Vilja fá skatttekjur af virkjanamannvirkjum og kvarta til ESA vegna ívilnana

Samtök orkusveitarfélaga ætla, með stuðningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kvarta til eftirlitsstofnunar EFTA vegna undanþágu í lögum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja fasteignaskatta á virkjanamannvirki.

Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Auglýsing

Sam­tök orku­sveit­ar­fé­laga áforma að beina kvörtun til eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) vegna und­an­þágu í lögum sem kemur í veg fyrir að sveit­ar­fé­lög geti lagt fast­eigna­skatta á virkj­ana­mann­virki. Sam­tökin líta þannig á að um sé að ræða skattaí­viln­anir til raf­orku­fram­leið­enda, sem færa megi rök fyrir að feli í sér ólög­mæta rík­is­að­stoð.

Stefán Bogi Sveins­son, fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka orku­sveit­ar­fé­laga og sveit­ar­stjórn­ar­maður í Múla­þingi, segir við Kjarn­ann að grunn­krafa orku­sveit­ar­fé­lag­anna í land­inu, sem eru 20 tals­ins, sé að það verði greiddir skattar af virkj­ana­mann­virkj­um. Sú krafa hefur verið uppi á borðum frá 2011, þegar sam­tökin voru stofn­uð, en lítið hefur þok­ast í þá átt.

Stefán Bogi Sveinsson Mynd: Framsóknarfélag Múlaþings

„Þetta eru hags­munir sem telja í millj­örðum fyrir sveit­ar­fé­lögin í land­in­u,“ segir Stefán Bogi og útskýrir að í dag komi und­an­þágu­á­kvæði í lögum að miklu leyti í veg fyrir að virkj­ana­mann­virki séu metin fast­eigna­mati. Á meðan svo er geta sveit­ar­fé­lögin ekki lagt fast­eigna­skatta á mann­virk­in.

Sam­kvæmt drögum að kvörtun orku­sveit­ar­fé­lag­anna til ESA, sem kynnt voru á síð­asta stjórn­ar­fundi Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, eru fjár­hags­legir hags­munir sveit­ar­fé­lag­anna metnir á tæpa 8 millj­arða króna á ári. Þar er upp­hæðin sett í sam­hengi við það að alls hafi sveit­ar­fé­lög lands­ins inn­heimt tæpa 48 millj­arða í fast­eigna­skatta árið 2019. Þetta sé því veru­legur biti.

Ríkið hafi séð um sig en ekki sveit­ar­fé­lögin

Stefán Bogi segir að und­an­þágan sé gömul í lög­unum og hafi hald­ist inni þegar orku­mark­að­ur­inn hér landi var aðlag­aður að umhverfi einka­mark­að­ar. Hann segir að þá hafi verið gerðar ýmsar breyt­ingar á skattaum­hverf­inu, en þetta skilið eft­ir.

Stundum sé sagt að „ríkið hafi séð um sig“ og farið yfir tekju­skattsum­hverf­ið, en skilið þessa gömlu und­an­þágu eftir varð­andi fast­eigna­skatt­ana, sem komi niður á sveit­ar­fé­lög­un­um.

Tveir starfs­hópar hafa verið mynd­aðir á und­an­förnum árum til þess að fara yfir þessi mál. Sá seinni er nú að ljúka störfum og telja orku­sveit­ar­fé­lög afrakst­ur­inn lít­inn, en engar sam­eig­in­legar til­lögur verða lagðar fram að laga­breyt­ingum af hálfu starfs­hóps­ins.

Auglýsing

Því er nú verið að leggja málið fyrir ESA. Stefán Bogi býst við að það verði form­lega sam­þykkt á næsta stjórn­ar­fundi Sam­taka orku­sveit­ar­fé­laga sem fram fer á morg­un.

Ein­angr­aður mark­aður en samt í sam­keppni innan EES

Stefán Bogi segir að þrátt fyrir að íslenski raf­orku­mark­að­ur­inn sé vissu­lega ein­angr­að­ur, þar sem engar raf­línur liggja úr landi, sé hægt að færa rök fyrir því að und­an­þágan sem raf­orku­fram­leið­endum er veitt frá fast­eigna­mati og þar af leið­andi fast­eigna­sköttum sé til þess fallin að hafa bein áhrif á sam­keppn­is­stöðu Íslands gagn­vart öðrum aðilum að EES-­samn­ing­um.

Í drög­unum að kvörtun orku­sveit­ar­fé­lag­anna má lesa að þessi und­an­þága í lög­um, sem ekki hafi verið til­kynnt sér­stak­lega sem rík­is­að­stoð þegar Ísland gerð­ist aðili að EES-­samn­ingum né síð­ar, geti haft áhrif á það hvar fyr­ir­tæki kjósi að setja niður starf­semi í orku­frekum iðn­aði. Einnig eru færð rök fyrir því að þar sem íslensk orku­fyr­ir­tæki selji upp­runa­vott­orð raf­orku til orku­fyr­ir­tækja innan EES-­svæð­is­ins hafi íviln­unin bein sam­keppn­is­á­hrif.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent