Stjórnarráðið

Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagðist ekki telja vafa um lagaheimild vegna sóttvarnahúsa

Lögfræðingur í forsætisráðuneytinu sagði í minnisblaði til forsætisráðherra 29. mars að það léki ekki vafi á því að lagaheimild væri til staðar til þess að skikka fólk í sóttvarnahús, sem Héraðsdómur Reykjavíkur sagði svo að mætti ekki í öllum tilfellum. Nefndarmenn í velferðarnefnd gagnrýna sumir hverjir hvernig málið var unnið og segja eins og lagagrundvöllurinn hafi verið kannaður á seinustu metrunum og ekkert sérlega djúpt, eftir að búið að var að bóka hótel.

Lög­fræð­ingur í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sagði í minn­is­blaði til for­sæt­is­ráð­herra, dag­settu 29. mars, að ekki léki vafi á um hvort laga­heim­ild væri til staðar til þess að skylda til­tekna komu­far­þega hingað til lands til þess að vera í sótt­kví í hús­næði þar sem hægt væri að hafa með þeim eft­ir­lit.

„Það leikur því ekki vafi á því að laga­heim­ild er til staðar að kveða á um að ferða­menn skuli við komu til lands­ins vera í sótt­kví í hús­næði þar sem hægt er að hafa með þeim eft­ir­lit og sem upp­fyllir sótt­varn­ar­kröf­ur. Það breytir ekki þeirri nið­ur­stöðu þótt skil­grein­ing sótt­varna­húss sé full­þröng í 3. mgr. 1. gr. [sótt­varna­laga]. Þar virð­ist nefni­lega ekki gert ráð fyrir þeim mögu­leika að sótt­varna­hús sé notað fyrir alla ferða­menn sem koma til lands­ins frá til­teknum svæð­u­m,“ segir í minn­is­blað­inu, sem er eitt þeirra gagna sem nefnd­ar­menn í vel­ferð­ar­nefnd fengu afhent frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í gær.

Það liggur því fyrir að áður en aðgerð­irnar tóku gildi var komið fram lög­fræði­á­lit þar sem stjórn­völd fengu þau skila­boð að aðgerð­irnar sem boð­aðar voru með reglu­gerð, en Hér­aðs­dómur Reykja­víkur taldi síðar ekki hafa laga­stoð, hefðu stoð í sótt­varna­lög­um.

Seint og lítið spáð í lög­mæt­inu

Nefnd­ar­mönnum í vel­ferð­ar­nefnd sem Kjarn­inn hefur rætt við í morgun þykir þó sumum seint hafa verið farið af stað í þann leið­angur að kanna hvort aðgerð­irn­ar, sem sam­þykktar voru á rík­is­stjórn­ar­fundi 23. mars og útfærðar í reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, væru lög­leg­ar.

Bæði Hall­dóra Mog­en­sen þing­maður Pírata og Vil­hjálmur Árna­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks eru á þeirri skoðun að yfir­völd hefðu þurft að kanna bæði fyrr og nánar hvort skot­helt væri að það stæð­ist lögin að skikka alla þá sem hingað til lands komu frá ákveðnum svæðum þar sem far­ald­ur­inn hefur verið í hvað öru­stum vexti, til þess að vera í sótt­varna­húsi í sótt­kví.

Auglýsing

Hall­dóra seg­ist í raun ekki skilja af hverju það hafi ekki verið betur kann­að. Ef önnur gögn sem vel­ferð­ar­nefnd hafi fengið afhent í gær séu skoðuð sjá­ist að innan stjórn­sýsl­unnar hafi und­ir­bún­ingur aðgerð­anna verið í fullum gangi. Athyglin hafi verið á útfærsl­unni, hvar skyldi leigja hótel og hvernig skyldi skipu­leggja það mikla verk­efni sem hin nýja útfærsla sótt­varna­hús­anna var.

„Það virð­ist vera rör­sýn,“ segir Hall­dóra. „Þau gleyma sér í útfærslu fram­kvæmd­ar­innar og stoppa ekk­ert,“ en hún segir af gögn­unum að dæma hafi verkið verið unnið í nánu sam­starfi þriggja ráðu­neyta; heil­brigð­is­ráðu­neyt­is, dóms­mála­ráðu­neytis og for­sæt­is­ráðu­neyt­is.

„Verk­stjórnin virð­ist dálítið hafa brugð­ist hjá öllum þessum þremur ráð­herr­um. Þetta er sam­eig­in­legt klúður og mér þykir per­sónu­lega dálítið skrítið að fyrir svona risa­stórt verk­efni og svona frels­is­skerð­ingu að þau hafi bara fengið álit frá einum lög­fræð­ingi í for­sæt­is­ráðu­neyt­in­u,“ segir Hall­dóra og nefnir að ef hún sjálf hefði verið að útfæra aðgerð sem þessa hefði hún viljað hafa ítar­legri laga­lega bak­trygg­ingu en eitt álit sem komið hafi fram ein­ungis tveimur dögum áður en aðgerð­irnar tóku gildi.

Auglýsing

Vil­hjálmur tekur í svip­aðan streng, en tekur reyndar fram að hann sé ekki búinn að lesa sig í gegnum öll gögnin sem nefnd­ar­menn­irnir fengu sem áður segir frá ráðu­neyt­inu í gær eftir tölu­vert japl, jaml og fuð­ur.

„Það er ekki mikið verið að pæla hvort þetta stand­ist lög,“ segir Vil­hjálmur og lýsir reyndar rök­stuðn­ingi yfir­valda fyrir nauð­syn þeirrar aðgerðar að skylda hluta ferða­langa í sótt­varn­ar­hús sem svo að þær séu í „vé­frétta­stíl“. Hann saknar þess að ítar­legri rök­stuðn­ingur hafi verið færður fram um það hverjir hafi verið að brjóta sótt­kví og hversu lík­legt sé að ein­hverjir ákveðnir hópar brjóti sótt­kví.

Kalla eftir frek­ari gögnum

Vil­hjálmur segir að hann telji að ein­hver frek­ari gögn um und­ir­bún­ing þess­arar aðgerðar liggi fyrir í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og hefur kallað eftir því að þau verði lögð fram. Hann seg­ist þó ekki viss um á hvaða stigi máls þau ráðu­neyti hafi farið yfir mál­ið.

Hann reiknar með því að vel­ferð­ar­nefnd muni birta þessi gögn á ein­hvern hátt, en nefnd­ar­menn fengu gögnin í hendur í gær og virð­ast sumir vera eitt­hvað óvissir um hverju þeir nákvæm­lega megi deila með blaða­mönnum sem hringja for­vitnir og spyrja spurn­inga, enda ekki með aðgang að þessum sömu gögn­um, sem njóta und­an­þágu frá upp­lýs­inga­lögum þar sem þau voru tekin saman fyrir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Helga Vala Helga­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­innar og þing­maður Sam­fylk­ing­ar, segir að beðið sé eftir leyfi til þess að birta gögnin sem um ræðir á opin­berum vett­vangi, en auk þessa minn­is­blaðs lög­fræð­ings í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem áður hefur verið vísað til er um að ræða minn­is­blað frá heil­brigð­is­ráð­herra til rík­is­stjórnar og sam­eig­in­legt minn­is­blað þriggja ráð­herra til rík­is­stjórnar um opin­berar sótt­varna­ráð­staf­anir á landa­mær­um.

Auglýsing

Í gögn­unum eru sam­kvæmt því sem nefnd­ar­menn segja við Kjarn­ann ein­hver tölvu­póst­sam­skipti frá emb­ætt­is­mönnum sem eru að vinna sína vinnu og segir Hall­dóra Mog­en­sen að hún telji að það þurfi ein­fald­lega að afmá nöfn emb­ætt­is­manna úr gögn­unum áður en þau sé hægt að birta að fullu opin­ber­lega.

Ólafi óraði ekki fyrir því að laga­stoð myndi skorta

Ólafur Þór Gunn­ar­son þing­maður Vinstri grænna segir að hann hafi ekki lesið í gegnum gögn­in, en að honum sjálfum hafi ekki órað fyrir öðru en að sótt­varn­ar­lög­in, sem hann mælti fyrir breyt­ingum á fyrr í vet­ur, fælu í sér heim­ildir til þess að ráð­ast í aðgerðir eins og þær sem farið var í 1. apríl en hafa nú verið aðlag­aðar að nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur.

Hann segir að í 12., 13. og 14. gr. sótt­varn­ar­lag­anna komi fram að sótt­varna­læknir og þar með yfir­völd hafi ríkar heim­ildir til að grípa til þeirra aðgerða sem nauð­syn­legt er talið að grípa varð­andi sótt­varnir hverju sinni.

Í úrskurði Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hafi skil­grein­ing lag­anna á því hvað telj­ist sótt­varn­ar­hús og fyrir hverja þau séu, verið „túlkuð þröng­t.“

„Mig óraði ekki fyrir því að þetta gæti orðið túlk­un­in,“ segir Ólafur Þór og segir miður að ekki haf­ist fengið efni­leg nið­ur­staða um málið í Lands­rétti, en þar var kæru yfir­valda vísað frá.

„Það er nátt­úr­lega aldrei hægt að spyrja dóm­stóla álits fyr­ir­fram,“ segir Ólafur Þór en bætir við að hann hafi verið „með nefið mikið í sótt­varna­mál­um“ sem fram­sögu­maður nefnd­ar­inn­ar. Hann hafi talið að reglu­gerð­ar­heim­ildir ráð­herra sam­kvæmt lög­unum væru það ríku­legar að laga­stoð hefði átt að vera til stað­ar.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Í upp­haf­legri útgáfu frétt­ar­innar sagði að minn­is­blaðið frá 29. mars hefði verið sett fram af hálfu skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Það er ekki rétt og hefur verið leið­rétt. Minn­is­blaðið var sett fram í nafni eins lög­fræð­ings sem starfar fyrir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Fyr­ir­sögn frétt­ar­inn­ar, und­ir­fyr­ir­sögn og texta í meg­in­máli eftir því sem á við hefur verið breytt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar