Mynd: EPA/samsett ukrainustrid_efnahagsafleidingar.png
Mynd: EPA/samsett

Hvaða áhrif hefur stríðið á íslenska hagkerfið?

Hærra verð, minni kaupmáttur og minni tekjur úr ferðaþjónustu, en stóriðjan gæti hagnast. Kjarninn tók saman nokkrar hugsanlegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu á íslenskt efnahagslíf og ástæður þeirra.

Inn­rás Rússa í Úkra­ínu mun hafa slæm áhrif á efna­hags­lífið hér­lendis og auka óviss­una um þróun hag­kerf­is­ins til fram­tíð­ar. Frá þessu greindi Seðla­bank­inn í nýjasta rit­inu sínu, Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem var gefið út á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku.

Lít­ill hluti þess­ara áhrifa verður þó vegna við­skipta­tengsla Íslands við Úkra­ínu eða Rúss­land, enda eru þau tak­mörk­uð. Áhrifin verða fyrst og fremst óbein, en gætu þó verið veru­leg í flest­öllum öngum hag­kerf­is­ins. Hér fyrir neðan má sjá hugs­an­legar afleið­ingar stríðs­ins á nokkra þeirra.

Inn­fluttar vörur verða dýr­ari

Bæði Rúss­land og Úkra­ína eru mik­il­vægir hrá­efn­is­fram­leið­end­ur. Líkt og myndin hér að neðan sýnir komu 24 pró­sent af öllum hveiti­út­flutn­ingi frá lönd­unum tveimur árið 2020, auk þess sem þau áttu tólf pró­senta hlut­deild í öllum útflutn­ingi á nikk­el, tíu pró­sent af útflutn­ingi olíu og þrjú pró­sent af öllum álút­flutn­ingi.

Stór hluti af hrávörum heimsins kemur annað hvort frá Rússlandi eða Úkraínu. Heimild: Trademap.org
Mynd: Kjarninn

Þessar hækk­anir hafa svo að miklu leyti gengið til baka á síð­ustu dög­um, en sam­kvæmt frétt New York Times má rekja þær lækk­anir til þess að fjár­festar búast nú við minni eft­ir­spurn frá Kína. Þó eru sér­fræð­ingar sam­mála um að mikil óvissa ríki enn um hrá­vöru­verð, það geti enn hækkað veru­lega vegna stríðs­ins.

Hér á landi má því búast við því að inn­fluttar mat­vörur og olía verða dýr­ari, en báðar vöru­teg­undir er veru­lega stór hluti af neyslu lands­manna. Með miklum olíu­verðs­hækk­unum munu aðrar inn­fluttar vörur svo einnig hækka í verði, þar sem þær koma flestar til lands­ins á skipum eða flug­vélum sem ganga fyrir olíu. Sömu­leiðis gætu vörur sem inni­halda nikk­el, líkt og raf­bíl­ar, hækkað tölu­vert í verði.

Færri túristar en stór­iðjan gæti grætt

Ferða­þjón­ustu­geir­inn er einnig við­kvæmur fyrir hækk­unum á olíu­verði, þar sem þær munu leiða til dýr­ari flug­miða. Með því verður kostn­að­ar­sam­ara að koma til lands­ins og mætti því búast við að fleiri slái Íslands­för sinni á frest.

Einnig er lík­legt að ferða­menn vilji síður ferð­ast á milli landa á meðan stríð geisar í álf­unni. Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um gera evr­ópsk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki ráð fyrir færri banda­rískum ferða­mönnum vegna stríðs­ins, en veru­lega dró úr bók­unum þeirra í flestum löndum Evr­ópu eftir að stríðið byrj­aði. Því mætti búast við hæg­ari við­spyrnu ferða­þjón­ust­unnar og mögu­lega veik­ara gengi krón­unn­ar, haldi stríðið áfram í langan tíma.

Áhrifin gætu hins vegar verið þver­öfug fyrir stór­iðj­una, sem myndi græða á hærra hrá­vöru­verði og veik­ari krónu. Hið opin­bera myndi einnig græða á hærra heims­mark­aðs­verði á áli, þar sem slík verð­hækkun leiðir til þess að álverin þurfa að greiða hærra verð fyrir ork­una sína. Álverðs­hækkun síð­asta árs var meg­in­á­stæða þess að Lands­virkjun skil­aði 19 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og hyggst greiða rík­is­sjóð 15 millj­arða króna í arð­greiðslu í ár vegna þess.

Meiri verð­bólga, minni kaup­máttur og meira atvinnu­leysi

Þar sem hrá­vöru­verðs­hækk­an­ir, og þá sér í lagi olíu­verðs­hækk­an­ir, munu hafa áhrif á verð flestra inn­fluttra neyslu­vara má búast við auknum verð­bólgu­þrýst­ingi vegna stríðs­ins. Slíkur þrýst­ingur hefur nei­kvæð áhrif á kaup­mátt fólks, þar sem minna fæst upp úr vesk­inu ef ráð­stöf­un­ar­tekjur hald­ast óbreytt­ar.

Sam­kvæmt Gylfa Zoega, sem er hag­fræði­pró­fessor í HÍ og situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, væri var­huga­vert að hækka laun í sam­ræmi við verð­hækk­anir á inn­fluttum vörum, þar sem slíkt myndi aðeins leiða til víxl­hækk­unar launa og verð­lags. Ger­ist það eykst verð­bólgan enn meira, sem leiðir líka til minni kaup­máttar almenn­ings.

Sömu­leiðis gæti atvinnu­leysi auk­ist hér­lendis vegna stríðs­ins. Fyr­ir­tæki gætu orðið fyrir tekju­missi og þurft að segja upp starfs­fólk ef eft­ir­spurn eftir vöru og þjón­ustu dregst mikið saman vegna minni kaup­máttar almenn­ings. Einnig gæti störfum í ferða­þjón­ust­unni fækkað ef ferða­vilji minnkar um allan heim.

Hús­næði gæti orðið enn dýr­ara

Þar sem inn­fluttar vörur gætu hækkað í verði vegna stríðs­ins er lík­legt að hús­næð­is­verð hækki vegna auk­ins bygg­ing­ar­kostn­að­ar. Hér gætu einnig bein áhrif vegið þungt, en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá nýlega eru um 90 pró­sent alls steypu­styrkt­ar­járns sem flutt er inn fyrir Íslands­markað frá Hvíta-Rúss­landi, sem hefur tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum Rússa.

Sig­urður Brynjar Páls­son, for­stjóri Byko, segir einnig í við­tali við blaðið að 40 pró­sent af öllu timbri sem fyr­ir­tækið flytji inn komi frá Rúss­landi.

Með meiri bygg­ing­ar­kostn­aði mætti búast við að nýbygg­ingar sem koma inn á mark­að­inn verði dýr­ari. Einnig gæti hvat­inn til hús­næð­is­upp­bygg­ingar dreg­ist sam­an, þar sem verk­takar þurfa að leggja út meiri pen­ing til að byggja hús. Hvort tveggja mun þrýsta upp hús­næð­is­verð, sem hefur nú þegar hækkað hratt vegna mik­ils eft­ir­spurn­ar­þrýst­ings og lít­ils fram­boðs af eignum á sölu.

Hins vegar gæti verið að eft­ir­spurnin eftir hús­næð­is­kaupum muni drag­ast saman á næst­unni, þar sem kaup­máttur mun minnka vegna verð­bólgu á inn­fluttum vör­um. Slíkt gæti dempað þær verð­hækk­anir sem yrðu á hús­næð­is­mark­aðnum vegna meiri bygg­ing­ar­kostn­að­ar.

Fleiri netárásir og hærra skulda­bréfa­á­lag

Sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans gæti stríðið einnig haft nei­kvæð áhrif, bæði bein og óbein, á fjár­mála­kerf­ið. Bein áhrif væru að öllum lík­indum fleiri netárásir og hærri fjár­magns­kostn­aður á erlendum mörk­uð­um.

Bank­inn segir að fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi gætu þurft að efla við­búnað sinn gegn netárásum, en þeim hafi fjölgað eftir að inn­rásin í Úkra­ínu hófst. Einnig hefur vaxta­á­lag á erlendar skulda­bréfa­út­gáfur bank­anna aukist, vegna auk­innar óvissu á fjár­mála­mörk­uð­um. Ef ástandið varir lengi gæti hærri fjár­mögn­un­ar­kostn­aður haft áhrif á vaxta­kjör bank­anna á lán­veit­ingum í erlendum gjald­miðl­um.

Óbeinu áhrifin væru svo tengd hugs­an­legum sam­drætti í efna­hags­kerf­inu hér, en með því gæti virði útlána­safns bank­anna rýrnað nokk­uð, auk þess sem van­skil gætu auk­ist. Þó segir Seðla­bank­inn að við­náms­þróttur bank­anna sé mik­ill þessa stund­ina, svo kerf­is­leg áhætta fyrir fjár­mála­kerfið er tak­mörk­uð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar