Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson

Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.

Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Auglýsing

Sex konur á aldr­inum 18-48 hafa fengið sjald­gæfa teg­und blóð­tappa innan tveggja vikna eftir að fá bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins John­son & John­son. Yfir­völd tóku í dag þá ákvörðun að hætta notkun efn­is­ins tíma­bundið af þessum sökum á meðan rann­sakað verður til hlítar hvort að tengsl séu milli bólu­efn­is­ins og sjúk­dóms­ins hjá kon­un­um. Ein þeirra er látin og önnur liggur þungt haldin á sjúkra­húsi að því er fram kemur í frétt New York Times um mál­ið. Um er að ræða sömu teg­und blóð­tappa og mögu­lega tengj­ast notkun Astr­aZeneca-bólu­efn­is­ins en bæði lyfin eru fram­leidd með sam­bæri­legum aðferð­um. Sótt­varna­yf­ir­völd hér á landi hafa ákveðið að konur yngri en 55 ára fái ekki bólu­efni Astr­aZeneca.

Bólu­efnis John­son & John­son var beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu þar sem aðeins einn skammt þarf af því í stað tveggja af þeim bólu­efnum sem þegar eru komin á mark­að. Efnið fékk neyð­ar­leyfi í Banda­ríkj­unum og hefur verið notað þar í nokkrar vik­ur. Það hefur einnig fengið mark­aðs­leyfi í Evr­ópu en bólu­setn­ing með því er ekki hafin í álf­unni.

Um sjö millj­ónir manna í Banda­ríkj­unum hafa fengið bólu­efnið hingað til og um níu millj­ónum skammta til við­bótar hefur verið dreift til ríkja lands­ins.

Auglýsing

Sér­fræð­ingar Smit­sjúk­dóma­stofn­unar Banda­ríkj­anna (CDC) sem og vís­inda­menn Mat­væla- og lyfja­stofn­unar lands­ins munu nú sam­eina krafta sína og rann­saka hvort að tengsl geti verið milli bólu­efn­is­ins og blóð­tapp­anna. Í kjöl­farið verður tekin ákvörðun um hvort halda eigi áfram að gefa fólki efnið og þá hverj­um. Neyð­ar­fundur hefur verið boð­aður hjá sér­fræð­inga­ráði CDC á morg­un, mið­viku­dag.

Í bólu­efna­á­ætl­unum banda­rískra yfir­valda spilar bólu­efni John­son & John­son stórt hlut­verk þó að skammtar af því hafi hingað til verið mun færri en af bólu­efnum Moderna og Pfiz­er-BionN­Tech sem einnig eru gefin í land­inu. Hins vegar hafði verið stólað á hraða bólu­setn­ingu með efni J&J þar sem það átti aðeins að þurfa að gefa í einni sprautu. Einnig er mun ein­fald­ara að með­höndla það, það þarf ekki gríð­ar­legan kulda til geymslu eins og hin tvö efnin sem fyrr voru nefnd.

Til stóð að ná að bólu­setja alla full­orðna í Banda­ríkj­unum fyrir maí­lok. Hvort að það muni takast mun skýr­ast á næstu dög­um.

Milli 300 og 600 þús­und manns fá blóð­tappa í Banda­ríkj­unum á hverju ári, segir í frétt New York Times. Hins vegar fengu kon­urnar sex mjög sjald­gæfa teg­und blóð­tappa og því þótti ekki annað hægt en að stöðva frek­ari bólu­setn­ingu tíma­bund­ið. Sér­fræð­ingar vita enn ekki hvers vegna þessi blóð­tappi virð­ist fylgja bólu­setn­ingu með efnum Astr­aZeneca og John­son & John­son en telja mögu­legt að veik­indin teng­ist við­bragði ónæm­is­kerf­is­ins við bólu­efn­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent