Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson

Notkun bóluefnis sem fyrirtækið Johnson & Johnson framleiðir hefur verið stöðvuð í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að sex konur á aldrinum 18-48 ára hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa í kjölfar bólusetningar.

Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Bóluefni Johnson & Johnson þarf aðeins að gefa einu sinni.
Auglýsing

Sex konur á aldrinum 18-48 hafa fengið sjaldgæfa tegund blóðtappa innan tveggja vikna eftir að fá bóluefni fyrirtækisins Johnson & Johnson. Yfirvöld tóku í dag þá ákvörðun að hætta notkun efnisins tímabundið af þessum sökum á meðan rannsakað verður til hlítar hvort að tengsl séu milli bóluefnisins og sjúkdómsins hjá konunum. Ein þeirra er látin og önnur liggur þungt haldin á sjúkrahúsi að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Um er að ræða sömu tegund blóðtappa og mögulega tengjast notkun AstraZeneca-bóluefnisins en bæði lyfin eru framleidd með sambærilegum aðferðum. Sóttvarnayfirvöld hér á landi hafa ákveðið að konur yngri en 55 ára fái ekki bóluefni AstraZeneca.

Bóluefnis Johnson & Johnson var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem aðeins einn skammt þarf af því í stað tveggja af þeim bóluefnum sem þegar eru komin á markað. Efnið fékk neyðarleyfi í Bandaríkjunum og hefur verið notað þar í nokkrar vikur. Það hefur einnig fengið markaðsleyfi í Evrópu en bólusetning með því er ekki hafin í álfunni.

Um sjö milljónir manna í Bandaríkjunum hafa fengið bóluefnið hingað til og um níu milljónum skammta til viðbótar hefur verið dreift til ríkja landsins.

Auglýsing

Sérfræðingar Smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sem og vísindamenn Matvæla- og lyfjastofnunar landsins munu nú sameina krafta sína og rannsaka hvort að tengsl geti verið milli bóluefnisins og blóðtappanna. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort halda eigi áfram að gefa fólki efnið og þá hverjum. Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá sérfræðingaráði CDC á morgun, miðvikudag.

Í bóluefnaáætlunum bandarískra yfirvalda spilar bóluefni Johnson & Johnson stórt hlutverk þó að skammtar af því hafi hingað til verið mun færri en af bóluefnum Moderna og Pfizer-BionNTech sem einnig eru gefin í landinu. Hins vegar hafði verið stólað á hraða bólusetningu með efni J&J þar sem það átti aðeins að þurfa að gefa í einni sprautu. Einnig er mun einfaldara að meðhöndla það, það þarf ekki gríðarlegan kulda til geymslu eins og hin tvö efnin sem fyrr voru nefnd.

Til stóð að ná að bólusetja alla fullorðna í Bandaríkjunum fyrir maílok. Hvort að það muni takast mun skýrast á næstu dögum.

Milli 300 og 600 þúsund manns fá blóðtappa í Bandaríkjunum á hverju ári, segir í frétt New York Times. Hins vegar fengu konurnar sex mjög sjaldgæfa tegund blóðtappa og því þótti ekki annað hægt en að stöðva frekari bólusetningu tímabundið. Sérfræðingar vita enn ekki hvers vegna þessi blóðtappi virðist fylgja bólusetningu með efnum AstraZeneca og Johnson & Johnson en telja mögulegt að veikindin tengist viðbragði ónæmiskerfisins við bóluefnunum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent