Leirflutningurinn mikli

4. júní 2021 samþykkti danska þingið lög um það sem kallað hefur verið metnaðarfyllsta framkvæmdaáætlun í sögu Danmerkur. Þá vissu þingmenn ekki af mikilvægu bréfi sem samgönguráðherranum hafði borist en láðst að kynna þingheimi.

Miklir leirflutningar af sjávarbotni þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að byrja að mynda landfyllinguna miklu við Kaupmannahöfn sem kallast á Lynetteholmen. Svíar hafa áhyggjur af því sem Danir ætla sér að gera við allan þennan leir.
Miklir leirflutningar af sjávarbotni þurfa að eiga sér stað áður en hægt verður að byrja að mynda landfyllinguna miklu við Kaupmannahöfn sem kallast á Lynetteholmen. Svíar hafa áhyggjur af því sem Danir ætla sér að gera við allan þennan leir.
Auglýsing

Í októ­ber 2018 tók­ust tveir menn í hendur í danska for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Þetta var vafa­lítið ekki eina handa­bandið í ráðu­neyt­inu í þessum mán­uði en kannski það mik­il­væg­asta. Menn­irnir tveir voru þeir Lars Løkke Rasmus­sen þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og Frank Jen­sen þáver­andi yfir­borg­ar­stjóri Kaup­manna­hafn­ar. Með handa­band­inu inn­sigl­uðu þeir sam­komu­lag rík­is­ins og borg­ar­stjórnar Kaup­manna­hafnar um það sem for­sæt­is­ráð­herr­ann kall­aði „metn­að­ar­fyllstu fram­kvæmda­á­ætlun í sögu Dan­merk­ur“, fimm­tíu ára plan­ið.

Þessi áætlun er í raun þrí­skipt en áður­nefnt handa­band var stað­fest­ing fyrsta hluta þess­arar miklu fram­kvæmd­ar, sem nefnd hefur verið Lynettehol­men. Um er að ræða land­fyll­ingu austan megin við núver­andi hafn­ar­mynni Kaup­manna­hafn­ar, gegnt Löngu­línu. Svæðið verður rúm­lega 200 hekt­arar á stærð og teng­ist Refs­haleøen. Gert er ráð fyrir að þarna verði um það bil 20 þús­und íbúðir auk fyr­ir­tækja. „Þetta er fimm­tíu ára plan“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen. Miðað var við að þessu verk­efni yrði lokið árið 2070.

Lynettehol­men er eins­konar fram­hald af Refs­haleøen þar sem ætl­unin er að byggja 15 þús­und nýjar íbúð­ir. Á Refs­haleøen var skipa­smíða­stöðin Burmeister & Wain á árunum 1872 til 1996 þar sem fleiri en 10 þús­und manns störf­uðu um ára­tuga­skeið. Margar stórar bygg­ingar frá tíma B&W standa enn á þessu svæði, þar á meðal skemman sem notuð var fyrir Eurovi­son söngvakeppn­ina árið 2014.

Auglýsing

Hinar tvær stór­fram­kvæmd­irnar í 50 ára plan­inu eru ann­ars vegar miklar fram­kvæmdir við Avedøre hólmann, við Kal­vebod brúna og E20 hrað­braut­ina sem liggur við Kastrup flug­völl til Sví­þjóð­ar. Þarna á að setja níu hólma með land­fyll­ing­um, sam­tals um 300 hekt­ara að stærð. Gert er ráð fyrir að á svæð­inu verði ein­göngu fyr­ir­tæki en ekki íbúð­ar­hús.

Þriðja stór­fram­kvæmdin í 50 ára plan­inu, og sú stærsta og kostn­að­ar­samasta, er göng sem liggja myndu frá Sjá­lands­brúnni gegnum Ama­ger og Refs­haleøen (við Lynettehol­men) gegnum Norð­ur­höfn­ina og tengj­ast svo Hels­ingør hrað­braut­inni. Þessi fram­kvæmd myndi kosta tugi millj­arða danskra króna. Þeg­ar, og ef af þess­ari fram­kvæmd verð­ur, munu göngin létta veru­lega á umferð, ekki síst stórra flutn­inga­bíla, um tvö aðal­torg borg­ar­inn­ar, Ráð­hús­torgið og Kóngs­ins Nýja­torg.

Lynettehol­men sam­þykktur í þing­inu

Danska þing­ið, Fol­ket­in­get, sam­þykkti 4. júní á síð­asta ári að ráð­ist skyldi í fyrsta hluta 50 ára áætl­un­ar­inn­ar, land­fyll­ingar undir Lynettehol­men. Miklar umræður urðu um málið í þing­inu og ekki var ein­hugur um fram­kvæmd­ina meðal þing­manna. Ljóst var að kostn­að­ur­inn myndi hlaupa á millj­örðum danskra króna. Fram kom að ætl­unin væri að sala á landi, til fyr­ir­tækja, stæði undir kostn­aði við land­fyll­ing­arn­ar. Bréf sem danska sam­göngu­ráð­herr­anum hafði borist frá Sví­þjóð vegna þess­ara fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda var ekki rætt í þing­inu, sem þó hefði kannski þótt ástæða til. Þing­menn vissu hins­vegar ekk­ert um þetta bréf en meira um það síð­ar.

Tölvuteiknuð mynd af fullbyggðum Lynetteholmen. Mynd: Kynningarefni danskra stjórnvalda.

Skóflustunga og leir

17. jan­úar síð­ast­lið­inn var fyrsta skóflustungan tekin vegna fram­kvæmda við Lynettehol­men. Sú athöfn var fyrst og fremst tákn­ræn því fyrsti hluti fram­kvæmd­anna, sem hófust nokkrum dögum fyrr, fer fram á sjónum utan við Refs­haleøen. Þetta fyrsta skref er að fjar­lægja leir af hafs­botn­inum á land­fyll­ing­ar­svæð­inu. Og það er ekk­ert smá­ræði, sam­tals um 2,5 millj­ónir kúbik­metra, þetta magn myndi fylla 70 þús­und flutn­ingagáma. Í umræðum á þing­inu kom fram að ætl­unin væri að moka leirnum upp í flutn­inga­skip, sem síðan sigldi með farm­inn suður í Kög­eflóa (Kø­gebugt) og losa hann þar. Bréfið sem áður var get­ið, og þing­menn vissu ekki um þegar rætt var um leir­inn, snérist einmitt um þá ákvörðun að losa hann í Kög­efló­a.

Áhyggjur sænska umhverf­is­ráð­herr­ans

Í mars í fyrra skrif­aði Per Bolund þáver­andi umhverf­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, danska starfs­bróður sínum bréf þar sem hann gagn­rýndi og mót­mælti fyr­ir­ætl­unum um að demba í Kög­efló­ann leirnum sem mokað yrði upp af Lynetteholms­botn­in­um. Þetta bréf lét Lea Wermelin umhverf­is­ráð­herra Dana undir höfuð leggj­ast að nefna á nafn í þing­inu þegar rætt var um leir­inn og los­un­ina. Í bréf­inu lýsti sænski ráð­herr­ann þungum áhyggjum sem los­unin myndi hafa á umhverf­ið. Hann fór fram á að beðið yrði með að losa leir­inn í Kög­efló­ann þangað til nán­ari rann­sóknir á hugs­an­legum afleið­ingum lægju fyr­ir. Það var ekki gert og nú hefur tæp­lega tíunda hluta af leirnum verið los­aður í Kög­efló­ann. Leir­los­un­ina var ætl­unin að vinna í áföng­um, og áætlað var að halda leir­flutn­ingum áfram í haust. En nú er óljóst hvert fram­haldið verð­ur.

Annað bréf frá Sví­þjóð

Í mars sl. barst danska umhverf­is­ráð­herr­anum og sam­göngu­ráð­herr­anum annað bréf frá Sví­þjóð. Það bréf var frá núver­andi umhverf­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Annika Strand­häll. Þar ítrek­aði ráð­herr­ann áhyggjur Svía vegna leirs­ins í Kög­eflóa en nú gerð­ist það að danskir fjöl­miðlar komust í bréfið og í fram­haldi af því varð upp­víst um fyrra bréf­ið, sem eng­inn, utan danska umhverf­is­ráð­herr­ans hafði vitað um. Dönskum þing­mönnum var ekki skemmt þegar þeir komust að því að fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra hefði leynt bréf­inu frá Sví­þjóð. Það er talið til marks um áhyggjur Svía að mjög sjald­gæft er að sænskir ráð­herrar skrifi bréf af þessu tagi og taki jafn sterkt til orða og þarna var gert.

Ráð­herra vill nú skoða aðrar lausnir

Danskir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga fjallað ítar­lega um leir­mál­ið, eins og þeir kalla það. Eftir hróker­ingar í dönsku rík­is­stjórn­inni heyrir Lynettehol­men fram­kvæmdin nú undir sam­göngu­ráðu­neyt­ið. Trine Bram­sen, núver­andi sam­göngu­ráð­herra hefur lýst yfir að hún vilji leita nýrra lausna í leir­mál­inu. Málið er á byrj­un­ar­reit en sér­fræð­ingar sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við telja besta kost­inn þann að grafa leir­inn á öruggum svæðum á landi. Slíkt myndi að mati sér­fræð­ing­anna kosta meira en hefði ekki sömu skað­legu áhrif á umhverf­ið. Trine Bram­sen ráð­herra sagði í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að nú myndi hún ásamt sér­fræð­ingum leggj­ast undir feld og ekk­ert yrði aðhafst í leir­mál­inu fyrr en ákvarð­anir lægju fyr­ir. Ráð­herr­ann sagð­ist ekki geta sagt til um hvenær það gæti orð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar