Um kerfisbundinn rasisma og lögregluna!

Sema Erla Serdar segir að lögreglan verði fyrst að losa sig við rasistana innan sinna raða áður en Íslendingar geti tekið samtalið og útrýmt kerfisbundnum rasisma í sameiningu.

Auglýsing

Árið 2020 sagði Justin Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, að kerf­is­bund­inn ras­isma megi finna í öllum stofn­unum í Kana­da, þar á meðal lög­regl­unni. Sú yfir­lýs­ing kom í kjöl­far þess að alrík­is­lög­reglu­stjór­inn þar í landi lýsti því yfir opin­ber­lega að kerf­is­bund­inn ras­ismi væri ekki vanda­mál innan lög­regl­unn­ar, stuttu eftir að George Floyd var drep­inn af lög­reglu­manni.

Það var ekki auð­velt fyrir Tru­deau að við­ur­kenna að rík­is­stjórn hans „sem reynir að vera fram­sækin og opin og reynir að verja minni­hluta­hópa sé sek um kerf­is­bund­inn ras­isma.“ Tru­deau vissi hins vegar að fyrsta skrefið í því að takast á við vanda eins og kerf­is­bund­inn ras­isma er að við­ur­kenna að vand­inn sé til stað­ar, horfast í augu við hann og grípa svo til aðgerða til þess að útrýma hon­um.

Með kerf­is­bundnum ras­isma er átt við að kyn­þátta­for­dóma megi finna í lög­gjöf, reglu­verki og verk­lagi stofn­ana og sam­taka í sam­fé­lag­inu. Það birt­ist síðan í verki sem mis­munun vegna húð­lit­ar, upp­runa og menn­ing­ar, til dæmis í heil­brigð­is­þjón­ustu, hús­næð­is­mál­un, mennt­un, atvinnu og rétt­ar­kerf­inu.

Auglýsing

Innan lög­regl­unnar birt­ist kerf­is­bund­inn ras­ismi til dæmis í hegð­un, fram­komu, vinnu­lagi og þjón­ustu við fólk og því hvernig hún er mis­mun­andi eftir húð­lit, upp­runa eða öðrum per­sónu­ein­kenn­um. Með því er til dæmis átt við að hegðun og við­brögð lög­reglu­þjóna við atvikum eru mis­mun­andi eftir húð­lit eða upp­runa fólks­ins sem óskar eftir aðstoð eða er ástæða þess að óskað er eftir aðstoð og fram­koma lög­regl­unnar er nei­kvæð­ari og við­brögðin verri ef fólkið deilir ekki per­sónu­ein­kenn­um, eins og húð­lit, með þeim og/eða meiri­hluta sam­fé­lags­ins.

Kerf­is­bund­inn ras­ismi lög­regl­unnar birt­ist einnig í ster­eótýpum um til dæmis glæpa­menn og hryðju­verka­menn og hvernig fólk er grunað um glæpi ein­ungis vegna húð­lit­ar, útlits eða ann­arra mis­mun­ar­þátta. Það á einnig við þegar ráð­ist er til atlögu gegn fólki og það jafn­vel hand­tekið ein­ungis vegna þess að það hefur sama húð­lit og jafn­vel svipuð útlitsein­kenni og ein­hver sem lög­reglan leitar af.

Að gefa sér ein­ungis slíkar sterótýpískar for­sendur og rétt­læta ein­hvers konar aðgerðir eða afskipti af ein­stak­lingi eða hópi fólks vegna þeirra, og ein­gögnu þeirra, kall­ast raci­al-profil­ing, sem á íslensku mætti kalla kyn­þátta­mið­aða grein­ingu.

Hluti af hinum kerf­is­bundna ras­isma er svo að leyfa slíkri fram­komu og vinnu­brögðum að við­gang­ast og/eða hunsa það og neita að horfast í augu við að slíkt við­gang­ist innan lög­gæsl­unn­ar. Að afsaka slíka hegðun er líka hluti af vanda­mál­inu.

Þessi kerf­is­bundni ras­ismi verður til þess að minni­hluta­hópar treysta ekki lög­reglu, fólk sem ekki er hvítt á lit­inn lifir í stöð­ugum ótta við lög­reglu­yf­ir­völd og leggur sig mark­vist fram um að verða ekki á vegi yfir­valda því það getur kostað fólk líf­ið. Sama fólk er einnig ólík­legt til þess að óska eftir aðstoð lög­reglu ef það þarf á henni að halda.

Mun­ur­inn á „racial profil­ing“ og „crim­inal profil­ing“

Margir hafa furðað sig á þeirri gagn­rýni sem lög­reglan hefur setið undir eftir að hún gerði atlögu að ungum dreng, í tvígang, eftir að hafa fengið ábend­ingu um að um væri að ræða ungan mann sem var eft­ir­lýstur af lög­reglu. Einu for­send­urnar sem þeir sem til­kynntu hann höfðu eru húð­litur hans og hár­greiðsla. Lög­reglan hafði ekki heldur neinar aðrar for­sendur en ákveða samt að ráð­ast til atlögu og gera sig lík­lega til þess að hand­taka dreng­inn, í annað skiptið með aðstoð sér­sveitar lög­regl­unn­ar.

Það er „racial profil­ing“.

Það er mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á „racial profil­ing“ og „crim­inal profil­ing“, eða afbrota­mið­aðri grein­ingu, af hálfu lög­regl­unn­ar, en afbrota­miðuð greinin byggir á raun­veru­legri hegðun og/eða upp­lýs­ingum um grun­sam­legt athæfi af hálfu ein­stak­lings sem passar við lýs­ingu á ein­stak­lingi sem lög­reglan hefur lýst eft­ir. Það er því ein­hver rök­studdur grunur að baki grein­ing­ar­inn­ar, ekki bara per­sónu­ein­kenni.

Hið síð­ar­nefnda á ekki við um ungan dreng í strætó eða í bak­aríi með móður sinni.

Skortur á mennt­un, næmi og með­vit­und

Þegar lög­reglan fer í aðgerð vegna heim­il­is­of­beldis og hún veit að það er barn inni á heim­il­inu fer hún eftir ákveðnu verk­lagi með það að mark­miði að aðgerðin komi með sem minnstum hætti niður á barn­inu, því til vernd­ar. Það er til komið vegna mennt­unar og þekk­ing­ar.

Ef lög­reglan fengi sam­bæri­lega menntun í fjöl­menn­ing­ar­fræð­um, menn­ing­ar­næmi og gagn­rýnum kyn­þátta­fræðum þá væri til staðar mik­il­væg með­vit­und þegar farið er í aðgerðir sem snúa að minni­hluta­hópum þar sem hugað væri að því hvaða afleið­ingar aðgerðin getur haft á þá sem lög­reglan fer til móts við.

Þá væri til staðar verk­lag sem stuðl­aði að því að minnka skað­ann sem aðgerðin gæti haft á ein­stak­ling­inn eða hóp­inn, traust hans til lög­reglu­yf­ir­valda, útsetn­ingu fyrir jað­ar­setn­ingu og sjálfs­vit­und. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt þegar um ungt fólk er að ræða.

Ég þori að full­yrða að ef þessi með­vit­und og næmi væri til staðar hjá lög­reglu­yf­ir­völdum hefðu aðgerðir lög­reglu síð­ustu daga ekki verið með sama hætti.

Það er því fyrst og fremst ámæl­is­vert að eng­inn rök­stuðn­ingur liggur að baki ákvörð­unar lög­reglu um að grípa til aðgerða með sér­sveit­inni og fram­kvæmd aðgerð­inn­ar.

Ég neita því að sam­þykkja orð rík­is­lög­reglu­stjóra um að lög­reglan hafi gert allt rétt þegar hún gerði tvisvar sinnum atlögu að sama drengnum eftir að hafa fengið til­kynn­ingu byggða á kyn­þátta­mið­aðri grein­ingu.

Að halda því fram að „ekk­ert hafi verið gert rang­t,“ að ekki hafi verið „neitt merki um ras­isma að ræða“ og að lög­reglan hafi „bara verið að vinna vinn­una sína“ gefur til kynna sama skort á með­vit­und og næmi. Það ber líka merki um þekk­ing­ar­leysi og afneit­un. Það eina sem skiptir máli í þessu sam­hengi er upp­lifun drengs­ins og þær alvar­legu afleið­ingar sem þessar aðgerðir geta haft á hann og hans lífs­gæði. Það var ekki hugað að því.

Að draga úr trausti og trú­verð­ug­leika lög­reglu

Það sem hefur átt sér stað síð­ustu daga er ein af mörgum birt­ing­ar­myndum kerf­is­bund­ins ras­isma hjá lög­regl­unni. Að lokka flótta­menn til sín á fölskum for­sendum og láta sér­sveit­ina hand­taka þá er önn­ur. Lög­regla með hat­ur­s­tákn innan klæða er önnur nýleg birt­ing­ar­mynd. Að leggja niður hat­urs­glæpa­deild­ina og fella niður flestar kærur fyrir hat­urs­orð­ræðu og hat­urs­glæpi er enn önn­ur. Ég gæti haldið áfram en margar af frá­sögn­unum eru ekki mínar að segja frá.

Þegar fréttir bár­ust af því á síð­asta ári að lög­reglu­þjónn bæri hat­ur­s­tákn innan lög­reglu­klæða sagði for­maður land­sam­bands lög­reglu­manna að „lög­reglu­menn væru for­dóma­laus stétt“. Jón Gunn­ars­son, dóms­mála­ráð­herra, hefur nú sagt opin­ber­lega að hann sé algjör­lega sann­færður um að kerf­is­bund­inn ras­ismi sé ekki vanda­mál innan lög­regl­unnar hér á landi. Þessar yfir­lýs­ingar bera vott um ein­fald­leika. Það sem er alvar­legra er að slík yfir­lýs­ing grefur með alvar­legum hætti undan trausti minni­hluta­hópa til lög­regl­unn­ar, því slík yfir­lýs­ing er ósönn.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur sagt að hún ætli að eiga „sam­tal við sam­fé­lagið um for­dóma“. Það er mik­il­vægt að hún byrji sér nær. Fyrsta skrefið er að við­ur­kenna vand­ann eins og Tru­deau til þess að tryggja að sagan end­ur­taki sig ekki. Svo þarf að stór­auka menntun lög­regl­unnar um mál­efni fjöl­menn­ingar og minni­hluta­hópa, það þarf að end­ur­vekja hat­urs­glæpa­deild­ina svo jað­ar­sett fólk geti sótt þá vernd sem það á rétt á til lög­regl­unnar og lög­reglan þarf að losa sig við ras­istana innan þeirra raða.

Svo getum við tekið sam­talið og útrýmt kerf­is­bundnum ras­isma í sam­ein­ingu!

Höf­undur er for­­maður Sol­­aris – hjálp­­­ar­­sam­­taka fyrir hæl­­is­­leit­endur og flótta­­fólk á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar