Umhverfisráðherra fékk eitraðan arf

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að skref ríkisstjórnarinnar í baráttunni við loftslagsógnina hafi verið smá og vandræðin hrannist nú upp. Lítið hafi áunnist.

Auglýsing

Það hefur tæp­ast farið fram hjá nokkrum manni að umhverf­is­ráð­herra hefur staðið sig ákaf­lega vel við að frið­lýsa nátt­úruperlur víða um land. Nú síð­ast frið­lýsti hann eina af þeim allra dýr­mætustu, Geysi í Hauka­dal, og fleiri eru í und­ir­bún­ingi. Á hinn bóg­inn hafa skrefin í bar­átt­unni við lofts­lagsógn­ina verið smá og vand­ræðin hrann­ast upp. Þrátt fyrir að rík­is­stjórnin hafi lýst yfir mun meiri metn­aði í lofts­lags­málum en áður hefur þekkst hefur enn lítið áunn­ist. Á því er nokkrar skýr­ing­ar.

Brot á skuld­bind­ingum

Í fyrsta lagi fékk ráð­herra í arf brot á skuld­bind­ingum Íslands um sam­drátt í losun á 2.  skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-­bók­un­ar­innar 2013–2020. Yfir­drátt­ur­inn, umfram leyfða losun að frá­tal­inni bind­ingu kolefnis með skóg­rækt og land­græðslu, er fjórar millj­ónir tonna af koltví­sýr­ingsí­gildum eða 500.000 tonn á hverju ári tíma­bils­ins. 

Í ljósi þess að mark­aðs­verð fyrir los­un­ar­heim­ildir er um 25 evrur á tonnið kann þessi slóða­skapur að kosta rík­is­sjóð marga millj­arða. Jafn ótrú­legt sem það er virð­ist hefur enn ekki verið lagt mat á þennan kostnað – að  minnsta kosti ekki opin­ber­lega –  nú þegar eitt til hálft annað ár er eftir af kjör­tíma­bil­inu.

Stjórn­sýsla í henglum

Í öðru lagi hefur komið í ljós að stjórn­sýsla lofts­lags­mála hér á landi er í mol­um. Reyndar lá það fyrir í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. Þó hefur rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur enn ekki náð tökum á þessum stjórn­sýslu­vanda. Ekki er langur tími til stefnu því að skuld­bind­ing­ar­tíma­bil Par­ís­ar­samn­ings­ins hefst um næstu ára­mót, 1. jan­úar 2021 og sam­dráttur í losun skal vera línu­legur út tíma­bilið til árs­ins 2030. Staðan verður metin á hverju ári og aðilum gert að kaupa lofts­lags­hlut­deild ef upp á vant­ar. 

Auglýsing
Með öðrum orð­um, rík­is­stjórnin getur ekki beðið með aðgerðir eins og gert var árin 2013, 2014, 2015, 2016 og 2017.

Sof­andi á verð­inum

Enn­frem­ur, í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna seg­ir: „Rík­is­stjórnin stefnir að því að allar stærri áætl­anir rík­is­ins verði metnar út frá lofts­lags­mark­mið­u­m.” Við þetta fyr­ir­heit er ekki staðið í til­lögu að sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2020 – 2024 og nú er til umræðu á Alþingi. Aðeins einu sinni er minnst á orku­skipti í áætl­un­inni- sem er þó annað af tveimur helstu áherslu­at­riðum aðgerða­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um. Full­trúar VG í nefnd­inni hafa dottað á verð­in­um. 

Vís­indin gerð mark­laus

Í þriðja lagi er ljóst að losun frá landi vegna ofbeitar sauð­fjár er langt umfram sjálf­bærni. Í vik­unni var kynnt ný skýrsla sem sýndi að 25 þús­und fer­kíló­metrar lands eru illa farnir og að enn er sauðfé beitt á þetta illa farna land. Hið sorg­lega er að þessar stað­reyndir lágu fyrir þegar árið 1998 þegar dr. Ólafur Arn­alds fékk umhverf­is­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyrir „ein­staka miðlun á þekk­ingu um jarð­vegs­rof á Íslandi og mik­il­vægi þess að varð­veita rækt­ar­land á Norð­ur­löndum og heim­inum öll­u­m“.

Auglýsing
Niðurstöður Ólafs og þess rann­sókn­arteymis sem hann stýrði fyrir nær ald­ar­fjórð­ungi virð­ast engu hafa engu breytt. Vissu­lega er komin ný skýrsla og ný korta­vefsjá, sem er mikið þarfa­þing, en frétt gær­dags­ins bar með sér að bændur hefðu ásamt land­bún­að­ar­fyr­ir­tækj­unum fengið enn einn frest­inn til að taka ábyrgð á að land­bún­aður sé rek­inn með ábyrgum hætti. Af hverju eru him­in­háir styrkir til land­bún­aðar ekki skil­yrtir því að kröfum um lofts­lagsvæna fram­leiðslu sé full­nægt?

Því miður hafa stjórn­völd skautað fram hjá og jafn­vel afneitað vís­inda­legum rann­sóknum sem sýna, svo ekki verður um vill­st, að land­nýt­ing­ar­þáttur gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt er mark­laus og þarfn­ast taf­ar­lausrar og gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar. 

Umhverf­is­ráð­herra og vara­for­maður VG á mjög erfitt um vik. Ef hann beitir sér fyrir stöðvun sauð­fjár­beitar á illa förnu landi á hann og flokkur hans á hættu for­dæm­ingu sam­taka bænda og stjórn­mála­flokka sem sjá sér hag í að styðja áfram­hald­andi ofbeit. Afleitt og ólýð­ræð­is­legt kosn­inga­kerfi sem rík­is­stjórnin þrá­ast við að lag­færa gerir málið enn erf­ið­ara úrlausn­ar.

Þekk­ing­ar­skortur

Í fjórða lagi fékk umhverf­is­ráð­herra í arf umtals­verðan þekk­ing­ar­skort um nýt­ingu lands­ins, kolefn­is­bú­skap þess, áhrif fram­ræslu á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og um það hverju end­ur­heimt land­gæða getur skil­að, svo sem með vist­heimt eða ræktun skóga. Þessi staða er sér­lega baga­leg í ljósi fyr­ir­heita rík­is­stjórn­ar­innar um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust árið 2040. Að kippa þessu í lið­inn er ódýrt en þekk­ingin ógnar ákveðnum hags­mun­um.

Að snúa vörn í sókn

Bráð­lega verður kynnt ný og end­ur­skoðuð aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Mikið skorti á að sú skýrsla sem kynnt var í sept­em­ber 2018 gæti kall­ast aðgerða­á­ætl­un. Til þess skorti tíma­sett og magn­bundin mark­mið um sam­drátt í los­un. Von­andi verður bætt úr því og mark­mið stjórn­valda um 29% sam­drátt í losun fyrir 2030 hert með nýjum samn­ingi við ESB. Hafa ber í huga að upp­haf­legt mark­mið hinna Norð­ur­landa­ríkj­anna er 39–40% sam­dráttur en Nor­egur stefnir nú að 45% sam­drætti fyrir 2030. Ísland getur því gert bet­ur!

1,5 gráður á Celsius

Á alþjóða­vett­vangi hefur umhverf­is­ráð­herra fyrir Íslands hönd ein­dregið stutt þá afstöðu fjöl­margra ríkja, borga og fyr­ir­tækja, að hlýnun Jarðar verði að tak­marka við 1,5 °C miðað við upp­haf iðn­bylt­ingar (um 1850). Evr­ópu­þingið hefur sam­þykkt ályktun um að draga beri úr losun um 55% fyrir 2030 og mörg aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins hafa lýst yfir stuðn­ingi við það mark­mið. Þar eð Ísland á aðild að lofts­lags­stefnu ESB fæli slík stefna í sér að Ísland drægi úr losun tölu­vert umfram þau 40% sem umhverf­is­ráð­herra hefur sagt að sé stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þessi meg­in­for­senda aðgerða verður að koma fram í aðgerða­á­ætl­un­inni. Hvað vill Ísland eig­in­lega?

Mark­mið um að tak­marka hlýnun við 1,5 gráðu fékk miklar und­ir­tektir á ráð­stefn­unni í París 2015 og haustið 2018 kynnti milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna skýrslu sem sýndi fram á að ef hlýnun eykst um allt að 2 °C myndi það kosta miklu fleiri manns­líf og valda óbæt­an­legu tjóni á vist­kerfum Jarðar en ef hlýnun tak­markast við 1,5 °C. Fyrir Íslend­inga felst mun­ur­inn að ef hlýnun Jarðar verður umfram 1,5 gráður verður nán­ast von­laust að stöðva og snúa við súrnun sjáv­ar. Mér er til efs að þessi meg­in­for­senda og ein­dregin stuðn­ingur Íslands við hana hafi verið kynnt á Alþingi.

Svartol­íu­bann

Einn af björt­ustu punkt­unum í gild­andi aðgerða­á­ætlun var 17. mark­miðið – um að minnka „svartol­íu­notkun við strendur Íslands með breyt­ingum á lögum og/eða reglu­gerðum með það að mark­miði að fasa notkun svartolíu end­an­lega út. Slíkt er í sam­ræmi við ákvæði í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um að stefna að því að banna notkun svartolíu í efna­hags­lög­sögu Íslands.“

Þrátt fyrir reglu­gerð­ar­breyt­ingu er enn langt í land að þetta mark­mið náist. 

Svart­olía veldur mik­illi losun á sóti sem hefur skamm­líf gróð­ur­húsa­á­hrif. Sót dekkir yfir­borð íss og jökla á norð­ur­slóðum og herðir þannig umtals­vert á bráðn­un. 

Þess ber fyrst að geta að Alþjóða-­sigl­inga­mála­stofn­unin hefur þegar bannað bruna og flutn­inga á svartolíu sunnan 66. breidd­argráðu. Sams konar bann norðan heim­skauts­baugs er enn ófrá­geng­ið. 

Alþjóða­sam­fé­lagið – þ.m.t. Norð­ur­skauts­ráðið og Norð­ur­landa­ráð – hefur brugð­ist við og hvatt til skjótra aðgerða gegn skamm­lífum gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um. Íslend­ingar geta nýtt núver­andi for­mennsku sína á vett­vangi Norð­ur­skauts­ráðs­ins, í Norð­ur­landa­ráði og á vett­vangi Alþjóða-­sigl­inga­mála­stofn­un­ar­innar (IMO) í sam­vinnu við önnur aðild­ar­ríki Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Brýnt er að í hinni nýju og end­ur­skoð­uðu aðgerða­á­ætlun stjórn­valda verði gerð skýr grein fyrir mark­miðum Íslands um útfösun svartolíu og hvernig Ísland hyggst beita sér á alþjóða­vett­vangi til að ná settu mark­miði frá árinu 2018.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar