„Þessi málflutningur er með öllu óboðlegur“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir dómsmálaráðherra stilla hópum flóttafólks upp á móti hvorum öðrum með óboðlegum málflutningi. Forsætisráðherra segir skipta máli hvernig talað er um hópa í viðkvæmri stöðu, líkt og flóttafólk.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir málaflutning dómsmálaráðherra með öllu óboðlegan.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir neyðarástand ríkja hjá Útlendingastofnun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir málaflutning dómsmálaráðherra með öllu óboðlegan.
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, hefur áhyggjur af þeim und­ir­tóni sem hefur verið hjá Jóni Gunn­ars­syni dóms­mála­ráð­herra hvað varðar umræðu um mót­töku flótta­fólks frá Úkra­ínu.

Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag fagn­aði hún afstöðu utan­rík­is­ráð­herra gagn­vart því að greiða hingað leið flótta­fólks frá Úkra­ínu. „En ég verð að segja að ég hef áhyggjur af þeim und­ir­tóni sem hefur verið hjá hæst­virtum dóms­mála­ráð­herra,“ sagði Helga Vala.

Auglýsing

Vís­aði hún þannig í orð ráð­herra í við­tali í kvöld­fréttum Stöðvar 2 fyrir helgi þar sem hann sagði hreint neyð­ar­á­stand ríkja hjá Útlend­inga­stofnun sem lýsti sér meðal ann­ars í því að flótta­menn sem eru hér fyrir „teppi hús­næði og aðstöðu fyrir aðra sem við myndum vilja taka á mót­i“. Vís­aði hún einnig í orð ráð­herra í sam­tali við RÚV í gær þar sem hann sagði að mörg lönd hafi áhyggjur af því að fólk sem hefur ekki heil­indin með sér nota þetta tæki­færi til að kom­ast inn í Evr­ópu.

Stuðn­ing við flótta­fólk frá Úkra­ínu megi ekki nota til að grafa undan öðru flótta­fólki

„Þessi mál­flutn­ingur er með öllu óboð­leg­ur,“ sagði Helga Vala. Að hennar mati er dóms­mála­ráð­herra með þessum hætti að stilla hópum upp hvorum á móti öðr­um. „Stuðn­ing við flótta­fólk frá Úkra­ínu má ekki nota til að grafa undan öðru flótta­fólki sem einnig hefur flúið neyð, jafn­vel sömu neyð, þótt það kunni að vera ann­arrar trúar eða af öðrum kyn­þætti. Það er skylda okkar sem þjóðar á meðal þjóða að veita hér stuðn­ing og skjól, hvort sem um er að ræða úkra­ínskan almenn­ing eða fólk af öðru þjóð­erni og af öðrum kyn­þætti sem einnig flýr stríðs­á­tök og ofsókn­ir,“ sagði Helga Vala.

Hún spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvort hún tæki undir með dóms­mála­ráð­herra og hefði sömu áhyggjur og hann af „svindli í kerf­inu og mis­notkun á þess­ari neyð?“

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði ekki beint en vís­aði í fund sem félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra átti með flótta­manna­nefnd á föstu­dag þar sem ráð­herra fól nefnd­inni að fylgj­ast með ástand­inu, afla gagna og skoða hvað nágranna­þjóðir Íslands hyggj­ast gera og gera til­lögu til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þá sagði hún að hús­næð­is­mál Útlend­inga­stofn­unar muni ekki standa í vegi fyrir mót­töku flótta­manna frá Úkra­ínu.

Katrín tjáði sig að öðru leyti ekki um orð dóms­mála­ráð­herra en sagð­ist vilja leggja áherslu á það að um er að ræða fólk í mjög við­kvæmri stöðu. „Það skiptir að sjálf­sögðu máli hvernig við tölum um þessa hópa,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Annar hóp­ur­inn þurfi að díla við Útlend­inga­stofnun en hinn komi hingað í boði rík­is­stjórn­ar­innar

Varð­andi fund flótta­manna­nefndar benti Helga­Vala á að nefndin hefur aðal­lega verið að hugsa um svo­kall­aða kvótaflótta­menn en ekki það fólk sem kemur hingað á eigin vegum í leit að vernd. „Ég held að við verðum að átta okkur á því og öll rík­is­stjórnin að þetta eru ólíkir hópar sem fá mjög ólíka þjón­ustu á Íslandi. Annar hóp­ur­inn þarf að díla við Útlend­inga­stofnun og það sem þar á sér stað og hinn hóp­ur­inn kemur hingað í boði rík­is­stjórn­ar.“

Katrín benti á að unnið hafi verið að því að reyna að koma á sam­ræmdu mót­töku­kerfi fyrir flótta­fólk en að málið hafi stoppað all­nokkrum sinnum á Alþingi á síð­asta kjör­tíma­bili.

„En ég vil ítreka að við munum svara kall­inu um að taka á móti fólki og ég vil líka benda á að það skiptir einnig máli að styðja betur við mann­úð­ar­að­stoð á staðn­um, því að þar er staðan auð­vitað mjög þung,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent