Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Nöturlegur aðbúnaður barna fanga – „Þetta er allt rekið á horriminni“
Ryðgaður gámur sem er opinn milli kl. 12.30 og 15.30 á virkum dögum. Engar upplýsingar eða fróðleikur fyrir börn, engir barnafulltrúar og engar gistiheimsóknir. Illa er búið að börnum fanga á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin.
Kjarninn 4. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Giorgia Meloni verður fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra Ítalíu.
Andstæðingur samkynja hjónabanda vill verða leiðtogi allra Ítala
Hún stofnaði stjórnmálaflokk sem á rætur að rekja til flokks sem stofnaður var úr rústum fasistaflokks Mussolini. En hún segir ítalskan fasisma heyra sögunni til. Giorgia Meloni verður fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu.
Kjarninn 2. október 2022
Danadrottning  með barnabörnunum á svölum Amalíuborgar á 76 ára afmælisdaginn 2016. Í vikunni tilkynnti hún að barnabörnin verða svipt prinsa- og prinsessutitlum frá og með næstu áramótum.
Niðurskurður í höll Margrétar Þórhildar
Þótt nær daglega séu fluttar fréttir af niðurskurði er óhætt að fullyrða að niðurskurðartíðindin sem borist hafa úr dönsku konungshöllinni hafi nokkra sérstöðu. Enda snúast þær fréttir um titla en ekki peninga eða samdrátt í viðskiptalífinu.
Kjarninn 2. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Eliud Kipchoge hefur hlaupið maraþon hraðast allra, á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.
37 ára heimsmethafi í maraþoni vill veita ungu fólki innblástur
Eliud Kipchoge, heimsmethafi í maraþoni, hljóp daglega í skólann sem barn í Kenía, þrjá kílómetra. Um helgina hljóp hann maraþon á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum. Það er eins og að stilla hlaupabretti á 21. Í rúmar tvær klukkustundir.
Kjarninn 27. september 2022
Fröken Klukka
Fyrir örfáum áratugum hringdi fólk í Fröken Klukku til að vita nákvæmlega hvað klukkan væri. Þótt nútímatækni hafi tekið við hlutverki Frökenarinnar svarar hún enn hér á Íslandi. Í Danmörku hefur Frøken Klokken lagt á og svarar ekki lengur.
Kjarninn 27. september 2022
Tíu hlutir sem Íslandsbanki hefur spáð að gerist í íslenska hagkerfinu
Í gærmorgun var ný þjóðhagsspá Íslandsbanka birt. Frá því að spá bankans kom út í upphafi árs hefur öllum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldurs verið aflétt og stríð skollið á í Úkraínu.
Kjarninn 27. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
„Svona getur íslensk gata litið út, svona getur íslenskt hverfi litið út“
Borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg segir að það sé heiður að fá að kynna Nýja-Skerjafjörð á arkitektúrþríæringnum í Ósló og að áherslur úr hönnunarleiðbeiningum hverfisins verði notaðar víðar í borginni, við hönnun hverfa og endurgerð eldri gatna.
Kjarninn 25. september 2022
Mahsa Amini var 22 ára gömul Kúrdi sem lést í haldi siðgæðislögreglu í Íran í síðustu viku. Andlát hennar hefur leitt til feminískrar byltingar þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Dauði saklausrar konu kornið sem fyllti mælinn
Að sjá saklausa konu drepna að ástæðulausu var kornið sem fyllti mælinn hjá írönsku þjóðinni að mati Írana sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir nokkrum árum. Hræðsla stöðvar ekki þátttöku í mótmælum þar sem krafan snýst um frelsi til að velja.
Kjarninn 25. september 2022
Hott hott á kústskafti
Getur það talist íþrótt að hlaupa um með hálft kústskaft með heimagerðan hrosshaus á endanum á milli fótanna? Já segja finnskar danskar norskar og sænskar stúlkur. Aldagamall leikur með reiðprik nýtur vaxandi vinsælda í þessum löndum.
Kjarninn 25. september 2022
Hitnandi heimur versnandi fer
Á fyrstu sex mánuðum ársins höfðu 188 hitamet verið slegin, þurrkarnir í Evrópu í sumar voru þeir verstu í 500 ár og í Pakistan hafa að minnsta kosti 1.300 manns látið lífið vegna flóða.
Kjarninn 24. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Mál Sigurðar Inga vegna rasískra ummæla fellt niður fimm mánuðum eftir að það barst
Hluti forsætisnefndar, þar á meðal einn stjórnarþingmaður, gagnrýnir harðlega afgreiðslu nefndarinnar á erindi sem henni barst vegna rasískra ummæla innviðaráðherra. Málsmeðferðin fari gegn tilgangi og markmiðum siðareglna þingmanna.
Kjarninn 23. september 2022
Sprengja við Stjórnarráðið, skotgöt á bíl borgarstjóra og menn sem vildu ráðast gegn Alþingi
Lögreglan hefur um hríð haft miklar áhyggjur af auknu ofbeldi í garð stjórnmálamanna á Íslandi. Íslensk þjóð vaknaði upp við þann veruleika í gær að hópur manna hafði verið handtekinn vegna gruns um að þeir ætluðu að fremja fjöldamorð, hryðjuverk.
Kjarninn 23. september 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Samfylkingin vill tvenns konar hvalrekaskatt til að hjálpa heimilum landsins
Lagt er til að reglur verði endurskoðaðar til að koma í veg fyrir að hluti þjóðarinnar geti komist undan því að greiða skatt, að viðbótarfjármagnstekjuskatti verði komið á og að viðbótarveiðigjald verði innheimt af stærstu útgerðum landsins.
Kjarninn 21. september 2022
Semlur seljast sem heitar lummur í þeim dönsku bakaríum sem hafa þær á boðstólum.
Sænska bolluinnrásin
Danir hafa sjaldnast litið upp til Svía þegar kemur að matargerð. Þess vegna kemur það kannski mörgum spánskt fyrir sjónir að sænskar bolludagsbollur eiga vaxandi vinsældum að fagna meðal Dana.
Kjarninn 20. september 2022
Skrifræði í vegi vindorku
Í júní undirritaði meirihluti þingmanna á danska þinginu samkomulag sem kynnt var sem „risaskref“ í orkumálum. Meðal annars á að fimmfalda raforku frá vindmyllum á hafi úti fram til 2030. En eitt er að ákveða og annað að framkvæma.
Kjarninn 18. september 2022
Elon Musk, ríkasti maður heims, gerði yfirtökutilboð á Twitter í apríl. Í maí fékk hann bakþanka en nú mun Twitter láta reyna á það fyrir dómstólum að hann standi við gerða samninga.
Dómari mun skera úr hvort ríkasti maður heims verði að kaupa Twitter
Twitter mun fara fram á fyrir dómi að Elon Musk standi við kaup á fyrirtækinu. Kaupin hafa verið í uppnámi eftir að Musk vildi draga þau til baka vegna ágreinings um gervimenni.
Kjarninn 17. september 2022
Það hefur verið dýrt að fylla á bíllinn á árinu 2022.
Hlutdeild olíufélaga í hverjum seldum lítra af bensíni hefur rúmlega tvöfaldast síðan í maí
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um 7,5 prósent.
Kjarninn 17. september 2022
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu.
Von á frumvarpi frá Bjarna um ný umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu
Ný gjaldtaka á akandi umferð á höfuðborgarsvæðinu er áformuð frá 1. janúar 2024. Fjármálaráðherra mun leggja fram frumvarp um málið á næstunni, en lítið hefur heyrst af útfærslunni á þessum gjöldum, sem eiga að skila a.m.k. 60 milljörðum á 12 árum.
Kjarninn 16. september 2022
Höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti.
Framlög til RÚV aukist um 720 milljónir á tveimur árum en aðrir fá minna á hverju ári
Lilja D. Alfreðsdóttir ætlar að framlengja líftíma rekstrarstuðnings við einkarekna fjölmiðla. Potturinn sem þeir skipta á milli sín minnkar hins vegar ár frá ári. Framlög til RÚV aukast hins vegar milli ára og verða tæplega 5,4 milljarðar króna.
Kjarninn 15. september 2022
Í yfir átta áratugi átti Elísabet Englandsdrottning að minnsta kosti einn, oftast fleiri, corgi-hunda.
Prins án konunglegra titla tekur við dásemdum drottningar
Hlutskipti sona Englandsdrottningar heitinnar eru ólík eftir andlát hennar. Karl er konungur en Andrés tekur við hundum drottningar sem skipuðu stóran sess í lífi hennar í yfir 80 ár.
Kjarninn 14. september 2022
Fjárlagafrumvarpið á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2023 í gær. Það segir til um hvernig þjóðarheimilið er rekið.
Kjarninn 13. september 2022
Margrétarskálin
Hvað er svona merkilegt við skál úr melamíni sem þótti ekki rétt að setja sjóð­andi vökva í þær og eiga ekki erindi í örbylgju­ofn­inn, og eru kjötbollurnar í alvöru besta ef þær eru hrærðar í „Margréti“?
Kjarninn 13. september 2022
Kóngadans á vöku SD í gærkvöldi.
Åkesson dansar kónga: Útlit fyrir umpólun í Svíþjóð
Þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða er útlit fyrir að hægt verði að mynda ríkisstjórn til hægri í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar ætla að reyna að fá ráðherraembætti, í krafti þess að vera stærsti flokkurinn á hægri vængnum.
Kjarninn 12. september 2022
Fjárlagafrumvarpið reiknar með að restin af Íslandsbanka verði seld á næsta ári
Gert er ráð fyrir því að halli á ríkissjóði á næsta ári verði 89 milljarðar króna. Reiknað er með að 42,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur á næsta ári.
Kjarninn 12. september 2022
Frá nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar hefur komið sú tillaga að banna notkun slæðu, eða hijab, í grunnskólum landsins. Ekki eru allir á einu máli um ágæti tillögunnar.
Að bera slæðu eða ekki
Nefnd á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar leggur til að slæður verði bannaðar í dönskum grunnskólum. Tillagan, sem enn er aðeins drög, er mjög umdeild og margir þingmenn telja útilokað að tillaga um slæðubann yrði samþykkt í danska þinginu.
Kjarninn 11. september 2022
Drottning heimsveldis kvaddi án uppgjörs
Í sjötíu ár, sjö mánuði og tvo daga var hún drottning Bretlands og á þeim tíma einnig þjóðhöfðingi margra annarra ríkja vítt og breitt um jarðarkringluna.
Kjarninn 10. september 2022
Ruslaeyjan í norðurhluta Kyrrahafsins, sem staðsett er á milli Hawaii og Kaliforníu, er stærsta plasteyjan, eða plastfláki, sem flýtur um heimshöfin.
Iðnvædd sjávarútvegsríki bera ábyrgð á ruslaeyjunni í Kyrrahafi
Meirihluta af tugþúsundum tonna af plasti sem mynda „ruslaeyjuna“ á Kyrrahafinu má rekja til sjávarútvegs fimm iðnríkja. Rannsakendur segja tímabært að viðurkenna að plastmengun á hafi sé hnattrænt vandamál en ekki bundið við fátæk sjávarútvegsríki.
Kjarninn 10. september 2022
„Við verðum að losna úr þessu hugarfari að þetta sé barátta hvers fyrir sig“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún vill sitja í mið-vinstristjórn og segir að neitunarvaldið gagnvart þeim aðgerðum sem hún telur nauðsynlegt að ráðast í liggi hjá Sjálfstæðisflokki.
Kjarninn 10. september 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Högnuðust samtals um 16,5 milljarða eftir að þau greiddu 4,4 milljarða í veiðigjöld og skatta
Útgerðarfélög að öllu leyti í eigu Samherja og Síldarvinnslan, sem Samherji á þriðjung í, greiddu um fimmtung þess sem var til skiptanna úr rekstrinum til ríkisins í formi veiðigjalda en afgangurinn rann til hluthafa.
Kjarninn 9. september 2022
Fyrsta konan sem ráðin er forstjóri í þegar skráðu félagi frá bankahruni
Konur í forstjórastóli í Kauphöllinni orðnar þrjár, eftir að hafa verið núll árum saman. Sú fyrsta þeirra, Birna Einarsdóttir, kom inn í Kauphöllina við skráningu Íslandsbanka í fyrrasumar, önnur, Margrét Tryggvadóttir, bættist við þegar Nova var skráð.
Kjarninn 8. september 2022
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða
Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.
Kjarninn 7. september 2022
Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Hvað verður um Boris Johnson?
Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands í 1.139 daga. Röð hneykslismála leiddi til afsagnar hans en framtíð hans í stjórnmálum er óljós. Í lokaræðu sinni líkti hann sér við eldflaug sem væri nú tilbúin til „mjúklegrar brotlendingar“.
Kjarninn 6. september 2022
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka „á lokametrunum“
Ríkisendurskoðun er að klára að skrifa skýrslu sína um sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka til 207 fjárfesta í lokuðu útboði með afslætti. Þegar því er lokið á eftir að rýna hana og senda í umsagnarferli. Upphaflega átti að skila skýrslunni í júní.
Kjarninn 6. september 2022
Matreiðslubækur vinsælt lesefni hjá Dönum – fæstir elda upp úr þeim
Danir eru miklir áhugamenn um mat og margir þeirra eru allt of þungir. Það ætti því ekki að koma á óvart að þessi mikla mat­ar­þjóð skuli hafa áhuga fyrir að lesa um mat og skoða upp­skrift­ir.
Kjarninn 6. september 2022
Dularfull dauðsföll auðmanna sem tengdust Pútín
Einn féll út um glugga. Annar lést í meðferð hjá græðara. Sá þriðji (og reyndar sjá fjórði líka) fannst hengdur. Sá fimmti á að hafa stungið fjölskylduna og svo sjálfan sig. Undarlegar kringumstæður hafa einkennt andlát þekktra Rússa undanfarið.
Kjarninn 6. september 2022
Mary Elizabeth Truss verður nýr forsætisráðherra Bretlands og þriðja konan í sögunni sem gegnir því embætti.
Hóf ferilinn sem frjálslyndur demókrati en leiðir nú Íhaldsflokkinn
Verðandi forsætisráðherra Bretlands og nýr leiðtogi Íhaldsflokksins var frjálslyndur demókrati á námsárunum og kaus gegn útgöngu Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en skipti svo um skoðun. En hver er Liz Truss?
Kjarninn 5. september 2022
Erling Braut Haaland framherji Manchester City er búinn að skora 10 mörk í fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hann kostaði City svipað mikið og veiðigjöldin sem lögð eru á útgerðir á Íslandi í ár.
Félagaskiptaglugginn í enska boltanum í íslensku samhengi
Upphæðirnar sem ensk knattspyrnufélög settu í að kaupa nokkra tugi leikmanna í sumar slá öll fyrri met. Heildareyðsla félaganna í úrvalsdeildinni var meiri en árleg útgjöld íslenska ríkisins til heilbrigðismála.
Kjarninn 5. september 2022
Virði íbúða Félagsbústaða hefur aukist um rúmlega 20 milljarða á sex mánuðum
Í fyrra hækkaði virði íbúða í eigu Félagsbústaða um rúmlega 20 milljarða. Eignasafnið hafði aldrei hækkað jafn mikið innan árs áður og hækkunin var meiri en fjögur árin á undan. Á fyrri hluta þessa árs hækkaði virði íbúðanna aftur um 20 milljarða.
Kjarninn 5. september 2022
Þótt stjórnin mælist fallin er staða hennar betri nú en tæpu ári eftir kosningarnar 2017
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír voru samtals með meira fylgi ellefu mánuðum eftir kosningarnar 2017 en þeir mælast með núna. Stjórnarflokkarnir mældust þá með minna sameiginlegt fylgi en þeir mælast með nú.
Kjarninn 4. september 2022
Ekki allir þjónar jafnir í dönsku guðshúsunum
Niðrandi og niðurlægjandi framkoma í garð kvenpresta er vandamál í dönsku þjóðkirkjunni og mörg dæmi um að þær hafi hrakist úr starfi. Dönsk lög um jafnrétti til starfa óháð kyni hafa til þessa undanskilið eina starfsstétt: presta.
Kjarninn 4. september 2022
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála.
Grundvallarafstaðan til opinberra stöðuveitinga – og svo „heimurinn sem við búum við“
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar. Árið 2018 lýsti hún þeirri afstöðu sinni að almennt ætti að auglýsa störf forstöðumanna og segir þau orð standa, hvað sem öðru líði.
Kjarninn 2. september 2022
Regntímabil „á sterum“ – flóðin miklu forsmekkurinn af því sem koma skal
Hvers vegna hefur þriðjungur Pakistans farið á kaf í vatn? Á því eru nokkrar skýringar en þær tengjast flestar ef ekki allar loftslagsbreytingum af manna völdum.
Kjarninn 2. september 2022
Hakkarinn „getur gert allt sem ég“
Móðir í Kópavogi var hökkuð í fyrrahaust. Sá sem það gerði hefur deilt persónulegum upplýsingum um hana á netinu og hótað því að gera meira. Hún hefur líka fengið bréf heim til sín.
Kjarninn 1. september 2022