Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi

Hagfræðingar heildarsamtaka á vinnumarkaði skrifa um mikilvægi öflugs samkeppniseftirlits.

Róbert, Sigríður og Vilhjálmur.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum vikum hefur mikið verið deilt um virði sam­keppn­is­eft­ir­lits fyrir íslenskt sam­fé­lag og hag­sæld í land­inu. Gagn­rýnendur Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafa gengið svo langt að tala fyrir var­an­legri veik­ingu stofn­un­ar­innar með til­heyr­andi aft­ur­för, ójöfn­uði og kjara­skerð­ingu fyrir íslenskan almenn­ing. Í ljósi þessa viljum við, hag­fræð­ingar þriggja heild­ar­sam­taka á vinnu­mark­aði með sam­an­lagt um 175.000 félags­menn, árétta mik­il­vægi sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og virkrar sam­keppni fyrir hag­sæld íslensks launa­fólks og vel­ferð á Íslandi.

Veik­ing Sam­keppn­is­eft­ir­lits vinnur gegn mark­miðum kjara­samn­inga

Eitt af mark­miðum kjara­samn­inga er að stuðla að auknum kaup­mætti launa í land­inu. Veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits vinnur gegn því mark­miði. Aukin fákeppni á mark­aði mun gera atvinnu­rek­endum kleift að auka álagn­ingu í verði vöru- og þjón­ustu á Íslandi og velta kostn­að­ar­hækk­unum m.a. launa­hækk­unum í rík­ari mæli út í verð­lagið en ella. Við aðstæður fákeppni eykst jafn­framt hætta á sam­hæf­ingu keppi­nauta sem birt­ist í hærra verði og auknum hagn­aði á kostnað launa­fólks. Stærri fyr­ir­tæki í fákeppn­is- eða ein­ok­un­ar­stöðu geta jafn­vel staðið í vegi fyrir inn­komu nýrra aðila á markað og þar með unnið gegn fram­þró­un, nýsköpun og auk­inni fram­leiðni á Íslandi. Þetta eru hætt­urnar af veik­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og um þetta eru til fjöl­mörg dæmi í hag­sög­unni.

Auglýsing

Fákeppnin leyn­ist víða á Íslandi

Fákeppni á mark­aði á Íslandi skýrir að hluta af hverju Ísland hefur verið eitt dýrasta land heims um ára­bil. Til dæmis má nefna að árið 2019 voru matur og drykkj­ar­vörur og föt og skór 40% dýr­ari hér á landi en í löndum Evr­ópu og póstur og sími 112% dýr­ari. Íslend­ingar verja þá mun stærri hluta lands­fram­leiðsl­unnar í smá­greiðslu­miðlun og þjón­ustu­gjöld til banka en Danir svo dæmi séu tek­in. For­svars­menn hags­muna­sam­taka á vett­vangi atvinnu­lífs hafa einatt skýrt verð­mun­inn með háu launa­stigi á Íslandi, geng­is­sveiflum og smæð inn­an­lands­mark­aðar ein­göngu. Fákeppni skýrir hins vegar mik­inn hluta af verð­mun­inum og sést það m.a. í því að margar atvinnu­greinar á Íslandi hafa búið við arð­semi eigna upp á tugi pró­senta á árs­grund­velli á síð­ustu árum. Í nýlegri könnun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2020 á þekk­ingu og við­horfum íslenskra fyr­ir­tækja til sam­keppn­is­mála kemur þá fram að 35% stjórn­enda töldu sig verða vara við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu á mark­aði, að nokkru, frekar miklu eða mjög miklu leyti. Þá töldu 28% sig verða vara við ólög­mætt sam­ráð.

Heimild: Hagstofa Íslands

Við verðum að varð­veita þann árangur sem hefur náðst

Mark­aðs­styrkur stór­fyr­ir­tækja á Vest­ur­löndum hefur auk­ist mikið á þess­ari öld með til­heyr­andi ójöfn­uði. Ástæð­urnar eru marg­slungnar en lítil stétt­ar­fé­lags­þátt­taka, kerf­is­bundin veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits og stór­aukin sér­hags­muna­gæsla stórra fyr­ir­tækja leikur þar stórt hlut­verk. Þetta er ein skýr­ing þess að kaup­máttur launa í Banda­ríkj­unum hefur ekki auk­ist í ára­tugi þver­öf­ugt við þróun í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Sterk sam­keppn­is­lög­gjöf hefur leikið lyk­il­hlut­verk í að við­halda kaup­mætti launa í Evr­ópu.

Það eru aðeins rúm 40 ár síðan sett voru lög á Íslandi um verð­lag, sam­keppn­is­hömlur og órétt­mæta við­skipta­hætti og tæp 30 ár frá setn­ingu heild­stæðra sam­keppn­islaga á Íslandi. Fram að þeim tíma höfðu atvinnu­rek­endur á Íslandi barist gegn setn­ingu sam­keppn­is­reglna með kjafti og klóm og stóð sú bar­átta nær alla 20. öld­ina.

Veik­ing sam­keppn­is­eft­ir­lits þjónar helst hags­munum þeirra fyr­ir­tækja sem eru í stöðu til að nýta sér fákeppni til að skara eld að eigin köku. Þótt Sam­keppn­is­eft­ir­litið á Íslandi sé ekki hafið yfir gagn­rýni, þá liggur lausnin ekki í því að veikja það eins og sumir atvinnu­rek­endur vilja, heldur að styrkja það og efla það til að standa vörð um sam­fé­lags­lega hags­muni.

Kaup­máttur launa­fólks á Íslandi hefur tvö­fald­ast á síð­ustu 30 árum. Sá árangur hefði ekki náðst að fullu ef fyr­ir­tæki hefðu haft meiri getu til að stýra verð­lagi á Íslandi í krafti fákeppn­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar