Erlendir aðilar seldu í Arion banka fyrir 55 milljarða en keyptu í Íslandsbanka fyrir tíu

Hrein nýfjárfesting erlendra aðila var neikvæð um alls 117 milljarða króna á árunum 2020 og 2021. Fjárfestar sem höfðu veðjað á ágóða í eftirköstum hrunsins seldu eignir og fóru í kjölfar þess að höftum var aflétt. Lítið kom inn í staðinn.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Auglýsing

Hrein nýfjár­fest­ing erlendra aðila á Íslandi var nei­kvæð um 60 millj­arða króna í fyrra. Ástæða þess var aðal­lega sala þeirra á inn­lendum hluta­bréf­um, sér­stak­lega í Arion banka en erlendir fjár­fest­inga- og vog­un­ar­sjóðir sem áttu hlut í honum seldu fyrir 55 millj­arða króna á árinu 2021. 

Þetta kemur fram í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem var birt fyrir helgi.

Að sama skapi keyptu erlendir sjóðir í Íslands­banka fyrir um tíu millj­arða króna nettó á síð­asta ári, en bank­inn var skráður á markað í fyrra­sumar og tveir erlendir sjóð­ir, Capi­tal World Investors og RWC Asset Mana­gement LLP, voru á meðal þeirra sem skuld­bundu sig til að kaupa hlut í aðdrag­anda útboðs. Sá síð­ar­nefndi hefur þegar selt hluta af því sem hann keypt­i. 

Nei­kvæða útflæðið var nær allt á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins  þegar stærstu erlendu eig­endur Arion banka, aðal­­­lega vog­un­­ar­­sjóð­anna Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement, seldu um þriðj­ungs­hlut sinn í bank­anum á örfáum vikum fyrir um 60 millj­arða króna og fluttu þá fjár­muni úr land­i. 

Auglýsing
Hrein nýfjár­fest­ing var nei­kvæð um 57 millj­arða króna árið 2020, aðal­lega vegna þess að á seinni hluta þess árs seldi skulda­bréfa­sjóð­ur­inn Blue Bay Asset Mana­gement rík­­is­skulda­bréf sem hann átti fyrir háar fjár­hæð­ir. Sjóð­­ur­inn átti í upp­­hafi árs 2020 um helm­ing allra rík­­is­bréfa í eigu erlendra aðila og los­aði um alla stöð­una á því árin­u.  Sam­an­lagt skil­aði þessi staða því að hrein nýfjár­­­fest­ing á Íslandi var nei­­kvæð um 57 millj­­arða króna alls í fyrra. 

Því hafa sam­tals 117 fleiri millj­arðar króna í eigu erlendra fjár­festa yfir­gefið landið á árunum 2020 og 2021 en hafa komið inn. 

Yfir­gefa líf­legan hluta­bréfa­markað

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að umtals­verð verð­bréfa­sala erlendra aðila síð­ast­liðin tvö ár hafi dregið veru­lega úr heild­ar­stöðu þeirra og þar með áhættu af fjár­magns­út­streymi á kom­andi miss­er­um. „Síð­ustu mán­uði hafa erlendir aðilar fyrst og fremst átt í við­skiptum með íslensk hluta­bréf í MSCI FM 100-­vísi­töl­unni. Fær­ist íslensk verð­bréf úr flokki vaxt­ar­mark­aða í flokk nýmark­aðs­ríkja gæti það ýtt undir frekara fjár­magns­flæði erlendra aðila.“

Þetta ger­ist á sama tíma og íslenski hluta­bréfa­­mark­að­­ur­inn hefur verið afar líf­­leg­­ur. Frá því að úrvals­­vísi­tala Kaup­hall­­ar­innar náði lág­­gildi í mars í fyrra hefur hún hækkað um 96 pró­­sent.

Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið líflegur síðustu tvö ár. Tvö stór fyrirtæki skráðu sig á aðalmarkað, Íslandsbanki og Síldarvinnslan. Mynd: Nasdaq Iceland

Það félag sem hefur leitt hækk­­un­ina á árinu 2021 er Arion banka, félagið sem erlendu fjár­­­fest­­arnir hafa verið að selja sig hratt niður í. Bank­inn hefur hækkað um 246 pró­sent frá því í mars og virði hluta­bréfa hans tvö­fald­að­ist á síð­asta ári. Þess utan hefur hann skilað miklum hagn­aði, sem hefur leitt af sé að bank­inn er að skila tugum millj­arða króna til hlut­hafa sinna.

Vegna frammi­stöðu síð­asta árs greiddi Arion banki alls 22,5 millj­­­arða króna í arð og boð­aði enn frek­ari end­ur­kaup á eigin bréf­um. Sam­an­lagt mun Arion banki vera búinn að greiða hlut­höfum sínum 86,6 millj­­örðum króna út úr rekstr­inum með arð­greiðslum og end­­ur­­kaupum frá byrjun árs 2021 miðað við fyr­ir­liggj­andi áætl­an­ir. Samt létu erlendir fjár­fest­ar, sem héldu á þriðj­ungs­hlut, sig hverfa. 

Vaxta­munur að aukast

Í riti Seðla­bank­ans segir einnig að vaxta­munur við útlönd hefur auk­ist síð­ustu miss­erin en verði áfram­hald á þeirri þróun gæti það ýtt undir fjár­magnsinn­flæði til lands­ins. Þar er vísað til þess að svokölluð vaxta­muna­við­skipti gætu haf­ist að nýju, en þau voru stór orsaka­valdur fyrir þeirri stöðu sem kom upp á Íslandi fyrir banka­hrun.

Auglýsing
Eftir að ákveðið var að fleyta krón­unni í mars 2001 átt­uðu erlendir spá­kaup­menn sig á að það gæti borgað sig að taka  lán í myntum þar sem vextir voru lágir og kaupa síð­­­an ­ís­­­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­­­leg­um ­sam­an­­­burði. Því gátu fjár­­­­­fest­­­arnir hagn­­­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­­­töku sinn­­­ar. Og ef þeir voru að gera við­­­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­­­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­­­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­­­flokka var end­­­ur­lánað til við­­­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­­­aði umfang þeirra gríð­­­ar­­­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­­­­­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­­­­­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­­­arða króna.

Höftin héldu pen­ingum inn, þegar þau voru losuð flæddu þeir út

Á Íslandi voru sett fjár­­­magns­höft í nóv­­em­ber 2008 til að koma í veg fyrir að umfangs­­miklar krón­u­­eign­ir, meðal ann­­ars í eigu kröf­u­hafa fall­inna banka, væri ekki skipt yfir í aðra gjald­miðla með til­­heyr­andi áhrifum á íslensku krón­una. Höftin voru svo losuð að mestu í mars 2017, en ekki að öllu leyti. Enn var til staðar svokölluð bind­i­­skylda. Sam­­­kvæmt henni var erlendum fjár­­­­­festum gert að festa fimmt­ung af fjár­­­­­magni sínu hér til lengri tíma, en með því varð Ísland að óálit­­­legri kosti fyrir fjár­­­­­fest­ingar erlendis frá. Bind­i­­skyldan var svo afnumin í mars 2019.

Bindi­skyldan kom í veg fyrir að þeir erlendu aðilar sem áttu fjár­­­fest­ingar hér­­­lend­is, til dæmis í rík­­is­skulda­bréfum eða hluta­bréfum skráðra félaga, seldu þær eignir og færu. Þar var að upp­i­­­stöðu um að ræða fjár­­­festa sem áttu eignir með rætur í banka­hrun­inu. Um var að ræða til dæmis aflandskrón­u­eig­endur eða erlendu sjóð­ina sem áttu kröfur á Kaup­­þing og breyttu þeim í hlutafé í Arion banka. 

Inn­­­byggður hvati var til að halda fjár­­­fest­ing­unum hér­­­lendis á meðan að bind­i­­skyldan var við lýði. Fyrstu tvo mán­uð­ina eftir að hún var afnumin virt­ist sem að þessi breytta staða myndi stuðla að jákvæðri þróun fyrir íslenskt hag­­kerfi. Hrein nýfjár­­­fest­ing erlendra aðila hér­­­lendis var jákvæð um 25 millj­­arða króna. Á öllu árinu 2019 var hún jákvæð um 30 millj­­arða króna.

Síðan þá hefur staðan gjör­breyst, líkt og rakið er hér að ofan. Fjár­magns­flótti erlendra fjár­festa sem höfðu fjár­fest í eft­ir­köstum íslenska banka­hruns­ins brast á og lítið hefur flætt inn í stað­inn. Fyrir vikið er hrein nýfjár­fest­ing erlendra aðila hér á landi nei­kvæð um 117 millj­arða króna á tveimur árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar