Lífeyrissjóðir hafa ekki lánað meira í íbúðalán frá því fyrir faraldur

Kerfislega mikilvægu bankarnir þrír lánuðu minna í ný útlán í janúar en þeir höfðu gert frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Lífeyrissjóðirnir lánuðu að sama skapi meira en þeir höfðu gert á sama tímabili.

Útlánum til íbúðakaupa hefur verið skóflað út á faraldurstímum.
Útlánum til íbúðakaupa hefur verið skóflað út á faraldurstímum.
Auglýsing

Ný útlán líf­eyr­is­­sjóða til íbúð­­ar­­kaupa, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, í jan­úar námu 1,9 millj­arði króna. Það er hæsta fjár­hæð sem þeir hafa lánað innan eins mán­aðar til íbúð­ar­kaupa síðan í mars 2020, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall af fullum krafti á Ísland. 

Við­snún­ingur hefur verið á útlánum líf­eyr­is­sjóð­anna til sjóðs­fé­laga sinna vegna íbúð­ar­kaupa frá því seint á síð­asta ári. Frá júní­mán­uði árið 2020 og út októ­ber í fyrra, alls í 16 mán­uði, þá voru upp- eða umfram­greiðslur lána sjóð­anna meiri en ný útlán. Alls voru greidd upp lán fyrir 66,7 millj­arða króna umfram ný lán á tíma­bil­inu. Frá byrjun nóv­em­ber og út jan­ú­ar­mánuð lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir hins vegar 5,1 millj­arð króna meira en upp- og umfram­greiðsl­ur. Þar mun­aði mestu um auk­inn áhuga lán­tak­enda á óverð­tryggðum lán­um, en þeir tóku 10,5 millj­arða króna af nýjum slíkum lánum á tíma­bil­inu á meðan að verð­tryggð lán voru greidd upp fyrir 5,4 millj­arða króna. 

Ástæðan liggur í stór­auk­inni verð­bólgu, sem mælist nú 6,2 pró­sent, en hún gerir verð­tryggð lán veru­lega óhag­stæð sem stend­ur. 

Bank­arnir sóp­uðu til sín mark­aðnum

Bank­arnir tóku yfir íslenska íbúð­ar­lána­mark­að­inn eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Það sem gerði þeim það kleift voru aðgerðir Seðla­banka Íslands, sem lækk­aði stýri­vexti niður í 0,75 pró­sent og afnam tíma­bundið hinn svo­kall­aða sveiflu­jöfn­un­ar­auka, og rík­is­stjórn Íslands, sem lækk­aði banka­skatt þannig að tekjur rík­is­sjóðs af honum rýrn­uðu um sex millj­arða króna á ári. 

Frá mars 2020 og fram í jan­úar síð­ast­lið­inn juk­ust hrein ný útlán Lands­­bank­ans, Íslands­­­banka og Arion banka, með veði í íbúð, um 610 millj­­arða króna. Mark­aðs­hlut­­deild bank­anna í öllum útistand­andi lánum til íbúð­­ar­­kaupa hefur vaxið úr 55 í meira en 70 pró­­sent.

Þessi miklu útlána­vöxtur mynd­aði grunn­inn að gríð­ar­legum hagn­aði bank­anna þriggja í fyrra, sem sam­tals var 81,2 millj­arðar króna. Hann hafði líka mikil ruðn­ings­á­hrif á hús­næð­is­verð sem hefur hækkað um tugi pró­senta á skömmum tíma.

Auglýsing
Kerfislega mik­il­vægu bank­arnir þrír lán­uðu minna í íbúða­lán umfram upp- og umfram­greiðslur í jan­úar 2022 en þeir höfðu gert frá því fyrir far­ald­ur. Ný útlán voru samt sem áður 13,3 millj­arðar króna þannig að þeir eru enn að bæta við mark­aðs­hlut­deild sína. Til sam­an­burðar voru þeir að lána á fimmta tug millj­arða króna á mán­uði í ný útlán að frá­dregnum upp- og umfram­greiðslum þegar best lét á kór­ónu­veiru­tíma­bil­inu.

Bjóða nú upp á miklu lægri vexti sem hækka hægar

Frá mars 2020 og út októ­ber í fyrra dróg­ust útlán líf­eyr­is­sjóð­anna til  íbúð­­ar­­kaupa, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, saman um 64 millj­­arða króna og mark­aðs­hlut­­deild þeirra skrapp skarpt sam­­an. 

Frá þeim tíma hefur orðið umtals­verður við­snún­ing­ur. Þar skiptir senni­lega mestu að Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­­sjóður lands­ins, ákvað í haust að stofna nýjan lána­­­flokk sjóðs­­­fé­laga­lána og lánar nú óverð­­­tryggð lán til íbúð­­­ar­­­kaupa með breyt­i­­­legum vöxt­­­um. 

Um er að ræða þá teg­und lána sem notið hefur mestra vin­­­sælda hjá íslenskum hús­næð­is­­­kaup­endum síð­­­ast­liðin ár. Vext­irnir eru nú mun betri en þeir bestu sem bank­­arnir bjóða upp á og þeir hækka ekki jafn skarpt og hjá bönk­un­um, sem elta hverja til­kynnta stýri­vaxta­hækk­un. Frá því að nýi lána­flokk­ur­inn var til­kynntur í októ­ber í fyrra hafa vextir ein­ungis verið hækk­aðir einu sinni, og sú hækkun tók gildi í febr­úar 2022. Sem stendur eru vextir á breyti­legum óverð­tryggðum vöxtum hjá Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna 4,13 pró­sent á grunn­láni á meðan að þeir eru 4,7 pró­sent hjá Lands­bank­an­um, sem hefur verið allra banka stór­tæk­astur á íbúða­lána­mark­aði und­an­farin tvö ár.

Líf­eyr­is­­sjóð­irnir njóta þess fram yfir banka að bera engan kostnað vegna fjár­­­mögn­un­­ar. Bankar þurfa að fá lán­aða pen­inga, annað hvort hjá við­­skipta­vinum sínum í formi inn­­lána eða frá fjár­­­festum með skulda­bréfa­út­gáfu, og greiða vexti af því fé. Líf­eyr­is­­sjóðir eru áskrif­endur að fé almenn­ings sem flæðir inn í hirslur þeirra um hver ára­­mót án vaxta, þótt krafa sé gerð um að þeir ávaxti það fé. Það gefur sjóð­unum tæki­­færi á að bjóða upp á betri við­­skipta­­kjör.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar