Mynd: EPA/samsett ukrainustrid_efnahagsafleidingar.png
Mynd: EPA/samsett

Hvaða áhrif hefur stríðið á íslenska hagkerfið?

Hærra verð, minni kaupmáttur og minni tekjur úr ferðaþjónustu, en stóriðjan gæti hagnast. Kjarninn tók saman nokkrar hugsanlegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu á íslenskt efnahagslíf og ástæður þeirra.

Inn­rás Rússa í Úkra­ínu mun hafa slæm áhrif á efna­hags­lífið hér­lendis og auka óviss­una um þróun hag­kerf­is­ins til fram­tíð­ar. Frá þessu greindi Seðla­bank­inn í nýjasta rit­inu sínu, Fjár­mála­stöð­ug­leika, sem var gefið út á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku.

Lít­ill hluti þess­ara áhrifa verður þó vegna við­skipta­tengsla Íslands við Úkra­ínu eða Rúss­land, enda eru þau tak­mörk­uð. Áhrifin verða fyrst og fremst óbein, en gætu þó verið veru­leg í flest­öllum öngum hag­kerf­is­ins. Hér fyrir neðan má sjá hugs­an­legar afleið­ingar stríðs­ins á nokkra þeirra.

Inn­fluttar vörur verða dýr­ari

Bæði Rúss­land og Úkra­ína eru mik­il­vægir hrá­efn­is­fram­leið­end­ur. Líkt og myndin hér að neðan sýnir komu 24 pró­sent af öllum hveiti­út­flutn­ingi frá lönd­unum tveimur árið 2020, auk þess sem þau áttu tólf pró­senta hlut­deild í öllum útflutn­ingi á nikk­el, tíu pró­sent af útflutn­ingi olíu og þrjú pró­sent af öllum álút­flutn­ingi.

Stór hluti af hrávörum heimsins kemur annað hvort frá Rússlandi eða Úkraínu. Heimild: Trademap.org
Mynd: Kjarninn

Þessar hækk­anir hafa svo að miklu leyti gengið til baka á síð­ustu dög­um, en sam­kvæmt frétt New York Times má rekja þær lækk­anir til þess að fjár­festar búast nú við minni eft­ir­spurn frá Kína. Þó eru sér­fræð­ingar sam­mála um að mikil óvissa ríki enn um hrá­vöru­verð, það geti enn hækkað veru­lega vegna stríðs­ins.

Hér á landi má því búast við því að inn­fluttar mat­vörur og olía verða dýr­ari, en báðar vöru­teg­undir er veru­lega stór hluti af neyslu lands­manna. Með miklum olíu­verðs­hækk­unum munu aðrar inn­fluttar vörur svo einnig hækka í verði, þar sem þær koma flestar til lands­ins á skipum eða flug­vélum sem ganga fyrir olíu. Sömu­leiðis gætu vörur sem inni­halda nikk­el, líkt og raf­bíl­ar, hækkað tölu­vert í verði.

Færri túristar en stór­iðjan gæti grætt

Ferða­þjón­ustu­geir­inn er einnig við­kvæmur fyrir hækk­unum á olíu­verði, þar sem þær munu leiða til dýr­ari flug­miða. Með því verður kostn­að­ar­sam­ara að koma til lands­ins og mætti því búast við að fleiri slái Íslands­för sinni á frest.

Einnig er lík­legt að ferða­menn vilji síður ferð­ast á milli landa á meðan stríð geisar í álf­unni. Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um gera evr­ópsk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki ráð fyrir færri banda­rískum ferða­mönnum vegna stríðs­ins, en veru­lega dró úr bók­unum þeirra í flestum löndum Evr­ópu eftir að stríðið byrj­aði. Því mætti búast við hæg­ari við­spyrnu ferða­þjón­ust­unnar og mögu­lega veik­ara gengi krón­unn­ar, haldi stríðið áfram í langan tíma.

Áhrifin gætu hins vegar verið þver­öfug fyrir stór­iðj­una, sem myndi græða á hærra hrá­vöru­verði og veik­ari krónu. Hið opin­bera myndi einnig græða á hærra heims­mark­aðs­verði á áli, þar sem slík verð­hækkun leiðir til þess að álverin þurfa að greiða hærra verð fyrir ork­una sína. Álverðs­hækkun síð­asta árs var meg­in­á­stæða þess að Lands­virkjun skil­aði 19 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og hyggst greiða rík­is­sjóð 15 millj­arða króna í arð­greiðslu í ár vegna þess.

Meiri verð­bólga, minni kaup­máttur og meira atvinnu­leysi

Þar sem hrá­vöru­verðs­hækk­an­ir, og þá sér í lagi olíu­verðs­hækk­an­ir, munu hafa áhrif á verð flestra inn­fluttra neyslu­vara má búast við auknum verð­bólgu­þrýst­ingi vegna stríðs­ins. Slíkur þrýst­ingur hefur nei­kvæð áhrif á kaup­mátt fólks, þar sem minna fæst upp úr vesk­inu ef ráð­stöf­un­ar­tekjur hald­ast óbreytt­ar.

Sam­kvæmt Gylfa Zoega, sem er hag­fræði­pró­fessor í HÍ og situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, væri var­huga­vert að hækka laun í sam­ræmi við verð­hækk­anir á inn­fluttum vörum, þar sem slíkt myndi aðeins leiða til víxl­hækk­unar launa og verð­lags. Ger­ist það eykst verð­bólgan enn meira, sem leiðir líka til minni kaup­máttar almenn­ings.

Sömu­leiðis gæti atvinnu­leysi auk­ist hér­lendis vegna stríðs­ins. Fyr­ir­tæki gætu orðið fyrir tekju­missi og þurft að segja upp starfs­fólk ef eft­ir­spurn eftir vöru og þjón­ustu dregst mikið saman vegna minni kaup­máttar almenn­ings. Einnig gæti störfum í ferða­þjón­ust­unni fækkað ef ferða­vilji minnkar um allan heim.

Hús­næði gæti orðið enn dýr­ara

Þar sem inn­fluttar vörur gætu hækkað í verði vegna stríðs­ins er lík­legt að hús­næð­is­verð hækki vegna auk­ins bygg­ing­ar­kostn­að­ar. Hér gætu einnig bein áhrif vegið þungt, en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá nýlega eru um 90 pró­sent alls steypu­styrkt­ar­járns sem flutt er inn fyrir Íslands­markað frá Hvíta-Rúss­landi, sem hefur tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum Rússa.

Sig­urður Brynjar Páls­son, for­stjóri Byko, segir einnig í við­tali við blaðið að 40 pró­sent af öllu timbri sem fyr­ir­tækið flytji inn komi frá Rúss­landi.

Með meiri bygg­ing­ar­kostn­aði mætti búast við að nýbygg­ingar sem koma inn á mark­að­inn verði dýr­ari. Einnig gæti hvat­inn til hús­næð­is­upp­bygg­ingar dreg­ist sam­an, þar sem verk­takar þurfa að leggja út meiri pen­ing til að byggja hús. Hvort tveggja mun þrýsta upp hús­næð­is­verð, sem hefur nú þegar hækkað hratt vegna mik­ils eft­ir­spurn­ar­þrýst­ings og lít­ils fram­boðs af eignum á sölu.

Hins vegar gæti verið að eft­ir­spurnin eftir hús­næð­is­kaupum muni drag­ast saman á næst­unni, þar sem kaup­máttur mun minnka vegna verð­bólgu á inn­fluttum vör­um. Slíkt gæti dempað þær verð­hækk­anir sem yrðu á hús­næð­is­mark­aðnum vegna meiri bygg­ing­ar­kostn­að­ar.

Fleiri netárásir og hærra skulda­bréfa­á­lag

Sam­kvæmt Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­bank­ans gæti stríðið einnig haft nei­kvæð áhrif, bæði bein og óbein, á fjár­mála­kerf­ið. Bein áhrif væru að öllum lík­indum fleiri netárásir og hærri fjár­magns­kostn­aður á erlendum mörk­uð­um.

Bank­inn segir að fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi gætu þurft að efla við­búnað sinn gegn netárásum, en þeim hafi fjölgað eftir að inn­rásin í Úkra­ínu hófst. Einnig hefur vaxta­á­lag á erlendar skulda­bréfa­út­gáfur bank­anna aukist, vegna auk­innar óvissu á fjár­mála­mörk­uð­um. Ef ástandið varir lengi gæti hærri fjár­mögn­un­ar­kostn­aður haft áhrif á vaxta­kjör bank­anna á lán­veit­ingum í erlendum gjald­miðl­um.

Óbeinu áhrifin væru svo tengd hugs­an­legum sam­drætti í efna­hags­kerf­inu hér, en með því gæti virði útlána­safns bank­anna rýrnað nokk­uð, auk þess sem van­skil gætu auk­ist. Þó segir Seðla­bank­inn að við­náms­þróttur bank­anna sé mik­ill þessa stund­ina, svo kerf­is­leg áhætta fyrir fjár­mála­kerfið er tak­mörk­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar