EPA

Íslenskir gervilistamenn meðal þeirra sem taka yfir lagalista Spotify

Lög þeirra eru spiluð í milljónatali á Spotify. En listamennirnir eru í raun og veru ekki til. Íslenskir gervilistamenn eru í hópi 830 „listamanna“ sænsks útgáfufyrirtækis sem hefur tífaldað hagnað sinn á þremur árum. Framkvæmdastjóri STEFs kallar eftir því að Evrópusambandið rannsaki starfsemi Spotify.

Íslenski lista­mað­ur­inn Ekfat er í hópi rúm­lega 800 lista­manna á Spotify sem Dag­ens Nyheter fjall­aði um í frétta­skýr­ingu nýverið þar sem í ljós kemur að lista­menn­irnir eru í raun og veru ekki til en sænskt útgáfu­fyr­ir­tæki, Firefly Enterta­in­ment, hagn­ast á tón­list í þeirra nafni á Spoti­fy. Fyr­ir­tækið hefur tífaldað tekjur sínar á skömmum tíma og hefur um langa hríð átt í nánum sam­skiptum við starfs­mann í stjórn­enda­teymi Spoti­fy.

Ekfat er einn af íslensku lista­mönn­unum sem eru á skrá hjá Firefly Enterta­in­ment. Hann er sér­lega áhuga­verð­ur, ekki síst vegna upp­runans. Hann er íslenskur og hluti af hinu „goð­sagna­kennda útgáfu­fyr­ir­tæki Smekk­leysa Lo-Fi Rockers“. Ekfat er lista­manns­nafn Guð­mundar Gunn­ars­son­ar, klass­ísks tón­list­ar­manns, en undir lista­manns­nafn­inu gerir hann hroð­virkn­is­legt hip-hop án söngs. Erfitt var að nálg­ast tón­list hans, þar til nýlega, þar sem hann gaf tón­list sína aðeins út á kasettum í litlum upp­lög­um. Allt þetta má lesa um Ekfat á Spoti­fy. Vinsa­ælasta lag hans, „Polar Circle“, er með yfir 3,5 millj­ónir spil­anir og meðal ann­arra vin­sælla laga má nefna „Singa­por­e“, „Geyser“ og „Loki“. Spotify hefur merkt Ekfat sem „við­ur­kenndan tón­list­ar­mann“.

Þau sem eru vel að sér í íslenskri tón­list ættu að sjá aug­ljósu teng­ing­una við þekkt­ustu tón­list­ar­konu Íslands: Björk Guð­munds­dótt­ur. Faðir hennar heitir einmitt Guð­mundur Gunn­ars­son og sjálf hefur Björk gefið út tón­list hjá Smekk­leysu.

Stað­reyndin er sú að Ekfat, auk fjölda ann­arra tón­list­ar­manna sem eru á Spoti­fy, eru ekki til. Það sem er hins vegar til er fyr­ir­tæki sem veltir millj­ónum doll­ara þar sem stjórn­endur þess hafa náin tengsl við fyrr­ver­andi stjórn­anda hjá Spoti­fy.

Blaða­menn Dag­ens Nyheter báru upp­lýs­ingar úr gagna­grunni Spotify saman við upp­lýs­ingar frá sam­tökum höf­unda og rétt­hafa um höf­unda­rétt á sviði tón­listar sem varpað hafa ljósi á hund­ruð gervi­lista­manna líkt og Ekfat.

830 lista­menn má rekja til sænska útgáfu­fé­lags­ins Firefly Enterta­in­ment, sem er skráð með aðsetur ann­ars vegar í Karl­stad í Sví­þjóð og hins vegar í Singa­pore. Einn af stofn­endum Firefly Enterta­in­ment starf­aði áður sem einn af æðstu stjórn­endum Spoti­fy.

Gervi­lista­menn­irnir eiga fleira sam­eig­in­legt en að vera á skrá hjá sama útgáfu­fyr­ir­tæk­inu. Margir virð­ast hafa gíf­ur­legri vel­gengni að fagna, þrátt fyrir að vera lítið sem ekk­ert þekkt­ir. Spil­anir laga sumra hlaupa á millj­ón­um.

Um 500 gervi­lista­mann­anna má rekja til 20 skráðra höf­unda hjá sam­tökum höf­unda og rétt­hafa um höf­unda­rétt á sviði tón­listar í Sví­þjóð, STIM. Sumir þeirra eru vel þekktir tón­list­ar­menn en aðrir er alveg óþekktir innan sænsku tón­list­ar­sen­unn­ar. Sem dæmi má nefna að á bak við lög Ekfat eru þrír óþekktir sænskir höf­und­ar, sem tengja má við 89 gervi­lista­menn til við­bótar sem eru á skrá hjá Firefly Enterta­in­ment.

Þá er maður sem búsettur er í Karl­stad í Sví­þjóð skráður höf­undur að minnsta kosti 62 gervi­lista­manna sem gefa honum 7,7 millj­ónir spil­ana mán­að­ar­lega. Til að setja það í stærra sam­hengi má nefna að Robyn, ein skærasta popp­stjarna Sví­þjóðar sem er vel þekkt á heims­vísu, er með um 3,4 millj­ónir hlust­enda á mán­uði.

Erf­ið­lega gekk að ná sam­bandi við höf­undana og þeir örfáu sem svör­uðu blaða­mönnum Dag­ens Nyheter vildu lítið tjá sig um störf sín fyrir Firefly Enterta­in­ment. Einn þeirra, sem kaus að koma ekki fram undir nafni, sagð­ist hafa samið tón­list fyrir útgáfu­fyr­ir­tækið en sagð­ist ekki vita í hvaða til­gangi tón­listin var not­uð. Yfir þrjá­tíu laga hans hafa verið gefin út í nafni gervi­lista­manna en hann sagð­ist ekki vita af því. „Nei, það hringir engum bjöll­u­m.“

Snýst allt um að kom­ast á laga­lista Spotify

Rík ástæða er fyrir vel­gengni gervi­lista­mann­anna. Þeim hefur tek­ist að fá pláss á laga­listum sem Spotify setur sam­an.

Á hverjum degi er um 60 þús­und lögum hlaðið upp á Spoti­fy. Ef lagið fær pláss á lista sem Spotify setur saman og leggur til við áskrif­endur að leggja við hlustir eru lík­urnar meiri en minni að lagið kom­ist á flug.

Lög á vegum Firefly Enterta­in­ment hefur gengið lygi­lega vel að kom­ast á lista sem þessa. Af 830 gervi­lista­mönn­unum eru að minnsta kosti 495 þeirra á laga­listum með lögum án söngs. Á lista sem ber tit­il­inn „In­tense stu­dy­ing“, sem er vænt­an­lega hugs­aður fyrir þau sem vilja fyrsta flokks ein­beit­ingu, má finna 26 lög gervi­lista­manna á vegum Firefly Enterta­in­ment. Alls eru um 200 lög á list­anum og fylgj­endur hans eru 2,3 millj­ón­ir.

Íslenski gervilistamaðurinn Ekfat er með um 30 þúsund mánaðarlega hlustendur og vinsælasta lagi hans hefur verið spilað yfir 3,5 milljón sinnum. En Ekfat er í raun og veru ekki til.
Skjáskot: Spotify

Tekjur Firefly Enterta­in­ment hafa vaxið gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins nam 65 millj­ónum sænskra króna árið 2020, eða sem nemur 893 millj­ónum íslenskra króna, og tífald­að­ist hagn­að­ur­inn á þremur árum. Sama ár greiddi fyr­ir­tækið yfir 15 millj­ónir sænskra króna í arð, eða rúmar 205 millj­ónir íslenskra króna. Í árs­skýrslu útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins frá 2019 segir að auk­inn hagnað megi „fyrst og fremst rekja til streym­isveitna“.

Í umfjöllun Dag­ens Nyheter er rætt við tón­list­ar­mann sem bauð­st, í gegnum milli­l­ið, að gera tón­list undir fölsku nafni sem gefin yrði úr af Firefly Enterta­in­ment. Til­boðið var kynnt sem „auð­veld leið til að græða pen­inga hratt“, tón­listin má vera hrað­unnin með til­búnum töktum og auð­veldum hljóm­um. Tón­list­ar­mann­inum var einnig sagt að góðar líkur væru á að tón­listin myndi enda á vin­sælum laga­listum Spotify vegna sér­stakra tengsla útgáfu­fyr­ir­tæk­is­ins við Spoti­fy, án þess að gefa meira upp um þau tengsl.

Fyrr­ver­andi stjórn­andi hjá Spotify greiðir leið­ina

Tengilið­ur­inn er Nick Holm­stén, stofn­andi tón­list­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tunigo sem gaf meðal annar út sam­nefnt smá­forrit. Spotify keypti Tunigo árið 2013 og Holm­stén varð síðar hluti af yfir­stjórn Spoti­fy.

Við rann­sókn blaða­manna Dag­ens Nyheter á Firefly Enterta­in­ment kom í ljós að Holm­stén er náinn vinur eins stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Þeir eru báðir frá Karl­stad og sjá má fjölda mynda af þeim saman á sam­fé­lags­miðl­um, hvort sem það er í gleð­skap eða fjöl­skyldumat­ar­boð­um.

Holm­stén lét af störfum hjá Spotify síð­ari hluta árs 2019. Í dag er hann í stjórn afþrey­ing­ar- og tón­list­ar­fyr­ir­tækis í New York þar sem Firefly Enterta­in­ment er hlut­hafi.

Stjórn­endur Firefly Enterta­in­ment höfn­uðu við­tali þegar blaða­menn Dag­ens Nyheter leit­uðu eftir því. Í skrif­legu svari fyr­ir­tæk­is­ins segir að það „hafi gert sam­komu­lag við Spotify á sama hátt og þús­und önnur fyr­ir­tæki“. Fyr­ir­tækið neitar einnig öllum tengslum við Holm­stén sem gætu haft áhrif á störf þess.

Holm­stén sjálfur neit­aði að veita við­tal. Það gerði Daniel Ek, stofn­andi Spoti­fy, og aðrir stjórn­endur einnig.

Umræða um gervi­lista­menn á Spotify er ekki ný af nál­inni. The Verge fjall­aði um gervi­lista­menn­ina í umfangs­mik­illi frétta­skýr­ingu árið 2017 þar sem kom meðal ann­ars fram að Spotify réði fyr­ir­tæki til að fram­leiða tón­list ein­göngu fyrir ákveðna laga­lista.

Tals­maður Spotify segir í skrif­legu svari til Dag­ens Nyheter vegna umfjöll­un­ar­innar sem birt­ist nýlega að varð­andi laga­listana sé það stefna Spotify að velja það sem höfðar til hlust­enda hvers laga­lista. „Tón­list­ar­rit­stjórar okkar eru sér­fræð­ingar á mis­mun­andi menn­ing­ar­sviðum og tón­list­ar­stefnum og líta til margra þátta svo sem gagna, tísku­strauma og stefna, við sam­setn­ingu laga­list­anna“.

Mörgum spurn­ingum er hins vegar enn ósvar­að. Hvernig geta gervi­lista­menn verið merktir sem við­ur­kenndir af Spotify og hafa tengsl Nick Holm­stén við Spotify haft áhrif á aðgang Firefly að laga­listum Spoti­fy?

„Al­gjör­lega sið­laust“

Íslenskir gervi­lista­menn á Spotify eru sömu­leiðis ekk­ert nýnæmi. Guð­rún Björk Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri STEF, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þeirra hafi verið fyrst vart fyrir nokkrum árum.

Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF. Mynd: Aðsend

„Þetta var fyndið í fyrstu þegar eitt og eitt nafn dúkk­aði upp,“ segir hún. Lista­menn­irnir vöktu strax athygli vegna nafna sinna og lög þeirra, sem flest báru íslensk örnefni, þóttu einnig ein­kenni­leg. Fljót­lega hafi þó komið í ljós að málið er öllu alvar­legra.

Lagaum­gjörðin um notkun gervi­lista­manna er óljós en Guð­rún Björk segir að hægt sé að færa rök fyrir því að Spotify sé að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína með því að láta til­vist gervi­lista­mann­anna við­gang­ast. „Þetta er algjör­lega sið­laust.“

„Við höfum ekki beint okkur beint gegn Spotify enn sem komið er en STEF vakti athygli á mál­inu á nor­rænum fundi höf­unda­rétta­sam­taka í nóv­em­ber þar sem það vakti mikla athygl­i,“ segir Guð­rún Björk.

Stjórn­ar­svið sam­keppn­is­mála hjá ESB rann­saki starfs­hætti Spotify

Ísland semur við Spotify ásamt öðrum Norð­ur­löndum til nokk­urra ára í senn og segir Guð­rún Björk að notkun Spotify á íslenskum gervi­lista­mönnum verði tekin upp í næstu samn­inga­lotu, jafn­vel fyrr. Þá kemur einnig til greina að leita til stjórn­ar­sviðs sam­keppn­is­mála hjá fram­kvæmd­ar­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins sem geti hafið frum­kvæð­is­at­hugun á starf­semi Spoti­fy. Að hennar mati varpar afhjúpun Dag­ens Nyheter aðeins ljósi á brota­brot af þeim gervi­lista­mönnum sem finna má á Spoti­fy.

„Spotify hefur getað svarið þetta af sér hingað til en von­andi verður umræðan í kjöl­far umfjöll­unar Dag­ens Nyheter til þess að eitt­hvað fari að ger­ast,“ segir Guð­rún Björk.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar