Vilja fá skatttekjur af virkjanamannvirkjum og kvarta til ESA vegna ívilnana

Samtök orkusveitarfélaga ætla, með stuðningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kvarta til eftirlitsstofnunar EFTA vegna undanþágu í lögum sem gerir það að verkum að ekki er hægt að leggja fasteignaskatta á virkjanamannvirki.

Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Sveitarfélög þar sem raforkuframleiðsla fer fram vilja geta lagt skatta á virkjanamannvirkin og segjast verða af milljörðum á ári vegna undanþágu, sem flokka megi sem ólögmæta ríkisaðstoð. Mynd frá Þeistareykjum..
Auglýsing

Samtök orkusveitarfélaga áforma að beina kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna undanþágu í lögum sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög geti lagt fasteignaskatta á virkjanamannvirki. Samtökin líta þannig á að um sé að ræða skattaívilnanir til raforkuframleiðenda, sem færa megi rök fyrir að feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð.

Stefán Bogi Sveinsson, fyrrverandi formaður Samtaka orkusveitarfélaga og sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi, segir við Kjarnann að grunnkrafa orkusveitarfélaganna í landinu, sem eru 20 talsins, sé að það verði greiddir skattar af virkjanamannvirkjum. Sú krafa hefur verið uppi á borðum frá 2011, þegar samtökin voru stofnuð, en lítið hefur þokast í þá átt.

Stefán Bogi Sveinsson Mynd: Framsóknarfélag Múlaþings

„Þetta eru hagsmunir sem telja í milljörðum fyrir sveitarfélögin í landinu,“ segir Stefán Bogi og útskýrir að í dag komi undanþáguákvæði í lögum að miklu leyti í veg fyrir að virkjanamannvirki séu metin fasteignamati. Á meðan svo er geta sveitarfélögin ekki lagt fasteignaskatta á mannvirkin.

Samkvæmt drögum að kvörtun orkusveitarfélaganna til ESA, sem kynnt voru á síðasta stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga, eru fjárhagslegir hagsmunir sveitarfélaganna metnir á tæpa 8 milljarða króna á ári. Þar er upphæðin sett í samhengi við það að alls hafi sveitarfélög landsins innheimt tæpa 48 milljarða í fasteignaskatta árið 2019. Þetta sé því verulegur biti.

Ríkið hafi séð um sig en ekki sveitarfélögin

Stefán Bogi segir að undanþágan sé gömul í lögunum og hafi haldist inni þegar orkumarkaðurinn hér landi var aðlagaður að umhverfi einkamarkaðar. Hann segir að þá hafi verið gerðar ýmsar breytingar á skattaumhverfinu, en þetta skilið eftir.

Stundum sé sagt að „ríkið hafi séð um sig“ og farið yfir tekjuskattsumhverfið, en skilið þessa gömlu undanþágu eftir varðandi fasteignaskattana, sem komi niður á sveitarfélögunum.

Tveir starfshópar hafa verið myndaðir á undanförnum árum til þess að fara yfir þessi mál. Sá seinni er nú að ljúka störfum og telja orkusveitarfélög afraksturinn lítinn, en engar sameiginlegar tillögur verða lagðar fram að lagabreytingum af hálfu starfshópsins.

Auglýsing

Því er nú verið að leggja málið fyrir ESA. Stefán Bogi býst við að það verði formlega samþykkt á næsta stjórnarfundi Samtaka orkusveitarfélaga sem fram fer á morgun.

Einangraður markaður en samt í samkeppni innan EES

Stefán Bogi segir að þrátt fyrir að íslenski raforkumarkaðurinn sé vissulega einangraður, þar sem engar raflínur liggja úr landi, sé hægt að færa rök fyrir því að undanþágan sem raforkuframleiðendum er veitt frá fasteignamati og þar af leiðandi fasteignasköttum sé til þess fallin að hafa bein áhrif á samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum aðilum að EES-samningum.

Í drögunum að kvörtun orkusveitarfélaganna má lesa að þessi undanþága í lögum, sem ekki hafi verið tilkynnt sérstaklega sem ríkisaðstoð þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningum né síðar, geti haft áhrif á það hvar fyrirtæki kjósi að setja niður starfsemi í orkufrekum iðnaði. Einnig eru færð rök fyrir því að þar sem íslensk orkufyrirtæki selji upprunavottorð raforku til orkufyrirtækja innan EES-svæðisins hafi ívilnunin bein samkeppnisáhrif.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent