Fari best á því að tala varlega

Þingmaður Pírata spurði félags- og vinnumarkaðsráðherra hvort „hundaflaututal“ dómsmálaráðherra varðandi flóttafólk fengi að viðgangast „algjörlega óáreitt“ af stjórnarliðum. Ráðherra sagði að í svona málum færi best á því að tala varlega.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra  var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að í mál­efnum flótta­fólks færi „best á því að tala var­lega“, tala af virð­ingu um fólk og tala með þeim hætti að „við höfum frið að leið­ar­ljósi því að frið­ur­inn er und­ir­staða þess að við getum áfram búið í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og búið við vel­ferð sem við viljum öll halda áfram að byggja upp“.

Hann teldi það jafn­framt mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar sýndu sam­stöðu með flótta­fólki frá Úkra­ínu og tækju þeim með opnum örmum sem þarna búa við aðstæður sem „við öll eigum mjög erfitt með að setja okkur inn í“.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort ekki bæri að mót­mæla orðum Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra um mál­efni flótta­fólks af hálfu stjórn­ar­liða. „Á þetta hunda­flautu­tal að fá að við­gang­ast algjör­lega óáreitt af stjórn­ar­lið­u­m?“ spurði hún.

Auglýsing

Má þetta bara í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur?

Þór­hildur Sunna hóf fyr­ir­spurn sína á því að benda á að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hefði lýst yfir sér­stökum áhyggjum af því að flótta­fólk ann­ars staðar frá en frá Úkra­ínu mis­not­aði sér þær til­slak­anir sem nágranna­ríki Úkra­ínu hefðu gert á landa­mærum sínum til að kom­ast yfir landa­mær­in. Vís­aði hún í orð ráð­herr­ans þar sem hann sagði að mörg lönd hefðu áhyggjur af því að fólk sem hefði ekki „heil­indin með sér“ væri að nota þetta tæki­færi til að kom­ast inn í Evr­ópu.

„­Sami ráð­herra hefur ekki ein­ungis efast um heil­indi þess flótta­fólks sem nú leggur á sig mikið erf­iði við að kom­ast frá Úkra­ínu og í skjól, hann beinir einnig sjónum sínum og spjótum að flótta­fólki sem fyrir er á Íslandi og sakar það um að teppa veg Úkra­ínu­manna í skjól til Íslands, raunar að það sé að koma í veg fyrir að hægt sé að taka við flótta­fólki til Íslands frá Úkra­ínu. Hann vekur athygli á neyð­ar­á­standi hjá Útlend­inga­stofnun og kyndir undir andúð gagn­vart þessum hóp­um, egnir þá upp hvor á móti öðrum,“ sagði hún.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Þá sagð­ist hún hafa séð við­tal við Guð­mund Inga þar sem hann héldi því til haga að Útlend­inga­stofnun myndi ekki standa í vegi fyrir því að tekið yrði á móti flótta­fólki frá Úkra­ínu.

„Ég tek því sem svo að ráð­herra sé ósam­mála full­yrð­ingum hæst­virts dóms­mála­ráð­herra, að minnsta kosti hvað það varðar að hér sé verið að teppa þjón­ustu. Ég er ekki að óska eftir afstöðu ráð­herr­ans gagn­vart þessum stað­hæf­ing­um, ég óska eftir því að ráð­herr­ann tjái sig um það þegar æðsti yfir­maður útlend­inga­mála, sem deilir þessum verk­efnum með hæst­virtum félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, tjáir sig með þessum hætti um þessa við­kvæmu hópa eins og raun ber vitni. Ber ekki að mót­mæla honum af hálfu stjórn­ar­liða? Á þetta hunda­flautu­tal að fá að við­gang­ast algjör­lega óáreitt af stjórn­ar­lið­um? Má þetta bara í rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur?“ spurði hún eins og áður seg­ir.

Mik­il­vægt að sýna sam­stöðu með flótta­fólki frá þessu svæði

Guð­mundur Ingi byrj­aði á því að þakka Þór­hildi Sunnu fyrir fyr­ir­spurn­ina og fyrir að taka upp mál­efni fólks á flótta frá Úkra­ínu „út af þessu hörmu­lega stríði sem þarna geisar og við erum öll sam­mála um að sé hræði­legt fyrir ekki bara það fólk sem þarna býr heldur í raun­inni fyrir það hvernig það ógnar heims­frið­i“.

Hann sagð­ist hafa lýst því skýrt yfir, sem og utan­rík­is­ráð­herra, for­sæt­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra og fleiri ráð­herr­ar, að Ísland myndi taka á móti fólki frá Úkra­ínu.

„Það er merg­ur­inn máls­ins og við það munum við að sjálf­sögðu standa. Ég tel það mjög mik­il­vægt að við sýnum sam­stöðu með flótta­fólki frá þessu svæði og með öðrum Evr­ópu­ríkjum þegar þau stíga fram og taka á móti fólki, taka með opnum örmum á móti þeim sem þarna búa við aðstæður sem við öll eigum mjög erfitt með að setja okkur inn í. Ég er þeirrar skoð­un­ar, svo að ég komi nú að því að svara spurn­ingu hátt­virts þing­manns, að í svona málum þá fari best á því að tala var­lega, tala af virð­ingu um fólk og tala með þeim hætti að við höfum frið að leið­ar­ljósi því að frið­ur­inn er und­ir­staða þess að við getum áfram búið í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og búið við vel­ferð sem við viljum öll halda áfram að byggja upp,“ sagði ráð­herr­ann.

Ætlar ráð­herr­ann að rýma hús­næði til að koma „réttu flótta­mönn­un­um“ fyr­ir?

Þór­hildur Sunna kom í pontu í annað sinn og sagði að það að tala var­lega væri kannski frekar veik afstaða gagn­vart þess­ari orð­ræðu sem hefði verið í gangi, „svo ég segi ekki meira“.

„Ég for­dæmdi þessi ummæli og sagði þau með ógeð­felld­ari atriðum í útlend­ingapóli­tík á Íslandi sem ég hefði upp­lif­að. En jú, það er hægt að biðja ráð­herr­ann um að tala var­lega um mála­flokk sem hann fer fyr­ir. Ráð­herr­ann sagði einnig að hann væri að vekja athygli á þeirri alvar­legu stöðu að flótta­fólk frá Afganistan, Sýr­landi og fleiri stríðs­hrjáðum ríkjum væri að teppa aðstöð­una fyrir Úkra­ínu­mönn­um. Hann ætli að koma með nýtt útlend­inga­frum­varp sem muni leysa þessi brýnu mál fyrir okk­ur,“ sagði hún.

Benti hún á að það væri í verka­hring ráð­herr­ans að sinna hús­næð­is­málum hæl­is­leit­enda og að nýbúið væri að flytja þann við­kvæma flokk til hans. Spurði hún því hvort hann myndi standa fyrir því að rýma hús­næði ann­arra flótta­manna en þeirra frá Úkra­ínu til að hægt væri að koma „réttu flótta­mönn­un­um“ fyr­ir.

Ætlar að ræða frum­varpið þegar ferlið væri komið lengra

Guð­mundur Ingi svar­aði og sagð­ist ætla að vera „al­veg skýr“ með það að það væri ekki verið að teppa eitt eða neitt þegar kæmi að mót­töku fólks frá Úkra­ínu.

„Við munum ekki láta mál­efni ann­arra hópa eða hvernig staðan er hjá Útlend­inga­stofnun hafa áhrif á það að við tökum á móti fólki frá Úkra­ínu. Það væri ekki mikil mannúð í því,“ sagði hann.

Hvað varð­aði drög að frum­varpi dóms­mála­ráð­herra sem Þór­hildur Sunna nefndi þá væri það í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – reyndar væri búið að leggja það þar fram.

„Ég hef ekki séð frum­varpið eftir að það kom úr sam­ráði og við höfum ekki farið yfir þann hluta sem snýr að mínu ráðu­neyti. En það munum við að sjálf­sögðu gera og frum­varpið vænt­an­lega koma síðan fyrir rík­is­stjórn eins og ferlið er og við skulum ræða málin þegar þau verða komin lengra,“ sagði hann að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent