Þegar hagsmunabarátta fer yfir strikið

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að hagsmunagæslan sem birtist í umfjöllun Viðskiptablaðsins og Fréttablaðsins um mál kunnáttumanns sem starfar samkvæmt sátt Festis við eftirlitið sé komin á villigötur.

Auglýsing

Í rit­stjórn­ar­grein Við­skipta­blaðs­ins (Óðni) í þess­ari viku er gerð að umtals­efni aðkoma Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að skipan og störfum kunn­áttu­manns sem starfar sam­kvæmt sátt N1/­Festi við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna sam­runa fyr­ir­tækj­anna á árinu 2018. Í grein­inni er vísað til umfjöll­unar í Mark­aði Frétta­blaðs­ins um málið dag­ana 25. mars og 1. apríl síð­ast­lið­inn.

Rit­stjórn­ar­greinin ber tit­il­inn „Hjörtun í Namibíu og Borg­ar­túni“. Þar er kostn­aður af störfum kunn­áttu­manns gerður að umtals­efni og jafn­framt látið í veðri vaka að Lúð­vík Berg­vins­son lög­maður hafi fengið verk­efnið sakir vin­skapar síns við aðstoð­ar­for­stjóra Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Þannig hafi lög­mað­ur­inn verið val­inn til verks­ins umfram aðra tvo hæfa nafn­greinda menn sem for­stjóri N1/­Festi hefði til­nefn­t. 

Er þetta lagt að jöfnu við mál sem Kveikur fjall­aði um síð­asta haust um ætl­aðar mútu­greiðslur til emb­ætt­is­manna í Namib­íu. Lýkur grein­inni á hug­leið­ingum um fégræðgi og spill­ingu auk þess sem birt er erindi úr Pass­íu­sálmum Hall­gríms Pét­urs­son­ar, þar sem hann orti eft­ir­minni­lega um ágirnd fjár­plógs­manna.

Ástæða er til að hvetja alla áhuga­menn um íslenskt atvinnu­líf og íslenska stjórn­sýslu til þess að lesa rit­stjórn­ar­grein­ina. Hún er óvenju skýrt dæmi um þá heift­úð­ugu orð­ræðu sem stofn­anir sem gæta hags­muna almenn­ings þurfa stundum að búa við af hendi þeirra sem gefa sig út fyrir að vera að berj­ast fyrir hags­munum íslenskra atvinnu­fyr­ir­tækja.

Nú er Sam­keppn­is­eft­ir­litið að sjálf­sögðu ekki hafið yfir gagn­rýni. Eðli­legt er því að spurt sé hvort eitt­hvað geti verið til í þeim alvar­legu ásök­unum og/eða dylgjum sem í þess­ari umfjöllun fel­ast. Í þágu upp­lýstrar umræðu er mér bæði ljúft og skylt að upp­lýsa um aðkomu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að skipan og störfum kunn­áttu­manns í þessu til­viki. Í því skyni er sjálf­sagt að rekja eft­ir­far­andi:

1. Af hverju kunn­áttu­mað­ur?

Þegar N1 varð ljóst síðla vetrar 2018 að kaup þess á Festi yrðu ekki sam­þykkt vegna alvar­legra sam­keppn­is­hind­r­ana freist­aði fyr­ir­tækið þess að leggja til skil­yrði fyrir sam­run­anum sem ryðja myndu sam­keppn­is­hindr­unum úr vegi. Þannig lagði fyr­ir­tækið m.a. til sölu á til­teknum rekstri og tölu­verðar breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi heild­sölu á elds­neyti. Þá skuld­batt fyr­ir­tækið sig til þess að til­nefna sér­stakan eft­ir­lits­að­ila (kunn­áttu­mann) til að fylgja skil­yrð­unum eft­ir. Að afloknum við­ræðum um þessi skil­yrði gerðu N1 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið sátt sem lá til grund­vallar sam­þykki fyrir sam­run­an­um.

Auglýsing
Starf kunn­áttu­manns er þekkt í alþjóð­legum sam­keppn­is­rétti (á ensku nefnt Tru­stee). Hann er alla jafna til­nefndur af hlut­að­eig­andi fyr­ir­tæki og starf­semi hans er hluti af innra skipu­lagi fyr­ir­tæk­is­ins. Líkja má þessu við það þegar fyr­ir­tæki fær utan­að­kom­andi aðila til að sinna innri end­ur­skoð­un. Kunn­áttu­maður er því ekki hluti af starfi Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, heldur við­kom­andi fyr­ir­tæk­is.

2. Valdi Sam­keppn­is­eft­ir­litið kunn­áttu­mann­inn?

Nei, N1/­Festi valdi kunn­áttu­mann­inn. For­stjóri N1/­Festi til­nefndi þrjá ein­stak­linga sem hann taldi hæfa til starfs­ins og var til­bú­inn að ganga til samn­inga við um að gegna starf­inu. Þetta kom skýrt fram í frétt sem birt­ist í lok ágúst 2018 á Nas­daq Iceland – Kaup­höll.

Það er hins vegar hlut­verk Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að skipa kunn­áttu­mann­inn form­lega, sbr. 30. gr. sátt­ar­innar (sbr. bls. 361 í ákvörðun nr. 8/2019). Verk­efni Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er nánar til­tekið að kanna hvort kunn­áttu­mað­ur­inn sé óháður gagn­vart félag­inu og þeim verk­efnum sem hann á að sinna og hvort hann búi yfir þekk­ingu og reynslu sem nýt­ist í umrædd verk­efni. Á þeim grunni getur Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafnað til­nefn­ingu og þarf N1/­Festi þá að til­nefna nýj­an. Til þess að kom­ast hjá töfum í ferl­inu varð það úr að for­stjór­inn til­nefndi þrjá í einu sem hann taldi hæfa.

3. Af hverju skip­aði Sam­keppn­is­eft­ir­litið ekki annan hinna tveggja sem til­nefndir voru?

For­stjóri N1/­Festi til­nefndi þrjá mögu­lega kunn­áttu­menn, eins og áður seg­ir. Í grein Við­skipta­blaðs­ins kemur fram að þessir ein­stak­lingar hafi verið Eyjólfur Árni Rafns­son, fyrrum for­stjóri Mann­vits og for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Ólafur Þór Jóhann­es­son end­ur­skoð­andi, og umræddur Lúð­vík Berg­vins­son, lög­mað­ur. Allt eru þetta mætir menn með víð­tæka reynslu á ýmsum svið­um.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið tók allar þrjár til­nefn­ing­arnar til nán­ari skoð­unar og kall­aði Ólaf Þór og Lúð­vík til við­tals. Eyjólfur Árni var ekki kall­aður til við­tals, enda sinnti N1 ekki beiðni eft­ir­lits­ins um að koma á fram­færi upp­lýs­ingum um starfs­feril hans. Þá blasti við að Eyjólfur Árni var og er for­maður stjórnar Eikar fast­eigna­fé­lags­ins hf. Hlut­verk kunn­áttu­manns hjá N1/­Festi er m.a. að fylgja eftir skil­yrðum um sölu rekstrar á dag­vöru og elds­neyt­is­mark­aði og lá fyrir að Eik gæti haft hags­muni af þeim ráð­stöf­un­um. Þá var Eyjólfur Árni for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og fór því með hags­muna­gæslu á þeim vett­vangi sem hefði getað skar­ast við verk­efni hans sem kunn­áttu­manns.

Ólafur Þór Jóhann­es­son var á þessum tíma nýhættur sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Basko og stað­geng­ill for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins.  Átti hann enn­fremur hlut í félag­inu. Basko rak á þessum tíma versl­anir Iceland og 10-11. Við blasti að Basko gat haft tals­verða hags­muni af því hvernig sölu­skil­yrði í sátt N1 og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins yrðu fram­kvæmd. Því kom Ólafur ekki til álita sem kunn­áttu­mað­ur. Hins vegar bjó hann yfir reynslu sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið sá fyrir sér að gæti nýst í afmörk­uðum verk­efnum kunn­áttu­manns og kom þeim skila­boðum á fram­færi að til greina kæmi að kunn­áttu­maður leit­aði til Ólafs á þessum for­send­um. Þá má bæta því við að hann tók við starfi fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Skelj­ungs á árinu 2019, en félagið er keppi­nautur Fest­is.

Auglýsing
Við athugun á hæfi Lúð­víks komu ekki í ljós nein tengsl við dag­vöru- eða elds­neyt­is­markað sem gáfu til­efni til að ætla hann ætti erfitt með að sinna starf­inu, líkt og raunin var um hina tvo. Þá lá fyrir að Lúð­vík hafði þekk­ingu og reynslu á elds­neyt­is­mark­aðn­um, þar sem hann hafði m.a. komið að fram­kvæmd útboðs vegna elds­neytis­kaupa  sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði því ekki ástæðu eða for­sendur til að gera athuga­semdir við til­nefn­ingu for­stjóra N1/­Festi á honum og stað­festi til­nefn­ing­una.

Af fram­an­greindu er ljóst að val á Lúð­vík var á for­ræði og á ábyrgð for­stjóra N1/­Festi og voru stjórn­endur eða starfs­menn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins því ekki í aðstöðu til þess að tryggja mögu­legum kunn­ingjum sínum eða vinum fjár­hags­legan ávinn­ing í tengslum við skipun kunn­áttu­manns, líkt og höf­undar rit­stjórn­ar­greinar Við­skipta­blaðs­ins eða umfjöll­unar Frétta­blaðs­ins láta í veðri vaka.

4. Hver ber kostnað og sinnir kostn­að­arað­haldi vegna kunn­áttu­manns?

Eins og áður sagði er litið svo á að starf kunn­áttu­manns/­eft­ir­lits­að­ila sé hluti af innra skipu­lagi við­kom­andi fyr­ir­tæk­is. Af því leiðir af fyr­ir­tækið ber ábyrgð á því að semja um greiðslur vegna starfs­ins. Það ræðst af eðli sátta hvað verk­efni kunn­áttu­manns/­eft­ir­lits­að­ila eru umfangs­mik­il. Í 30. gr. sátt­ar­innar við N1/­Festi (bls. 361 í ákvörðun nr. 8/2019) er verk­efnum kunn­áttu­manns lýst og er ljóst að þau eru tals­vert víð­tæk.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur beint því til fyr­ir­tækja sem hafa skuld­bundið sig til að lúta eft­ir­liti af þessu tagi að gera form­lega verk­samn­inga og e.a. áætl­an­ir. Ekki er óeðli­legt að kunn­áttu­maður útskýri fyrir fyr­ir­tæk­inu veru­leg frá­vik frá verk­á­ætl­un, auk þess sem að eðli­legt er að fyr­ir­tækið kalli eftir tíma­skýrslum og sinni öðru eft­ir­liti með þessum kostn­aði sem lið í hefð­bundnu innra eft­ir­liti eða innri end­ur­skoðun við­kom­andi fyr­ir­tæk­is. Nán­ari leið­bein­ingum um þetta hefur verið beint til hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja, þar á meðal N1/­Festi.

Líkt og í til­viki ann­arrar aðkeyptrar þjón­ustu er því ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fyr­ir­tæki sinni virku kostn­að­arað­haldi, án þess að þrengt sé að sjálf­stæði kunn­áttu­manns­ins eða komið í veg fyrir að hann ráð­ist í nauð­syn­legar rann­sókn­ir. Eins og áður segir má líkja þessu við aðkeypta vinnu við innri end­ur­skoðun fyr­ir­tæk­is.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur því ekki milli­göngu um gjald­töku kunn­áttu­manns. Komi upp vafa­mál við túlkun sáttar geta kunn­áttu­maður eða við­kom­andi fyr­ir­tæki hins vegar leitað til eft­ir­lits­ins. Eins getur eft­ir­litið gripið inn í ef það telur að ákvæði sáttar séu brotin eða gengið gegn mark­miði þeirra. Séu við­kom­andi fyr­ir­tæki ósátt við nið­ur­stöður eft­ir­lits­ins að þessu leyti er hægt að bera þær undir áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, sbr. t.d. nýlegan úrskurð í máli nr. 5/2019, Festi gegn Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Af fram­an­greindu leiðir að kunn­áttu­menn/­eft­ir­lits­að­ilar geta ekki óáreittir stundað sjálftöku í störfum sín­um, eins og dylgjað er um í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins um þessi mál.

5. Hefur N1/­Festi gert athuga­semdir vegna gjald­töku kunn­áttu­manns?

Ljóst er því að fyr­ir­tæki sem hefur skuld­bundið sig til að lúta eft­ir­liti kunn­áttu­manns/­eft­ir­lits­að­ila getur gripið til ýmissa úrræða ef gjald­taka er ósam­rým­an­leg umfangi starfs­ins. Þannig getur fyr­ir­tækið t.d. gert athuga­semdir við við­kom­andi kunn­áttu­mann/­eft­ir­lits­að­ila eða gert fyr­ir­vara við greiðsl­ur.

Í til­efni af þess­ari umfjöllun óskaði Sam­keppn­is­eft­ir­litið eftir upp­lýs­ingum um hvort Festi hefði gert athuga­semdir við gjald­töku Lúð­víks Berg­vins­sonar sem kunn­áttu­manns. Stað­fest hefur verið að Festi hefur ekki gert neinar athuga­semdir við kunn­áttu­mann vegna greiðslna til hans.

Þá hefur N1/­Festi ekki heldur óskað eftir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið grípi inn í vegna gjald­tök­unn­ar.

Hvað gengur mönnum þá til?

Það er því eng­inn fótur fyrir þeim alvar­legu dylgjum og ásök­unum í garð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og starfs­manna þess sem fram hafa komið í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins um þessi mál­efni. Athygl­is­vert er í því sam­bandi að hvorki Frétta­blaðið né Við­skipta­blaðið ósk­uðu skýr­inga eða við­bragða frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í tengslum við umfjöllun sína. Þá er einnig umhugs­un­ar­vert að Frétta­blaðið hafn­aði beiðni um leið­rétt­ingu á því sem rangt var farið með í umfjöllun blaðs­ins.

Eftir stendur því spurn­ingin um það hvað mönnum gengur til með svona mál­flutn­ingi. Nær­tækt er að álykta að umfjöll­un­inni sé ætlað að veikja eft­ir­litið og draga úr trú­verð­ug­leika þess. Jafn­framt má lesa út úr umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins óþol í garð þess að fyr­ir­tækjum séu sett mörk og þeim fylgt eft­ir.

Sem betur fer end­ur­spegla þessi við­horf ekki almennt við­horf stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja. Þvert á móti er það reynsla Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að flestir stjórn­endur fyr­ir­tækja skynji mik­il­vægi eft­ir­lits, virði settar reglur og vilji eiga í greiðum og góðum sam­skiptum við eft­ir­lits­stofn­an­ir.

Þess vegna má full­yrða að þessi mál­flutn­ingur er hvorki til hags­bóta fyrir né þókn­an­legur þorra íslenskra fyr­ir­tækja, sem vilja ekki bara virða lög og reglur heldur eiga, líkt og neyt­end­ur, heimt­ingu á því að virk sam­keppni ríki á mörk­uð­um. Mörk­uðum sem oft eru erf­iðir og óað­gengi­legir í litlu hag­kerfi eins og okk­ar. 

Þetta er ekki síst aðkallandi nú um stundir þar sem smærri fyr­ir­tæki, sem oft koma inn á mark­aði með ferska vinda nýsköp­un­ar, eiga á hættu að hverfa af mark­aði vegna efna­hags­þreng­inga af völdum COVID-19.

Hags­muna­gæslan sem birt­ist í umfjöllun Við­skipta­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins um þessi mál er því komin á villi­göt­ur.

Höf­undur er for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar