Samkeppniseftirlitið og hagsmunir af beitingu samkeppnislaga

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, fjallar um gagnrýni þeirra sem rannsóknir þess og íhlutanir beinast að.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur vaknað opin­ber umræða um sam­keppn­is­mál og sam­keppn­is­eft­ir­lit. Hefur sú umræða spannað beit­ingu sam­keppn­islaga í land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og versl­un­ar­rekstri, sam­keppni í innviðum fjar­skipta og gagn­rýni á máls­með­ferð og starf­semi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, svo eitt­hvað sé nefnt.

Það ber að fagna því að hér á landi skap­ist umræða um sam­keppn­is­mál og sam­keppn­is­eft­ir­lit. Slík umræða er til þess fallin að skapa meiri þekk­ingu og leiða til umbóta, sé hún byggð á stað­reynd­um. Hafa ber í huga að fákeppni ríkir á mörgum sviðum íslensks atvinnu­lífs og því áríð­andi að skapa þekk­ingu á sam­keppn­is­reglum og eft­ir­liti með þeim.

Þessi umræða dregur líka fram þá miklu hags­muni sem eru í húfi við beit­ingu sam­keppn­islaga. 

Gagn­rýni þeirra sem rann­sóknir og íhlut­anir bein­ast að

Und­an­farna daga hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið einkum verið gagn­rýnt af stjórn­endum fyr­ir­tækja sem hafa sætt íhlut­unum eða rann­sóknum af hálfu eft­ir­lits­ins. Hags­muna­sam­tök hafa einnig fylgt þess­ari gagn­rýni eft­ir. 

Það er skilj­an­legt að fólk í slíkri stöðu sé ósátt við athafnir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Oft eru miklir hags­munir í húfi fyrir þessa stjórn­endur og fyr­ir­tæki þeirra. Eðli máls sam­kvæmt fara hags­munir þeirra oft ekki saman við hags­muni minni fyr­ir­tækja, neyt­enda og efna­hags­lífs­ins. Þess vegna hefur þorri þjóða sett sér sam­keppn­is­reglur og fylgir þeim eftir með svip­uðum hætti og hér á landi.

Það er sömu­leiðis eðli­legt að spurt sé hvort ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins séu óskeik­ul­ar. Svo er auð­vitað ekki, frekar en önnur mann­anna verk. Þess vegna hefur fyr­ir­tækjum sem rann­sókn eða íhlutun bein­ist að verið tryggt ítrasta réttar­ör­yggi. Þannig er eft­ir­litið bundið ströngum reglum um máls­með­ferð, þar sem frum­mat í máli er t.d. ítar­lega kynnt aðilum og þeim gef­inn kostur á að koma sjón­ar­miðum og skýr­ingum á fram­færi áður en ákvörðun er tek­in.

Auglýsing
Á öllum stigum máls­með­ferðar og eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er tekin eiga fyr­ir­tæki þann kost að láta reyna á lög­mæti rann­sóknar eða eða nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins fyr­ir  áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála og/eða dóm­stól­um. Það hafa fyr­ir­tæki gert í ríkum mæli. Fyrir áfrýj­un­ar­nefnd hafa tæp­lega 85% ákvarð­ana Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins verið stað­festar að hluta eða öllu leyti, eða kröfum vísað frá. Þessi hlut­föll gefa til kynna að ákvarð­anir eft­ir­lits­ins hafi í meg­in­at­riðum hlotið braut­ar­gengi, en um leið hafi eft­ir­litið láti reyna á þróun sam­keppn­is­rétt­ar­ins.

Dóm­stólar hafa einnig átt mik­inn þátt í að festa beit­ingu sam­keppn­islaga í sessi hér á landi, sam­an­ber til dæmis nýlega dóma Hæsta­réttar Íslands vegna sam­ráðs­brots Byko og vegna mis­notk­unar Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Þá sjá hvort tveggja Eft­ir­lits­stofnun EFTA og EFTA-­dóm­stóll­inn til þess að beit­ing Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­reglum EES-­samn­ings­ins hér á landi sé í réttu horfi.

Það er því ekk­ert hæft í þeirri órök­studdu gagn­rýni að stjórn­endur fyr­ir­tækja standi ber­skjald­aðir frammi fyrir ákvörð­unum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, eða að þær séu ósann­gjarnar og duttl­unga­full­ar, eins og stundum er haldið fram þegar öðrum rökum er ekki til að dreifa. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur ein­fald­lega ekk­ert svig­rúm til slíkrar hátt­semi.

Hags­munir fyr­ir­tækja og neyt­enda sem bera skaða af sam­keppn­is­hindr­unum

Í nýlegri könn­un, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét gera á meðal rúm­lega 8.000 stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja, kom í ljós að um þriðj­ungur aðspurðra stjórn­enda telur sig verða vara við sam­keppn­islaga­brot á sínum mark­aði. Þannig telja 35% stjórn­enda sig verða vara við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu og 28% telja sig verða vara við ólög­mætt sam­ráð á sínum mark­aði (sjá nánar skýrslu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 3/2020).  

Þessar nið­ur­stöður eru veru­legt áhyggju­efni enda eru slík sam­keppn­islaga­brot til þess fallin að valda almenn­ingi miklu tjóni. Þær varpa líka ljósi á þá gríð­ar­legu hags­muni sem ný og minni fyr­ir­tæki hafa af því að sam­keppn­is­yf­ir­völd stöðvi sam­keppn­islaga­brot og aðrar sam­keppn­is­hindr­an­ir. Alltof lítið hefur verið rætt um hags­muni þessa hóps fyr­ir­tækja á síðum við­skipta­blað­anna að und­an­förnu.

Þessum hópi fyr­ir­tækja, sem vilja að Sam­keppn­is­eft­ir­litið ryðji sam­keppn­is­hindr­unum úr vegi, finnst gjarnan að eft­ir­litið megi gera betur og meira. Á slíka gagn­rýni má oft fall­ast. Stað­reyndin er sú að Sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf oft að for­gangs­raða kvört­unum og hafna eða fresta með­ferð þeirra. 

Nefna má að þann 3. febr­úar sl. birti eft­ir­litið til­kynn­ingu á heima­síðu sinni þar sem greint er frá því að vax­andi fjöldi sam­runa­mála og mál sem tengj­ast við­brögðum við COVID-19 þurfi að njóta for­gangs. Því megi vænta þess að tafir verði á öðrum málum og end­ur­mati á til­efni rann­sókna.

Þessi staða er baga­leg. Hún breytir hins vegar ekki því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið vill áfram vera í góðum sam­skiptum við fyr­ir­tæki sem upp­lifa sam­keppn­is­hindr­anir í starf­semi sinni. Fjölda­mörg dæmi eru um að sam­skipti við slík fyr­ir­tæki hafi orðið til­efni mik­il­vægra úrbóta. Það voru t.d. minni keppi­nautar sem gerðu Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu kleift að stöðva þau sam­keppn­islaga­brot á bygg­inga­vöru­mark­aði og í mjólk­ur­vinnslu sem stað­fest hafa verið af Hæsta­rétti á und­an­förnum vik­um.

Það er því gríð­ar­lega mik­il­vægt að fyr­ir­tæki í þess­ari stöðu haldi áfram að gera Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu við­vart um mögu­leg sam­keppn­islaga­brot. Í því sam­bandi er áríð­andi að þau sjái í gegnum úrtöluraddir hags­muna­afla sem vilja skapa þá ímynd að sam­skipti við eft­ir­litið séu var­huga­verð.

Í þessu efni hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í hyggju að koma á sterkara sam­tali við stjórn­endur fyr­ir­tækja um leiðir til að auð­velda þeim að koma ábend­ingum og kvört­unum á fram­færi og fá við­un­andi úrlausn þeirra.

Þátt­taka eft­ir­lits­ins í opin­berri umræðu er mik­il­væg

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur einnig verið gagn­rýnt fyrir það að taka þátt í umræðu um sam­keppn­is­mál, hvort sem um er að ræða þátt­töku í umræðu um mótun sam­keppn­islaga, umræðu um gagn­rýni á eft­ir­litið eða ann­að. 

Þessu er auðsvar­að. Sam­keppn­is­lög leggja eft­ir­lit­inu ein­fald­lega þær skyldur á herðar að tala fyrir mark­miðum lag­anna, benda stjórn­völdum á leiðir til að auka sam­keppni á mörk­uðum og upp­lýsa um störf sín. Á slíkt málsvara­hlut­verk sér hlið­stæður hjá erlendum syst­ur­stofn­unum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og er í sam­ræmi við til­mæli alþjóða­stofn­ana.

Með þetta í huga bregst Sam­keppn­is­eft­ir­litið oft við gagn­rýni á með­ferð eða ákvarð­anir í ein­stökum málum með því að birta á heima­síðu sinni til­kynn­ingar þar sem veittar eru upp­lýs­ingar um við­kom­andi rann­sókn eða íhlut­un. Ef gagn­rýni byggir ekki á stað­reyndum eða á rangri túlkun á sam­keppn­is­lögum og fyr­ir­mælum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins getur hún haft skað­leg áhrif á sam­keppni og ákvarð­anir fyr­ir­tækja og neyt­enda. Nefna má nokkrar til­kynn­ingar af þessu tagi að und­an­förnu. Á sama hátt beinir eft­ir­litið umsögnum og álitum til stjórn­valda og birtir þær á heima­síðu sinni.

Með þessu vill Sam­keppn­is­eft­ir­litið stuðla að upp­lýstri umræðu um við­kom­andi mál og almanna­hags­muni þeim tengd­um. Um leið vill Sam­keppn­is­eft­ir­litið halda áfram að efla tengsl sín og sam­tal við fyr­ir­tæki, neyt­endur og stjórn­völd. 

Að lokum er áhuga­sömum bent á að nálg­ast má ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi og ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á heima­síðu þess, www.­sam­keppn­i.is.

Höf­undur er for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar