Það skiptir (ekki) máli hver stjórnar

Hans Miniar Jónsson segir að ef við viljum minnka spillingu þurfi að dreifa völdum á fleiri herðar og takmarka þann tíma sem fólk situr við völdin. Þá þurfi úrræði til þess að setja valdhöfum stólinn fyrir dyrnar.

Auglýsing

Flest okkar greiða atkvæði í kosn­ingum með að minnsta kosti örlít­inn vott af von í hjarta að í þetta skiptið muni nið­ur­stöð­urnar verða til þess að eitt­hvað breyt­ist, eitt­hvað verði betra en áður, jafn­vel þau okkar sem kusu þann flokk sem þú per­sónu­lega ert á móti. Við viljum öll trúa því að mann­eskj­urnar sem við höfum lagt okkar traust á séu þeim mann­kostum gæddar að standa við gefin lof­orð og gera lífið okkar betra.

En svo ger­ist það, eftir kosn­ing­ar, að við verðum mörg fyrir von­brigðum eina ferð­ina enn, líka þau okkar sem að kusu flokk­inn sem þú per­sónu­lega ert fylgj­andi.

Frasar á borð við „sami rass­inn undir þeim öll­um” og „gleyma gras­rót­inni um leið og þau kom­ast í þægi­lega inni­vinnu” og „það skiptir ekki máli hvern kvár kýs” fara að heyr­ast og við spyrjum okkur hvernig fólk getur logið svona að okkur og svo svikið okkur strax dag­inn eftir eins og ekk­ert sé.

Við erum engan veg­inn fyrst til að spyrja okkur sjálf að þessu og ef ekk­ert breyt­ist verðum við ekki hin síð­ustu til að gera það.

Það er einn enn frasi sem að sést oft í þessu sam­hengi og kemur hann í alls­konar útgáfum en má ein­falda niður í tvö orð; „valdið spill­ir” og þessi frasi kemst ansi nálægt sann­leik­an­um.

Auglýsing
Spilling verður nefni­lega ekki til vegna þess að ein­stak­lingar sem að eru að eðl­is­fari spilltir fái aðgengi að völd­um, heldur erum við mann­eskj­urnar breyskar og völd hafa áhrif á það hvernig við sjáum okkur sjálf og hvert ann­að.

Spill­ing er óheið­ar­legt athæfi vald­hafa þar sem þau beita sér fyrir per­sónu­legum hags­munum sínum eða fólki nátengt sjálfu sér. Þessir hags­munir þurfa ekki endi­lega að vera fjár­munir en það er auð­veld­ara að benda á aug­ljósa spill­ingu þegar aðgerðir mann­eskju í valda­stöðu veitir nátengdum aðila fjár­hags­legan gróða sér­stak­lega þegar sá ein­stak­lingur er tekin fram fyrir aðra aðila eða sam­tök almenn­ings.

Það er auð­velt að per­sónu­gera spill­ingu eins og aðra ofbeld­is­hegðun með því að benda á ein­stak­ling­inn og segja að hán sé eitt ástæðan fyrir því að slíkt ger­ist, en því miður er vanda­málið flókn­ara.

Það þýðir alls ekki að hin spilltu séu þar með afsök­uð, alls ekki, en við verðum að skoða áhrif valds á mann­eskjur ef við eigum að raun­veru­lega sporna við spill­ingu.

Stað­reyndin er sú að þegar fólk sér sig sem yfir annað fólk haft, sem öðrum æðri, þá er erf­ið­ara að skilja annað fólk.

Þetta hefur verið rann­sakað og á við um okkur öll hvort svo sem við fæð­umst með silf­ur­skeið í munni eða alls­laus.

Með því að horfa niður á fólk þá missum við get­una til að finna til sam­úðar og sam­kenndar með því.

Okkur hætti einnig til þess að vilja trúa því afar heitt að ver­öldin sé að eðl­is­fari svo sann­gjörn að líkt og Ösku­buska þá munum við öðl­ast völd og auð­sæld ef við erum hjarta­hrein og að þau okkar sem upp­skeri vol­æði hljóti þar af leið­andi að eiga það skilið ein­hverra hluta vegna.

Hvoru tveggja þess­ara eru sál­fræði­legir þættir sem hafa áhrif á mann­eskj­ur.

Ekk­ert okkar er með öllu ónæmt fyrir áhrifum valda, jafn­vel ef sum okkar eru dug­leg að tala sig niður og segj­ast ekki vera öðrum betra með beinum hætti, en stundum tala þau þó um skiln­ings­leysi, öfund, og lélega þekk­ingu ann­ara sem ástæðu þess að þau hljóti gagn­rýni.

Flest okkar hafa orðið vitni af því hvernig sumt fólk mis­beitir þeim smá­völdum sem fást af því einu að fá að hafa umsjón með fés­bók­ar­hópi og virð­ast umbreyt­ast í allt aðra per­sónu en áður var.

Auglýsing
Sumt fólk er dug­legra að fela þessi áhrif eða að setja þau í fal­legan bún­ing og sumt fólk getur þolað meiri völd eða lengri tíma með þau áður en völdin fara að hafa telj­an­leg áhrif á hegð­un.

Sumt fólk er dug­legt að spyrna við þessum áhrifum og forð­ast í lengstu lög að setja sig í aðstæður þar sem það gæti mis­beitt völdum sín­um.

Samt sem áður þarf ég að end­ur­taka þá ein­földu stað­reynd að ekk­ert okkar er ónæmt fyrir þessum áhrif­um.

Því meiri völd og því lengri tíma sem við höfum þau því meiri áhrif hafa þau á getu okkar til þess að yfir höfuð sjá aðrar mann­eskjur sem mann­eskj­ur.

Því hærra sem við erum sett og því færri afleið­ingar sem við þurfum að þola því auð­veld­ara verður það að rétt­læta mis­beit­ingu valda.

Því meira sem við sjáum okkur sjálf sem leið­toga, sem bjarg­vætti, sem ómissandi af einni ástæðu eða ann­arri, því meira getum við sann­fært okkur sjálf um að það sé ekk­ert athuga­vert við að við höfum þessi völd og beitum þeim ein­fald­lega eins og okkur sýn­ist.

Alþing­is­menn­ingin okkar aug­sjá­an­lega ýtir undir þetta. Hátt­virt og hæst­virt prúð­búin þing­fólk og ráð­herrar sem sum hver sitja bæði í hlut­verki fram­kvæmd­ar­valds og lög­gjaf­ar­valds og hafa setið þar árum saman eru lík­leg­ast ekki að fara að breyta þeim kerfum sem veita þeim þau völd og þá upp­hefð sem gera þau almenn­ingi æðri, né eru þau lík­leg til að ganga hags­muna almenn­ings.

Valdið ein­fald­lega býður ekki upp á það, og því miður er ekki nóg að breyta um nöfnin sem sitja í þessum stól­um.

Ef við viljum raun­veru­lega minnkun á spill­ingu þá þurfum við að dreifa völd­unum á fleiri herðar og tak­marka þann tíma sem fólk situr við völd­in. Við þurfum úrræði til þess að setja vald­höfum stól­inn fyrir dyrnar og stöðva þau þegar þau ganga gegn hags­munum almenn­ings. Við þurfum að breyta menn­ing­unni, breyta kerf­inu, og breyta vald­inu.

Ef við gerum það ekki þá er ein­fald­lega spurn­ing um tíma þar til við sitjum uppi með sama vanda­mál af sömu ástæðum og við gerum í dag.

Það er engin ein­föld lausn sem mun laga þetta allt á einu kjör­tíma­bili og þetta er ekki sexí sem kosn­inga­lof­orð, en fyrsta skrefið væri hægt að taka með stjórn­ar­skránni okk­ar.

Það skiptir nefni­lega ekki máli hver fer með valdið ef við breytum ekki hvernig er farið með vald­ið. 

Höf­undur er öryrki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar