Rúmlega 200 fjölskyldur eiga yfir 200 milljarða
Ríkasta eitt prósent landsmanna jók hreina eign sína um 53 milljarða króna árið 2016. Sá hópur, sem telur rúmlega tvö þúsund fjölskyldur, á meira af hreinum eignum en þau 80 prósent landsmanna sem eiga minnst. Í þeim hópi eru um 175 þúsund fjölskyldur.
Kjarninn 10. apríl 2018
Lækkun bankaskatts rýrir tekjur ríkissjóðs um tæpa sex milljarða
Þegar bankaskattur verður lækkaður munu tekjur ríkissjóðs af honum dragast saman um 5,7 milljarða. Þar sem ríkið á tvo banka fær það líka óbeint hluta af þeim ávinningi í sinn hlut. Arion banki ætti að hagnast um tvo milljarða á breytingunni.
Kjarninn 10. apríl 2018
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson kynntu „Fyrstu fasteign“ um miðjan ágúst 2016.
Einungis á annað hundrað manns hafa nýtt sér „Fyrstu fasteign“
Fyrsta fasteign átti að hjálpa ungu fólki inn á húsnæðismarkaðinn. Í kynningu var sagt að á annan tug þúsund manns myndu nýta sér úrræðið. Eftir níu mánuði hafa á annað hundrað manns ráðstafað 55 milljónum króna undir hatti úrræðisins.
Kjarninn 9. apríl 2018
Kvennaframboðið fer fram í borginni
Mikil baráttuhreyfing kvenna hefur verið mynduð, og ætlar hún að bjóða fram í kosningunum í Reykjavík í vor.
Kjarninn 8. apríl 2018
Ráðherrann á sjömílnaskónum
Fjölmiðlalandslagið hefur breyst mikið á undanförnum árum og Danir eru að boða róttækar breytingar á lögum um fjölmiðla og danska ríkisútvarpið.
Kjarninn 8. apríl 2018
Björn Óli Hauksson er forstjóri Isavia
Laun og þóknanir stjórnar og stjórnenda Isavia hækkuðu um tæp 15 prósent
Eitt stærsta fyrirtækið sem er í eigu ríkisins, Isavia, birti ársreikning sinn í gær. Þar kemur fram að heildarlaun og þóknanir stjórna og stjórnenda samstæðunnar hafi verið 351 milljón króna í fyrra.
Kjarninn 6. apríl 2018
Samskiptin í frosti
Rússar neita nokkurri aðkomu að eiturefnaárásinni á Skripal feðginin í Bretlandi. Saka Breta um að standa sjálfir að baki árásinni og krefjast afsökunarbeiðni frá Theresu May.
Kjarninn 4. apríl 2018
26 þúsund manns mótmæltu spillingu, slæmu siðferði og Sigmundi Davíð
Á þessum degi fyrir tveimur árum síðan fóru fram fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar. Tilefni þeirra var birting Panamaskjalanna.
Kjarninn 4. apríl 2018
Tollastríð og efasemdir um meðferð gagna grafa undan mörkuðum
Óhætt er að segja að hugmyndir um tollstríð séu nú farnar að grafa undan tiltrú fjárfesta á því sem gengur á í Bandaríkjunum. Tæknifyrirtækin eru einnig undir smásjánni, og gætu þurft að takast á við þyngra regluverk.
Kjarninn 3. apríl 2018
Stór hluti þeirra flóttamanna sem fá hæli á Íslandi koma frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum svæðum.
Færri flóttamenn sóttu um hæli í fyrra en árið áður
Fækkun flóttamanna sem sækja um hæli á Íslandi heldur áfram. Færri komu í byrjun árs 2018 en á sama tíma 2017. Um tíu prósent þeirra sem sækja um hæli fá slíkt og flóttamönnum í þjónustu hefur fækkað um þriðjung á einu ári.
Kjarninn 3. apríl 2018
Leiðréttingin átti að skila 150 milljörðum – Hefur skilað 106 milljörðum
Þegar Leiðréttingin var kynnt sögðu ábyrgðarmenn hennar að heildarávinningur hennar yrði 150 milljarðar og að hann myndi skila sér á þremur árum. Það hefur ekki gengið eftir fjórum árum síðar.
Kjarninn 3. apríl 2018
Gamla Reykjavík gegn úthverfunum
Sitjandi meirihluti í borginni ásamt Viðreisn nýtur fylgis um 60 prósent kjósenda og sækir miklu meira fylgi í gömlu hverfi borgarinnar en til þeirra nýju. Flokkarnir í minnihluta og aðrir með sambærilegar áherslur mælast með tæplega 40 prósent fylgi.
Kjarninn 2. apríl 2018
Ákvarðanir kjararáðs hafa sett kjarasamninga í uppnám og verkalýðs- og stéttarfélög fara fram á sambærilegar launahækkanir fyrir sína skjólstæðinga og embættismenn hafa fengið.
Tíu staðreyndir um málefni kjararáðs
Ákvarðanir kjararáðs um að hækka laun æðstu embættismanna langt umfram viðmið í landinu hafa valdið því að stéttarfélög landsins telja forsendur kjarasamninga brostnar. Og við blasir stríðsástand á vinnumarkaði.
Kjarninn 2. apríl 2018
Það helsta hingað til: Fléttan um Arion banka
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er kaup og sala á hlutum í Arion banka, stærsta banka þjóðarinnar.
Kjarninn 1. apríl 2018
Fílaeigendur í fýlu
Fyrir nokkrum dögum náðu dönsku stjórnarflokkarnir ásamt Sósíaldemókrötum og Danska þjóðarflokknum samkomulagi um að fílar, sæljón og sebrahestar verði bönnuð í dönskum fjölleikahúsum. Fjórir fílar sem tvö fjölleikahús eiga fá þó tímabundið „starfsleyfi“.
Kjarninn 1. apríl 2018
Það helsta hingað til: United Silicon verður gjaldþrota og grunur um glæpi
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er gjaldþrot United Silicon og kærur þeirra sem settu fjármuni í félagið til yfirvalda vegna gruns um stórfelld lögbrot helstu stjórnenda.
Kjarninn 31. mars 2018
Það helsta hingað til: Vantraust á dómsmálaráðherra
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi ársins 2018. Þar á meðal er vantrauststillaga á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 30. mars 2018
Það helsta hingað til: Órói á vinnumarkaði
Kjarninn tekur saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrsta fjórðungi 2018: Þar á meðal eru launahækkanir efstu stétta samfélagsins, hið umdeilda kjararáð og hinn mikli órói á vinnumarkaði sem sprottið hefur fram síðustu misseri.
Kjarninn 29. mars 2018
Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja mælist nú 47,6 prósent. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jakobsdóttur, og Framsóknarflokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar hafa tapað meira af sínu fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.
Ríkisstjórnin tapar stuðningi hraðar en fyrirrennarar hennar
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast ekki með meirihluta atkvæða á bak við sig. Þrír flokkar, sem skilgreina sig á hinni frjálslyndu miðju, eru þeir einu sem bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum. Þeir hafa bætt við sig þriðjungsfylgi.
Kjarninn 29. mars 2018
Ævintýralegur vöxtur - Ísland í „miðju“ samfélagsbreytinga
Jafnvel þó að það sé farið að hægja á vextinum í ferðaþjónustu, þá er greinin orðin að burðarstólpa undir hagkerfinu. Framundan eru miklar fjárfestingar í innviðum, meðal annars til að styrkja samkeppnishæfni greinarinnar.
Kjarninn 28. mars 2018
Dymbill gæti hafa verið klukkukólfur sem var vafinn tuskum í því skyni að dempa hljóminn.
Dymbilvika – Hvað er það?
Nú er dymbilvikan gengin í garð og páskar framundan. Að gefnu tilefni kannaði Kjarninn hvaðan orðið „dymbilvika“ kemur og hvað það þýðir.
Kjarninn 28. mars 2018
Höfuðstöðvar DR í Kaupmannahöfn.
Megrunarkúr danska útvarpsins
Á næstu árum minnka fjárveitingar til danska útvarpsins, DR, um samtals 20% prósent. Fjármálaráðherrann kallar þetta megrunarkúr, stjórnarandastaðan aðför.
Kjarninn 25. mars 2018
Forsíða Stundarinnar 20. október, eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins.
Glitnir vill ekki svara af hverju það er ekki farið fram á lögbann á alla
Glitnir HoldCo vill ekki tjá sig um ástæður þess að einungis hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning tveggja miðla sem byggir á gögnum úr Glitni, en ekki annarra fjölmiðla sem sagt hafa fréttir byggðar úr gögnum frá sama aðila.
Kjarninn 24. mars 2018
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Kosningaaldur verður ekki lækkaður – Málþóf andstæðinga drepur málið
Nær engar líkur eru á því að það náist að greiða atkvæði um lækkun kosningaaldurs á þingi í dag vegna málþófs. Umtalsverður meirihluti virðist samt sem áður vera fyrir samþykkt málsins.
Kjarninn 23. mars 2018
Vilja opinbera þá sem stóðu að nafnlausum áróðri í Alþingiskosningum
Þingmenn úr fjórum flokkum vilja að forsætisráðherra láti gera skýrslu um aðkomu hulduaðila að kosningaáróðri í aðdraganda Alþingiskosninga. Þeir vilja að tengsl milli þeirra og stjórnmálaflokka verði könnuð.
Kjarninn 22. mars 2018
Afþreyingarefni framtíðarinnar
Með auknum tækniframförum kemur líkast til meiri frítími. Áhrifavaldar eða samfélagsmiðlastjörnur á Íslandi njóta síaukinna vinsælda og eru í raun fjölmiðlar hvert og eitt.
Kjarninn 21. mars 2018
Þjóðkirkjan er hluti af íslenska ríkinu. Þess vegna ganga Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hlið við hlið.
Tíu staðreyndir um trúmál Íslendinga
Þrátt fyrir að á Íslandi sé stjórnarskrárbundin þjóðkirkja hefur mikil hreyfing verið á skráningum landsmanna í trúfélög á undanförnum árum. Og fátt bendir til annars en að sú þróun muni halda áfram um fyrirsjáanlega framtíð.
Kjarninn 20. mars 2018
Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Valitor Holding hagnaðist um milljarð – Valitor hf. tapaði hálfum
Valitor Holding hagnaðist um tæpan milljarð króna í fyrra. Ástæðan var m.a. áframhaldandi hagnaður vegna sölu Visa Europe. Rekstrarfélagið Valitor hf. tapaði um hálfum milljarði. Viðskipti við stóran kúnna, Stripe, munu dragast saman á næstu árum.
Kjarninn 20. mars 2018
Unglingarnir sem ætla að breyta byssumenningunni
Framundan eru fjöldamótmæli, 24. mars, þar sem krafist verður breytingar á byssulöggjöfinni. Vitundarvakning hefur verið um mikilvægi þess að breyta um stefnu undanfarnar vikur.
Kjarninn 18. mars 2018
„Lýðræði í verki hlýtur að þurfa að ná til allra en ekki bara sumra“
Til þess að byggja upp gott samfélag þarf að huga að öllum þegnum þess, ekki síst jaðarhópum á borð við þá af erlendum uppruna, að mati sérfræðings.
Kjarninn 18. mars 2018
Með hraða snigilsins
Í febrúar 2008 undirrituðu samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands samkomulag um brúargerð yfir Femern sundið milli Rødby í Danmörku og Puttgarden í Þýskalandi. Þá höfðu árum saman staðið yfir umræður um ,,akveg“ yfir sundið.
Kjarninn 18. mars 2018
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni eru 4,7 milljónir á mánuði
Laun forstjóra í Kauphöllinni hafa flest hækkað mikið á undanförnum árum. Í flestum tilfellum nemur launahækkunin margföldum lágmarkslaunum. Meðal forstjórinn er með tæplega 17föld lágmarkslaun.
Kjarninn 16. mars 2018
Ekki víst að það sé mikið raunverulegt framboð af seðlabankastjóraefnum
Seðlabankastjóri segir að margir telji sig hæfa til að gegna starfi sínu, en hann er ekki viss um að raunverulegt framboð af kandídötum sé jafn mikið. Hann ætlar alls ekki að sækjast eftir endurkjöri og hlakkar til að hætta.
Kjarninn 15. mars 2018
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra þegar tilmælin voru ítrekuð auk þess sem hann kallaði stjórnarformenn stærstu ríkisfyrirtækjanna á sinn fundi til að fara yfir málið.
Hunsuðu skrifleg tilmæli frá ráðherra og hækkuðu forstjóralaun
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra sendi stjórnum helstu ríkisfyrirtækja í fyrra voru þær beðnar um að stilla launahækkunum forstjóra í hóf og hafa í huga áhrif þeirra á stöðugleika á vinnumarkaði. Tilmælin voru í mörgum tilfellum hunsuð.
Kjarninn 12. mars 2018
Gríðarlegur fjöldi blaða- og fréttamanna fylgist með réttarhöldunum.
Réttarhöld aldarinnar í Danmörku
„Réttarhöld aldarinnar” er heitið sem danskir fjölmiðlar hafa gefið réttarhöldum yfir kafbátseigandanum Peter Madsen. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall í ágúst í fyrra. Réttarhöldin hófust sl. fimmtudag, 8. mars.
Kjarninn 11. mars 2018
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Á fjórða þúsund borguðu 1,6 milljarð til að losna frá Íbúðalánasjóði
Þúsundir Íslendinga völdu að greiða há uppgreiðslugjöld til að flytja húsnæðisfjármögnun sína frá Íbúðalánasjóði á árunum 2016 og 2017. Rekstur sjóðsins gæti ekki staðið undir því að fella niður uppgreiðslugjöld.
Kjarninn 9. mars 2018
Ólögmæti ekki vanhæfi
Dómur Hæstaréttar í Landsréttarmálinu er ekki mjög skýr um hvers vegna ákveðið var að vísa málinu frá. Þeir lögmenn sem Kjarninn hefur rætt við eru ekki á sama máli hvaða skilaboð Hæstiréttur er að senda með niðurstöðu sinni.
Kjarninn 9. mars 2018
Gjaldfrjáls aðgangur að gögnum eins og „ókeypis aðgangur að söfnum landsins“
Ríkisskattstjóri telur að lagabreyting sem myndi veitir almenningi gjaldfrjálsan aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár kippi fótunum undan rekstri hennar. Creditinfo finnst óþarfi að hætta rukkun fyrir gögnin.
Kjarninn 8. mars 2018
Kjararáð bað um og fékk launahækkun í fyrra
Formaður kjararáðs bað fjármála- og efnahagsráðuneytið um launahækkun daginn áður en að ríkisstjórn sprakk í fyrrahaust. Sú hækkun var veitt sex dögum eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum.
Kjarninn 7. mars 2018
Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir ætla bæði að taka þátt í atkvæðagreiðslunni þrátt fyrir tengingar við Landsréttarmálið.
Brynjar og Svandís telja sig ekki vanhæf til að kjósa um vantraust
Stjórnarandstaðan vill láta kjósa um vantraust á Sigríði Andersen í dag. Er með minnihluta nema nokkrir þingmenn stjórnarinnar styðji tillöguna. Stjórnarþingmenn sem tengjast Landséttarmálinu beint ætla að taka þátt. Málið allt pólitísk refskák.
Kjarninn 6. mars 2018
Búið að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Andersen
Tveir stjórnarandstöðuflokkar standa að framlagningu þingsályktunartillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tillögunni var skilað inn til Alþingis í gær.
Kjarninn 6. mars 2018
Tollastríðið hans Trumps
Trump er byrjaður í tollastríði við alþjóðavæddan heim viðskipta, með það að markmiði að örva efnahaginn heima fyrir.
Kjarninn 5. mars 2018
Burt með gettóin
Síðastliðinn fimmtudag stormuðu átta danskir ráðherrar inn á Mjølnerparken á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Slíkt er ekki daglegur viðburður. Tilefnið var að kynna áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar um að uppræta hin svokölluðu gettó.
Kjarninn 4. mars 2018
Beðin um að halda aftur af launahækkunum ríkisforstjóra, en gerðu það ekki
Ítrekuðum tilmælum var beint til stjórna ríkisfyrirtækja um að hækka ekki laun forstjóra sinna úr hófi þegar vald yfir kjörum þeirra var fært frá kjararáði um mitt ár í fyrra og til stjórnanna. Flestar stjórnirnar hunsuðu þessi tilmæli.
Kjarninn 1. mars 2018
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Pólitísk ákvörðun stuðlaði að miklu launaskriði forstjóra
Breytingar á lögum um kjararáð tóku gildi um mitt ár í fyrra. Með þeim var vald yfir launum ríkisforstjóra fært frá kjararáði til stjórna ríkisfyrirtækja. Afleiðingin er í sumum tilvikum tugprósenta launahækkanir.
Kjarninn 1. mars 2018
Mikið falið virði í Arion banka og afsláttur í boði
Þrjú dótturfélög Arion banka: greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, tryggingfélagið Vörður og sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, eru öll metin á undirverði í bókum Arion banka. Þeir sem kaupa hlut í bankanum á meðan svo er fá því „afslátt“ á þessum félögum.
Kjarninn 28. febrúar 2018
Telja svigrúm til að taka yfir 80 milljarða út úr Arion banka
Ráðgjafar Kaupþings við sölu Arion banka telja að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til að greiða út yfir 80 milljarða til hluthafa hans í arð, ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið 50 milljarðar.
Kjarninn 28. febrúar 2018
Almenningur enn leyndur upplýsingum um fríðindakostnað þingmanna
Akstursmálið svokallaða verður enn og aftur til umfjöllunar á fundi forsætisnefndar sem fram fer í dag. Fyrri svör og aðgerðir nefndarinnar hafa ekki þótt nægjanleg. Skýr krafa er um að allt verði upplýst, langt aftur í tímann.
Kjarninn 26. febrúar 2018
Segist ekki hafa nýtt sér trúnaðarupplýsingar í starfi sínu fyrir Kaupþing
Benedikt Gíslason var lykilmaður í framkvæmdarhópi um afnám hafta og kom að gerð stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna. Hann starfar nú sem ráðgjafi Kaupþings. Benedikt segir að hann hafi ekki nýtt sér trúnaðarupplýsingar í því starfi.
Kjarninn 24. febrúar 2018
Tíu staðreyndir um Íslendinga
Íslendingum fjölgar ört, þeir lifa lengur en frjósemi hefur samt sem áður dregist mikið saman. Flest börn fæðast í kreppum en útlendingum fjölgar langmest í góðæri. Hér er rýnt í hagtölur Hagstofu Íslands og dregnar út staðreyndir um þá sem búa á Íslandi.
Kjarninn 23. febrúar 2018