Munu sóttvarnaaðgerðirnar kosta fleiri börn lífið en breska afbrigðið hefði gert?

Alexander Ingi Olsen gagnrýnir hertar sóttvarnaaðgerðir og það sem þeim er lagt til grundvallar.

Auglýsing

Þórólfur sóttvarnalæknir hefur fullyrt að sérstaklega mikið liggi nú undir því að komið verði í veg fyrir útbreiðslu breska afbrigðis kórónuveirunnar. Hann segir það vegna þess að börn séu að veikjast oftar og verr af þessu afbrigði en öðrum. Því verði nú að grípa til hörðustu aðgerða sem gripið hafi verið til hérlendis. Þessi röksemdafærsla er ekki svo galin ef við gefum okkur að þetta sé rétt hjá honum, enda gjörbreytir það stöðunni ef börn eru farin að veikjast af samskonar alvarleika og tíðni og eldri hópar. Við erum flest sammála um að líf barna eru allra verðmætust og við ættum að standa vörð um þau. Breska tölfræðin hlýtur að endurspegla þessa miklu tíðni alvarlegra veikinda enda hefur veiran gengið nokkuð stjórnlaust yfir þar undanfarið ár.

Nú er það svo að Covid-tölfræði Breta er mjög aðgengileg eins og íslenska tölfræðin. Ef við skoðum hana kemur í ljós að samtals eru 13 börn, 0-14 ára, skráð látin af eða með Covid á Bretlandseyjum. Það kann að hljóma skelfilega há tala en við skulum muna að þetta er rúmlega 60 milljón manna þjóð. Við getum sett þetta í samhengi árlegrar flensu en um 30 börn í þessum aldurshópi eru skráð látin af flensu árlega í Bretlandi. Við getum líka yfirfært töluna á íslenskan mælikvarða með smá útreikningi. Ef Bretar væru 350 þúsund manna þjóð væri talan 0,07 börn. Við getum jafnframt leitt líkum að því að undirliggjandi heilsufar þessara barna hafi haft mikil áhrif. Þessi tölfræði er keimlík þeirri sem við höfum kynnst hér heima og erlendis á undanförnu ári, það er afskaplega fátítt að börn veikist illa af kórónuveirunni.

Auglýsing

En hvað með það? Ef þetta bjargar 0,07 börnum, er það ekki þess virði? Það mætti kannski færa rök fyrir því, ef sóttvarnaraðgerðir af þessu tagi hefðu ekki afleiðingar í för með sér. Djúp og mikil kreppa, atvinnuleysi, skerðingar á skóla-, íþrótta- og frístundastarfi barna. Sum börn flosna upp úr íþróttum eða skóla og ná sér aldrei á strik aftur. Þá eykst tíðni heimilis- og kynferðisofbeldis sem og fíkni-, vímuefnaneysla og sjálfsvígum fjölgar. Tugþúsundir fjölskyldna eru að tapa öllu. Hver dagur í kreppunni kostar ríkissjóð um milljarð króna. Það er milljarður sem þarf fyrr eða seinna að skera niður, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Holan sem við þurfum að grafa okkur uppúr verður dýpri með hverjum degi sem líður. Allt kostar þetta, peninga og mannslíf, þar á meðal líf barna.

Það á að tala um hlutina eins og þeir eru. Sóttvarnaraðgerðirnar eru ekki til verndar börnum, þær eru á kostnað þeirra. Stefna Þórólfs og ríkisstjórnarinnar er að öllu skuli fórna til að halda aftur af smitum og það þýðir að við erum að fórna lífum og lífsgæðum barnanna okkar til að koma í veg fyrir að eldra fólk veikist. Mér finnst það ekki í lagi. Börnin eiga að vera í forgangi.

Það er vel hægt að fara millileið í sóttvörnum þar sem allur kraftur er lagður í að vernda þá sem sannarlega þurfa á vernd að halda í stað þess að leggja allt samfélagið í rúst. Við þurfum ekki að fórna börnunum okkar. Nánar er fjallað um það í Great Barrington yfirlýsingu fremstu lýðheilsufræðinga og sóttvarnarlækna heims.

Höfundur er atvinnulaus faðir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar