Munu sóttvarnaaðgerðirnar kosta fleiri börn lífið en breska afbrigðið hefði gert?

Alexander Ingi Olsen gagnrýnir hertar sóttvarnaaðgerðir og það sem þeim er lagt til grundvallar.

Auglýsing

Þórólfur sótt­varna­læknir hefur full­yrt að sér­stak­lega mikið liggi nú undir því að komið verði í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðis kór­ónu­veirunn­ar. Hann segir það vegna þess að börn séu að veikj­ast oftar og verr af þessu afbrigði en öðr­um. Því verði nú að grípa til hörð­ustu aðgerða sem gripið hafi verið til hér­lend­is. Þessi rök­semda­færsla er ekki svo galin ef við gefum okkur að þetta sé rétt hjá hon­um, enda gjör­breytir það stöð­unni ef börn eru farin að veikj­ast af sams­konar alvar­leika og tíðni og eldri hóp­ar. Við erum flest sam­mála um að líf barna eru allra verð­mæt­ust og við ættum að standa vörð um þau. Breska töl­fræðin hlýtur að end­ur­spegla þessa miklu tíðni alvar­legra veik­inda enda hefur veiran gengið nokkuð stjórn­laust yfir þar und­an­farið ár.

Nú er það svo að Covid-­töl­fræði Breta er mjög aðgengi­leg eins og íslenska töl­fræð­in. Ef við skoðum hana kemur í ljós að sam­tals eru 13 börn, 0-14 ára, skráð látin af eða með Covid á Bret­landseyj­um. Það kann að hljóma skelfi­lega há tala en við skulum muna að þetta er rúm­lega 60 milljón manna þjóð. Við getum sett þetta í sam­hengi árlegrar flensu en um 30 börn í þessum ald­urs­hópi eru skráð látin af flensu árlega í Bret­landi. Við getum líka yfir­fært töl­una á íslenskan mæli­kvarða með smá útreikn­ingi. Ef Bretar væru 350 þús­und manna þjóð væri talan 0,07 börn. Við getum jafn­framt leitt líkum að því að und­ir­liggj­andi heilsu­far þess­ara barna hafi haft mikil áhrif. Þessi töl­fræði er keim­lík þeirri sem við höfum kynnst hér heima og erlendis á und­an­förnu ári, það er afskap­lega fátítt að börn veik­ist illa af kór­ónu­veirunni.

Auglýsing

En hvað með það? Ef þetta bjargar 0,07 börn­um, er það ekki þess virði? Það mætti kannski færa rök fyrir því, ef sótt­varn­ar­að­gerðir af þessu tagi hefðu ekki afleið­ingar í för með sér. Djúp og mikil kreppa, atvinnu­leysi, skerð­ingar á skóla-, íþrótta- og frí­stunda­starfi barna. Sum börn flosna upp úr íþróttum eða skóla og ná sér aldrei á strik aft­ur. Þá eykst tíðni heim­il­is- og kyn­ferð­is­of­beldis sem og fíkn­i-, vímu­efna­neysla og sjálfs­vígum fjölg­ar. Tug­þús­undir fjöl­skyldna eru að tapa öllu. Hver dagur í krepp­unni kostar rík­is­sjóð um millj­arð króna. Það er millj­arður sem þarf fyrr eða seinna að skera nið­ur, meðal ann­ars í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­inu. Holan sem við þurfum að grafa okkur uppúr verður dýpri með hverjum degi sem líð­ur. Allt kostar þetta, pen­inga og manns­líf, þar á meðal líf barna.

Það á að tala um hlut­ina eins og þeir eru. Sótt­varn­ar­að­gerð­irnar eru ekki til verndar börn­um, þær eru á kostnað þeirra. Stefna Þór­ólfs og rík­is­stjórn­ar­innar er að öllu skuli fórna til að halda aftur af smitum og það þýðir að við erum að fórna lífum og lífs­gæðum barn­anna okkar til að koma í veg fyrir að eldra fólk veik­ist. Mér finnst það ekki í lagi. Börnin eiga að vera í for­gangi.

Það er vel hægt að fara milli­leið í sótt­vörnum þar sem allur kraftur er lagður í að vernda þá sem sann­ar­lega þurfa á vernd að halda í stað þess að leggja allt sam­fé­lagið í rúst. Við þurfum ekki að fórna börn­unum okk­ar. Nánar er fjallað um það í Great Barr­ington yfir­lýs­ingu fremstu lýð­heilsu­fræð­inga og sótt­varn­ar­lækna heims.

Höf­undur er atvinnu­laus fað­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar