Samkeppniseftirlitið og hagsmunir af beitingu samkeppnislaga

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, fjallar um gagnrýni þeirra sem rannsóknir þess og íhlutanir beinast að.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur vaknað opin­ber umræða um sam­keppn­is­mál og sam­keppn­is­eft­ir­lit. Hefur sú umræða spannað beit­ingu sam­keppn­islaga í land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og versl­un­ar­rekstri, sam­keppni í innviðum fjar­skipta og gagn­rýni á máls­með­ferð og starf­semi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, svo eitt­hvað sé nefnt.

Það ber að fagna því að hér á landi skap­ist umræða um sam­keppn­is­mál og sam­keppn­is­eft­ir­lit. Slík umræða er til þess fallin að skapa meiri þekk­ingu og leiða til umbóta, sé hún byggð á stað­reynd­um. Hafa ber í huga að fákeppni ríkir á mörgum sviðum íslensks atvinnu­lífs og því áríð­andi að skapa þekk­ingu á sam­keppn­is­reglum og eft­ir­liti með þeim.

Þessi umræða dregur líka fram þá miklu hags­muni sem eru í húfi við beit­ingu sam­keppn­islaga. 

Gagn­rýni þeirra sem rann­sóknir og íhlut­anir bein­ast að

Und­an­farna daga hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið einkum verið gagn­rýnt af stjórn­endum fyr­ir­tækja sem hafa sætt íhlut­unum eða rann­sóknum af hálfu eft­ir­lits­ins. Hags­muna­sam­tök hafa einnig fylgt þess­ari gagn­rýni eft­ir. 

Það er skilj­an­legt að fólk í slíkri stöðu sé ósátt við athafnir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Oft eru miklir hags­munir í húfi fyrir þessa stjórn­endur og fyr­ir­tæki þeirra. Eðli máls sam­kvæmt fara hags­munir þeirra oft ekki saman við hags­muni minni fyr­ir­tækja, neyt­enda og efna­hags­lífs­ins. Þess vegna hefur þorri þjóða sett sér sam­keppn­is­reglur og fylgir þeim eftir með svip­uðum hætti og hér á landi.

Það er sömu­leiðis eðli­legt að spurt sé hvort ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins séu óskeik­ul­ar. Svo er auð­vitað ekki, frekar en önnur mann­anna verk. Þess vegna hefur fyr­ir­tækjum sem rann­sókn eða íhlutun bein­ist að verið tryggt ítrasta réttar­ör­yggi. Þannig er eft­ir­litið bundið ströngum reglum um máls­með­ferð, þar sem frum­mat í máli er t.d. ítar­lega kynnt aðilum og þeim gef­inn kostur á að koma sjón­ar­miðum og skýr­ingum á fram­færi áður en ákvörðun er tek­in.

Auglýsing
Á öllum stigum máls­með­ferðar og eftir að ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er tekin eiga fyr­ir­tæki þann kost að láta reyna á lög­mæti rann­sóknar eða eða nið­ur­stöðu eft­ir­lits­ins fyr­ir  áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála og/eða dóm­stól­um. Það hafa fyr­ir­tæki gert í ríkum mæli. Fyrir áfrýj­un­ar­nefnd hafa tæp­lega 85% ákvarð­ana Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins verið stað­festar að hluta eða öllu leyti, eða kröfum vísað frá. Þessi hlut­föll gefa til kynna að ákvarð­anir eft­ir­lits­ins hafi í meg­in­at­riðum hlotið braut­ar­gengi, en um leið hafi eft­ir­litið láti reyna á þróun sam­keppn­is­rétt­ar­ins.

Dóm­stólar hafa einnig átt mik­inn þátt í að festa beit­ingu sam­keppn­islaga í sessi hér á landi, sam­an­ber til dæmis nýlega dóma Hæsta­réttar Íslands vegna sam­ráðs­brots Byko og vegna mis­notk­unar Mjólk­ur­sam­söl­unnar á mark­aðs­ráð­andi stöðu.

Þá sjá hvort tveggja Eft­ir­lits­stofnun EFTA og EFTA-­dóm­stóll­inn til þess að beit­ing Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sam­keppn­is­reglum EES-­samn­ings­ins hér á landi sé í réttu horfi.

Það er því ekk­ert hæft í þeirri órök­studdu gagn­rýni að stjórn­endur fyr­ir­tækja standi ber­skjald­aðir frammi fyrir ákvörð­unum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, eða að þær séu ósann­gjarnar og duttl­unga­full­ar, eins og stundum er haldið fram þegar öðrum rökum er ekki til að dreifa. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur ein­fald­lega ekk­ert svig­rúm til slíkrar hátt­semi.

Hags­munir fyr­ir­tækja og neyt­enda sem bera skaða af sam­keppn­is­hindr­unum

Í nýlegri könn­un, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét gera á meðal rúm­lega 8.000 stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja, kom í ljós að um þriðj­ungur aðspurðra stjórn­enda telur sig verða vara við sam­keppn­islaga­brot á sínum mark­aði. Þannig telja 35% stjórn­enda sig verða vara við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu og 28% telja sig verða vara við ólög­mætt sam­ráð á sínum mark­aði (sjá nánar skýrslu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins nr. 3/2020).  

Þessar nið­ur­stöður eru veru­legt áhyggju­efni enda eru slík sam­keppn­islaga­brot til þess fallin að valda almenn­ingi miklu tjóni. Þær varpa líka ljósi á þá gríð­ar­legu hags­muni sem ný og minni fyr­ir­tæki hafa af því að sam­keppn­is­yf­ir­völd stöðvi sam­keppn­islaga­brot og aðrar sam­keppn­is­hindr­an­ir. Alltof lítið hefur verið rætt um hags­muni þessa hóps fyr­ir­tækja á síðum við­skipta­blað­anna að und­an­förnu.

Þessum hópi fyr­ir­tækja, sem vilja að Sam­keppn­is­eft­ir­litið ryðji sam­keppn­is­hindr­unum úr vegi, finnst gjarnan að eft­ir­litið megi gera betur og meira. Á slíka gagn­rýni má oft fall­ast. Stað­reyndin er sú að Sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf oft að for­gangs­raða kvört­unum og hafna eða fresta með­ferð þeirra. 

Nefna má að þann 3. febr­úar sl. birti eft­ir­litið til­kynn­ingu á heima­síðu sinni þar sem greint er frá því að vax­andi fjöldi sam­runa­mála og mál sem tengj­ast við­brögðum við COVID-19 þurfi að njóta for­gangs. Því megi vænta þess að tafir verði á öðrum málum og end­ur­mati á til­efni rann­sókna.

Þessi staða er baga­leg. Hún breytir hins vegar ekki því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið vill áfram vera í góðum sam­skiptum við fyr­ir­tæki sem upp­lifa sam­keppn­is­hindr­anir í starf­semi sinni. Fjölda­mörg dæmi eru um að sam­skipti við slík fyr­ir­tæki hafi orðið til­efni mik­il­vægra úrbóta. Það voru t.d. minni keppi­nautar sem gerðu Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu kleift að stöðva þau sam­keppn­islaga­brot á bygg­inga­vöru­mark­aði og í mjólk­ur­vinnslu sem stað­fest hafa verið af Hæsta­rétti á und­an­förnum vik­um.

Það er því gríð­ar­lega mik­il­vægt að fyr­ir­tæki í þess­ari stöðu haldi áfram að gera Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu við­vart um mögu­leg sam­keppn­islaga­brot. Í því sam­bandi er áríð­andi að þau sjái í gegnum úrtöluraddir hags­muna­afla sem vilja skapa þá ímynd að sam­skipti við eft­ir­litið séu var­huga­verð.

Í þessu efni hefur Sam­keppn­is­eft­ir­litið í hyggju að koma á sterkara sam­tali við stjórn­endur fyr­ir­tækja um leiðir til að auð­velda þeim að koma ábend­ingum og kvört­unum á fram­færi og fá við­un­andi úrlausn þeirra.

Þátt­taka eft­ir­lits­ins í opin­berri umræðu er mik­il­væg

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur einnig verið gagn­rýnt fyrir það að taka þátt í umræðu um sam­keppn­is­mál, hvort sem um er að ræða þátt­töku í umræðu um mótun sam­keppn­islaga, umræðu um gagn­rýni á eft­ir­litið eða ann­að. 

Þessu er auðsvar­að. Sam­keppn­is­lög leggja eft­ir­lit­inu ein­fald­lega þær skyldur á herðar að tala fyrir mark­miðum lag­anna, benda stjórn­völdum á leiðir til að auka sam­keppni á mörk­uðum og upp­lýsa um störf sín. Á slíkt málsvara­hlut­verk sér hlið­stæður hjá erlendum syst­ur­stofn­unum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og er í sam­ræmi við til­mæli alþjóða­stofn­ana.

Með þetta í huga bregst Sam­keppn­is­eft­ir­litið oft við gagn­rýni á með­ferð eða ákvarð­anir í ein­stökum málum með því að birta á heima­síðu sinni til­kynn­ingar þar sem veittar eru upp­lýs­ingar um við­kom­andi rann­sókn eða íhlut­un. Ef gagn­rýni byggir ekki á stað­reyndum eða á rangri túlkun á sam­keppn­is­lögum og fyr­ir­mælum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins getur hún haft skað­leg áhrif á sam­keppni og ákvarð­anir fyr­ir­tækja og neyt­enda. Nefna má nokkrar til­kynn­ingar af þessu tagi að und­an­förnu. Á sama hátt beinir eft­ir­litið umsögnum og álitum til stjórn­valda og birtir þær á heima­síðu sinni.

Með þessu vill Sam­keppn­is­eft­ir­litið stuðla að upp­lýstri umræðu um við­kom­andi mál og almanna­hags­muni þeim tengd­um. Um leið vill Sam­keppn­is­eft­ir­litið halda áfram að efla tengsl sín og sam­tal við fyr­ir­tæki, neyt­endur og stjórn­völd. 

Að lokum er áhuga­sömum bent á að nálg­ast má ítar­legar upp­lýs­ingar um starf­semi og ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á heima­síðu þess, www.­sam­keppn­i.is.

Höf­undur er for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar