Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
Er Kjalölduveita Norðlingaölduveita í dulargervi?
Landsvirkjun segir Kjalölduveitu nýjan virkjunarkost. Verkefnisstjórn rammaáætlunar segir um nýja útfærslu á hinni umdeildu Norðlingaölduveitu að ræða. Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir með ríkisfyrirtækinu og vill virkjunina úr verndarflokki.
Kjarninn 14. júní 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Bláu blokkinni boðið upp í dans
Forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins viðraði hugmyndir um stjórnarsamstarf yfir miðjuna á dögunum. Breið stjórn hefur einungis verið reynd einu sinni á friðartímum í Danmörku og endaði ekki vel, en kjósendum hugnast hugmyndin.
Kjarninn 14. júní 2022
Jökulsá austari í Skagafirði er meðal þeirra áa sem Landsvirkjun vill virkja og meirihlutinn vill færa úr verndarflokki í biðflokk.
Svona rökstyður meirihlutinn færslu virkjanakosta í rammaáætlun
Biðflokkur rammaáætlunar mun taka miklum breytingum ef Alþingi samþykkir tillögur sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar leggur til. Að auki vill meirihlutinn bíða með friðlýsingar í Skjálfandafljóti.
Kjarninn 13. júní 2022
Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.
Rasismi innan lögreglunnar eins og annars staðar í samfélaginu
Lögreglan á Íslandi hefur ekki brugðist við örum samfélagbreytingum á Íslandi síðustu ár að mati Eyrúnar Eyþórsdóttur, lektors í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Í viðtali við Kjarnann segir hún mikilvægt að lögreglan afneiti ekki fordómum.
Kjarninn 12. júní 2022
Svíar út um neyðarútganginn
SAS flugfélagið hefur lengi átt í rekstrarerfiðleikum. Útlitið hefur aldrei verið dekkra og félagið sárvantar rekstrarfé. Svíar ætla ekki að opna budduna og vilja draga sig út úr SAS. Framtíð félagsins er í óvissu og nú boða flugmenn félagsins verkfall.
Kjarninn 12. júní 2022
Phil Mickelson er eitt af andlitum LIV mótaraðarinnar. Hann hefur þegið um 200 milljónir Bandaríkjadala, rúma 26 milljarða króna, fyrir það eitt að taka þátt á mótaröðinni.
Ný mótaröð fjármögnuð af Sádi-Aröbum veldur titringi í heimi golfsins
Nokkrir af þekktustu kylfingum heims leika nú á fyrsta móti LIV mótaraðarinnar. Mótið er með öðru sniði en þekkist á öðrum mótaröðum atvinnukylfinga og verðlaunaféð er mun hærra. Með þátttöku hafa kylfingar misst rétt sinn til að spila á PGA mótum.
Kjarninn 11. júní 2022
Eggert Þór Kristófersson hættir sem forstjóri Festi hf. í sumar.
Forstjórinn sem var rekinn og stjórnin sem sendi ranga tilkynningu til Kauphallar um það
Eggert Þór Kristófersson var rekinn sem forstjóri Festi í byrjun mánaðar. Stór hluti hluthafa er verulega óánægður með þá ákvörðun og tilkynningu sem send var til Kauphallar vegna hennar. Afdrifaríkur hluthafafundur gæti verið framundan í félaginu.
Kjarninn 11. júní 2022
USB-C hleðslusnúra. Eina hleðslusnúran sem íbúar aðildarríkja ESB geta notað til að hlaða snjalltækin sín og smærri raftæki frá og með haustinu 2024.
ESB segir bless við hrúgur af hleðslusnúrum
Haustið 2024 verður skylda að hlaða helstu raftæki innan ESB-ríkjanna með eins snúru. Með reglugerðinni vill sambandið auka sjálfbærni, minnka rafrænan úrgang og auðvelda íbúum ESB-ríkjanna lífið. Sameiginlega hleðslusnúran gæti reynst Apple mikið högg.
Kjarninn 10. júní 2022
Af löstum og dyggðum ríkisstjórnarsamstarfsins – Sitt sýnist hverjum
Í lok hvers þings ræða þingmenn afrek og ófarir stjórnmálanna og var í gær engin undantekning þar á. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar voru ekki á eitt sáttir um ágæti samstarfs VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. júní 2022
Meta að ekkert hafi farið úrskeiðis við mælingar á loðnu þrátt fyrir að kvótinn hafi ekki allur veiðst
Hafrannsóknarstofnun mælti með að risakvóta af loðnu yrði úthlutað í fyrrahaust. Ráðgjöfin var síðar lækkuð en samt tókst ekki að veiða nema 76 prósent. Virði skráðra útgerða hækkaði gríðarlega í aðdraganda þess að tilkynnt var um ráðgjöfina.
Kjarninn 9. júní 2022
Stóru línurnar í þróun borgarinnar breytast lítið með nýjum meirihluta
Framsókn undir forystu Einars Þorsteinssonar virðist hafa fallið eins og flís við rass að stefnu síðasta meirihluta í málum sem varða framtíðarvöxt og -þróun Reykjavíkurborgar. Ögn aukna áherslu á uppbyggingu í jaðri byggðar má þó sjá í nýju samstarfi.
Kjarninn 7. júní 2022
Litla Ísland ekki svo saklaust lengur
Kynþáttafordómar eru hluti af íslensku samfélagi, svo nokkuð er ljóst, að mati Kristínar Loftsdóttur mannfræðings. Kynþáttamörkun á Íslandi hefur ekki verið sérstaklega rannsökuð en Kristín telur að það sé tímabært.
Kjarninn 7. júní 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Sáttarhönd þriggja stjórnarandstöðuflokka í útlendingamálinu felur í sér miklar breytingar
Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram sex ítarlegar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar í því skyni að liðka fyrir samningum um þinglok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um málið.
Kjarninn 7. júní 2022
„Ég verð bara að standa vörð um börnin mín – það gerir það enginn annar“
Börn af erlendum eða blönduðum uppruna verða fyrir fordómum í skólakerfinu og samkvæmt föður barna, sem orðið hafa fyrir aðkasti vegna húðlitar síns, er lítið um úrlausnir hjá skólunum þegar kemur að þessum málum.
Kjarninn 6. júní 2022
Sver af sér pólitísk afskipti af sakamálum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi haft pólitísk afskipti af sakamáli
Jón Gunnarsson segist standa við fullyrðingu sína um að meðferð tiltekinna sakamála lúti ekki pólitískum afskiptum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi heitið sérstakri fjármögnun fyrir tveimur og hálfu ári vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 6. júní 2022
Vel er passað upp á Mónu Lísu í Louvre safninu í París. Þó kemur það fyrir að einhver veitist að málverkinu.
Atlögurnar að Mónu Lísu
Á dögunum makaði gestur Louvre safnsins köku utan í glerkassa Mónu Lísu að því er virðist til að vekja athygli á umhverfisvernd. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til þess að skemma þetta frægasta málverk veraldarinnar.
Kjarninn 5. júní 2022
„Hann varð ofsalega hræddur þegar löggan kom“
Lögreglan er stofnun sem allir ættu að geta treyst að mati föður drengs sem tvívegis hefur lent í því á sinni stuttu ævi að verða fyrir óþarfa afskiptum lögreglunnar – fyrst sjö ára.
Kjarninn 5. júní 2022
Ef niðurstaða „minkanefndarinnar“, sem væntanleg er á næstu vikum, verður sú að eðlilega hafi verið staðið að ákvarðanatöku í þessu stóra máli gæti hugsast að Mette Frederiksen forsætisráðherra myndi ákveða að boða til kosninga í haust.
Hvað gera Danir?
Danskir stjórnmálaskýrendur velta því fyrir sér hvort boðað verði til þingkosninga í Danmörku í haust í ljósi úrslitanna í nýafstöðnum kosningum um fyrirvarann í varnarmálum. Þar gæti þó óvænt ljón birst á veginum.
Kjarninn 5. júní 2022
Mannkynið farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar
Ágangur á auðlindir jarðar er orðinn svo mikill að vísindamenn telja ljóst að mannkynið hafi þegar farið yfir þolmörk sex af níu lykilkerfum jarðar.
Kjarninn 4. júní 2022
Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks endurnýjaði hjúskaparheitin eftir síðustu kosningar.
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aldrei mælst minni
Þegar ríkisstjórnin settist að völdum 2017 naut hún mikils stuðnings. Hann dalaði þó hratt en reis aftur þegar kórónuveirufaraldurinn skall á og hélst umtalsverður fram yfir kosningar og inn á árið í ár. Á síðustu mánuðum hefur hann hrunið.
Kjarninn 3. júní 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra lagði frumvarp sitt til nýrra starfskjaralaga fram í byrjun apríl.
ASÍ og SA á öndverðum meiði um lykilatriði í starfskjaralagafrumvarpi
Forseti ASÍ segir að munnlegt samkomulag hennar við ráðherra um að leggja ekki fram frumvarp til starfskjaralaga óbreytt hafi verið virt að vettugi. ASÍ leggst nú gegn ákvæði um févíti vegna launaþjófnaðar en SA segir að því skuli ekki breyta.
Kjarninn 3. júní 2022
Mesta lækkun innan mánaðar í Kauphöllinni í tólf ár – 243 milljarðar hurfu til peningahimna
Úrvalsvísitalan lækkaði um 10,9 prósent í síðasta mánuði. Það er mesta lækkun innan mánaðar síðan í maí 2010. Fall á virði bréfa í Marel, sem hafa lækkað um meira en 200 milljarða króna frá áramótum, eru ráðandi breyta í samdrættinum.
Kjarninn 2. júní 2022
„Allir vinna“ … en aðallega byggingarverktakar og tekjuhæstu Íslendingarnir
Byggingafyrirtæki fengu rúmlega þriðjung allra endurgreiðslna vegna „Allir vinna“. Alls fóru 4,1 milljarður króna af endurgreiðslum til einstaklinga og húsfélaga til þeirra tíu prósent landsmanna sem voru með mesta tekjur.
Kjarninn 1. júní 2022
Fjármagnstekjur einstaklinga á Íslandi voru 181 milljarður í fyrra
Á meðan að ríkissjóður var rekinn í 130 milljarða króna tapi á síðasta ári jukust fjármagnstekjur einstaklinga um 65 milljarða króna. Mest hækkaði söluhagnaður vegna hlutabréfa, sem var alls 69,5 milljarðar króna í fyrra.
Kjarninn 1. júní 2022
Methækkun á fasteignamati eftir bankahrun – Hækkar um 19,9 prósent milli ára
Heildarvirði fasteigna á Íslandi hækkar um 2.100 þúsund milljónir króna milli ára. Fasteignamat íbúða verður 23,6 prósent hærra á næsta ári en í ár. Fyrir flesta þýðir þessi hækkun aðallega eitt: hærri fasteignaskatta.
Kjarninn 31. maí 2022
27 manna samráðsnefnd og fjórir starfshópar eiga að leggja til breytingar á sjávarútvegskerfinu
Matvælaráðherra segir að í sjávarútvegi ríki djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti sem stafi af samþjöppun veiðiheimilda og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt.
Kjarninn 31. maí 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
„Atlaga“ að kjörum lífeyrisþega stöðvuð en þensluaðgerðir á húsnæðismarkaði enn inni
Í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um lífeyrissgreiðslur er gert ráð fyrir að nýr hópur, sá sem hefur ekki átt fasteign í fimm ár, megi nota séreignarsparnað skattfrjálst til að kaupa sér húsnæði.
Kjarninn 31. maí 2022
„Þetta mun nánast eyðileggja jörðina“
Landeigendur og ábúendur á fjórða tug bæja á því svæði sem Landsnet vill leggja Blöndulínu 3 eru ósáttir og hafna því margir alfarið að línan fari um þeirra land.
Kjarninn 29. maí 2022
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Börn á aldrinum 5-11 stunda nám í Robb-grunnskólanum í smábænum Uvalde í Texas. 19 börn og tveir kennarar létu lífið í skotárás í skólanum á þriðjudag.
Hvað þarf til svo byssulöggjöf í Bandaríkjunum verði breytt?
Skotárás í grunnskóla í smábænum Uvalde í Texas kallar fram kunnuglegan þrýsting um herta byssulöggjöf. Pólitískar hindranir eru enn til staðar og ólíklegt verður að teljast að harmleikurinn í Uvalde leiði til raunverulegra breytinga.
Kjarninn 26. maí 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Mohammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Mohammad Ghanbari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Karlar ráða íslenskum peningaheimi en konur að mestu í aukahlutverkum
Kjarninn hefur í níu ár framkvæmt úttekt á kynjahlutföllum þeirra sem stýra þúsundum milljarða króna í ýmis fjárfestingaverkefni hérlendis. Í níu ár hefur niðurstaðan verið svipuð, karlar eru allt um lykjandi. Í ár eru karlarnir 91 en konurnar 13.
Kjarninn 23. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Forsætisráðuneytið metur ekki hvort afhenda eigi gögn um ESÍ og fjárfestingaleiðina
Fjármála- og efnahagsráðherra lagði „sjálfstætt mat“ á almannahagsmuni af birtingu lista yfir þá sem keyptu nýverið í Íslandsbanka. Forsætisráðuneytið telur það ekki hlutverk sitt að leggja sambærilegt mat á birtingu gagna frá Seðlabankanum.
Kjarninn 18. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022