Innrásin gæti dregið úr ferðavilja Bandaríkjamanna

Flugbókanir bandarískra ferðamanna drógust töluvert saman í öllum Evrópulöndum, að Íslandi, Belgíu og Serbíu undanskildu, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlendir sérfræðingar segja stríðið geta hægt á viðspyrnu evrópskrar ferðaþjónustu.

Leifsstöð
Auglýsing

Ísland var eitt þriggja Evr­ópu­landa sem varð ekki fyrir miklum sam­drætti í bók­unum banda­rískra ferða­manna eftir að Rúss­lands­her réðst inn í Úkra­ínu. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Forwar­d­Keys.

13 pró­senta sam­dráttur milli vikna

Sam­kvæmt grein­ing­unni hefur virki­lega dregið úr ferða­vilja Banda­ríkja­manna í álf­unni, en flug­bók­anir þeirra dróg­ust saman um allt að helm­ing í aust­ur­hluta hennar í síð­ustu viku febr­ú­ar­mán­að­ar, miðað við vik­una þar á und­an.

Að Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­landi und­an­skildu var sam­drátt­ur­inn mestur í Mold­óvu, þar sem hann nam yfir 50 pró­sent­um. Einnig dróg­ust flug­bók­anir saman um allt að helm­ing í Eystra­salts­lönd­un­um, Pól­landi, Slóvak­íu, Ung­verja­landi, Sló­ven­íu, Króa­tíu og Búlgar­íu.

Auglýsing

Í flestum hinum Evr­ópu­lönd­unum nam sam­drátt­ur­inn á milli vikna hins vegar á bil­inu tíu til 30 pró­sent­um. Í Serbíu, Belgíu og á Íslandi fækk­aði bók­unum einnig, en þó um ekki meira en tíu pró­sent. Að með­al­tali dróg­ust bók­an­irnar saman um 13 pró­sent.

Fin­ancial Times fjall­aði um minnk­andi ferða­vilja Banda­ríkja­manna vegna inn­rás­ar­innar fyrr í dag. Sam­kvæmt þeirri umfjöllun búast evr­ópskir hót­el­keðju­eig­endur við miklum sam­drætti í bók­unum í allri álf­unni, þar sem banda­rískir ferða­menn gætu ótt­ast að heim­sækja hana vegna stríðs­ins.

Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjóra evr­ópsku ferða­þjón­ustu­sam­tak­anna (ETOA) er þetta mikið högg fyrir evr­ópska ferða­þjón­ustu, sem reiðir sig venju­lega mikið á ferða­menn frá Banda­ríkj­un­um. Þar að auki hefur skuld­setn­ing margra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja orðin íþyngj­andi eftir far­ald­ur­inn, til við­bótar við að eft­ir­spurn eftir ferða­löngum frá Asíu­ríkjum hefur ekki náð sér á strik þar sem strangar sótt­varnir eru enn í gildi þar.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá jókst fjöldi banda­rískra ferða­manna hratt hér­lendis í fyrra, en í ágúst og sept­em­ber var hann orð­inn 90 pró­sent af fjölda þeirra í sama mán­uði árið 2019. Eftir að kór­ónu­veirusmitum byrj­aði aftur að fjölga í fyrra­haust dró þó hratt úr fjölda þeirra, en í síð­asta mán­uði var fjöldi þeirra aðeins 40 pró­sent af sam­svar­andi fjölda þeirra í febr­úar fyrir þremur árum síð­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokki