Mynd: 123rf.com

Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna

Hreinn auður landsmanna óx um 578 milljarða króna í fyrra. Ríkustu 244 fjölskyldur landsins tóku til sín rúmlega 32 af þeim milljörðum króna, eða tæplega sex prósent þeirra. Þeir sem áttu fleiri en eina fasteign eða hlutabréf juku eigið fé sitt mest allra á síðasta ári á baki aðgerðar stjórnvalda sem örvuðu eignamarkaði.

Rík­asta eitt pró­sent lands­manna átti 995 millj­arða króna í lok síð­asta árs í eigið fé og jók slíkt um 93,5 millj­arða króna í fyrra. Það þýðir að um 16 pró­sent alls nýs eigin fjár sem varð til í fyrra var aflað af þessum hóp. Rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna, alls 244 fjöl­skyld­ur, átti 325 millj­arða króna og jók sitt eigið fé um 32,2 millj­arða króna á árinu 2021, sem þýðir að þær öfl­uðu tæp­lega sex ­pró­sent alls nýs eigin fjár sem var varð til á Íslandi í fyrra. Það er mesta aukn­ing í millj­örðum talið á einu ári síðan á árinu 2016, þegar mesti hag­vöxtur í ára­tugi var á Íslandi, en hann mæld­ist 6,2 pró­sent. Þar áður þarf að leita aftur til banka­góð­ær­is­ár­anna 2006 og 2007 til að finna meiri aukn­ingu á eigin fé innan árs í millj­örðum talið. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­­spurn Loga Ein­­ar­s­­son­­ar, þing­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, um eignir og tekjur rík­­asta hóps lands­­manna á síð­­asta ári. Svarið var birt á vef Alþingis síð­­degis á föstu­dag.

Eigið fé allra fram­telj­enda var 5.876 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót, sam­kvæmt svar­inu. Það eru 578 millj­örðum krónum meira en til var í eigin fé á íslenskum heim­ilum í lok árs 2020. 

Af þeim fóru 218 millj­arðar króna til þeirra fimm pró­sent lands­manna sem áttu mest eigið fé allra, eða 38 pró­sent af því nýja eigið fé sem varð til á árinu 2021. 

Hlut­falls­lega eiga rík­ustu fimm, eitt og 0,1 pró­sent lands­manna mjög svipað hlut­fall af hreinum eignum heild­ar­innar og í fyrra. Hlut­fallið stendur í stað hjá 0,1 pró­sent hópnum en lækkar um 0,1-0,2 pró­sentu­stig hjá hin­um. 

Kjarn­inn greindi frá því í sumar að alls 54,4 pró­sent af þeim nýja auð sem varð til í fyrra hafi lent hjá rík­ustu tíund lands­manna. Þegar þróun á eignum og skuldum þjóð­­ar­innar er skoðað aftur í tím­ann kemur í ljós að á árunum 2010 til 2020, á einum ára­tug, tók þessi efsta tíund að með­­al­tali til sín 43,5 pró­­sent af öllum nýjum auð sem varð til á ári. Því átti sú þróun sér stað á síð­­asta ári að rík­­­ustu tíu pró­­sent lands­­manna tóku til sín mun hærra hlut­­fall af nýjum auð en hóp­­ur­inn hefur að jafn­­aði gert ára­tug­inn á und­­an.

Við það jókst mis­skipt­ing í íslensku sam­fé­lagi.

Heima­til­búin bóla á eign­ar­mörkum

Ástæðu þessa ástands má að stóru leyti finna í við­bragði á árunum 2020 og 2021 vegna efna­hags­legra afleið­inga kór­ón­u­veiru­far­ald­­­ur­s­ins. Stjórn­­­völd og Seðla­­­banki Íslands gripu til marg­hátt­aðra aðgerða sem hleyptu súr­efni inn í hag­­­kerf­ið. Aðgerð­­irnar fólu meðal ann­­ars í sér marg­hátt­aðar styrkt­­­ar­greiðslur til fyr­ir­tækja og veit­ingu á vaxta­­­lausum lánum í formi frestaðra skatt­greiðslna. Þá afnam Seðla­­­banki Íslands hinn svo­­­kall­aða sveiflu­­­jöfn­un­­­ar­auka sem jók útlána­­­getu banka lands­ins um mörg hund­ruð millj­­­arða króna og stýri­vextir voru lækk­­­aðir niður í 0,75 pró­­­sent. Þeir höfðu aldrei verið lægri. Þessar örv­un­­ar­að­­­gerðir leiddu til mik­illar til­­­­­færslu á fjár­­­munum til fjár­­­­­magns­eig­enda, enda skap­að­ist bólu­á­stand á íbúða- og hluta­bréfa­mark­að­i. Heild­­­ar­fjár­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­uðu um 57 pró­­­sent milli áranna 2020 og 2021, eða alls um 65 millj­­­arða króna, og voru 181 millj­arðar króna í heild.

Flestir lands­­menn, utan þeirra sem til­heyra eign­ar­mesta hópn­um, eiga þó að uppi­stöðu eina teg­und eigna sem hefur vaxið mikið í virði, fast­­eign­ina sem þeir búa í. Frá byrjun árs 2020 hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að mynda hækkað um meira en 50 pró­sent og á árinu 2021 einu saman hækk­aði það um 20 pró­sent. Heild­ar­vísi­tala hluta­bréfa hækk­aði um 40 pró­sent í fyrra. Öll félögin á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands hækk­uðu í verði. Arion banki, sem hækk­aði mest, tvö­fald­að­ist í virði.

Sam­kvæmt tölum sem Hag­stofan birti fyrr á þessu ári var tæp­­lega 76 pró­­sent af þeirri aukn­ingu sem varð á eigin fé í fyrra vegna hækk­­andi fast­eigna­verðs. Slík hækkun eru ekki pen­ingar í hendi hjá þeim sem eiga eina eign, og þurfa að búa í henni, þótt auður verði til á blaði sam­hliða miklum hækk­­un­­um. Flestir þurfa að kaupa sér nýja eign ef þeir selja gömlu, og nýju eign­­irnar hafa líka hækkað að jafn­­aði jafn mikið í virði. Þótt eig­in­fjár­staðan batni í opin­berum tölum þá fjölgar krón­unum sem eru til ráð­stöf­unar og fjár­fest­ingar ekki, nema að við­kom­andi skuld­setji nýju eigna­mynd­un­ina til að losa um fé.

Þeir sem geta leyst út hækk­andi eign­ar­verð

Kjarn­inn greindi frá því í júlí að í grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­­­­­­­tí­und­um, sem fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti á rík­­­­­­­­­is­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­fundi 22. júní síð­­­­­­­­­ast­lið­inn, að heild­­­­­­­­­ar­fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­­­­­­­uðu alls um 57 pró­­­­­­­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­­­­­­­arða króna. Mest hækk­­­­­­­­­­aði sölu­hagn­aður hluta­bréfa sem var 69,5 millj­­­­­­­­­­arðar króna á árinu 2021. Það eru pen­ingar sem eig­endur bréf­anna gátu losað og ráð­stafað á ný.

Þeir sem eiga fleiri en eina fast­­eign, og stunda áhætt­u­fjár­­­fest­ingar með slík­­­ar, geta líka hagn­­ast vel á svona ástandi. Og losað um þann ávinn­ing en samt átt þak yfir höf­uð­ið.

Sam­­kvæmt tölum frá Þjóð­skrá voru það á fimmta þús­und ein­stak­l­ingar og lög­­að­il­­ar, sem áttu á milli sín um 53 þús­und íbúð­ir í lok síð­asta árs. Þá áttu alls 71 ein­stak­l­ingar og 382 lög­­­að­ilar fleiri en sex íbúð­ir, 155 ein­stak­l­ingar og 101 lög­­­að­ilar áttu fimm íbúðir og 579 ein­stak­l­ingar og 165 lög­­­að­ilar áttu fjórar íbúð­­­ir. Fjöldi þeirra ein­stak­l­inga sem áttu þrjár íbúðir var 2.974 og fjöldi lög­­­að­ila sem áttu sama magn íbúða var 285. Þá áttu 16.501 ein­stak­l­ingur og 688 lög­­­að­ilar tvær íbúð­­­ir. 

Það sem af er árinu 2022 hefur fjöldi þeirra íbúða sem eru í eigu aðila sem eiga fleiri en eina slíka auk­ist um 735, og hlut­falls­lega um 0,2 pró­sentu­stig af heildar­í­búð­ar­eign. Nú eru 14,6 pró­sent allra íbúða í eigu ein­hverra sem eiga fleiri en eina íbúð. Ef farið er 15 ár aftur í tím­ann, til árs­ins 2006, þá var það hlut­fall 10,6 pró­sent og fyrir árið 2003 var það ætið undir tveggja stafa tölu, allt niður í 8,1 pró­sent árið 1994. 

Hlut­fall rík­asta 0,1 pró­sents­ins í tekjum ekki verið hærra síðan 2007

Í tölum sem birtar voru fyrir helgi var einnig farið yfir tekjur allra rík­ustu hópa lands­ins á síð­asta ári.

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að hlut­­fall heild­­ar­­tekna með fjár­­­magnstekjum hjá tekju­hæsta hluta fram­telj­enda hafi auk­ist gríð­­ar­­lega á árinu 2021. Það fór úr því að vera 2,6 pró­­sent 2020 í 4,2 pró­­sent í fyrra. Hlut­­fallið hefur ekki verið hærra síðan á árinu 2007, þegar íslenska banka­­góð­ærið var á hápunkti sín­­um. Það hrundi svo til grunna ári síðar með miklum afleið­ingum fyrir margt venju­­legt fólk á Ísland­i.Ef frá eru talin árin 2003, 2005, 2006 og 2007, þegar íslenska banka­­kerfið þand­ist út af erlendu lánsfé sem var svo velt áfram, að mestu til þröngs hóps fjár­­­festa úr við­­skipta­­manna­hópi bank­anna, þá hefur hlut­­deild rík­­­ustu 0,1 pró­­sent lands­­manna í heild­­ar­­tekjum á einum ári aldrei verið hærri.

Rík­­asta 0,1 pró­­sent lands­­manna, alls um 244 fjöl­­skyld­­ur, jók tekjur sínar um 40 millj­­arða króna á árinu 2021. Þær voru 54 millj­­arðar króna árið 2020 en 94 millj­­arðar króna í fyrra. Langstærstur hluti þess­­ara tekna voru fjár­­­magnstekj­­ur, sem hóp­­ur­inn hafði af því að ávaxta fjár­­muni sína til dæmis í hluta­bréfum eða fast­­eign­­um. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­­­­­­­arð króna í fjár­­­­­­­­­­­­­­­­­magnstekjur í fyrra. Það þýðir að rík­­asta 0,1 pró­­sent lands­­manna tók til sín 20 pró­­sent allra fjár­­­magnstekna sem urðu til á síð­­asta ári á meðan að 99,9 pró­­sent þjóð­­ar­innar þén­aði hin 80 pró­­sent­in.

Verð­bréfa­­eign van­­metin

Sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birti í sumar átti rík­asta tíund lands­manna 86 pró­sent allra verð­bréfa sem voru í eigu heim­ila um síð­ustu ára­mót.

Í tölum Hag­­­stofu Íslands um eigið fé lands­­­manna er ekki tekið til­­­lit til eigna þeirra í líf­eyr­is­­­sjóðum lands­ins, sem sam­eig­in­­­lega halda á 6.565 millj­­­örðum króna af eignum lands­­­manna, og eiga stóran hluta af öllum verð­bréfum sem gefin eru út hér­­­­­lend­­­is. 

Þá er virði hluta­bréfa í inn­­­­­lendum og erlendum hluta­­­fé­lögum líka reiknað á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði. Það þýðir t.d. að ef ein­stak­l­ingur keypti hlut í skráðu félagi sem hefur tífald­­­ast í verði fyrir ein­hverjum árum á 100 milljón króna þá er það virðið sem reiknað er inn í tölur Hag­­­stof­unn­­­ar, ekki einn millj­­­arður króna, sem er verðið sem við­kom­andi myndi fá ef hann seldi hluta­bréf­in. Þetta skekkir eðli­­­lega mjög allar upp­­­­­gefnar tölur um eigið fé, enda verð­bréf að meg­in­­­upp­­i­­­­stöðu í eigu þess hluta þjóð­­­ar­innar sem á mestar eign­­­ir. 

Það sást skýrt í áður­nefndri grein­ingu á álagn­ingu opin­berra gjalda ein­stak­l­inga eftir tekju­­­tí­undum sem fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra kynnti á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fundi í sum­ar. 

Þar kom fram að þau tíu pró­­­sent lands­­­manna sem höfðu mestar fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári tóku til sín 81 pró­­­sent allra fjár­­­­­magnstekna ein­stak­l­inga á árinu 2021. Alls höfðu ein­stak­l­ingar 181 millj­­­arð króna í fjár­­­­­magnstekjur í fyrra og því liggur fyrir að efsta tíund­in, sem telur nokkur þús­und fjöl­­­skyld­­­ur, var með tæp­­­lega 147 millj­­­arða króna í fjár­­­­­magnstekjur á síð­­­asta ári. 

Heild­­­ar­fjár­­­­­magnstekjur ein­stak­l­inga hækk­­­uðu um 57 pró­­­sent milli ára, eða alls um 65 millj­­­arða króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar