Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins

Berglind Rós Magnúsdóttir veltir fyrir sér ástarkrafti og samstöðu á tímum heimsfaraldurs. Hún segir að árangur samfélaga byggi ekki síst á óeigingjarnri umhyggju- og tilfinningavinnu sem oft sé ósýnleg öðrum en þeim sem njóta góðs af.

Auglýsing

Við lifum á for­dæma­lausum tímum veiru­far­ald­urs og þá er ýmis­legt sett fram á sam­fé­lags­miðl­um, meðal ann­ars jákvæðar áskor­anir til að stytta stund­ir, peppa, gefa von, slá á nei­kvæðni, drepa tím­ann. Ein af þessum áskor­unum felst í að efla kvenna­sam­stöðu með því að setja mynd af sjálfri sér og tagga 50 aðrar kon­ur. Status­inn er eft­ir­far­andi:

Of oft finnst konum auð­veld­ara að gagn­rýna hvor aðra í stað þess að byggja hvor aðra upp. Með alla nei­kvæðni þarna úti, gerum eitt­hvað jákvætt! Hlaða upp 1 mynd af sjálfri þér ... Bara þú!!!! Merktu svo margar fal­legar konur til að gera það sama. (FB leyfir bara 50) Við munum byggja okkur sjálf, í stað þess að rífa okkur í sund­ur.

Mér fannst þetta fag­urt og skemmti­legt, þótt það pirraði mig eilítið að gjörn­ing­ur­inn væri hugs­aður til að stemma stigu við nei­kvæðni kvenna í garð ann­arra kvenna, því í raun er ég þessu ósam­mála. Helstu bak­hjarlar í mínu lífi hafa verið og eru kon­ur. Fleiri höfðu aug­ljós­lega velt þessu fyrir sér. Hanna Björg Vil­hjálms­dóttir varp­aði fram gagn­rýni á Face­book og tekur kven­rétt­inda­bar­átt­una sem dæmi um breiða sam­stöðu kvenna. Þar reyndi aldeilis á sam­stöðu, bið­lund, þol­in­mæði og þraut­seigju. Hún bendir á að sumar hafi jafn­vel fórnað lífi sínu fyrir aukin rétt­indi kvenna. 

Þegar ég hugsa til baka hef ég verið svo heppin að tengj­ast sterkum böndum fjölda „mæðra“ og vin­kvenna sem hafa stutt mig og mína með óeig­in­gjarnri umhyggju- og til­finn­inga­vinnu. Sam­staða og umhyggja getur einmitt byggst á því að setja egóið sitt aðeins til hliðar og gefa af sér til ann­arra án þess að það verði nokkurn tím­ann mögu­leiki að setja það á fer­il­skrána sína eða að það sé nokkur trygg­ing fyrir því að sá sem þiggur sýni nokkurn tíma þakk­læti. Ég verð að játa að ég hef sjálf ekk­ert alltaf verið þess umkomin að sýna nægi­legt þakk­læti. Þær konur sem ég er með í huga hafa ekki ein­ungis verið svona gef­andi gagn­vart mér heldur fjölda ann­arra, þær eru ósparar á ást­ar­kraft sinn til ann­arra, stundum jafn­vel einum of – heilsu þeirra vegna. Á tímum veiru­ham­fara kemur einmitt svo skýrt í ljós að þessar konur mynda skugga­hag­kerfi sem heldur uppi sam­fé­lög­um, eins og t.d. bak­varða­sveit­irnar á tímum COVID-19 sem passa að eldra fólk heyri örugg­lega í ein­hverj­um. Þetta kvenna­á­tak á Face­book var gott að því leyti að það fékk mig til að hugsa og mig langar að deila með ykkur þönkum mín­um, þ.e. með því að skoða nánar hug­tökin ást­ar­kraft, arð­rán og umhyggju­hag­kerf­i. 

Auglýsing

Ást­ar­kraftur og arð­rán

Anna Guð­rún Jón­as­dóttir stjórn­mála­fræð­ingur þró­aði hug­takið ást­ar­kraft (love power) og vísar þar í eins konar til­finn­inga­auð­magn sem við búum yfir. Eins og með önnur eft­ir­sókn­ar­verð gæði hefur fólk mis­mikið af þeim og getur ást­ar­kraft­ur­inn orðið arðráni að bráð. Sá sem hefur meiri völd er í aðstöðu til að kúga hinn sem hall­ari fæti stend­ur. Í kap­ít­al­ísku sam­fé­lagi er efna­hags­legt varn­ar­leysi ávísun á að hægt sé að þvinga fólk til að vinna fyrir ósann­gjarnt fjár­fram­lag sem hinn efna­meiri getur svo nýtt sér í eigin þágu. Anna Guð­rún heim­færir þetta á ójöfnuð í ást­ar­sam­böndum og bendir á að í kynj­uðu sam­fé­lagi séu konur oftar í und­ir­skip­aðri stöðu efna­hags­lega og tákn­rænt. Í gegnum upp­eldi sitt er þeim frekar kennt en drengjum að laga sig að öðrum og þjóna, gleðja og veita. Þær eru því í meiri hættu á að verða arð­rændar ást­ar­krafti sín­um. Öll sam­bönd eru á ein­hvern hátt valdabar­átta, líka góð sam­bönd, sem þrátt fyrir valda­bar­áttu og ein­hvern ójöfn­uð, gefa báðum aðilum ein­hvers konar ást­ar­kraft; full­nægju, vellíðan og mögnun (ekki örmögn­un). Konur sem búa með ást­ar­arð­ræn­ingjum hafa oft ekki mik­inn ást­ar­kraft aflögu, hvorki fyrir sjálfar sig né aðra. Þess vegna má segja að áður­nefnda kvenna­átakið á Face­book beini athygli kvenna að því að gleyma ekki styrknum í kvenna­sam­stöð­unni sem getur m.a. hjálpað konum að kom­ast út úr slíkum sam­bönd­um.

Þjálfun fyrir umhyggju­vinnu

Rann­sóknir sýna að konur halda uppi nánum til­finn­inga- og tengsla­netum í rík­ara mæli en karl­ar. Þótt þeir hafi orðið virk­ari þátt­tak­endur í upp­eldi barna sinna á síð­ustu árum er ábyrgð mæðra enn meiri en feðra. Í íhalds­söm­ustu sam­bönd­unum halda þær ekki ein­ungis utan um tengslin við eigin ætt­ingja og vini heldur einnig tengda­for­eldra og fjöl­skyldu „fyr­ir“ eig­in­mann­inn, vina­tengsl barn­anna, og tengsl við kenn­ara og aðra sér­fræð­inga sem koma að upp­eld­inu. Karlar sem hafa notið góðs af slíkum ást­ar­krafti átta sig margir ekki á þess­ari til­finn­inga­vinnu sem þeir hafa notið góðs af fyrr en þeir skilja eða konan fellur frá. 

Sam­fé­lagið ætl­ast til meiri til­finn­inga- og umhyggju­vinnu af hendi kvenna en karla, óháð stöðu. Það gerir það að verkum að þær eru með sterkara nánd­ar­net, eiga í meiri sam­skipt­um, og eru síður einar eða ein­angr­að­ar. Á móti kemur að þær eru lík­legri til að ganga svo kyrfi­lega á ást­ar­krafta sína að þær eiga lítið eftir handa sjálfum sér. Þetta á sér­stak­lega við um konur sem eru einnig að nota ást­ar­kraft­inn í laun­uðu vinn­unni sinni og  sinna kennslu-, upp­eld­is-, heil­brigð­is- og umönn­un­ar­störf­um. Þrátt fyrir að karlar sinni einnig þessum störfum þá er það sjald­gæfara og þeir fá þá gjarnan sér­staka athygli og aðdáun fyr­ir, á meðan þetta er afgreitt sem eðl­is­lægur eig­in­leiki hjá kon­um. Konur sem leggja áherslu á eigin frama eru oft álitnar sjálfselskar en slíkt væri seint sagt um frama­gjarna karla. Konur fá snemma þjálfun fyrir umhyggju­vinn­una, til dæmis í gegnum leiki á barns­aldri, barnapössun frá unga aldri eða umhyggju­störf á vinnu­mark­aði strax á ung­lings­aldri. Því er ekki að undra að náms- og starfs­val kynj­anna taki mið af þessum kynj­aða veru­leika þar sem konur virð­ast hafa meira náms­val og velja sig bæði inn í kven­læga og karllæga geira en í huga ungra karla virð­ist umhyggju- og upp­eld­is­geir­inn ekki vera full­gildur mögu­leiki. Afleið­ingin er að konur sinna þess­ari vinnu í rík­ari mæli bæði í einka­líf­inu og á opin­berum vett­vangi.

Umhyggju­hag­kerfið

Hlut­verk kvenna verður því að halda uppi umhyggju­hag­kerf­inu. Við sjáum þetta á fyr­ir­lestrum í háskól­anum um mál­efni eins og  fátækt, umhverf­is­vá, mis­rétti, kynja­jafn­rétti, fötlun og flótta- og inn­flytj­enda­mál. Þá er sal­ur­inn fullur af konum sem hafa tekið mál­efnið á sínar herð­ar. En ef fyr­ir­lestrar eru um efna­hags­mál eða atvinnu­mál með lyk­il­orðin hag­vöxt og sam­keppni, þá eru sal­irnir dekk­aðir körlum; alp­hakörlum – sem nú eru í mestri lífs­hættu eins og Kári Stef­áns­son benti á í við­tali á RÚV á dög­un­um. Þeir þurfa nú mest á umhyggju­hag­kerf­inu að halda.

Þeir sem hafa valdið hafa því lengst af van­ist því að njóta allrar þess­arar umhyggju- og til­finn­inga­vinnu og nýtt efna­hags­leg og stjórn­mála­leg yfir­ráð sín í heim­inum til að kom­ast hjá því að skil­greina hana sem verð­mæti. Ýmsir hafa bent á að það sé samt hið ósýni­lega umhyggju­hag­kerfi  sem haldi sam­fé­lögum uppi. Við sjáum þetta vel á þessum tímum þar sem það lítur út fyrir að þær þjóðir sem eru ríkar af tengsl­um, nánd, ást og umhyggju, sam­kennd og virð­ingu, sterkum vel­ferð­ar­kerfum fyrir almenn­ing, og ekki síst jöfnum rétti kvenna og karla, verði þær sem munu koma hvað best út úr þessum far­aldri – án þess að gefa afslátt af lýð­ræð­is­legum stjórn­ar­hátt­um. Við þurfum hins vegar að jafna þessa vinnu milli fjöl­skyldu­með­lima, kynja og stétta og meta hana að verð­leik­um. 

Við þurfum að huga sér­stak­lega að þeim sem eru að verða uppi­skroppa með ást­ar­kraft­inn sinn; vegna for­dæma­lauss álags á umhyggju­hag­kerfið um skemmri eða lengri tíma. Peppið á tímum COVID-19 ætti e.t.v. að vera í formi skila­boða um að passa upp á ást­ar­kraft­inn sinn, ver­andi að reyna að sinna öllu og öllum inn á heim­il­inu. Þetta á sér­stak­lega við um þau sem hafa ekki upp­lifað að fram­lag þeirra sé nægi­lega met­ið, hvorki heima né á vinnu­mark­aði. Í ein­hverjum til­fellum erum við að tala um fólk sem hefur sinnt ósýni­legri umhyggju- og til­finn­inga­vinnu í rík­ari mæli en það sjálft getur bor­ið. Konur eru þar í miklum meiri­hluta en þar eru einnig karlar sem eru enn síður til­búnir til að tjá sig um það en konur vegna menn­ing­ar­bund­inna hug­mynda um karl­mennsku­hlut­verk­ið. Mat okkar á fram­lagi á þessu sviði er yfir­leitt körlum í hag því við höfum gjarnan minni vænt­ingar um tíma, umhyggju­vinnu og ást­ar­kraft frá þeim. Sem dæmi má nefna þá fá karlar sér­staka umbun í kennslu- og starfs­mati fyrir að vera umhyggju­sam­ir. Það er ein­fald­lega gert ráð fyrir því að konur séu það og ef ekki fá þær það óþvegið í umsögnum nem­enda og sjúk­linga. 

Ást­ar­kraft­ur­inn í þínu lífi? Gerum hann sýni­legan 

Raunar væri drauma­á­skor­unin mín eitt­hvað á þessa leið. Árang­ur, hvort sem það er árangur ein­stak­lings, þorps, eða þjóðar byggir ekki síst á óeig­in­gjarnri umhyggju- og til­finn­inga­vinnu. Vinnu sem oft er ósýni­leg öðrum en þeim sem nutu góðs af.

Hver hefur verið í bak­varð­ar­sveit­inni þinni? Skelltu inn mynd af þeim og merktu það fólk sem hefur veitt þér hvað mestan ást­ar­kraft í þínu lífi; æsku og upp­vexti, þegar þú varst að feta frama­braut­ina og þurftir ein­hvern til að létta undir með þér, varst að eiga börn­in, varst kljást við sjálfa(n) þig eða aðra eða ein­fald­lega þegar þú þurftir hlust­un, hlýju og athygli. Mann­eskjur sem hafa á óeig­in­gjarnan hátt gert heim­inn þinn svo miklu betri. Með alla þessa jákvæðni þarna úti, gerum ást­ar­kraft­inn sýni­leg­an. 

Höf­undur er dós­ent á mennta­vís­inda­sviði við Háskóla Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar