Frjálslynda jafnaðarstefnu frekar en frjálslynda fátæktarstefnu plús íhald

Frambjóðandi Samfylkingarinnar skrifar um fátækt og segir tekjur öryrkja og eldri borgara ekki duga þeim. Því þurfi að breyta.

Auglýsing

Ríkisstjórnin kynnti nýverið nýja fjármálaáætlun sína til ársins 2026. Í áætluninni eru ekki ein né nein áform um að hækka tekjur öryrkja og eldri borgara landsins og það þrátt fyrir að fjöldi nýlegra skýrslna sérfræðinga hafi sýnt fram á að þúsundir íslenskra barna búi við fátækt og skort í dag og hafa gert undanfarinn áratug. Staðan er afleiðing langtíma fátæktarstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur haft umráð yfir fjármálaráðuneyti Alþingis í 26 ár af síðustu 30, gagnvart fátækustu samfélagshópum landsins, fátæktarstefnu studdri í dag af Vinstri grænum, Framsókn og Viðreisn. Nái þessir flokkar, sem hafa samtals um 50% fylgi í dag, kjöri í næstu kosningum munu tekjur öryrkja og eldri borgara því ekki hækka fyrr en í fyrsta lagi árið 2026 og munu þá fjárhagslegar ofraunir þessara hópa og þúsundir barna sem þeim tengjast framlengjast sem nemur þeim árum. Ég get vottað fyrir að það er ekki biðlund til hjá fátækum stéttum landsins gagnvart slíkri stefnu og þessir flokkar bera ábyrgð á miklu óréttlæti í þessum málum á Íslandi í dag gagnvart tugþúsundum Íslendinga. Tekjur öryrkja og eldri borgara duga ekki í dag. Þessu ber að breyta.

Þurfum að virkja jafnaðarstefnu sem reglu innan femínismans

Hér má spyrja ýmissa spurninga um stjórnmálalegar áherslur ofangreindra flokka. Vinstri grænir hafa lengi verið taldir feminísk hreyfing en ég vil meina að fjárhagslegt öryggi kvenna sé mikilvægur þáttur í almennri kvenréttindabaráttu. Konur, komnar yfir fimmtugt, standa undir rúmlega 42% af fjölgun örorkulífeyrisþega samkvæmt skýrslu Kolbeins Stefánssonar, doktors í félagsfræði. Fátæktarstefna ríkisstjórnarinnar er því að stóru leyti fjárhagsleg árás á konur og börn landsins. Flestir landsmenn eru sammála um að í heilbrigðri uppbyggingu á íslensku samfélagi sé ekki hægt að samþykkja árásir á konur og börn. Við ættum því að standa skýrar gegn þessum árásum. Jöfnuður er ómissandi grundvallarþáttur í mannréttindabaráttu. Frjálslyndi er svo eitthvað sem flestir utan íhaldsins vilja kenna sig við en fyrir mér virðist frjálslyndið skiptast í að minnsta kosti tvær undirstöður; frjálslynda jafnaðarmennsku og frjálslynda fátæktarstefnu. Auk þess má nefna að ekki er liðinn mánuður síðan heil 13 kvenna- og jafnréttissamtök mótmæltu ofbeldismenningu Sjálfstæðisflokksins. Að Vinstri grænir skuli tengja sig við slíkt samstarf, samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, er ekki merki um heilindi í mikilvægri kvenna- og jafnréttisbaráttu sem er framundan á næstu áratugum. Mér þykir því ekki lengur vera pláss fyrir jafnréttissinnað og félagshyggjusinnað fólk í Vinstri grænum. Framsókn er ekki undanskilin þeirri gagnrýni. Siðferði Sjálfstæðismanna í hnotskurn stríðir gegn kvenréttindum og almennum mannréttindum. Við höfum ekki efni á öðru kjörtímabili með flokkinn við stjórn Alþingis ef við ætlum að rétta hlut kvenna, það er skýrt mál.

Viðbrögð hinna fátæku

Fátækir líta á þessa stöðu í dag og spyrja sig hvað sé óhætt að kjósa í ljósi þess að Vinstri grænir eru orðnir að útibúi Sjálfstæðisflokksins. Ég gekk nýlega til liðs við Samfylkinguna og sem sósíalisti er ég gífurlega feginn að sjá að ný, yfirlýst stefna Samfylkingarinnar er að útrýma fátækt á Íslandi. En traust fátækra stétta verður ekki unnið auðveldlega og sem nýskipaður þátttakandi í forystu velferðarhóps Samfylkingarinnar mun ég beita mér fyrir því að vera vel tengdur hagsmunasamtökum fátækra og jaðarsettra landsmanna og tala máli þeirra í mínum flokki, flokki sem vill gera vel fyrir þessa hópa og landsmenn alla. Ég vill líka virkja mína félaga og aðra landsmenn til allsherjar samstöðu með fátækum og jaðarsettum. Fátæktarstefna ríkistjórnarinnar ber með sér vissa andúð gagnvart fátæku fólki, ekki er hægt skilja skýra stefnu ríkisstjórnarflokkanna öðruvísi en að um andúð sé að ræða. Fátækir finna fyrir höfnun og ekki síst í ljósi nýjustu fregna um áframhald fátæktarstefnu ríkisstjórnarinnar til næstu 5 ára. Tekjur öryrkja og eldri borgara duga ekki í dag.

Auglýsing

Hvað segir ríkisstjórnin?

Félags- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins, segist verja fátæktarstefnuna á þeim forsendum að það sé „almennt gott að vera barn á Íslandi“. Eg vill meina að þessi skoðun sé eitthvað sem fólk í stjórnmálum ætti að varast eins og heitan eldinn, að skoða meðaltal samfélagsins og nota þær tölur til þess að hunsa fátækasta fólk landsins. Það má einnig segja að ráðherrann ákveði þarna að ræða einungis tölfræði sem hentar fátæktarstefnunni og er ekki í samhengi við stöðu hinna fátæku, taktík sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, er vel þekktur fyrir. Við ættum að sjá í gegnum þessi lélegu rök og líta til barnanna sem þjást fjárhagslega vegna núverandi stöðu sem margsinnis hefur verið bent á af sérfræðingum í félags- og hagfræðimálum á undanförnum árum. Útkoman er einbeittur brotavilji ríkisstjórnarinnar gagnvart öryrkjum og eldri borgurum landsins. Félagsmálaráðherra vill einnig meina að hendur hans séu bundnar hvað fjárhagslegt réttlæti landsmanna varðar vegna valda Bjarna Benediktssonar á fjármálum landsins. Fyrir mér duga þær afsakanir ekki til neins þar sem félagsmálaráðherra er, eins og fyrr segir, þegar búinn að samþykkja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu 5 ára. Staðan í dag er að atkvæði greitt VG og Framsókn er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum.

Ungir, frjálslyndir leiðtogar í íslenskum stjórnmálum tileinka sér fátæktarstefnuna

Ég hef einnig orðið þess var að bæði forseti og varaforseti Landssambands ungmennafélaga (LUF), Una Hildardóttir, varaþingmaður sem aftur er í framboði fyrir Vinstri græna fyrir næstu kosningar og Geir Finnsson, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, hafa lagt blessun sína yfir fátæktarstefnu ríkisstjórnarinnar. Una með beinum hætti með því að beita atkvæðisrétti sínum á þingi á þessu kjörtímabili gegn því að hækka tekjur öryrkja og eldri borgara umtalsvert og Geir með því að taka undir nýlegan pistil flokksfélaga síns í Viðreisn, Þorsteins Víglundssonar, þess efnis að Samfylkingin sé að fara að steypa Íslandi á hausinn með útrýmingu fátæktar landsmanna og opinberum fjárfestingum í uppbyggingu félagslegra innviða. Hvað gerir það til að fátæktarsinnar stjórni LUF? Við getum spurt okkur hvaða áhrif slök verkalýðsforysta hafði á stöðu verkafólks til samanburðar undanfarna áratugi og þar til ný verkalýðsforysta tók við taumunum fyrir nokkrum árum sælla minninga. Talsfólk hagsmuna barna verður að hafa hagsmuni allra barna í huga, einnig börnum sem tilheyra fátækum stéttum.

Raunin er sú að ungir leiðtogar í pólitík telja sig þurfa að framfylgja frjálslyndri fátæktarstefnu til að koma sér á framfæri í stjórnmálum. Nýlegur allsherjarsigur Röskvu í Háskóla Íslands bendir þó til að félagshyggjan og frjálslyndið sé yfirgnæfandi hjá ungu fólki landsins. Mikilvæg lexía sem benda verður á er að félagshyggja verður ekki til nema með því að leyfa fátæku fólki að taka þátt í samfélaginu og verja hagsmuni og framtíðarhorfur allra íslenskra barna með fjárhagsleg tækifæri þeirra í huga. Með þá hugmyndafræði að leiðarljósi getum við snúið af braut fátæktarstefnu Sjálfstæðisflokksins og byggt Ísland upp með heilbrigðari hætti en nokkru sinni fyrr í sögu landsins.

Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar og aktivisti gegn fátækt með 170 þúsund krónur útborgaðar á mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar