Bakaravandi

Það blæs ekki byrlega fyrir danska bakara um þessar mundir. Svimandi hátt orkuverð og sífellt hækkandi hráefniskostnaður neyðir æ fleiri bakara til að skella í lás. Þessi misserin lokar að jafnaði eitt bakarí í hverri viku.

meal-food-produce-chocolate-baking-dessert-947398-pxhere.com
Auglýsing

Danir eru miklir mat­menn og þekktir víða um heim fyrir mat­ar­ást sína. Margir fá vatn í munn­inn þegar minnst er á pur­u­steik, kjöt­boll­ur, hakk­buff með lauk og spæ­leggi og pyls­ur. Að ekki sé minnst á smur­brauð­ið, sem ensku­mæl­andi og margir aðrir kalla „dan­ish open sand­wich“. 

Danskar drykkj­ar­vörur eru sömu­leiðis þekktar um víða ver­öld. Carls­berg og Tuborg bjór­inn þekkja flest­ir. Sama má segja um Gammel Dansk snafs­inn og Ála­borgar áka­vít­ið, en fyrir kald­hæðni örlag­anna eru bæði sá gamli og áka­vítið nú fram­leidd í Nor­egi. Danir hugga sig við að upp­skrift­irnar að þessum þekktu veigum séu danskar og rétt að nefna að Danir fram­leiða eftir sem áður margar gerðir af snafs og áka­vít­i. 

Ekki má svo gleyma bakk­els­inu. „Dan­ish pastry“ er víða um lönd eins konar sam­heiti yfir sæta­brauð, einkum vín­ar­brauð af ýmsu tagi. Danskar smákökur í dósum eru vin­sælar meðal ferða­manna, ekki síst asískra, sem leggja leið sína til Dan­merk­ur. Hund­ruð, eða þús­und­ir, tonna af þessum smákökum eru auk þess árlega fluttar til Kína og seldar í versl­unum þar í landi. Fyrir nokkru var greint frá því að kín­verskt fyr­ir­tæki hafi fengið dóm fyrir að fram­leiða eft­ir­lík­ingar af dönsku kök­unum og þær seldar sem danskur bakstur í Kína. 

Auglýsing
Margt af því sem boðið er upp á í íslenskum bak­ar­íum á rætur að rekja til Dan­merk­ur. Rit­ari þessa pistils var í Kaup­manna­höfn fyrir skömmu og varð gengið fram­hjá dæmi­gerðu dönsku bak­aríi í íbúða­hverfi á Ama­ger. Í glugg­unum var flest af því sem sjá má í bak­ar­íum hér á landi: vín­ar­brauðs­lengj­ur, sér­bökuð vín­ar­brauð, vín­ar­brauðskringl­ur, kanilsnúðar og fleira og fleira. Kleinur voru þarna líka, öðru­vísi í lag­inu en hjá okkur og sömu­leiðis voru snúð­arnir í þessu bak­aríi minni en við eigum að venj­ast. Í hillum inn­an­dyra voru líka margir „kökukunn­ingjar“, lagtertur brúnar og hvítar og möndlukökur svo fátt eitt sé nefn­t. 

Bak­arí­in, brauð­ið, stór­versl­anir og bens­ín­stöðvar

Ára­tugum saman hefur ferð í bak­aríið verið fastur liður í lífi danskra fjöl­skyldna, einkum um helg­ar. Sunnu­dagur ætíð anna­samasti dagur vik­unnar hjá bök­ur­um. Þannig er það reyndar enn, en á und­an­förnum árum hefur margt breyst.

Mat­vöru­versl­anir ger­ast æ umsvifa­meiri í köku- og brauð­sölu. Sumar þeirra, einkum þær stærstu, eru með eigin bak­arí en margar selja svo­nefnt „bakeoff“. Það er frosin hálf­bökuð vara, iðu­lega inn­flutt, sem svo er skellt í ofn­inn og bakst­ur­inn klár­að­ur. Margar bens­ín­stöðvar bjóða líka sams­konar bakst­ur. Bak­ar­ar, sem vinna allt frá grunni, eiga í harðri sam­keppni við „bakeoff“ kruð­er­íið og á und­an­förnum árum hefur dönskum bak­ar­íum fækk­að. Flest voru þau árið 2005 um 1200 tals­ins en fækk­aði næstu árin. Þar átti áður­nefnd sam­keppni við versl­anir og bens­ín­stövar stóran hlut. Fyrir nokkrum árum virt­ist ástandið þó vera að breytast, þeim sem vildu kaupa bakst­ur­inn hjá „bak­ar­anum á horn­inu“ fjölg­aði. En þá mætti annar vandi bök­ur­um, hann var sá að æ færri lögðu bak­ara­námið fyrir sig. Margir bak­arar stóðu frammi fyrir því að geta ekki fengið fag­fólk til starfa. Á síð­asta ári útskrif­uð­ust 153 bakarar en það hrekkur ekki til, margir í bak­ara­stétt­inni eru orðnir nokkuð við aldur og fyr­ir­séð að á næstu árum fjölgi þeim sem fari á eft­ir­laun. Á þessu ári hafa þó aðrir og meiri erf­ið­leikar mætt dönskum bök­ur­um.

Orku- og hrá­efn­is­kostn­aður setur strik í reikn­ing­inn

Inn­rásin í Úkra­ínu og átökin þar hafa haft miklar afleið­ing­ar, sem danskir bak­arar hafa ekki farið var­hluta af. Verð á hveiti og korn­vöru hefur hækkað veru­lega, smjör hefur sömu­leiðis meira en tvö­fald­ast í verði að und­an­förnu. Verð­hækk­unin á smjöri hefur valdið mik­illi óánægju meðal Dana og danska Sam­keppn­is­eft­ir­litið fer þessa dag­ana í saumana á „smjör­mál­inu“ eins og það er kall­að. Og orku­verðs­hækk­anir verða sömu­leiðis skoð­aðar

Auglýsing
Til við­bótar auknum hrá­efn­is­kostn­aði glíma danskir bak­arar við annan vanda: stór­auk­inn orku­kostn­að. Bakst­ur­inn er orku­frek­ur, hvort sem not­ast er við gas eða raf­magn við bakst­ur­inn. Hjá mörgum bök­urum hefur orku­kostn­að­ur­inn þre­faldast, eða jafn­vel rúm­lega það. Það er meira en margir ráða við og þá er bara eitt að gera: slökkva á ofn­un­um.

Fækkar um eitt á viku og bak­arar ugg­andi

Í byrjun þessa árs voru um það bil 750 bak­arí í Dan­mörku. Eftir inn­rás­ina í Úkra­ínu hefur þeim fækkað og um þessar mundir fækkar þeim um eitt í viku hverri. Bak­arar ótt­ast að þeim sem gef­ast upp og skelli í lás muni fjölga til muna á næst­unni. Hen­rik Mühlend­orph fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra bak­ara- og köku­gerð­ar­meist­ara, BKD, sagði í við­tali við við­skipta­vefritið Fin­ans að sam­tök­unum bær­ust sífellt fleiri til­kynn­ingar frá bök­urum um að rekst­ur­inn væri að fara í þrot. „Þeim fjölgar sífellt sem sjá enga lausn aðra en að loka“.      

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiInnlent