Frjálslynda jafnaðarstefnu frekar en frjálslynda fátæktarstefnu plús íhald

Frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifar um fátækt og segir tekjur öryrkja og eldri borgara ekki duga þeim. Því þurfi að breyta.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti nýverið nýja fjár­mála­á­ætlun sína til árs­ins 2026. Í áætl­un­inni eru ekki ein né nein áform um að hækka tekjur öryrkja og eldri borg­ara lands­ins og það þrátt fyrir að fjöldi nýlegra skýrslna sér­fræð­inga hafi sýnt fram á að þús­undir íslenskra barna búi við fátækt og skort í dag og hafa gert und­an­far­inn ára­tug. Staðan er afleið­ing lang­tíma fátækt­ar­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hefur haft umráð yfir fjár­mála­ráðu­neyti Alþingis í 26 ár af síð­ustu 30, gagn­vart fátæk­ustu sam­fé­lags­hópum lands­ins, fátækt­ar­stefnu studdri í dag af Vinstri græn­um, Fram­sókn og Við­reisn. Nái þessir flokk­ar, sem hafa sam­tals um 50% fylgi í dag, kjöri í næstu kosn­ingum munu tekjur öryrkja og eldri borg­ara því ekki hækka fyrr en í fyrsta lagi árið 2026 og munu þá fjár­hags­legar ofraunir þess­ara hópa og þús­undir barna sem þeim tengj­ast fram­lengj­ast sem nemur þeim árum. Ég get vottað fyrir að það er ekki bið­lund til hjá fátækum stéttum lands­ins gagn­vart slíkri stefnu og þessir flokkar bera ábyrgð á miklu órétt­læti í þessum málum á Íslandi í dag gagn­vart tug­þús­undum Íslend­inga. Tekjur öryrkja og eldri borg­ara duga ekki í dag. Þessu ber að breyta.

Þurfum að virkja jafn­að­ar­stefnu sem reglu innan femín­ism­ans

Hér má spyrja ýmissa spurn­inga um stjórn­mála­legar áherslur ofan­greindra flokka. Vinstri grænir hafa lengi verið taldir fem­inísk hreyf­ing en ég vil meina að fjár­hags­legt öryggi kvenna sé mik­il­vægur þáttur í almennri kven­rétt­inda­bar­áttu. Kon­ur, komnar yfir fimm­tugt, standa undir rúm­lega 42% af fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega sam­kvæmt skýrslu Kol­beins Stef­áns­sonar, dokt­ors í félags­fræði. Fátækt­ar­stefna rík­is­stjórn­ar­innar er því að stóru leyti fjár­hags­leg árás á konur og börn lands­ins. Flestir lands­menn eru sam­mála um að í heil­brigðri upp­bygg­ingu á íslensku sam­fé­lagi sé ekki hægt að sam­þykkja árásir á konur og börn. Við ættum því að standa skýrar gegn þessum árás­um. Jöfn­uður er ómissandi grund­vall­ar­þáttur í mann­rétt­inda­bar­áttu. Frjáls­lyndi er svo eitt­hvað sem flestir utan íhalds­ins vilja kenna sig við en fyrir mér virð­ist frjáls­lyndið skipt­ast í að minnsta kosti tvær und­ir­stöð­ur; frjáls­lynda jafn­að­ar­mennsku og frjáls­lynda fátækt­ar­stefnu. Auk þess má nefna að ekki er lið­inn mán­uður síðan heil 13 kvenna- og jafn­rétt­is­sam­tök mót­mæltu ofbeld­is­menn­ingu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Að Vinstri grænir skuli tengja sig við slíkt sam­starf, sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, er ekki merki um heil­indi í mik­il­vægri kvenna- og jafn­rétt­is­bar­áttu sem er framundan á næstu ára­tug­um. Mér þykir því ekki lengur vera pláss fyrir jafn­rétt­is­sinnað og félags­hyggju­sinnað fólk í Vinstri græn­um. Fram­sókn er ekki und­an­skilin þeirri gagn­rýni. Sið­ferði Sjálf­stæð­is­manna í hnot­skurn stríðir gegn kven­rétt­indum og almennum mann­rétt­ind­um. Við höfum ekki efni á öðru kjör­tíma­bili með flokk­inn við stjórn Alþingis ef við ætlum að rétta hlut kvenna, það er skýrt mál.

Við­brögð hinna fátæku

Fátækir líta á þessa stöðu í dag og spyrja sig hvað sé óhætt að kjósa í ljósi þess að Vinstri grænir eru orðnir að úti­búi Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ég gekk nýlega til liðs við Sam­fylk­ing­una og sem sós­í­alisti er ég gíf­ur­lega feg­inn að sjá að ný, yfir­lýst stefna Sam­fylk­ing­ar­innar er að útrýma fátækt á Íslandi. En traust fátækra stétta verður ekki unnið auð­veld­lega og sem nýskip­aður þátt­tak­andi í for­ystu vel­ferð­ar­hóps Sam­fylk­ing­ar­innar mun ég beita mér fyrir því að vera vel tengdur hags­muna­sam­tökum fátækra og jað­ar­settra lands­manna og tala máli þeirra í mínum flokki, flokki sem vill gera vel fyrir þessa hópa og lands­menn alla. Ég vill líka virkja mína félaga og aðra lands­menn til alls­herjar sam­stöðu með fátækum og jað­ar­sett­um. Fátækt­ar­stefna rík­i­s­tjórn­ar­innar ber með sér vissa andúð gagn­vart fátæku fólki, ekki er hægt skilja skýra stefnu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna öðru­vísi en að um andúð sé að ræða. Fátækir finna fyrir höfnun og ekki síst í ljósi nýj­ustu fregna um áfram­hald fátækt­ar­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar til næstu 5 ára. Tekjur öryrkja og eldri borg­ara duga ekki í dag.

Auglýsing

Hvað segir rík­is­stjórn­in?

Félags- og barna­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist verja fátækt­ar­stefn­una á þeim for­sendum að það sé „al­mennt gott að vera barn á Ísland­i“. Eg vill meina að þessi skoðun sé eitt­hvað sem fólk í stjórn­málum ætti að var­ast eins og heitan eld­inn, að skoða með­al­tal sam­fé­lags­ins og nota þær tölur til þess að hunsa fátæk­asta fólk lands­ins. Það má einnig segja að ráð­herr­ann ákveði þarna að ræða ein­ungis töl­fræði sem hentar fátækt­ar­stefn­unni og er ekki í sam­hengi við stöðu hinna fátæku, taktík sem fjár­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, er vel þekktur fyr­ir. Við ættum að sjá í gegnum þessi lélegu rök og líta til barn­anna sem þjást fjár­hags­lega vegna núver­andi stöðu sem marg­sinnis hefur verið bent á af sér­fræð­ingum í félags- og hag­fræði­málum á und­an­förnum árum. Útkoman er ein­beittur brota­vilji rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart öryrkjum og eldri borg­urum lands­ins. Félagsmála­ráð­herra vill einnig meina að hendur hans séu bundnar hvað fjár­hags­legt rétt­læti lands­manna varðar vegna valda Bjarna Bene­dikts­sonar á fjár­málum lands­ins. Fyrir mér duga þær afsak­anir ekki til neins þar sem félags­mála­ráð­herra er, eins og fyrr seg­ir, þegar búinn að sam­þykkja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu 5 ára. Staðan í dag er að atkvæði greitt VG og Fram­sókn er atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Ungir, frjáls­lyndir leið­togar í íslenskum stjórn­málum til­einka sér fátækt­ar­stefn­una

Ég hef einnig orðið þess var að bæði for­seti og vara­for­seti Lands­sam­bands ung­menna­fé­laga (LU­F), Una Hild­ar­dótt­ir, vara­þing­maður sem aftur er í fram­boði fyrir Vinstri græna fyrir næstu kosn­ingar og Geir Finns­son, vara­borg­ar­full­trúi Við­reisn­ar, hafa lagt blessun sína yfir fátækt­ar­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Una með beinum hætti með því að beita atkvæð­is­rétti sínum á þingi á þessu kjör­tíma­bili gegn því að hækka tekjur öryrkja og eldri borg­ara umtals­vert og Geir með því að taka undir nýlegan pistil flokks­fé­laga síns í Við­reisn, Þor­steins Víglunds­son­ar, þess efnis að Sam­fylk­ingin sé að fara að steypa Íslandi á haus­inn með útrým­ingu fátæktar lands­manna og opin­berum fjár­fest­ingum í upp­bygg­ingu félags­legra inn­viða. Hvað gerir það til að fátækt­ar­sinnar stjórni LUF? Við getum spurt okkur hvaða áhrif slök verka­lýðs­for­ysta hafði á stöðu verka­fólks til sam­an­burðar und­an­farna ára­tugi og þar til ný verka­lýðs­for­ysta tók við taumunum fyrir nokkrum árum sælla minn­inga. Tals­fólk hags­muna barna verður að hafa hags­muni allra barna í huga, einnig börnum sem til­heyra fátækum stétt­um.

Raunin er sú að ungir leið­togar í póli­tík telja sig þurfa að fram­fylgja frjáls­lyndri fátækt­ar­stefnu til að koma sér á fram­færi í stjórn­mál­um. Nýlegur alls­herj­ar­sigur Röskvu í Háskóla Íslands bendir þó til að félags­hyggjan og frjáls­lyndið sé yfir­gnæf­andi hjá ungu fólki lands­ins. Mik­il­væg lexía sem benda verður á er að félags­hyggja verður ekki til nema með því að leyfa fátæku fólki að taka þátt í sam­fé­lag­inu og verja hags­muni og fram­tíð­ar­horfur allra íslenskra barna með fjár­hags­leg tæki­færi þeirra í huga. Með þá hug­mynda­fræði að leið­ar­ljósi getum við snúið af braut fátækt­ar­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og byggt Ísland upp með heil­brigð­ari hætti en nokkru sinni fyrr í sögu lands­ins.

Höf­undur er þing­fram­bjóð­andi Sam­fylk­ing­ar­innar og akti­visti gegn fátækt með 170 þús­und krónur útborg­aðar á mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar