Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.

Þorvaldur Gylfason
Þorvaldur Gylfason
Auglýsing


Vís­inda­starf grund­vall­ast á frelsi vís­inda­manna til að velja sín við­fangs­efni og rann­saka þau af hlut­lægni með við­ur­kenndum þekk­ing­ar­að­ferð­um. Skipu­lögð gagn­rýni gagn­vart eigin nið­ur­stöðum og ann­arra er órjúf­an­legur hluti af nálgun vís­ind­anna. Hæfni ein­stak­linga til starfa á vís­inda­legum vett­vangi, þar með talið rit­stjórn­ar­starfa, ber einkum að meta útfrá þekk­ingu, reynslu og árangri þeirra í vís­indum og fræð­um. Vís­inda­menn geta vissu­lega verið virkir þátt­tak­endur á ýmsum sviðum sam­fé­lags­ins, þar með talið á vett­vangi stjórn­mál­anna, og í ýmsum til­vikum er virk sam­fé­lags­þátt­taka þeirra ávinn­ingur fyrir vís­inda­starfið um leið og vís­inda­starfið færir sam­fé­lag­inu marg­hátt­aðan ávinn­ing í formi nýrrar þekk­ingar og bættra vinnu­bragða. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu stjórnar Félags pró­fess­ora við rík­is­há­skóla vegna ráðn­ingar rit­stjóra fræði­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Review í dag. 

„Þor­valdur Gylfa­son hag­fræði­pró­fessor er í hópi afkasta­mestu vís­inda­manna hér­lendis og nýtur alþjóð­legrar við­ur­kenn­ingar fyrir vís­inda­störf sín. Hann hefur samið og rit­stýrt, ýmist einn eða með öðrum, alls 20 bókum á ensku, íslensku og sænsku, og er auk þess höf­undur mik­ils fjölda vís­inda­rit­gerða um hag­fræði, efna­hags­mál og stefnu­mótun í inn­lendum og erlendum vís­inda­tíma­ritum og fræði­legum bóka­köfl­um. Þor­valdur hefur umfangs­mikla reynslu af vís­inda- og sér­fræði­störfum innan og utan háskóla og hefur meðal ann­ars verið rit­stjóri fræði­tíma­rits­ins European Economic Revi­ew, aðstoð­ar­rit­stjóri tíma­rits­ins Macroeconomic Dyna­mics, og setið í rit­stjórnum tíma­rit­anna Scand­in­av­ian Journal of Economics, og Japan and the World Economy,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þá kemur fram að Nor­dic Economic Policy Review sé fræði­tíma­rit gefið út af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Til­gangur þess sé að gera hag­fræði­rann­sóknir aðgengi­legar stjórn­völdum í tengslum við stefnu­mót­un, jafn­framt því að miðla nor­rænni þekk­ingu og reynslu af hag­stjórn og efna­hags­málum til umheims­ins. Áform í stýri­hópi fræði­tíma­rits­ins, um að Þor­valdur tæki að sér rit­stjórn þess, hafi byggt á mati á hinum mikla árangri hans í vís­inda­starfi, en vís­inda­starf Þor­valds falli innan efn­is­sviðs tíma­rits­ins. And­staða og synjun íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins á ráðn­ingu Þor­valds, eftir að honum hafði verið boðið starf­ið, hafi byggt að sögn ráðu­neyt­is­ins á því að hann væri of póli­tískt virkur til að taka að sér rit­stjórn­ina. 

„Fé­lag pró­fess­ora við rík­is­há­skóla mót­mælir harð­lega hinum póli­tísku afskiptum íslenska fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins af ráðn­ing­ar­málum tíma­rits­ins. Þessi afskipti skortir mál­efna­legan grund­völl og afhjúpa skiln­ing­leysi á vís­inda­starf­semi. Þau setja hið nor­ræna tíma­rit niður og eru ráðu­neyt­inu til álits­hnekk­is. Íslenskt sam­fé­lag þarf síst á því að halda að stjórn­völd leggi stein í götu vís­inda­manna sem fal­ast er eftir til starfa í krafti þekk­ingar sinn­ar,“ segir að lokum í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent