Innrásin gæti dregið úr ferðavilja Bandaríkjamanna

Flugbókanir bandarískra ferðamanna drógust töluvert saman í öllum Evrópulöndum, að Íslandi, Belgíu og Serbíu undanskildu, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlendir sérfræðingar segja stríðið geta hægt á viðspyrnu evrópskrar ferðaþjónustu.

Leifsstöð
Auglýsing

Ísland var eitt þriggja Evr­ópu­landa sem varð ekki fyrir miklum sam­drætti í bók­unum banda­rískra ferða­manna eftir að Rúss­lands­her réðst inn í Úkra­ínu. Þetta kemur fram í nýrri grein­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Forwar­d­Keys.

13 pró­senta sam­dráttur milli vikna

Sam­kvæmt grein­ing­unni hefur virki­lega dregið úr ferða­vilja Banda­ríkja­manna í álf­unni, en flug­bók­anir þeirra dróg­ust saman um allt að helm­ing í aust­ur­hluta hennar í síð­ustu viku febr­ú­ar­mán­að­ar, miðað við vik­una þar á und­an.

Að Úkra­ínu og Hvíta-Rúss­landi und­an­skildu var sam­drátt­ur­inn mestur í Mold­óvu, þar sem hann nam yfir 50 pró­sent­um. Einnig dróg­ust flug­bók­anir saman um allt að helm­ing í Eystra­salts­lönd­un­um, Pól­landi, Slóvak­íu, Ung­verja­landi, Sló­ven­íu, Króa­tíu og Búlgar­íu.

Auglýsing

Í flestum hinum Evr­ópu­lönd­unum nam sam­drátt­ur­inn á milli vikna hins vegar á bil­inu tíu til 30 pró­sent­um. Í Serbíu, Belgíu og á Íslandi fækk­aði bók­unum einnig, en þó um ekki meira en tíu pró­sent. Að með­al­tali dróg­ust bók­an­irnar saman um 13 pró­sent.

Fin­ancial Times fjall­aði um minnk­andi ferða­vilja Banda­ríkja­manna vegna inn­rás­ar­innar fyrr í dag. Sam­kvæmt þeirri umfjöllun búast evr­ópskir hót­el­keðju­eig­endur við miklum sam­drætti í bók­unum í allri álf­unni, þar sem banda­rískir ferða­menn gætu ótt­ast að heim­sækja hana vegna stríðs­ins.

Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjóra evr­ópsku ferða­þjón­ustu­sam­tak­anna (ETOA) er þetta mikið högg fyrir evr­ópska ferða­þjón­ustu, sem reiðir sig venju­lega mikið á ferða­menn frá Banda­ríkj­un­um. Þar að auki hefur skuld­setn­ing margra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja orðin íþyngj­andi eftir far­ald­ur­inn, til við­bótar við að eft­ir­spurn eftir ferða­löngum frá Asíu­ríkjum hefur ekki náð sér á strik þar sem strangar sótt­varnir eru enn í gildi þar.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá jókst fjöldi banda­rískra ferða­manna hratt hér­lendis í fyrra, en í ágúst og sept­em­ber var hann orð­inn 90 pró­sent af fjölda þeirra í sama mán­uði árið 2019. Eftir að kór­ónu­veirusmitum byrj­aði aftur að fjölga í fyrra­haust dró þó hratt úr fjölda þeirra, en í síð­asta mán­uði var fjöldi þeirra aðeins 40 pró­sent af sam­svar­andi fjölda þeirra í febr­úar fyrir þremur árum síð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokki