Skuldaviðmið Reykjavíkurborgar verður yfir 150 prósent frá 2022 og fram til ársins 2026
Skuldaviðmið, hlutfall heildarskulda af reglulegum tekjum sveitarfélaga, má vera 200 prósent út árið 2025. Reykjavíkurborg ætlar að nýta sér þetta svigrúm skarpt á næstu árum og fara með skuldaviðmiðið úr 79 prósent 2019 í 156 prósent 2023.
Kjarninn 20. nóvember 2021
Arion banki ætlar að losa allt að 88 milljarða króna til hluthafa
Á markaðsdegi Arion banka kom fram að bankinn ætlar sér að greiða um og yfir 60 milljarða króna til hluthafa í arð og með endurkaup á bréfum á næstunni. Sú upphæð bætist við 25,5 milljarða króna sem þeir hafa fengið á fyrstu níu mánuðum ársins.
Kjarninn 18. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í leikhúsunum og verklag þeirra
Tæplega sex hundruð konur í sviðslistum og kvikmyndagerð skrifuðu undir áskorun í lok árs 2017 þar sem þær kröfðust þess að fá að vinna vinnuna sína án áreitni og ofbeldis. Kjarninn kannaði hvað hefur gerst í þessum málum í þremur stærstu leikhúsunum.
Kjarninn 18. nóvember 2021
„Við neytum of mikils, notum of mikla orku, kaupum of mikið af hlutum og endurvinnum ekki nóg“
Blaðamaður Kjarnans sat morgunverðarfund með Sönnu Marin forsætisráðherra Finnlands á dögunum ásamt öðrum norrænum blaðamönnum og ræddi hún norrænt samstarf, loftslagsmál og viðbrögð við kórónuveirunni.
Kjarninn 17. nóvember 2021
Kona á ferð í gegnum jólamarkað í miðborg Berlínar í gær. Haldið fjarlægð, hnerrið í olnbogabótina og gleðileg jól.
Veiran skæða kallar á viðbrögð og takmarkanir víða um Evrópu
Stutt er síðan að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út að Evrópa væri nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins. Víða um álfuna er verið að herða aðgerðir – ýmist gagnvart öllum eða þá sértækt gagnvart þeim sem hafa kosið að sleppa bólusetningu.
Kjarninn 16. nóvember 2021
Bensínverð á Íslandi aldrei verið hærra í krónum talið
Í apríl 2012 var sett met þegar viðmiðunarverð á lítra af bensíni á Íslandi fór í 268,1 krónur. Verðið hefur hækkað hratt á þessu ári samhliða því að efnahagskerfi heimsins hafa tekið við sér eftir kórónuveiruna.
Kjarninn 16. nóvember 2021
Á meðal aðgerða sem kynntar voru í fyrsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum var að lækka bankaskatt.
Lækkun bankaskatts í fyrra rýrði tekjur ríkissjóðs um sex milljarða króna
Sitjandi ríkisstjórn mótaði þá stefnu í upphafi síðasta kjörtímabils að það ætti að lækka bankaskatt í skrefum, meðal annars til að bæta kjör almennings. Skatturinn var svo lækkaður hratt í fyrra og tekjur ríkissjóðs vegna hans lækkuðu um 56 prósent.
Kjarninn 16. nóvember 2021
Nellie Liang, aðstoðarráðherra innanlandsfjármála Bandaríkjanna, til hægri.
Vilja aukið eftirlit með stöðugleikamyntum
Bæði Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa sýnt ákveðinni tegund rafmynta sem kallaðar eru stöðugleikamyntir aukinn áhuga á síðustu mánuðum. Gangi það eftir gæti eftirlit með rafmyntum, sem er í lágmarki hérlendis þessa stundina, aukist.
Kjarninn 15. nóvember 2021
26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Í fyrsta sinn er kveðið á um að draga úr notkun kola í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar.
Raunverulegur árangur eða „bla, bla, bla“?
Markmið loftslagssamkomulagsins sem náðist á COP26 í Glasgow miðar að því að hægja á loftslagsbreytingum. Óljóst er hins vegar hvort eiginlegt markmið náist, að halda hlýnun jarðar undir 1,5 gráðum.
Kjarninn 14. nóvember 2021
Danska varnarmálaráðuneytið, herinn og danska þingið, Folketinget, komust að þeirri niðurstöðu að F- 35 vélin væri besti kosturinn fyrir danska herinn.
Herþotur til sölu
Þeir sem láta sig dreyma um að eignast orrustuþotu geta kannski látið drauminn rætast. Danski flugherinn ætlar að selja 24 gamlar F-16 þotur. Margir sýna þeim áhuga en ekki fær hver sem er að kaupa vélarnar.
Kjarninn 14. nóvember 2021
Jeffrey Ross Gunter hvarf á brott frá Íslandi í upphafi þessa árs. Ekki hefur heyrst að hans sé sárt saknað.
Fimm molar um afspyrnuslakan fulltrúa Bandaríkjanna á Íslandi
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sendi svo sannarlega ekki sinn besta mann til Íslands, er hann ákvað að tilnefna húðlækninn Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra.
Kjarninn 13. nóvember 2021
Tekur ekki afstöðu í deilum innan Eflingar – Það eru félagsmenn sem skipta mestu máli
Efling mun halda áfram róttækri stefnu sinni í málefnum verka- og láglaunafólks, að sögn nýs formanns stéttarfélagsins sem tók við eftir miklar sviptingar undanfarnar vikur. Kjarninn ræddi við Agnieszku Ewu Ziólkowska.
Kjarninn 13. nóvember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í bönkunum og verklag þeirra
Alls hafa sextán tilvik um kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi verið tilkynnt hjá þremur stærstu bönkunum á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan þeirra.
Kjarninn 12. nóvember 2021
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi
Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.
Kjarninn 11. nóvember 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafa haft ólíka sýn á málatilbúnaðinn.
Engar viðræður í gangi um milljarðakröfu borgarinnar á íslenska ríkið
Borgin stefndi ríkinu í lok síðasta árs og krafðist 8,7 milljarða króna. Ráðherra kallaði kröfuna „fráleita“ en samt sem áður áttu sér stað viðræður um lendingu. Þær hafa verið á ís frá því fyrir kosningar.
Kjarninn 10. nóvember 2021
Húsnæðisverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og framboð á húsnæði er nú minna en elstu menn muna. Lykilbreyta í þeirri þróun hefur verið lægri vextir á húsnæðislánum.
Lífeyrissjóðirnir snúa aftur af alvöru á íbúðalánamarkaðinn
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á var gripið til aðgerða sem gerðu viðskiptabönkum landsins kleift að sópa til sín íbúðarlánum. Hlutdeild þeirra á þeim markaði jókst úr 55 í 67 prósent á einu ári. Nú eru lífeyrissjóðir landsins farnir að keppa á ný.
Kjarninn 9. nóvember 2021
Friðrik Már Ottesen, varaformaður ÍFF, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Vignir Örn Guðnason, formaður ÍFF
Er ÍFF „gult“ stéttarfélag?
ÍFF, sem er stéttarfélag áhafnarmeðlima flugfélagsins PLAY, hefur legið undir ásökunum fyrir að vera svokallað „gult“ stéttarfélag sem gengur frekar erinda atvinnurekenda heldur en starfsmanna. Á hverju eru þessar ásakanir byggðar?
Kjarninn 9. nóvember 2021
Erlendum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað um rúmlega einn Hafnarfjörð á áratug
Alls hefur erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgað um rúmlega 33 þúsund frá lokum árs 2011. Flestir þeirra setjast að á höfuðborgarsvæðinu og af þeim velur þorrinn Reykjavík sem nýja heimilið sitt.
Kjarninn 8. nóvember 2021
Scott Morrison forsætisráðherra Ástralíu.
Andfætlingar okkar, kolafíklarnir
Áströlsk stjórnvöld eru víða gagnrýnd fyrir að vera loftslags-skussar sem neiti að draga úr vinnslu jarðefnaeldsneytis. Fyrrverandi forsætisráðherra segir stærsta stjórnmálaflokki landsins haldið í gíslingu af „eitruðu bandalagi“ loftlagsafneitara.
Kjarninn 7. nóvember 2021
Mun kleinuhringurinn bjarga okkur?
Flest þau umhverfisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir má rekja til þess efnahagskerfis sem við búum við í dag. Það er hins vegar umdeilt hvort núverandi hagkerfi geti einnig komið okkur úr vandanum eða hvort þörf sé á að breyta kerfinu.
Kjarninn 7. nóvember 2021
ABBA snýr aftur
Fáar fréttir í tónlistarheiminum hafa undanfarið vakið meiri athygli en þegar frá því var greint að hljómsveitin ABBA væri vöknuð til lífsins eftir nær 40 ára hlé, og ný plata, Voyage, á leiðinni. Hún kom út sl. föstudag.
Kjarninn 7. nóvember 2021
Mistökin sem ég gerði voru að vera ekki meira „kallinn“, að vera ekki meiri „stjóri stjóri“
Sólveig Anna Jónsdóttir er hætt sem formaður Eflingar. Hún segir sig og samstarfsfólk sitt hafa náð ótrúlegum árangri í baráttu sinni fyrir bættum kjörum verka- og láglaunafólks en að starfsfólk Eflingar hafi ekki skilið baráttuna.
Kjarninn 6. nóvember 2021
Bankarnir högnuðust meira á níu mánuðum en þeir hafa gert innan árs frá 2015
Sameiginlegur hagnaður stóru bankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 60 milljarðar króna. ð
Kjarninn 6. nóvember 2021
Frændurnir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson stýra Samherja. Þar til í fyrra voru þeir stærstu eigendur fyrirtækisins en þá framseldu þeir hlutabréf í innlendu starfseminni til barna sinna.
Samherji og mögulega tengdir aðilar halda nú á meira en 22 prósent af öllum kvótanum
Fjórar blokkir eru með yfirráð yfir 60 prósent af öllum kvóta sem úthlutað hefur verið á Íslandi. Sú stærsta, sem hverfist um Samherja, heldur á yfir 22 prósent af öllum kvóta. Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar ekki halda á meira en tólf prósent.
Kjarninn 5. nóvember 2021
Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.
Samþjöppun í sjávarútvegi aukist – Tíu stærstu halda á tveimur þriðja hluta kvótans
Á einu ári hefur heildarverðmæti úthlutaðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir landsins halda á farið úr því að vera 53 prósent í að vera rúmlega 67 prósent. Auknar heimildir til að veiða loðnu skipta þar umtalsverðu máli.
Kjarninn 4. nóvember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim komið yfir lögbundið kvótaþak og heldur á 13,2 prósent úthlutaðs kvóta
Samkvæmt lögum má engin útgerð á Íslandi halda á meira en tólf prósent af verðmæti úthlutaðra aflaheimilda hverju sinni. Brim, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, er nú komið yfir þau mörk.
Kjarninn 3. nóvember 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum. Þau hafa setið að völdum frá 2018.
A-hluti Reykjavíkurborgar verður rekinn í 18,9 milljarða halla á árunum 2020 til 2022
Spár og áætlanir gera ráð fyrir að samstæða Reykjavíkurborgar verði rekin í afgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun. Sá hluti borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum verður hins vegar rekinn í tapi.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Framboðsskortur bítur risana ekki fast
Þrátt fyrir framboðstruflanir og vöruskort hefur rekstur fimm stærstu tæknifyrirtækja heimsins haldist stöðugur og arðbær. Fyrirtækin fengu samanlagt svipaðar tekjur á fyrstu níu mánuðum ársins og öll spænska þjóðin.
Kjarninn 2. nóvember 2021
Stjórnarmyndunarviðræðurnar orðnar þær næst lengstu í 30 ár
Orkumál, skattkerfisbreytingar, kostnaðarsöm kosningaloforð og heilbrigðismál eru stærstu ásteytingarsteinarnir í viðræðum milli stjórnarflokkanna um endurnýjað samstarf.
Kjarninn 1. nóvember 2021
Ekki hægt að skilja Panamamótmælin nema út af því fordæmi sem búsáhaldamótmælin settu
Íslendingar gátu seint kallast þjóð mótmæla fyrir efnahagshrunið 2008 en eftir það varð heldur betur kúvending í þeim málum hér á landi. Kjarninn ræddi við prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem rannsakað hefur fyrirbærið mótmæli.
Kjarninn 31. október 2021
Fólk trúir að það geti haft áhrif á sitt nánasta nágrenni
Almenningur vill láta sig skipulagsmál varða, en mörgum þykja þau flókin og óaðgengileg. Fagfólk telur litla háværa hópa stundum hafa of mikil áhrif. Kjarninn ræðir samráð í skipulagsmálum við Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar.
Kjarninn 31. október 2021
71 tilkynning um kynferðislega áreitni og ofbeldi hjá 9 opinberum stofnunum og fyrirtækjum
Á síðustu fjórum árum hafa borist yfir sjötíu tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi til stjórnenda níu opinberra fyrirtækja og stofnana. Langflestar voru þær hjá Háskóla Íslands.
Kjarninn 30. október 2021
Rafbílar, skógrækt, kýr sem borða þara, færri álver og fleiri vegan
Í skýrslu Íslands til COP26 eru dregnar upp fimm mismunandi sviðsmyndir um leið Íslands til kolefnishlutleysis árið 2040, sem byggja á samráði við almenning. Þar kennir ýmissa grasa.
Kjarninn 29. október 2021
Borgin hefur verið að vinna með það að markmiði að hægt verði að bjóða öllum börnum leikskólavist við 12 mánaða aldur innan nokkurra ára.
Mun þétting byggðar fylla skólana í borginni?
Með þéttingu byggðar og fólksfjölgun í Reykjavíkurborg má vænta þess að börnum fjölgi í sumum grónum hverfum borgarinnar – fyrir utan nýju hverfin. Kjarninn kannaði hvernig áætlanir borgarinnar um grunnskóla- og leikskólamál líta út til næstu ára.
Kjarninn 29. október 2021
„Sé ekki hvað Ísland ætlar að koma með nýtt að borðinu“
„Það er í raun mjög lítið hægt að segja um hvað íslensk stjórnvöld ætla að gera í loftslagsmálum eins og er,“ segir Finnur Ricart sem verður fulltrúi ungra Íslendinga á loftslagsráðstefnunni í Glasgow.
Kjarninn 27. október 2021
Hvert fara tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeldi í íþróttum?
Kjarninn sendi fyrirspurnir á stærstu íþróttahreyfingarnar á Íslandi til að kanna hvort ásakanir um kynferðislega áreitni eða ofbeldi hefðu borist á borð stjórnenda á síðustu fjórum til tíu árum. Svörin létu ekki á sér standa.
Kjarninn 24. október 2021
Gimi Levakovic og fjölskylda hans hafa ítrekað verið til umfjöllunar í dönskum fjölmiðlum.
Súkkulaði, klósettpappír, kjúklingur og beikon
Hvað á til bragðs að taka ef ekki er vinnufriður fyrir lögreglu og dómstólum í Danmörku? Svarið vafðist ekki fyrir körlunum í Levakovic fjölskyldunni, þeir fluttu sig yfir sundið, til Svíþjóðar.
Kjarninn 24. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Lýðræðisveislan var ekki ókeypis
Kostnaður frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrr á árinu var á sjöunda tug milljóna. Mestu fé var varið í prófkjörin á höfuðborgarsvæðinu, en yfir 20 þúsund manns tóku þátt í því að stilla upp D-listum á landsvísu.
Kjarninn 16. október 2021
34 mínútur skelfingar
„Ég heyrði konu hrópa. Þetta eru verstu öskur sem ég hef heyrt á ævi minni.” Lýsingar sjónarvotta af því þegar Dani á fertugsaldri fór um gamla bæinn í Kongsberg vopnaður boga, örvum, hnífi og jafnvel fleiri drápstækjum, eru hrollvekjandi.
Kjarninn 14. október 2021
Er kreppan búin?
Samkvæmt nýjum hagtölum er vinnumarkaðurinn orðinn svipað stór og hann var áður en heimsfaraldurinn byrjaði í mars í fyrra. Þrátt fyrir það er yfirstandandi kreppa ekki alveg búin, að minnsta kosti ekki fyrir alla.
Kjarninn 13. október 2021
Sannkristinn ræðukóngur sem beitti sér gegn þungunarrofi, afglæpavæðingu og orkupakkanum
Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem sem hann sagði síðast í vor að hefði brugðist í mörgum málum.
Kjarninn 12. október 2021
Hver er framtíð tómlega túnbalans í horni Laugardalsins?
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardal hafa verið samþykkt í borgarráði þrátt fyrir mótbárur, en hvað svo? Kjarninn skoðar þær hugmyndir og áætlanir sem eru uppi um grasbalann mikla vestan við Glæsibæ. Þar er jafnvel rætt um að setja niður leikskóla.
Kjarninn 10. október 2021
Barn í flóttamannabúðum í Sýrlandi í apríl 2021.
Þrjár konur og fjórtán börn
Þrjár danskar konur sem dvalist hafa í Sýrlandi um árabil sitja nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku. Þeirra bíða réttarhöld. Fjórtán börn þeirra komu með til Danmerkur en fá ekki að dvelja hjá mæðrum sínum, í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 10. október 2021
Byggt verði af virðingu við fórnarlömb brunans og húsin í kring
Íbúar í Vesturbæ skora á borgaryfirvöld að eignast lóðina við Bræðraborgarstíg 1 og 3. Þeir segja reitinn ekki bera áformað byggingarmagn og vilja að þar verði reistur minnisvarði um fórnarlömb eldsvoðans og byggt í takti við timburhúsin í nágrenninu.
Kjarninn 9. október 2021