Segja dómsmálaráðherra nýta innrásina í Úkraínu til að koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn

Þingmenn Pírata segja dómsmálaráðherra nýta stríðið í Úkraínu til að „sparka flóttafólki úr landi“ og koma nýju útlendingafrumvarpi í gegn.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi dómsmálaráðherra á þingi í dag og sagði það „ógeðslegt að nota stríð í Úkraínu sem átyllu fyrir því að svipta fólk á flótta mannréttindum“.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi dómsmálaráðherra á þingi í dag og sagði það „ógeðslegt að nota stríð í Úkraínu sem átyllu fyrir því að svipta fólk á flótta mannréttindum“.
Auglýsing

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, segir Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra ætla að nýta inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu til að koma nýju útlend­inga­frum­varpi í gegn á Alþingi. Andrés Ingi vís­aði í orð ráð­herra í útvarps­við­tali í morgun þar sem hann sagð­ist vona til að kynna nýtt útlend­inga­frum­varp fyrir rík­is­stjórn­inni í næstu viku „sem mun leysa þessi brýnu mál.“

„Og hver eru þessi brýnu mál?“ spurði Andrés Ingi í upp­hafi þing­fundar í dag. „Jú, honum finnst ekki ganga nógu vel að sparka flótta­fólki úr landi. Það vantar laga­heim­ild til að þvinga þau til lík­ams­rann­sókn­ar, hann vantar laga­heim­ild til að geta vísað þeim alls­lausu á göt­una í Grikk­landi. Þetta ætlar hann að nota Úkra­ínu­stríðið til að rétt­læta. Það er ógeðs­legt að nota stríð í Úkra­ínu sem átyllu fyrir því að svipta fólk á flótta mann­rétt­ind­um. Ógeðs­legt að rík­is­stjórnin ætli að gera það,“ sagði Andrés Ingi.

Auglýsing

Orð dóms­mála­ráð­herra í við­tölum síð­ustu daga hafa vakið athygli, ekki síst meðal stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna.

Ráð­herr­ann sagði „hreint neyð­ar­á­stand“ ríkja hjá Útlend­inga­stofnun sem lýsti sér meðal ann­­ars í því að flótta­­menn sem eru hér fyrir „teppi hús­næði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á mót­i“.

Andrés Ingi segir að nú reyni á sam­starfs­fólk dóms­mála­ráð­herra í rík­is­stjórn um það hvort það hleypi „þessum við­bjóði í gegnum rík­is­stjórn og þing­flokka, hvort það ætli að taka þátt í stríði Jóns Gunn­ars­sonar gegn rétt­indum fólks á flótta eða taka sér stöðu með mann­úð­inn­i.“

„Hann ætti að gæta orða sinna “

For­seti Alþingis bað Andrés Inga að gæta orða sinna og gæta að orða­vali. Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, tók næst til máls og sagði hæst­virtan dóms­mála­ráð­herra einmitt mega gæta orða sinna.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.

„Hann ætti að gæta orða sinna áður en hann egnir við­kvæmum hópum uppi á mótu hvorum öðrum í ein­hvers konar tind­áta­leiks hans sjálfs. Það er nefni­lega virki­lega ógeðs­legt að egna svona hópum upp á móti hvorum öðr­um. Að not­færa sér stríðið í Úkra­ínu til þess að vísa hópi flótta­manna á göt­una í Grikk­land­i.“

Þór­hildur Sunna minnti á að um sama hóp er að ræða og Útlend­inga­stofnun neit­aði að veita þjón­ustu ef þeir geng­ust ekki undir PCR-­próf. Ákvörðun sem kæru­nefnd útlend­inga­mála felldi úr gildi í júní í fyrra þar sem hún taldi stofn­un­ina ekki hafa heim­ild í lögum til að beita sér með þeim hætti sem hún gerði.

Krefur rík­is­stjórn­ina um betri svör

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, sagð­ist eiga erfitt með að átta sig á orð­ræðu rík­is­stjórn­ar­innar um hvernig eigi að bregð­ast við flótta­manna­vand­an­um. Hann sagði tím­ann í þing­sal mik­il­væg­an.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.

„Þess vegna skil ég ekki hvers vegna rík­is­stjórnin kemur með svona útspil í stað þess að svara okkur strax: Hvernig á að bregð­ast við flótta­manna­vand­anum frá Úkra­ínu? Ekki með því að segja: Við verðum nú fyrst að losa okkur við þá sem við erum með hérna áður en við getum tekið á móti ein­hverjum öðr­um. Það finnst mér algjör­lega óásætt­an­legt og við þurfum að fá betri svör frá rík­is­stjórn­inni um það hvað á að gera sem fyrst því að vand­inn er þess eðl­is.“

Stjórn­ar­þing­menn­irnir Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og Orri Páll Jóhanns­son, þing­maður Vinstri grænna, tóku einnig til máls og frá­bað Jóhann Frið­rik sér þá umræðu um að rík­is­stjórnin muni ekki standa við orð sín um mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu. Orri Páll tók und­ir. „Auð­vitað munum við vera þjóð meðal þjóða þegar kemur að því að aðstoða flótta­fólk sem er í þessum hræði­legu aðstæðum sem við horfum upp á breyt­ast frá mín­útu til mín­útu í Úkra­ín­u.“

Andrés Ingi tók þá til máls að nýju og sagð­ist ekki vera viss um að stjórn­ar­þing­menn­irnir hefðu heyrt umræð­una.

„Við vorum ekk­ert að tala um það hvort Ísland ætl­aði að taka á móti flótta­fólki frá Úkra­ínu. Ég held að það liggi fyrir að það standi til. Það sem við erum hins vegar að gagn­rýna er að hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra ætlar að nýta ferð­ina, ætlar að nota flótta­fólkið frá Úkra­ínu sem átyllu fyrir því að koma í gegn frum­varpi, sem hann er fjórði ráð­herra þess­arar rík­is­stjórnar til að reyna að koma í gegn, frum­varpi sem snýst ein­göngu um það að geta sparkað fólki hraðar úr land­i,“ sagði Andrés Ingi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokki