinnir störfum við alla héraðsdómstóla.
Auglýsing

Nið­ur­staða dóm­nefndar um hæfni umsækj­enda um emb­ætti dóm­ara er að Björn Þor­valds­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, sé hæf­astur umsækj­enda til að hljóta skipun í emb­ætt­ið. Staðan sem um ræðir er emb­ætti dóm­ara sem hefur starfs­stöð við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur en sinnir störfum við alla hér­aðs­dóm­stóla eftir ákvörðun dóm­stóla­sýsl­unn­ar.

Starfið var aug­lýst 7. maí og bár­ust sjö umsóknir um emb­ætt­ið. Auk Björns sóttu þau Her­dís Hall­mars­dóttir lög­fræð­ing­ur, Nanna Magna­dóttir for­maður úrskurð­ar­nefndar umhverf­is- og auð­linda­mála, Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir lög­mað­ur, Sig­urður Jóns­son lög­mað­ur, Val­borg Stein­gríms­dóttir aðstoð­ar­maður dóm­ara í Lands­rétti og Þor­steinn Magn­ús­son fram­kvæmda­stjóri óbyggða­nefnd­ar, um emb­ætt­ið.

Fram kemur í umsögn dóm­nefndar að Björn hafi í tæp­lega 18 ár feng­ist við rann­sókn saka­mála og ákvörðun um sak­sókn og við flutn­ing saka­mála fyrir dómi, fyrst sem full­trúi en síðar sem sak­sókn­ari. Árið 2009 varð hann sak­sókn­ari hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara þar til hann tók við starfi sviðs­stjóra ákæru­sviðs efna­hags- og skatta­laga­brota við emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara í byrjun árs 2016. Björn hefur flutt mörg umfangs­mikil og flókin efna­hags­brota­mál á öllum dóm­stig­um. Þá hefur hann einnig sinnt kennslu við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík, í Háskól­anum á Bif­röst og Háskól­anum á Akur­eyri.

Auglýsing

Hafði mesta reynslu umsækj­enda

Í nið­ur­stöðukafla umsagnar dóm­nefndar segir að nið­ur­staðan sé byggð á heild­stæðu og mál­efna­legu mati á verð­leikum umsækj­enda „og skiptir þar mestu máli að þeir hafi til að bera almenna og víð­tæka lög­fræði­lega mennt­un, þekk­ingu og færni. Við mat á því að hve miklu leyti starfs­reynsla umsækj­enda nýt­ist í störfum hér­aðs­dóm­ara skiptir mestu máli að þeir búi yfir stað­góðri reynslu af dóm­störf­um, lög­manns- og mál­flutn­ings­störfum og þeim stjórn­sýslu­störfum sem lúta að úrlausn ágrein­ings­mála.“

Álit dóm­nefndar var að Björn Þor­valds­son hafi staðið fremstur umsækj­enda í þeim mats­hluta sem snýr að reynslu af dóm­störf­um, reynslu af lög­manns- og mál­flutn­ings­störfum og reynslu af stjórn­sýslu­störf­um. „Mun­ur­inn á honum og nokkrum öðrum umsækj­endum um emb­ættið er hins vegar ekki svo afger­andi að hann ráði úrslitum um mat á hæfni þeirra, einn og sér,“ segir um þennan hluta mats­ins.

Því hafi skipt máli að horfa jafn­framt til mats á færni umsækj­enda til að nýta þá lög­fræði­þekk­ingu sem þeir búa yfir við að leysa úr dóms­málum á skipu­legan og rök­studdan hátt. Í þeim hluta mats­ins stóðu þau Björn og Sig­ríður Rut Júl­í­us­dóttir fremst umsækj­enda.

„Með skírskotun til alls þess, sem að framan grein­ir, er það nið­ur­staða dóm­nefndar að Björn sé hæf­astur umsækj­end­anna sjö til að gegna umræddu dóm­ara­emb­ætt­i,“ segir um loka­nið­ur­stöðu dóm­nefnd­ar.

Í dóm­nefnd sátu Eiríkur Tóm­as­son, for­mað­ur, Helga Mel­korka Ótt­ars­dótt­ir, Kristín Bene­dikts­dótt­ir, Óskar Sig­urðs­son og Ragn­heiður Harð­ar­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent