Fjarar undan „nýfrjálshyggjuafbrigði“ samkeppnisréttar?
Nýjar hugmyndir um iðkan samkeppnisréttar hafa á undanförnum árum brotist fram í umræðu fræðimanna. Haukur Logi Karlsson nýdoktor ræddi við Kjarnann um þessar hugmyndir um hvernig beita megi samkeppnislögum, sem hann skoðar nú í rannsóknum sínum.
Kjarninn 20. febrúar 2022
Nýi Leopard A7 skriðdrekinn, sem danski herinn hefur pantað frá Þýskalandi.
Skriðdrekar og skrifræði
Það er ekki nóg að eiga nýleg tæki og tól. Slíkur búnaður þarf að vera í lagi þegar til á að taka. Stór hluti skriðdreka danska hersins er úr leik, vegna seinagangs og skrifræðis.
Kjarninn 20. febrúar 2022
„Meta, Metamates, Me,“ eru ný einkunnarorð samfélagsmiðlarisans Meta og hvetur Mark Zuckerberg starfsmenn til að tala um sig sem „Metamates“.
Metamates: Töff gælunafn eða endalok krúttlegrar hefðar tæknigeirans?
Mark Zuckerberg vill að starfsmenn Meta kalli sig Metamates. Ákveðin gælunafnamenning hefur verið ríkjandi í tæknigeiranum vestanhafs en starfsfólk Meta hefur skiptar skoðanir. „Við erum alltaf að breyta nafninu á öllu og það er ruglandi.“
Kjarninn 19. febrúar 2022
Nýtt Íslandsmet í bensínverði og landinn flýr í rafmagn
Heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Hlutur ríkisins í hverjum seldum bensínlítra er yfir 50 prósent en hlutdeild olíufélaga í honum hefur lækkað skarpt síðustu mánuði.
Kjarninn 19. febrúar 2022
Atli Viðar Thorstensen, Jón Gunnarsson og Guðríður Lára Þrastardóttir.
Skyndilega nýr tónn hjá ráðherra – „Við höfum alltaf staðið í þeirri trú að það yrði útboð“
Dómsmálaráðuneytið hefur ítrekað sagt Rauða krossinum að til standi að bjóða út talsmannaþjónustu við umsækjendur um vernd. En ráðherra mætti í fjölmiðla og nefndi aðrar leiðir. „Það er raunveruleg hætta á því að fólk verði fyrir ákveðnum réttarspjöllum.“
Kjarninn 18. febrúar 2022
Breska pressan fjallar um dómsáttina sem Andrew prins gerði við Virginiu Giuffre. The Daily Telegraph fullyrðir á forsíðu sinni í dag að sáttagreiðslan hljóði upp á 12 milljónir punda.
„Gríðarstór sigur“ fyrir Giuffre en prinsinn sver enn af sér ábyrgð
Hvað verður um Andrew prins eftir að hann gerði samkomulag við Virginu Giuffre og hvernig ætlar hann að fjármagna sáttagreiðsluna? Þessum, og ótal fleiri spurningum, er ósvarað.
Kjarninn 16. febrúar 2022
Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ekki á móti bólusetningum en tilbúinn að fórna fleiri titlum
„Ég var aldrei á móti bólusetningnum,“ segir Novak Djokovic, fremsti tennisspilari heims, í viðtali þar sem hann gerir upp brottvísunina frá Melbourne í janúar. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í líkama þinn.“
Kjarninn 15. febrúar 2022
Hver er „danska leiðin“ í málefnum fjölmiðla?
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra fjölmiðlamála lýsti því yfir á dögunum að hún vildi horfa til Danmerkur sem fyrirmyndar við mótun fjölmiðlastefnu fyrir Ísland. En hvernig er þessi „danska leið“?
Kjarninn 15. febrúar 2022
Amir Locke, 22 ára svartur karlmaður, er á meðal þeirra 80 sem lögreglan í Bandaríkjunum hefur skotið til bana á þessu ári. 1.055 létu lífið af völdum lögreglu í fyrra og hafa aldrei verið fleiri.
Aldrei fleiri drepnir af lögreglu í Bandaríkjunum
Frá árinu 2015 hefur lögreglan í Bandaríkjunum skotið 7.082 manns til bana. Í fyrra voru dauðsföllin 1.055 og hafa aldrei verið fleiri. Aðeins 13 prósent þjóðarinnar eru svartir en þeir eru nær fjórðungur þeirra sem lögregla skýtur til bana.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Vonarstjörnur á hlutabréfamarkaði dofna
Áhugi fjárfesta á ýmsum fyrirtækjum sem hafa vaxið hratt í faraldrinum er byrjaður að dvína, en virði líftæknifyrirtækja, ásamt streymisveitum og samfélagsmiðlum, hefur minnkað hratt á síðustu vikum.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Pútín Rússlandsforseti hefur margoft sagt, síðast í samtali við forseta Ungverjalands fyrir nokkrum dögum, að sá möguleiki að Úkraína fengi aðild að NATO myndi ógna öryggi Evrópu.
Hvað er Pútín að pæla?
Liðssafnaður rússneska hersins við landamæri Úkraínu að undanförnu hefur vakið margar spurningar. Enginn veit svarið þótt margir óttist að Rússar ætli sér að ráðast inn í Úkraínu. Forseti Rússlands þvertekur fyrir slíkt.
Kjarninn 13. febrúar 2022
Lestur Fréttablaðsins kominn niður fyrir 30 prósent í fyrsta sinn
Lestur stærsta dagblaðs landsins, sem er frídreift inn á 75 þúsund heimili fimm daga í viku, hefur helmingast á áratug og aldrei mælst minni. Nýir eigendur hafa fjárfest 1,5 milljarði króna í útgáfufélagi Fréttablaðsins á tveimur og hálfu ári.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Tíu staðreyndir um banka sem græddu mjög mikið af peningum í fyrra
Hagnaður þriggja stærstu banka landsins jókst um 170 prósent milli ára. Stjórnvöld og Seðlabankinn gripu til aðgerða við upphaf faraldurs sem leiddu til þess að hagnaðartækifæri þeirra jukust mikið. Bankarnir ætla að skila tugum milljarða til hluthafa.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Páll Kvaran í bruggverksmiðjunni sinni í Kampala.
Íslenskur ævintýramaður stofnaði vinsælt brugghús í Úganda
Páll Kvaran vildi hafa áhrif, menntaði sig í þróunarfræðum og hefur síðustu ár unnið að verkefnum sem stuðla að bættum kjörum bænda við miðbaug. Og svo bruggar hann bjór í fyrsta handverksbrugghúsi Úganda.
Kjarninn 12. febrúar 2022
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er ekki sýnilegur vilji til að hækka bankaskatt á ný.
Fátt bendir til þess að hugmyndir Lilju um bankaskatt hafi stuðning innan ríkisstjórnar
Hækkun á bankaskatti var síðast lögð til í desember síðastliðnum á Alþingi. Þá lá þegar fyrir að bankar landsins myndu skila miklum hagnaði á síðasta ári. Tillögunni var hafnað. Vaxtamunur banka er enn hár í alþjóðlegum samanburði.
Kjarninn 11. febrúar 2022
Viðtalið í L'Equipe er það fyrsta sem Peng Shuai veitir vestrænum miðli eftir að hún birti færslu á samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi.
Viðtal eða áróðursæfing?
Tennisstjarnan Peng Shuai segir í viðtali við L'Equipe að færsla þar sem hún sakar fyrrverandi varaforseta Kína um kynferðisofbeldi byggi á misskilningi. Kínverska ólympíunefndin hafði milligöngu um viðtalið, sem vekur upp fleiri spurningar en svör.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Tugir milljarða streyma óskattlagðir út af íslenska fjölmiðlamarkaðinum en RÚV styrkir stöðu sína
Erlend fyrirtæki sem borga ekki skatta á Íslandi taka til sín 40 prósent af auglýsingatekjum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Á átta árum hafa næstum 50 milljarðar króna flætt til þeirra, og út af íslenska markaðnum.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Laun forstjóra Icelandair hækkuðu um næstum helming milli ára þrátt fyrir yfir 13 milljarða tap
Þrátt fyrir að Icelandair Group hafi tapað 13,7 milljörðum króna í fyrra hækkuðu laun forstjóra félagsins um næstum helming á árinu. Icelandair Group hefur fengið milljarða úr opinberum sjóðum til að koma sér í gegnum faraldurinn.
Kjarninn 8. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart
Við höfum lært margt. En við eigum einnig ennþá fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er gott dæmi um það. En verður það sá bjargvættur út úr faraldrinum sem við óskum? Við getum ekki verið svo viss.
Kjarninn 7. febrúar 2022
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“
Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.
Kjarninn 6. febrúar 2022
Árið 2017 voru heim­il­is­lausir í Dan­mörku um það bil eitt þús­und. Stærstur hluti þessa hóps hafði komið til Dan­merkur frá Aust­ur-Evr­ópu og dró fram lífið á betli og snöp­um.
Er betl mannréttindi?
Það getur varðað fangelsisvist að standa fyrir utan aðalbrautarstöðina í Kaupmannahöfn og rétta fram tóman pappabolla. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt litháískan mann í 60 daga fangelsi fyrir betl. Málið gæti komið til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 6. febrúar 2022
10 staðreyndir um verðbólgu
Fréttir af verðhækkunum hafa verið áberandi í efnahagsumræðu síðustu mánaða. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um verðbólguna og söguleg áhrif hennar á Íslandi.
Kjarninn 5. febrúar 2022
Af hverju er húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs?
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlægja svokallaðan húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs til að draga úr verðbólgunni. Hvað mælir þessi liður nákvæmlega og hvers vegna er hann í vísitölunni núna?
Kjarninn 4. febrúar 2022
Sprenging í nýtingu á séreignarsparnaði til að borga niður húsnæðislán skattfrjálst
Alls hafa Íslendingar ráðstafað 110 milljörðum króna af séreignarsparnaði sínum inn á húsnæðislán frá 2014. Þessi ráðstöfun hefur fært þeim sem geta og kjósa að nýta sér hana tæplega 27 milljarða króna í skattafslátt.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Nær allir sem flytja til Íslands koma með flugi og fara þar af leiðandi um Leifsstöð.
Erlendir ríkisborgarar eru 18 prósent íbúa í Reykjavík en fimm prósent íbúa í Garðabæ
Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað um tæplega 34 þúsund á áratug, eða 162 prósent. Reykjavík verður nýtt heimili langflestra þeirra og fjórði hver íbúi í Reykjanesbæ er nú erlendur.
Kjarninn 3. febrúar 2022
Johnson sloppinn fyrir horn en endanlegrar skýrslu um veisluhöld beðið
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu sérstaks saksóknara um veisluhöld í Downingstræti sýna að stjórnvöldum sé treystandi til að standa við skuldbindingar sínar. Margir þingmenn eru á öðru máli.
Kjarninn 1. febrúar 2022
16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
Einkennalausir þurfa ekki að fara í einangrun
Miklar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hafa verið gerðar í Suður-Afríku enda talið að um 60-80 prósent íbúanna hafi fengið COVID-19. Enn er of snemmt að svara því hvort ómíkrón muni marka endalok faraldurs kórónuveirunnar.
Kjarninn 1. febrúar 2022
Í Lakaskörðum milli Tjarnarhnúks og Hrómundartinds er að finna jarðhita og á þessum slóðum áformar Orkuveitan Þverárdalsvirkjun.
OR leggur ekki til að virkjanakostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk
Orkuveita Reykjavíkur leggur áherslu á að halda öllum virkjanakostum á Hengilssvæðinu sem eru flokkaðir í nýtingarflokk þar áfram. Þrír kostur OR eru í nýtingarflokki tillögu að rammaáætlun og einn í biðflokki.
Kjarninn 31. janúar 2022
Lagning Nord Stream 2 gasleiðslunnar á milli Rússlands og Þýskalands.
Viðskiptaþvinganir gætu leitt til neyðarástands í sumum ESB-löndum
Hugsanlegt er að Evrópusambandið loki á allan innflutning á jarðgasi frá Rússlandi vegna hugsanlegrar innrásar í Úkraínu. Sambandið kemst líklega af án rússnesks gass í tvo mánuði, en nokkur aðildarríki gætu þó orðið illa úti vegna þess.
Kjarninn 30. janúar 2022
Konur þyrptust út á götur í Marokkó nýverið til að mótmæla kynferðisofbeldi í háskólum landsins
Metoo-bylting hafin í Marokkó
Fjöldi kvenkyns háskólanema í Marokkó hefur rofið þögnina og greint frá þvingunum kennara til kynlífs gegn því að fá góðar einkunnir. Dæmi eru um að konur hafi verið reknar úr háskólum hafi þær ekki farið að vilja kennaranna.
Kjarninn 30. janúar 2022
Per Christensen var formaður verkalýðsfélagsins 3F er upp komst um hans tvöfalda líf.
110 prósent formaður
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli Dana en fréttir af skrautlegu einkalífi danska verkalýðsforkólfsins Per Christensen. Orðatiltækið að leika tveim skjöldum er kannski nærtækasta lýsingin.
Kjarninn 30. janúar 2022
Skoska brugghúsið BrewDog hefur vakið athygli síðustu ár fyrir fyrstaflokks handverksbjór. James Watt, annar stofnandi bjórrisans, hefur  verið sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu af tugum starfsmanna BrewDog í Bandaríkjunum.
„Bjórpönkari“ sakaður um ósæmilega hegðun og valdníðslu
James Watt, eigandi og annar stofnandi skoska handverksbjórrisans Brewdog hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun og valdníðslu af fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins.
Kjarninn 29. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða
Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.
Kjarninn 29. janúar 2022
Úr Ármúla. Öll stæði framan við húsin sem standa hér á vinstri hönd eru á borgarlandi og því er ekki heimilt að merkja þau sérstaklega sem einkastæði fyrir viðskiptavini verslana.
Mörg bílastæði á borgarlandi ranglega merkt sem einkastæði undir viðskiptavini
Fjölmörg bílastæði sem standa á borgarlandi við Ármúla, Síðumúla og Grensásveg eru merkt sem einkastæði verslana. „Verslanir hafa ekki leyfi til að merkja sér stæði á borgarlandi,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg, sem hyggst skoða málið nánar.
Kjarninn 29. janúar 2022
Leiðtogi Chega-flokksins, André Ventura, er hér fyrir miðju.
Öfga-hægriflokkur gæti náð fótfestu í Portúgal
Portúgalir ganga að kjörkössunum á sunnudag, einu og hálfu ári á undan áætlun. Samkvæmt skoðanakönnunum gæti öfgaflokkurinn Chega bætt þar töluvert við sig og orðið þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Kjarninn 28. janúar 2022
Á undanförnum árum hefur útflutningur á óunnum fiski frá Íslandi aukist allnokkuð.
Fimm ára gamall fiskútflytjandi velti 7,3 milljörðum árið 2020
Gunnar Valur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fiskútflutningsfyrirtækisins Atlantic Seafood, segir að mikill vöxtur fyrirtækisins á árinu 2020 skýrist einna helst af COVID-19. Fyrirtækið er orðið eitt það stærsta í útflutningi á óunnum fiski frá Íslandi.
Kjarninn 28. janúar 2022
Sólveig Anna býður sig aftur fram til formanns Eflingar – Ætla að „umbylta félaginu“
Baráttulistinn, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur í broddi fylkingar, mun sækjast eftir því að stýra Eflingu. Hópurinn vill stórauka áhrif Eflingar innan verkalýðshreyfingarinnar og taka upp sjóðsfélagslýðræði í lífeyrissjóðum.
Kjarninn 28. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Óli Björn Kárason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja aftur fram eigið frumvarp um skattaafslátt til fjölmiðla
Á sama tíma og ráðherra fjölmiðlamála í ríkisstjórn, sem inniheldur meðal annar Sjálfstæðisflokkinn, hefur boðað aðgerðir til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla hafa nokkrir þingmenn eins stjórnarflokksins lagt fram eigið frumvarp um málið.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hamarsvirkjun Arctic Hydro yrði í Hamarsdal í Djúpavogshreppi.
Sveitarfélög á Austurlandi vilja svör um virkjanakosti
Byggðaráð Múlaþings og bæjarstjórn Fjarðabyggðar vilja fá úr því skorið hvaða virkjanakosti í landshlutanum eigi að nýta. Lýst er yfir áhyggjum af þeirri stöðu sem rammaáætlun er komin í.
Kjarninn 25. janúar 2022
Enn lækkar einkunn Íslands á listanum yfir minnst spilltu löndin – Skæruliðadeild Samherja tiltekin sem ástæða
Ísland er enn og aftur það Norðurlandanna sem situr neðst á lista Transparency International yfir spilltustu lönd heims. Einkunn Íslands hefur aldrei verið lægri en nú frá því að samtökin hófu að mæla spillingu hérlendis árið 1998.
Kjarninn 25. janúar 2022
16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar
Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?
Kjarninn 23. janúar 2022
Efsti hluti Þjórsár yrði virkjaður yrði Kjalölduveita að veruleika.
Bíða tillagna stjórnvalda um hvernig stækka eigi biðflokk rammaáætlunar
Landsvirkjun vill á þessu stigi ekki taka afstöðu til þess hvaða einstaka virkjanakostir færist á milli flokka í tillögu að rammaáætlun sem lögð verður fram á Alþingi í mars. Fyrirtækið hefur áður sagt að færa ætti Kjalöldu úr vernd í biðflokk.
Kjarninn 23. janúar 2022
Þrátt fyrir að verk Jens Haaning hafi ekki verið mikið fyrir augað varð það til þess að mun fleiri sóttu listasýninguna í Kunsten en reiknað var með.vÆtlunin var að sýningin yrði opin til áramóta, en var framlengd til 16. janúar sl.
Take the money and run
Fólk grípur til ýmissa ráða í því skyni að drýgja heimilispeningana. Danski myndlistarmaðurinn Jens Haaning bætti jafngildi tæpra ellefu milljóna íslenskra króna í budduna. Aðferðin hefur vakið mikla athygli, enda var það tilgangurinn.
Kjarninn 23. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Áfram verður hægt að fá virðisaukaskatt af hinum ýmsu viðhaldsverkefnum á íbúðarhúsnæði endurgreiddan langt fram á næsta ár. Ráðstöfunin kostar ríkið rúma 7 milljarða króna og var lítið rökstudd í fjárlagavinnunni á þingi.
Fá rök sett fram til réttlætingar á margmilljarða skattaendurgreiðslum
Óljós ávinningur af aukinni innheimtu tekjuskatts eru helstu rökin sem lögð hafa verið fram af hálfu þeirra stjórnmálamanna sem lögðu til og samþykktu að verja milljörðum króna í að endurgreiða virðisaukaskatt af vinnu manna fram eftir ári.
Kjarninn 21. janúar 2022
Segja Búlandsvirkjun eiga „fullt erindi í nýtingarflokk“
Að mati HS orku ætti að endurmeta þá þætti sem taldir voru neikvæðir og urðu til þess að Búlandsvirkjun í Skaftá var sett í verndarflokk þingsályktunartillögu að rammaáætlun. Tillagan verður lögð fram á Alþingi í fjórða sinn á næstunni.
Kjarninn 20. janúar 2022