Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Þorvaldur Gylfason
Þorvaldur Gylfason
Auglýsing


Vís­inda­starf grund­vall­ast á frelsi vís­inda­manna til að velja sín við­fangs­efni og rann­saka þau af hlut­lægni með við­ur­kenndum þekk­ing­ar­að­ferð­um. Skipu­lögð gagn­rýni gagn­vart eigin nið­ur­stöðum og ann­arra er órjúf­an­legur hluti af nálgun vís­ind­anna. Hæfni ein­stak­linga til starfa á vís­inda­legum vett­vangi, þar með talið rit­stjórn­ar­starfa, ber einkum að meta útfrá þekk­ingu, reynslu og árangri þeirra í vís­indum og fræð­um. Vís­inda­menn geta vissu­lega verið virkir þátt­tak­endur á ýmsum sviðum sam­fé­lags­ins, þar með talið á vett­vangi stjórn­mál­anna, og í ýmsum til­vikum er virk sam­fé­lags­þátt­taka þeirra ávinn­ingur fyrir vís­inda­starfið um leið og vís­inda­starfið færir sam­fé­lag­inu marg­hátt­aðan ávinn­ing í formi nýrrar þekk­ingar og bættra vinnu­bragða. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu stjórnar Félags pró­fess­ora við rík­is­há­skóla vegna ráðn­ingar rit­stjóra fræði­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review í dag. 

„Þor­valdur Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor er í hópi afkasta­mestu vís­inda­manna hér­lendis og nýtur alþjóð­legrar við­ur­kenn­ingar fyrir vís­inda­störf sín. Hann hefur samið og rit­stýrt, ýmist einn eða með öðrum, alls 20 bókum á ensku, íslensku og sænsku, og er auk þess höf­undur mik­ils fjölda vís­inda­rit­gerða um hag­fræði, efna­hags­mál og stefnu­mótun í inn­lendum og erlendum vís­inda­tíma­ritum og fræði­legum bóka­köfl­um. Þor­valdur hefur umfangs­mikla reynslu af vís­inda- og sér­fræði­störfum innan og utan háskóla og hefur meðal ann­ars verið rit­stjóri fræði­tíma­rits­ins European Economic Revi­ew, aðstoð­ar­rit­stjóri tíma­rits­ins Macroeconomic Dyna­mics, og setið í rit­stjórnum tíma­rit­anna Scand­in­av­ian Journal of Economics, og Japan and the World Economy,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þá kemur fram að Nor­dic Economic Policy Review sé fræði­tíma­rit gefið út af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Til­gangur þess sé að gera hag­fræði­rann­sóknir aðgengi­legar stjórn­völdum í tengslum við stefnu­mót­un, jafn­framt því að miðla nor­rænni þekk­ingu og reynslu af hag­stjórn og efna­hags­málum til umheims­ins. Áform í stýri­hópi fræði­tíma­rits­ins, um að Þor­valdur tæki að sér rit­stjórn þess, hafi byggt á mati á hinum mikla árangri hans í vís­inda­starfi, en vís­inda­starf Þor­valds falli innan efn­is­sviðs tíma­rits­ins. And­staða og synjun íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins á ráðn­ingu Þor­valds, eftir að honum hafði verið boðið starf­ið, hafi byggt að sögn ráðu­neyt­is­ins á því að hann væri of póli­tískt virkur til að taka að sér rit­stjórn­ina. 

„Fé­lag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla mót­mælir harð­lega hinum póli­tísku afskiptum íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins af ráðn­ing­ar­málum tíma­rits­ins. Þessi afskipti skortir mál­efna­legan grund­völl og afhjúpa skiln­ing­leysi á vís­inda­starf­semi. Þau setja hið nor­ræna tíma­rit niður og eru ráðu­neyt­inu til álits­hnekk­is. Íslenskt sam­fé­lag þarf síst á því að halda að stjórn­völd leggi stein í götu vís­inda­manna sem fal­ast er eftir til starfa í krafti þekk­ingar sinn­ar,“ segir að lokum í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent