Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur verið skip­aður í stjórn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) til næstu fjög­urra ára. Nýja stjórnin tekur við í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Núver­andi full­trúi Íslands í stjórn­inni er Högni S. Krist­jáns­son.

Árni Páll var félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra 2009–2010 og efna­hags- og við­skipta­ráð­herra 2010–2011. Hann var alþing­is­maður frá 2007-2016 og for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá 2013-2016, en ákvað að bjóða sig ekki fram til end­ur­kjörs í júní 2016 þegar Oddný Harð­ar­dóttir var kjörin for­mað­ur. Hún stýrði Sam­fylk­ing­unni svo í gegnum kosn­ing­arnar 2016, þar sem flokk­ur­inn beið afhroð og datt næstum út af þingi. Oddný hætti í kjöl­farið og Logi Ein­ars­son, þáver­andi vara­for­maður tók við for­mennsku. 

Auglýsing
Árni Páll braut­skráð­ist með emb­ætt­is­próf frá laga­deild Háskóla Íslands 1991 og sér­hæfði sig í Evr­ópu­rétti. Hann starf­aði í utan­rík­is­þjón­ust­unni að Evr­ópu-, við­skipta- og varn­ar­málum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lög­mennsku þar til hann tók sæti á Alþingi.

Hann hefur und­an­farið gengt starfi vara­fram­kvæmda­stjóra Upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann: „Ég tek við nýju starfi hér í Brus­sel 1. jan­úar nk, þegar ég tek sæti í stjórn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ES­A), sem hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins á Íslandi, Liechten­stein og Nor­egi og gætir þess að þau upp­fylli skuld­bind­ingar sínar sem þátt­tak­endur á innri mark­aði Evr­ópu. 

Ég er afskap­lega stoltur og þakk­látur fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mik­il­væga verk­efni og hlakka til að takast á ný við verk­efni á sviði Evr­ópu­rétt­ar.“

Eft­ir­lits­stofnun EFTA hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins í EFTA-­ríkj­un­um, sem aðild eiga að EES-­samn­ingn­um, og gætir þess að þau upp­fylli skuld­bind­ingar sínar sem þátt­tak­endur á innri mark­aði Evr­ópu.  Stofn­unin hefur einnig ákveðnar eft­ir­lits­heim­ildir á sviði sam­keppn­is­mála og gætir að því að rík­is­að­stoð raski ekki virkri sam­keppni á mark­aði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent