Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA

Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, fyrr­ver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur verið skip­aður í stjórn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) til næstu fjög­urra ára. Nýja stjórnin tekur við í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Núver­andi full­trúi Íslands í stjórn­inni er Högni S. Krist­jáns­son.

Árni Páll var félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra 2009–2010 og efna­hags- og við­skipta­ráð­herra 2010–2011. Hann var alþing­is­maður frá 2007-2016 og for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar frá 2013-2016, en ákvað að bjóða sig ekki fram til end­ur­kjörs í júní 2016 þegar Oddný Harð­ar­dóttir var kjörin for­mað­ur. Hún stýrði Sam­fylk­ing­unni svo í gegnum kosn­ing­arnar 2016, þar sem flokk­ur­inn beið afhroð og datt næstum út af þingi. Oddný hætti í kjöl­farið og Logi Ein­ars­son, þáver­andi vara­for­maður tók við for­mennsku. 

Auglýsing
Árni Páll braut­skráð­ist með emb­ætt­is­próf frá laga­deild Háskóla Íslands 1991 og sér­hæfði sig í Evr­ópu­rétti. Hann starf­aði í utan­rík­is­þjón­ust­unni að Evr­ópu-, við­skipta- og varn­ar­málum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lög­mennsku þar til hann tók sæti á Alþingi.

Hann hefur und­an­farið gengt starfi vara­fram­kvæmda­stjóra Upp­bygg­ing­ar­sjóðs EES. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hann: „Ég tek við nýju starfi hér í Brus­sel 1. jan­úar nk, þegar ég tek sæti í stjórn Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ES­A), sem hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins á Íslandi, Liechten­stein og Nor­egi og gætir þess að þau upp­fylli skuld­bind­ingar sínar sem þátt­tak­endur á innri mark­aði Evr­ópu. 

Ég er afskap­lega stoltur og þakk­látur fyrir að hafa verið treyst fyrir þessu mik­il­væga verk­efni og hlakka til að takast á ný við verk­efni á sviði Evr­ópu­rétt­ar.“

Eft­ir­lits­stofnun EFTA hefur eft­ir­lit með fram­kvæmd EES-­samn­ings­ins í EFTA-­ríkj­un­um, sem aðild eiga að EES-­samn­ingn­um, og gætir þess að þau upp­fylli skuld­bind­ingar sínar sem þátt­tak­endur á innri mark­aði Evr­ópu.  Stofn­unin hefur einnig ákveðnar eft­ir­lits­heim­ildir á sviði sam­keppn­is­mála og gætir að því að rík­is­að­stoð raski ekki virkri sam­keppni á mark­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent